Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Tölva í hvert hreysi? Tölvuvœðing vestrænna þjóðfélaga hef- ur vissulega valdið byltingu. Hins vegar ferþvífjarri, enn sem komið erað minnsta kosti, að sú bylting nái til allra þjóðfélagsþegna. I Bandaríkjunum hafa menn afþví æ meiri áhyggjur að tölvu- væðingin myndi gjá á milli þeirra sem hafa aðgangað nýjustu tækni oghinna sem hafa ekki tækifæri til að færa sér þessa tækni í nyt. CLINTON Bandaríkja- forseti hefur lýst áhyggjum sínum vegna þessarar þró- unar og viU nota millj- arða dollara til að tryggja fólki með lægstu tekjumar aðgang að Net- inu. Forsetinn segir takmarkið að netaðgangur verði jafn algengur og sjálfsagður og símanotkun. Clinton verður tíðrætt um tæknigjána og ýmist lýsir hann því yfir, að hann vilji tryggja tölvu í hverja skólastofii, eða að hann vilji UUUADC tryggja tölvu á ■ itWIWIfr hvert heimili. Þð verður a.m.k. eitt höf- uðverkefiia hansáþessu síðasta ári í embætti að brúa tæknigjána, aðþvi er hann hefur marglýst yfir. A næstunni ætlar hann að ferðast til þeirra staða Bandaríkjanna, þar sem fæstir hafa netaðgang og hvetja íyrirtæki til að styðja við bakið á einstakling- um sem vilja aka á upplýsinga- Eftlr Hönnu Katrínu Friðriksen hraðbrautinni. Auðvitað er ekki nema gott eitt um það að segja að Bandaríkja- forseti hvetji til þess að allir skóla- nemendur hafi aðgang að tölvu. Það er meira að segja í hans valdi að tryggja að svo verði. Upp- hrópanir um tölvu á hvert heimili eru hins vegar hæpnari. Þetta er nefnilega allt spuming um peninga eins og fyrridaginn. Það smáatriði kemur ekki í veg fyrir að forsetinn, forsetaframbjóðendumir A1 Gore og George Bush og alls konar tals- menn tölvulyrirtækja tjái sig fjálg- lega um tæknigjár og brúarsmíði. Það er meira að segja þörf á snjöllum brúarsmiðum í gósen- landi tölvutækninnar, sjálfum Kís- ildal í Kalifomíu, þar sem eigendur og stjómendur tölvufyrirtækja hafa innantökur vegna of mikils auðs, eins og frægt er orðið. I þess- um sama dal er hins vegar að finna fólk, sem á vart tíl hnífs og skeiðar. Það var heldur hlálegt að fylgjast með fréttum á dögunum um „tölvu á hvert heimili“ þegar í sömu fjölmiðlum var skýrt frá kjarabar- áttu húsvarða í Kísildal. Fyrir nokkrum áram duttu að vísu marg- ir úr þeirri stétt í lukkupottínn, því nýstofnuð tölvufyrirtæki létu starfsmenn sína, hvaða starfi sem þeir gegndu, gjaman fá hlutabréf í íyrirtækjunum og þau bréf hafa oftar en ekki margfaldast í verði. Bn eins og víðar þýddi hin óhjá- kvæmilega og margblessaða þróuh á vinnumarkaði að stofnuð vora fyrirtæki, sem sáu úm viðhald og þrif í fyrirtækjunum. Þau réðu svo starfsmenn á fostum húsvarðarlús- arlaununi og það þarf engum að koma á óvart að í hópi húsvarðanna era 95% af suður-amerísku bergi brotnir. Stéttarfélag húsvarða birti á dögunum niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna. Þar kom fram að tekjur heimila húsvarða ná aðeins 2/3 af þeim telqum sem teljast lágmarks- upphæð tíl að framfleyta 4 manna fjölskyldu. Húsnæðið er oft ekki beysið. 133% tilvika hafa bömin ekld eigið herbergi og þurfa að sofa inni í stofu og 12% húsvarð- anna búa í einu herbergi, bflskúr eða hjólhýsi. Núna er þessi láglaunahópur að undirbúa mikla kröfugöngu í lok apríl, til að leggja áherslu á kröfur sínar um launahækkun. Þeir vilja hækka um rúmlega 90 krónur á klukkustund, en sem stendur eru launin um 560 krónur á klukku- stund. Talnaglöggir menn hafa reiknað það út, að það taki risafyrirtækið Sun Microsystems tæpa mínútu að afla tekna til að mæta launahækk- unum 50 húsvarða sem starfa hjá fyrirtækinu. Hjá öðra fyrirtæki, Silicon Graphics, væri hægt að afla tekna fyrir launahækkun 10 hús- varða á sléttri mínútu og stórfyrir- tækið Cisco Systems, sem hefur 120 húsverði í byggingum sínum vítt og breitt um dalinn, væri tæp- ar 3 mínútur að afla teknanna. Sömu talnaglöggu mennirnir hafa hins vegar reiknað út, að launa- hækkunin myndi gera fjögurra manna fjölskyldu, sem nú hírist í tveggja herbergja íbúð, mögulegt að flytja