Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 54

Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 54
54 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR EINAR EINARSSON + Binar Einarsson fæddist í Nýjabæ í Vestur-Eyjafjöllum 11. febrúar 1932. Hann lést á Ljósheim- um á Selfossi 29. mars síðastliðinn. Poreldrar hans voru Katrín Vigfúsdóttir ljósmóðir frá Brún- um, f. 29.8. 1891, d. 18.8. 1967, og Einar Einarsson bóndi frá Nýjabæ, f. 6.9. 1897, d. 3.7. 1970. Systkini hans eru: Valgerður, f. 15.3. 1922, maki Ragnar Guðmundsson, f. 26.2. 1921, d. 19.11.1986; Kristín, f. 4.5. 1923, maki Marteinn Guðjónsson, f. 7.5.1924; Ingveldur, f. 8.7.1925, maki Róbert F. Gestsson, f. 5.5. 1924; Auður, f. 18.3. 1928, maki Lárus Jónasson, f. 5.12.1933; Leif- ur, f. 21.11. 1933, f.v. maki Kol- brún Valdimarsdóttir, f. 24.11. 1933; og Pálheiður, f. 20.3. 1936, maki Kristján J. Þórarinsson, f. 4.9.1942. Hinn 20. ágúst 1955 kvæntist Einar Klöru Guðbrands- dóttur, f. 9.12. 1935, og eru böm þeirra: Guðbrandur, f. 17.11. 1953, maki Bima Borg Sigur- geirsdöttir, f. 4.5. 1956, og eiga þau íjögur börn og þijú bamabörn; Katrín, f. 19.1.1955, maki Geir Jónsson, f. 18.4. 1955, og eiga þau þrjú böm og tvö barnabörn; Einar Smári, f. 31.5. 1957, og á hann tvo syni; Ægir, f. 6.3. 1959, maki Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 3.7. 1954, og eiga þau einn son; Sigurð- ur, f. 12.4.1961, maki Gíslína Jens- dóttir , f. 4.10. 1962, og eiga þau fjögur börn; Sverrir, f. 3.3. 1967, maki Sigrún Helga Einarsdóttir, f. 25.5.1970, og eiga þau tvo syni. Einar verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Pú hvarfst þérsjálfumogokkur hvarfst inn í höfuð þitt dyreftirdyrlukust oggátueiopnastáný þú leiðst hægtábrott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar erhér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður viðlíf semekki er hægtaðlifa Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Gróðrarstöðin micm ♦ Hús hlómanna Blómaskreytingar við öll tækil'æri. Dalvcg 32 Kópavogi sími: 564 2480 þúhorfirframhjámér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Pýð. ReynirGunnlaugsson.) Guð geymi þig, elsku vinur, og takk fyrir öll árin okkar. Hvíl í friði. Klara. Við andlát tengdaföður míns, koma fram í hugann margar minn- ingar. En það var árið 1974 sem ég kom fyrst á heimilið hjá þeim Einari og Klöru sem síðar áttu eftir að verða tengdaforeldrar mínir. Þau áttu þá heima í Þorleifskoti, en flytja í lok sama árs í nýtt hús sem þau höfðu byggt í Laugardælum og var húsið nefnt Laugarvellir. Einar starfaði á þessum árum sem verkstjóri á Laugardælabúinu. í því fjölbreytta starfi sá hann til margra ára um netaveiði í Ölfusá fyrir búið. Af því starfi hafði hann mikla ánægju, og oft tók hann mig með til að vitja um netin, það eru ógleymanlegar stundir, þar var Ein- ar í essinu sínu. Einnig eru ferðirnar austur undir Eyjafjöllin í gegnum árin minnis- stæðar og þá sérstaklega ferð sem við fórum tveir í heimsókn að Nýja- bæ og í göngutúr á Nýjabæjarfjör- ur. Þegar þú greindist svo með Al- zheimer fyrir um fimm árum fóru erfiðir tímar í hönd, og það var sárt fyrir okkur öll að horfa á það hvem- ig við týndum þér smátt og smátt inn í þinn lokaða heim. Lokabaráttan var erfið og er það von mín að þér líði betur núna. Ég vil að lokum þakka þér alla hjálpina og allar samverustundirnar á liðnum árum. Þín verður sárt saknað, hvíl þú í friði. Elsku Klara, þú hefur staðið þig UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfír áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarsson útfamrstjðri. sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199 eins og hetja á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér, börnum ykkar og öðr- um ástvinum mínar bestu kveðjur. Guð sé með ykkur. Geir Jónsson. Elsku afi minn. Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki verið í eigin persónu við hlið þér í dag en þú veist að hugur minn er allur hjá þér. Söknuðurinn er búinn að vera mikill undanfarna daga og í fyrstu skildi ég ekki af hverju þú fékkst ekki að vera lengur hjá okkur. Svo áttaði ég mig á því að Guð hefur fengið þér annað og meira hlutverk sem enginn gæti innt betur af hendi. En það er að vera verndarengill ömmu og af- komenda ykkar og taka á móti okk- ur öllum í himnaríki þegar okkar tími kemur. En þrátt fyrir að sorgin sé mikil þá get ég ekki annað en brosað yfir öllum þeim minningum sem ég á í hjarta mínu. Ég var ekki nema þriggja ára þegar ég flutti með mömmu, pabba og Einari Jóni frá Selfossi þar sem ég hafði búið fram að þeim tíma. En þó svo að árin á Selfossi hafi ekki verið mörg fannst mér ég alltaf vera komin heim um leið og ég sá Ölfusarbrúna. Það hef- ur örugglega verið nálægðin við þig og ömmu sem ég skynjaði og hafði þessi áhrif á mig því að ég vissi að þið væruð að bíða eftir mér í stóra húsinu ykkar á Laugarvöllum. Og þegar við renndum í hlaðið stóð þar yfirleitt gamla „rúgbrauðið" en það fannst mér alltaf vera svo mikill afa- bfll. Stundum tókst þú mig svo með þér í smá bíltúr og það fannst mér alltaf rosalega gaman enda var þá ferðinni jafnan heitið niður í Foss- nesti þar sem ég fékk kók og prins en þú fékkst þér pilsner. Og þetta er einungis brot af öllum þeim minn- ingum sem ég mun alltaf varðveita í hjarta mínu. En elsku afi minn, mér finnst ynd- islegt að hafa fengið að vera hjá þér þína síðustu daga. Ég veit að þrátt fyrir mikil veikindi þá skynjaðir þú nærveru mína því að þú horfðir svo blítt í augun mín. Ég er ofboðslega stolt af þér því að þú háðir hetjulega baráttu sem oft olli þér miklum kvöl- um. En samt neitaðir þú að gefast upp fyrr en þú vissir að þú gengir beint inn í hlutverk verndarengils okkar. Og því var þetta engin upp- gjöf hjá þér því að þú varst svo sátt- ur og stoltur yfir því að fá þetta virð- ingarverða hlutverk úr höndum Guðs. Ég veit að núna líður þér vel og það veitir mér smá sálarfrið. Elsku afi, ég vil kveðja þig með bæn og á sama tíma bið ég þig, Guð, um að veita elskulegu ömmu minni styrk í sorginni. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. Ásbjörg Geirsdóttir, Boca Raton, Flórída. Elsku besti Einar afi. Loksins færðu hvíldina sem þú ert búinn að bíða svo lengi eftir. Allar þær stund- ir sem við áttum saman verða nú að gullkornum í minningunni sem ég geymi í hjarta mínu. Að kveðja ein- hvern sem hefur sveipað líf manns með jafn stórum hætti og þú gerðir er mjög erfitt, helst mundi ég vilja fá að faðma þig einu sinni enn og segja þér hvað mér þykir vænt um þig. En ég veit að núna eftir alla þessa bar- áttu líður þér vel að fá loksins hvíld- ina sem þú átt svo innilega skilið. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur öll- um og passa allt þar til við hittumst að nýju til að riija upp gullkornin. Ef sú kynskóð sem nú vex úr grasi væri eins og hann afi minn væru nú ekki vandræðin í henni veröld. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hann Einar afa er dugnaður og elja. Ég man alltaf eftir því þegar afi kom inn í eldhús í Laugardælum á sunnudagseftirmið- degi tuðandi yfir því að hafa ekki komið neinu í verk þann daginn, samt hafði hann verið að vinna frá sjö um morguninn. Ég fékk tæki- færi til að kynnast þessum dugnaði betur þegar afi réð mig í vinnu eitt sumar til að sjá um hænurnar. Þess- ar þrjár vikur sem ég var hjá afa og ömmu eru nú skyndilega eitt af því dýrmætasta sem ég geymi í hjarta mínu. „Þeir menn sem ekki hælast af sigrum, markmiðum, eignum hælast þess í stað af barnabörnum.