Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 52

Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 52
52 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN MARÍA ÓLAFSDÓTTIR + Guðrún María ÓI- afsdóttir fæddist á Leirum, A-Eyja- fjöllum, 8. júní 1908. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Þórð- ardóttir, f. 14.3.1872, d. 12.1.1947, ogólaf- ur Jónsson, f. 7.11. 1872, d. 20.7. 1955. Bræður; hálfbróðir Halldór Jón Guð- mundsson, f. 20.5. 1900, d. 21.6. 1976, Guðmundur Ólafsson, f. 4.6. 1903, d. 30.9.1989, Jón Ólafsson, f. 14.8. 1910, Kjartan Þórarinn Ólafsson, f. 2.4.1913, d. 25.4.1990, uppeldis- systir Júlia Ólafsdóttir, f. 20.7. 1924. Hinn 4.1. 1936 giftist Guðrún Sigurði Jónssyni, f. 10.9. 1902, d. 10.4. 1964. Foreldrar hans voru Þorbjörg Bjamadóttir og Jón Pálsson. Guðrún og Sigurður Elsku mamma mín. Ég kveð þig með djúpum söknuði og þakka þér - allar samverustundimar okkar. Það er mér huggun að vita að nú ert þú í öðrum heimi, í faðmi horfinna ást- vina þar sem engar þjáningar þekkj- ast. Takk fyrir allt og allt og á meðan ég lifi þá lifir þú í mér. Þess bið ég í Jesú nafni. Égminnistþin,ómóðir, þómérnúsértuíjær. Þig annast englar góðir ogungivorsinsblær. Eg man þær mætu stundir er mig þú kysstir hlýtt, sem vorsól grænar grundir, og gerðir lífið blítt. Ífaðmiþínumfannég, þann frið, er bestan veit, því það var allt, sem ann ég, þínástin móðurheit. Þar huggun fann ég hæsta frá hjarta, er aldrei brást, þvíkonugerirglæsta hingöfgamóðurást. eignuðust fjögnr börn. Þau eru; 1) Jón, f. 16.7.1933, var giftur Kristínu Magnúsdóttur, þau eignuðust tjögur böm og tvö bama- böm, þau misstu elsta son sinn tveggja ára 1969. 2) Málfríður Ema, f. 14.2. 1941, gift Jó- hannesi Þ. Helga- syni, f. 25.8. 1934, þau eiga fjórar dæt- ur og fjögur barna- böm. 3) Margrét Sesselja, f. 20.11. 1945, var gift Magnúsi Vilhjálmssyni, þau eiga þrjár dætur og íjögur bamaböm. 4) Þorbjörg Fjóla f. 3.11.1949, gift Ingólfi Magnússyni, f. 1.4. 1949, þau eiga þrjú böm og þrjú bama- böm. Utför Guðrúnar fer fram frá Eyvindarhólakirkju í A-Eyjafjöll- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Og öll við hittumst aftur ogævinhémadvín. Og einhver æðri kraftur, sem ofar jörðu skín, mun okkur göfga og gleðja; þaðguðáhæðum er. Meðkossivilégkveðja þig kærsta af öllu mér. (E.H.) Þín Málfríður Ema. Kæra tengdamóðir mín. Þá er komið að kveðjustund. Ég þakka þér áratuga tryggð og vináttu við mig og mína. Ég þakka þér fyrir hvað þú tókst mér opnum örmum þegar ég sá þig fyrst og kom inn á heimili þitt ár- ið 1960, sem tilvonandi meðlimur í fjölskyldu þinni. Þá hófst vinátta, sem aldrei féll skuggi á fram til síð- asta dags. Ég þakka þér allar þær ferðir, sem við fórum saman um nær allt landið. Þegar dætur mínar voru yngri, þá var tjaldið okkar góða með í + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR SIGURMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Hofteigi 24, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudag- inn 5. apríl sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sonja María Jóhannsdóttir Cahill, Örn Jóhannsson, Edda Sölvadóttir, Óttar Jóhannsson, Guðbjörg Steinarrsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HARALDUR HARALDSSON, Hólabraut 20, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 3. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.30. Haraldur Edvarð Jónsson, Aðalheiður Björnsdóttir, Bertha Kristín Jónsdóttlr, Geir Jón Grettisson, Jóhanna Jónsdóttir, Helgi Hallsson, Helga Ragnheiður Jónsdóttir, Steindór Björnsson, Jón Eiður Jónsson, Guðný Sigrún Baldursdóttir og afabörn. för því þá gátum við ráðið okkar gististað og notið náttúrunnar í ró- legheitum. Þú varst svo mikill nátt- úruunnandi að unun var að hlusta á þig þegar þú varst að lýsa því sem fyrir augu bar, alls staðar komstu þú auga á einhverja fegurð á undan öll- um öðrum, þú elskaðir blátæran him- ininn, blómin og fallegum steinum hafðir þú dálæti á. Þú undir þér löngum stundum við að hlúa að blómunum þínum í garðin- um og beiðst eftir að þau blómstruðu allavega litum ár eftir ár. En þú hlúð- ir ekki bara að gróðrinum, þú hlúðir ekki síður að mannfólkinu, þú máttir aldrei neitt aumt sjá, þá varst þú ávallt komin til hjálpar, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Þú tókst þátt í sorg og gæfu hvers einasta ein- staklings, sem var svo gæfuríkur að kynnast þér og hugur þinn var ætíð með hverjum og einum í þinni stóru fjölskyldu vina og ættingja, hvert sem þeir fóru og þú hafðir vitund um. Án efa uppskarst þú mikla gleði og hamingju í hjarta þínu í hvert sinn sem þú gast sýnt þinn kærleika og hlýju og rétt hjálparhönd. Lífsbarátta þín stóð hartnær alla 20. öldina, þín kynslóð sá mestu breytingar sem orðið hafa á lífshátt- um manna frá upphafi. Þú ólst upp við kjör, sem nútímafólk myndi telja heldur kröpp. Þú talaðir oft um þeg- ar sauðskinnsskónum var lagt og gúmmí og leður kom í staðinn og vél- ar og tæki komu til sögunnar; bílar, flugvélar, skip, rafmagn, útvarp, sími, sjónvarp, gott menntakerfi, heilbrigðiskerfi, tölvuvæðingin og fleira og fleira. Þú lifðir sannarlega tímana tvenna. En þó að erfiðari tím- ar hafi verið á þínum uppvaxtarárum voru það þau ár sem voru ómetanleg- ur fjársjóður. Þú ólst upp í einni feg- urstu sveit landsins með kærleiksrík- um foreldrum, fjórum bræðrum, föðursystur, föðurbróður og þegar þú varst unglingur fékkst þú það, sem þú hafðir þráð svo mikið, „syst- ur“. Lítil stúlka kom inn á heimilið og varð ein af fjölskyldunni, þú talaðir oft um hvað glöð þú varst þegar hún kom nokkurra daga gömul. Eg veit að þú vilt þakka henni alla umhyggj- una sem hún hefur sýnt þér, heim- sóknir, símtöl og ekki síst þá hjálp og stuðning sem hún sýndi þér þegar Sigurður lá banaleguna í þijá mánuði á Landspítalanum. Það var þér og okkur hinum ómetanlegt og gleymist aldrei. Oft var erfitt uppdráttar á bú- skaparárum þínum. Sigurður varð að fara á vertíð tii Vestmannaeyja í mörg ár að afla fjár eins og títt var í þá daga. Þú stóðst þig þá eins og hetja og gekkst að öllum verkum úti sem inni með bömum þínum. Þú varst mikil hannyrðakona sem kom fram í þeirri mynd að aldrei þurfti að kaupa tilbúna flík á upp- vaxtarárum barna þinna. Þú sást um að sauma allan klæðnað á fjölskyld- una og fórst þér það svo vel úr hendi að undrun sætti þar sem þú varst ekld lærð saumakona, en þú hafðir þetta bara í þér. Stundum sást þú fal- lega flík í verslun og sniðið kannski mjög flókið en þegar þú komst heim gast þú saumað nákvæmlega eins flík og enginn gat séð mun þar á. Þetta