í þriggja herbergja. Það verður fróðlegt að sjá hvemig hús- vörðunum famast í kjarabaráttu sinni í Kísildal. í kjölfar svona frétta læðist óhjákvæmilega að manni sá gran- ur að það geti reynst þrautin þyngri að koma tölvu í hvert hús. Hugmyndir um „átak“ í þessa vera, því auðvitað þarf að hrinda „átaki“ af stokkunum eins og ávallt í þjóðþrifamálum, virðast heldur óljósar. Forsetinn ætlar ekki að láta aka heilu bílförmunum af tölv- um í fátækrahverfin, enda væri slíkt óhemju dýrt og illframkvæm- anlegt. Frekar á að veita fyrirtækj- um skattaafslátt ef þau gefa tölvur. Svo á að þjálfa kennara og setja upp tölvuver í samfélögum sem dregist hafa aftur úr í tæknikapp- hlaupinu, svo dæmi séu nefnd. Svo má ekki gleyma að taka með í reikninginn, að því fer fjarri að öll heimili vflji tölvu, eða hafi að minnsta kosti aðra forgangsröð en Clinton og félagar. Þetta hljómar ábyggilega sérkennflega í eyrum innvígðra netveija, en samt er það svo að sumt fólk hefur það bara bærilegt án nettengingar og aðrir setja ofar á forgangslistann smá- atriði eins og boðlegt húsnæði, mat, aðgang að heflsugæslu og góða almennamenntun. Clinton hefur sagt að netað- gangur sé eitt af helstu mannrétt- indamálum 21. aldarinnar. Stjóm- málamönnum finnst líka ábyggilega slagorðið „tölva á hvert heimili" flott og bjóða af sér þokka hinna veraldarvönu. Það er gott og blessað, en öllu verra er ef þetta þýðir úreldingu gömlu slagorð- anna; „mannsæmandi laun fyrir þá verst stöddu“ eða „tiyggja skal að- gang allra að heilsugæslu" áður en skilaboð þeirra verða að veruleika. Lengi von á einum Pað þóttu mikil tíðindi þegar ný betaútgáfa af Navigator 6 barst á Netið. Arni Matthías- son sótti sér eintak og segir að vafrinn hleypi nýju lífí í vafrasam- keppni. ÞÓ NETSCAPE Navigator hafi ekki verið fyrsti vafrinn þá var hann sá fyrsti sem eitthvað kvað að og náði á skömmum tíma gríðar- legri útbreiðslu. Microsoft var ekki viðbúið Netinu á sínum tíma en keypti sig inn með því að kaupa vafra frá öðra fyrirtæki, endur- nefna hann og breyta og endurbæta talsvert. Fyrir ýmsar sakir náði það síðan yfirhöndinni, meðal annars með aðferðum sem það var dæmt fyrir í rétti vestan hafs á dögunum, en Netscape fór halloka og var á endanum selt AOL netþjónustunni. Síðan hefur hægt veralega á þró- un vafra Netscape, en fyrirtækið gaf þróun hans frjálsa, þ.e. heimil- aði öllum sem vildu að eiga við grannkóðann, meðal annars til að reyna að flýta fyrir vinnunni. Sam- hliða því var gömlu útgáfunni, 4, haldið við, en öðra hvora hafa kom- ið út punktaútgáfur af henni og nú hægt að fá 4.7. Á sama tíma hefur Intemet Explorer farið í 5.5 og munurinn á vöfranum orðinn all- mikill. Vegna fjölda galla í Net- scape Navigator / Communicator 4.7 er svo komið að Internet Explorer er almennt talinn talsvert betri vafri, en svar Netscape við því var svo að hlaupa yfir fimmtu út- gáfu vafrans og senda frá sér fyrstu kynningarútgáfu af vafran- um sem kallast Netscape 6. Mjög frábrugðinn fyrri gerðum í útliti Þeir sem fylgst hafa með þróun Netscape 6 síðustu mánuði hafa getað sótt sér framstæðar prufuút- gáfur af vafranum, reyndar allt frá því í nóvember 1998, og þannig séð hvemig miðaði og hvað nýtt væri í aðsigi. Þeir verða því ekki mjög undrandi þegar þeir berja augum vafrann nýja, enda svipar honum í flestu til svonefndrar Mozilla-út- gáfu sem sækja hefur mátt á vef- setur mozilla.org. Aðrir reka vænt- anlega upp stór augu, enda er Netscape 6 mjög frábrugðinn fyrri gerðum vafrans í útliti og uppsetn- ingu. Vafrar hafa farið álíka leið og annar hugbúnaður, orðið sífellt stærri og stærri og gert æ rneiri kröfur til vélakosts notenda. Netscape 6 snýr þeirri þróun við, enda er hugbúnaðurinn talsvert minni en aðrir vafrar en þó öflugri. Þetta náðist fram með því að end- urskrifa þann hluta vafrans sem sér um að birta vefsíður og Netscape- menn kalla Gecko, en með því móti náðist líka að auka hraðann tals- vert. Þó erfitt sé að alhæfa um slíkt, því lokagerð Netscape 6 kem- ur ekki á markað fyrr en í