“ Þessi fáu orð lýsa Einari afa í hnotskurn. Ég vildi óska þess að börnin mín hefðu getað hitt þig og lært af þér líkt og ég gerði. Þess í stað mun ég njóta þess að rifja upp gullkornin og kynna þeim þig með mínum augum. Það er með söknuði og einlægri von um að mér takist að verða þó ekki nema brot af því sem þú ert að ég bið þig að vaka yfir mér og mín- um. Styrkur þinn hjá okkur hvflir armar þínir okkur bera harmur sá er okkur tekur hjartað grætur, sært og þjáð sál þín frelsar gleðitár. Elsku amma Klara, þú ert í hjarta okkar allra. Einar Jón Geirsson og fjölskykla. Við Einar kynntumst fyrst sem strákahvolpar í Eyjafjallasandi, þegar ég var að fara úr sveitinni frá afa og ömmu í Kvíhólma, út til Vest- mannaeyja, en það kallaðist að fara í sand og fylgdi því ávallt mikil eftir- vænting í fábreyttu lífi sveitafólks- ins að fá að hitta nýtt fólk frammi í sandi, en bátsferðir milli lands og Eyja voru viðurkennd þjóðleið þeirra tíma. Þarna tókumst við á Eyjapeyinn og sveitastrákurinn og þóttumst þurfa að gera eitthvað upp, milli þessara tveggja póla. Löngu seinna, þegar foreldrar mínir fluttu sig frá Vestmannaeyj- um í Eyjafjallasveit, urðum við Ein- ar miklir mátar og hittumst m.a. margan sunnudaginn til að reyna hvað við gætum í íþróttum úti í túnjaðrinum heima þar sem ég átti sandgryfju og annað fleira til að spreyta sig á. Þetta urðu síðan mikl- ir gleðidagar hjá okkur strákunum í sveitinni og tíminn var fljótur að líða. Útreiðartúrar, sundlaugarferð- ir, íþróttakeppni, þar sem Einar stóð sig ávallt vel og ýmis önnur gleði voru síðar afþreyingarefni unga fólksins og síðkvöldin voru oft vel notuð til hugleiðinga um lífið og tilveruna og heitustu málin voru brotin til mergjar. Seinna lágu leiðir okkar saman á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum, þangað sem æska landsins leitaði sér atvinnu í stórum hópum í stærstu verstöð landsins, með iðandi lífi og fjöri. Þegar gullárin voru að baki togn- aði á böndum vináttu og heimsókna og við tók tími alvörunnar, fjöl- skyldumótunar, húsnæðisöflunar og barnauppeldis og á lífsgöngunni er- um við sífellt að takast á við eitt- hvað, miserfitt, hvar á teinunum sem lest lífsins er stödd. Við höfum lífið að láni og gerum okkur ljóst að skörð myndast í vina- og ástvina- hópinn með tíð og tíma og við þurf- um að takast á við sorgina hver á sinn hátt því það er eins og sagt hef- ur verið, sorgin gleymir engum. Oll áföll reyna mikið á fjöldskyld- una, en einn er sá sem getur gefið okkur von og styrk, drottinn vor, sem hefur úthlutað okkur leyfi til að lifa hér á jörðu. Oll munum við geyma í sjóði minninganna bjartar stundir lífsins, sem við áttum með þeim sem okkur þótti vænt um. Einari vini mínum frá Nýjabæ þakka ég samveruna og við hjónin vottum Klöru og fjöl- skyldunni dýpstu samúð. Vinir í kyrrð sveitarinnar lögðu traust sitt í pant fýrirvoriæskunnar sem leyndist í brosi stúlknanna ísólargeislunum ogblómunumáenginu sem vörpuðu ljóma á dagana og urðu til í moldinni semþeirerjuðu Þegar við drögum tjöldin frá og lítum til baka sjáum við dýrmætar stundir sem orðnar eru að minningum í litum regnbogans. Jóhann Sveinsson. Það var sumarið 1975 sem ég varð svo lánsamur að kynnast Einari í Laugardælum og fjölskyldu hans. Það sumar voru mynduð sterk tengsl