hef ég svo oft heyrt talað um. Og þau eru ófá sokkaplöggin og vettlingamir sem þú prjónaðir á alla þína stóm fjölskyldu sem við nutum öll góðs af og gerum enn frá þeim elsta til hins yngsta. Guðrún mín, þú hefur alla tíð verið mikil trúmanneskja. Af heilum hug hefur þú trúað á Jesú Krist og aldrei efast um að líf væri eftir þetta líf. Ég oyv\ v/ T-ossvogskirUjwgarð '' ml. 554 0500 trúi að nú sértu sameinuð kæmm ástvinum þínum, sem farnir vom á undan þér. Á hveijum morgni gekkst þú út í dyr og signdir þig. Þetta gerð- ir þú alla þína ævi og bænimar sem þú kenndir bömunum þínum hafa verið þeim gott veganesti og svo áfram ömmu- og langömmubömum þínum. Við eigum þér öll mikið að þakka. Þú varst skarpgreind og stálminn- ug. Margir komu til þín til að fá svar við spurningum sínum og fóra fróðari til baka. Þú varst mjög ljóðelsk og vitnaðir oft í kvæði eldri skálda okk- ar, ekki síst Einars Benediktssonar. Sérstaklega hefðir þú viljað kenna öllum þessa vísu; Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atlot eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka. (EinarBenediktsson.) Nú eftir þrjátíu og fjögurra ára dvöl í Reykjavík ert þú aftur komin heim í fögra sveitina þína A-Eyja- fjallahrepp, sem þú alla tíð unnir mest allra staða. Þar áttir þú heima 57 ár ævi þinnar samfleytt fyrir utan eina vertíð í Vestmannaeyjum á þín- um yngri áram. Nú munt þú hvfla á milli eiginmanns þíns Sigurðar Jóns- sonar d. 1964 og sonarsonar ykkar og alnafna afa síns d. 1969. Við fjölskyldan viljum þakka öll- um sem sýndu þér hlýhug og létu sér annt um þig, ekki síst eftir að fórst að missa heilsuna. Ég kveð þig kæra tengdamóðir mín með söknuði og þakklæti fyrir lærdómsrík kynni og votta öðram aðstandendum innilega samúð mína. Jóhannes Helgason. Elsku langamma, við sendum þér hinstu kveðju með þakklæti fyrir allt það góða sem þú gafst okkur, varst okkur og kenndir okkur. Við gleym- um aldrei kærleika þínum og hlýju. Saga þín og líf lifir í okkur. Við kveðjum þig með þessu versi: Við þökkum fyrir ástúð alla, indælminninglifirkær. Nú mátt þú vina höfði halla við herrans brjóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Þín ömmuböm Jóhannes Hafsteinn, Málfríður Ema, Tinna Karen og Hekla Dögg. Vorið mætti okkur fyrir rúmri viku á hlýjum og sólríkum föstudegi, degi sem amma hvarf yfir móðuna miklu. Hún sagði alltaf að hún vildi kveðja þennan heim að vori til er allt væri að vakna til lífsins og léttara væri yfir öllu. Henni varð að ósk sinni og nú horfum við á öspina úti í garði vakna til lífsins eftir þungan vetur, öspina sem hún dáði svo mikið og sagði að væri lífstréð sitt. Það er okkur huggun harmi gegn að hugsa til þess að amma sé að hefja nýtt líf annars staðar samtímis og öspin lifn- ar við, komin í faðm afa sem hún er búin að bíða eftir að hitta á ný í 36 ár. Okkur verður hugsað til allra stundanna sem við eyddum með henni á Leiram. Alltaf er nálgaðist sú stund að við færam austur fann maður hve lifnaði yfir henni og bros- ið breikkaði. Við gengum þar ósjald- an út í fjöra sem verður okkur alltaf kær. Þar tíndum við kuðunga en hún kenndi okkur ungum að leggja kuð- ung að eyranu til að heyra sjávarnið- inn frá fjöranni okkar. Hugurinn reikar einnig til hrafnapars nokkurs er birtist alltaf er við