haust, er ljóst að vafrinn nýi er talsvert hraðvirkari en eldri gerðir Net- scape-vafra og einnig mun hraðvir- kari en Intemet Explorer 5.5. í nýju útgáfunni er einnig skilið á milli birtingarhluta og viðmóts vafrans og því auðvelt fyrir fyrir- tæki og einstaklinga að breyta við- mótinu og útliti eftir því sem þeim sýnist sjálfum. Einnig verður í fyll- irigu tímans hægt að sækja sér myndaskrár til að breyta útlitinu, líkt og hægt er með NeoPlanet vafrann. Verulega endurbætt pdstforrit Með Netscape Communicator hefur fylgt þokkalegt póstforrit, en er veralega endurbætt í nýju gerð- inni. Þannig er í því nú stuðningur við mörg netföng, sem alsiða er að menn komi sér upp af ýmsum ástæðum. Vestan hafs þykja tíðindi að Netscape 6 styður póstsnið AOL, en kemur varla að miklum notum hér á landi. Þegar forritið er ræst í fyrsta sinn birtist síðan sem verið er að skoða í glugga hægra megin en vinstra megin er annar gluggi með flýtitilvísunum og síðulista. Þann lista er hægt að sníða til og laga að vild, meðal annars láta hann hverfa með einum smell. I glugganum má birta ýmsar upplýsingar um vefset- ur og hluta úr vefsíðum ef vill, þannig að nánast er sem viðkom- andi sé með tvo vafra opna í einu. Sum fyrirtæki hafa þegar hannað síður sem birtast sem sérstakir reitir í þessum hliðarglugga. Þar sem hugbúnaðurinn var gef- inn öllum frjáls til breytinga og þróunar tóku menn upp stuðning við opna staðla og þannig styður Netscape 6 fyllilega HTML 4.0, CSSl, CSS2 að mestu leyti og XML 1.0. Einnig er svo um hnút- ana búið að einfalt er að laga vafr- ann að öðram stýrikerfum og má nefna að Linux útgáfa hans var til- búin um leið og Windows útgáfan. Mjög hefur verið deilt á vafrafram- leiðendur fyrir að bæta tögum inn í HTML síðulýsingarmálið, enda kepptust um tíma Netscape og Microsoft um að bæta við sérkenni- legum tögum. í nýja vafranum er aftur á móti aðeins stuðningur við viðurkennd tög úr HTML og þann- ig skilur vafrinn ekki ýmis gömul Netscape tög sem ekki hafa hlotið almenna viðurkenningu og ekki sitthvað sem Microsoft hefur reynt að lauma inn í HTML. Þó enn sé talsverð vinna eftir við Netscape 6 má segja að vafrinn sé mikils vísir og hleypi nýju lífi í vafrasamkeppni sem skilað hefur hundraðum milljóna netnotenda framúrskarandi ókeypis hugbúnaði. Aðrir vafrar FLEIRIVAFRAR eru fáan- legir en Intemet Explorer og Netscape Navigator. Op- era heitir vafri af norsku bergi brotinn sem seldur er á Netinu, en einnig eru til fleiri ókeypis vafrar, þar á meðal NeoPlanet sem býður upp á ýmsa skemmtilega möguleika. NeoPlanet er ekki bein- linis vafri, enda krefst hann þess að Internet Explorer sé upp settur á viðkomandi tölvu. NeoPlanet tekur síð- an völdin af Explorer og nýtir sér lykilþætti hans til að lesa vefsíður. Helstu breytingamar em að við- mótið er talsvert frábmgðið og einnig að hægt er að breyta því i veigamiklum atriðum með þvi að sækja sér svonefnd skinn. Þannig getur áhugasamur breytt viðmóti vafra síns til að minna á uppáhalds íþróttafélag hans, eða teiknimyndapersónu, eða einfaldlega valið sér vírað eða sýrt útlit. Einnig em í NeoPlanet talsverðar endur- bætur til þess fallnar að auð- velda mönnum að nota Netið og vefinn, til að mynda bættir leit- armöguleikar með svonefndri Flyswat-viðbót, samskipta- möguleikar em auknir, auð- veldað að taka við fréttarásum í sérglugga og svo má telja. Utgáfa 5.1 af NeoPlanet kom út nýverið og felur í sér póst- forrit, spjallforrit, skilaboða- þjón, leitarvél og svo má telja. Hægt er að sækja sér ókeypis útgáfu af NeoPIanet á slóðinni www.neoplanet.com/ og skinnasafnið er á sama stað. Opera 4 vafrinn er nú í beta- prófun og áhugasamir geta sótt sér kynningareintak á slóðina www.opera.com. Þar er einnig hægt að nálgast lokaútgáfu 3.62 sem skoða má án endurgjalds en kostar frá 1.500 til 3.000 kr. eftir notkun. Opera vaframir em til fyrir Windows, EPOC, BeOS og Linux, en Linuxútgáf- an er alfa-útgáfa. Væntanlegar em útgáfur fyrir MacOS og OS/2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.