sem hafa þróast og eflst með árunum. Sumrin í Laugardælum er eitt bjartasta tímabil ævi minnar. Á þessum árum var Einar ráðsmaður staðarins og stjórnaði heilum her unglinga við störf og leik. Sumar- nóttin var björt og krafturinn og gleðin þvílík að oft var lítið um svefn. I Laugardælum lögðust allir á eitt um að vinna sem best og stundum var líkast því að hver maður væri hinn eini eigandi staðarins og nyti í hvívetna þeirra verka sem unnin voru. Fremstur í þessum flokki stóð Einar og smitandi vinnugleðin var í senn bæði gefandi og skapandi. Þarna öðlaðist ég gott veganesti fyr- ir lífstíð. Við Einar urðum vinir. Það er ekki gott að útskýra hvernig það mátti vera að ég, peyinn, og hann, ráðsmaðurinn, náðum svona vel saman. Það bara gerðist og stóð. En Einar var ekki allra og sumir náðu ekki að kynnast þeim Einari sem ég þekkti svo vel. Mér reynist auðvelt að rifja upp mörg skemmtileg atvik þar sem við Einar vorum saman. Morgunstundirnar, sem við áttum saman, í Forinni eða á Ketilbrotinu koma fyrst upp í hugann. Þegar vel veiddist var eins og veröldin breytti um svip. Það mátti vart á milli sjá hvor var áhugasamari eða æstari og veiðigyðjan hafði tök á sínum mönn- um. Tvisvar sinnum í öll þau ótal skipti sem Einar ýtti við mér snemma morguns, sá ég að Einar var órólegur. í bæði skiptin sagði hann; „mig dreymdi fyrir fiski“. í annað skiptið fengum við 27 punda hæng og í hitt skiptið 28 punda hrygnu. Einar tók mark á fyrirboð- anum, honum var alvara. Þegar minna veiddist var nægur tími að fylgjast með deginum vakna, ræða lífsins gagn og nauðsynjar og það var á þessum stundum sem Einar gaf sér tíma fyrir góð ráð til framtíð- ar. Hann var vakandi fyrir velferð okkar, hvatti okkur til góðra verka en latti til annarra. Mörg ár eftir þetta fórum við Einar í veiðiferðir saman. Heldur voru nú veiðiaðferð- irnar fínlegri og aflinn minni en gleðin var söm. Nálægðin við Einar var þá mjög gefandi og sú sýn sem hann hafði á náttúrunni svo ólík okk- ar hinna. Af því hefðu margir getað lært. Einar var samviskusamur starfs- maður og vann sín verk af ósérhlífni. Að sumum verkum gekk hann með meiri gleði en öðrum, stundum svo að honum þótti vont að flokka þau sem vinnu. Gott dæmi um það voru störf tengd hrossunum í Laugardæl- um. Hann naut þess að fara árla morguns og fylgjast með hryssun- um þegar þær voru að kasta og aldrei settum við stóðhest í hryss- urnar nema að kvöldlagi. Þó þetta væru sjálfsögð bústörf var vinnan aldrei skrifuð. Þetta var skemmtan. Þannig var farið með ófá handtök Einars. Einar lagði allt sitt í Laugardæli, reisti sér þar hús og þar átti hann sitt heimili. Börnin búa flest í ná- grenninu og ættstofn þeirra Klöru vex og dafnar. Þegar tilraunastöðin var flutt að Stóra-Ármóti sóttum við saman um ábúð á Laugardæl- um. Þar áttum við sameiginlegan draum, sem aldrei varð að veru- leika. Einar tók þátt í flutningum tilraunabúsins að Stóra-Ármóti og það hef ég fyrir satt að reynsla hans og ráðgjöf hafi margan vanda leyst. Hins vegar fór það svo að fljótlega eftir flutninginn kaus hann að skipta um starf og fór sem ráðs- maður að Nesbúi á Vatnsleysu- strönd. Þangað heimsótti ég Einar oft og hafði gaman að því að fylgjast með áhuga hans og elju á nýjum stað. Fórnfýsin og ósérhlífnin var sú sama. En dagur er að kveldi kominn. Nú hefur Einar farið sína hinstu ferð. Ég tel það mér til tekna að hafa kynnst Éinari og um ókomna tíð get ég yljað mér við minningar um góðan dreng. Ég bið góðan Guð að styrkja Klöru og alla afkomend- ur þeirra í sorginni. Sveinbjörn Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.