fóram austur með ömmu. Ef hún var ekki með í för urðum við ekki varar við þá. Hrafnar þessir settust alltaf á gluggasylluna á herberginu hennar og heilsuðu upp á hana í morgunsárið. Þeir komu dag eftir dag, helgi eftir helgi og sumar eftir sumar þegar við gerðum okkur glaðan dag á Leiram. Þessir hrafnar, líkt og allt fólk sem kynntist ömmu á langri og reynsluríkri ævi hennar, bundust henni órjúfanlegum bönd- um. Það er ekki að undra því amma hafði eitt það stærsta hjarta sem við þekkjum, vildi alltaf gott frá sér gefa, mátti aldrei af aumum manni vita og rétti ávallt fram hjálparhönd áður en fólk náði að biðja um hana. Mikið tómarúm ríkir nú innra með okkur og skrítið er að kíkja inn í her- bergið hennar og sjá rúmið autt, þar sem maður var vanur að mæta breiðu brosi og útbreiddum faðmi. Nú höfum við einungis dýrmætar minningar um einstaka ömmu til að hlýja okkur um hjartarætur. Elsku mamma, takk fyrir að sjá um ömmu og hugsa svona vel um hana eftir að hún varð aðstoðar þurfi. Þú gerðir henni kleift að deyja undir eigin sæng í eigin rúmi. Megi góður Guð blessa þig, elsku amma, þú munt eiga stórt pláss í hjarta okkar alla tíð. Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minning geyma. I hugarfylgsnum okkarvið heyrum þínarödd og höldum því að okkur sé að dreyma. I hjörtu okkar sáðir þú frækomum fljótt og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt, þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta. Nú svífur sál þín amma á söngvavæng um geim, svo sæl og glöð í hlýja og betri heima, við þökkum fyrir samveruna, þú ert komin heim og við biðjum Guð að blessa þig og geyma. (Una Ásmundsdóttir.) Guðrún, Sigurbjörg og Guðbjörg Jóhannesdætur. Elsku amma mín. Minning þín rís upp í nóttinni sem umlykurmig. Ain hnýtir þrjóskt harmahljóð sitt viðhafið yfirgefin eins og bryggjumar í dagrenningu. Nú er tími til að fara, ó þú yfirgefna. (Pablo Neruda.) Þar sem ég sit hér álút á kyrrlátu kveldi þá streyma minningamar fram. Mig langar því að rita mínar hinstu línur til þín, elsku amma mín. Þú varst stór kona. Þú lifðir einstæða ævitíð og ófst þráð okkar í voð sög- unnar. Þú varst svo sannarlega far- artæki hugsunar og fróðleiks af bestu gerð. Sá sem drakk kaffi þér til samlætis fékk ætíð fróðleiksmola dagsins með því. Minnið þitt var því- líkt að undram sætti; því þótti mér það afar sorglegt fyrir átta árum, þegar þú hafðir safnað að þér allri þessari reynslu og fróðleik á langri ævi, að minnið skyldi vera eitt af því fyrsta sem bilaði. Þú áttir til ógrynni af styrk og ástúð. Þú hafðir ávallt þol til að bera óhamingju annarra og ég veit að trú þín og ylur hjarta þíns hafa bjargað skjálfta margra. Ekki nóg með að þú hafir yljað fólki innvortis því þau vora ófá vettlinga- og sokkapörin sem urðu til í höndum þínum handa afkomendum í gegnum tíðina. Þú varst sterk, þrautseig og hjartahlý kona, sannkölluð amma í orði og verki. Þú bjóst yfir hlýjum faðmi og máttir aldrei neitt aumt sjá. Eflaust á málshátturinn „Betra er að njóta brauðs síns með glöðu hjarta en vera áhyggjufullur út af auði ann- arra“ vel við þig. Ég man ekki til að þú hafir sett þig í fyrirrúm með neitt. Ég horfði oft á þig hjálpa fólki úti á götu sem minna mátti sín. Þú styrkt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.