Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ
56 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
/f11 1 ...............'■■■■■
MINNINGAR
ÁRNIBJÖRGVIN
HALLDÓRSSON
+ Árni Björgvin
Halldórsson
hæstaréttarlögmað-
ur fæddist á Borg í
Bakkagerði á Borg-
arfirði eystra 17.
október 1922. Hann
lést á sjúkrahúsinu í
Neskaupstað 31.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Halldór Ásgrímsson
frá Grund í Borgar-
firði eystra, f. 17.
apríl 1896, d. 1. des-
ember 1973, og kona
hans Anna Guðný
Guðmundsdóttir frá Hóli í sömu
sveit, f. 7. desember 1895, d. 20.
nóvember 1978. Halldór var kaup-
félagsstjóri á Borgarfirði og síðar
á Vopnafirði og alþingismaður í
rösk 20 ár. Anna Guðný var barna-
kennari á Borgarfirði og á Vopna-
firði í nær 40 ár. Árni Björgvin var
elstur fimm sona þeirra Halldórs
og Önnu. Þeir voru Ásgrímur
Helgi, f. 1925, d. 1996, Ingi Bjöm f.
1929, Guðmundur Þórir, f. 1932,
og Halldór Karl, f. 1937.
Eftirlifandi eiginkona Áma er
j Kristín Gissurardóttir hjúkrunar-
kona, f. 15. mars 1921, dóttir hjón-
anna Gissurar Filippussonar renn-
ismiðs á Seyðisfirði og Rannveigar
Gunnarsdóttur húsfreyju. Ámi og
Gína gengu í hjónaband 31. desem-
ber 1949.
Ámi stundaði nám í Alþýðuskól-
anum á Eiðum. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum á Akureyri
1944 og lauk embættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla íslands 1949.
Hann stundaði nám í skattaút-
reikningi við skóla IBM í Kaup-
■r- mannahöfn og Álaborg vorið og
fyrrihluta sumars 1953. Ámi varð
héraðsdómslögmaður 1954 og
hæstaréttarlögmaður 1966.
í námshléum á æskuárum sínum
stundaði Árni al-
menna vinnu til sjós
og lands eins og títt
var. Að loknu embætt-
isprófí, starfaði hann
sem fulltrúi á Lög-
fræðistofu Áka Jak-
obssonar hrl. og Krist-
jáns Eiríkssonar hrl. í
Reykjavík frá 1949 til
1950. Hann hóf störf á
Skattstofu Reykjavík-
ur 1950, varð fulltrúi
skattstjóra 1952 og
gegndi því starfi til
1958. Þá tók hann við
starfi skrifstofustjóra
Húsnæðismálastofnunar ríkisins
og gegndi því á árunum 1958 til
1962. Árni hóf rekstur eigin lög-
fræðistofu í Reykjavík frá 1962 til
1974. Hann sérhæfði sig í skatta-
rétti, en verkefni fyrir Austfirð-
inga voru alla tíð snar þáttur í
rekstri stofunnar. Þetta varð til
þess að hann flutti sig um set og
hóf rekstur lögfræðistofu á Egils-
stöðum árið 1974 og rak hana til
ársloka 1998.
Ámi gegndi fjölda félags- og
trúnaðarstarfa. Meðal þeirra má
nefna að hann var fulltrúi Verka-
mannafélags Vopnafjarðar á Al-
þýðusambandsþingum 1944-46;
fulltrúi félags róttækra stúdenta í
Stúdentaráði Háskóla íslands
1947-48, í milliþinganefnd í skatta-
málum 1958. Hann var virkur í fé-
lagsstarfi og bæjarmálum í Kópa-
vogi á fyrstu árum
sveitarfélagsins og gegndi þá
trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélag-
ið. Hann sat í yfirkjörstjórn Kópa-
vogs á 6. áratugnum, kjörinn í yfír-
kjörsljóm Reykjaneskjördæmis
1959, 1963 og 1967, í landskjör-
sfjóm 1971, 1974, 1978 og 1983, í
yfírkjörsfjóm Austurlandskjör-
dæmis 1995 og 1999. Hann var til-
nefndur af hálfu landeigenda við
Laxá og Mývatn í sáttanefnd, sem
lauk skaðabótaþætti Laxármála
1975.
Árna og Gínu varð sex barna
auðið, barnabörnin eru áfján og
barnabarnabörnin eru fimm. Böm
þeirra eru: 1) Gissur Þór, tré-
smíðameistari á Hallormsstað, f.
1948, maki Stefanía Steinþórsdótt-
ir, myndlistamaður og kennari.
Böm þeirra eru þijú: Rannveig, f.
1970, hún á eina dóttur, Hreftiu
Rós Helgadóttur, f. 1991. Steinþór
Hannes, f. 1979, Árni Krislján, f.
1982.2) Halldór, efna- og hagfræð-
ingur í Reykjavík, f. 1950, maki
Þórunn S. Einarsdóttir félagsráð-
gjafi. Böm þeirra eru fimm: Ámi
Björgvin, f. 1972, kvæntur Krist-
ínu Bjarnadóttur, þau eiga eina
dóttur, Bryndísi Ingu, f. 1999, en
fyrir átti Árni eina dóttur, Karínu
Hem, f. 1990. Móðir Sonja Péturs-
dóttir. Margrét Herdís, f. 1974,
sambýlismaður Sverrir Eiríksson,
Einar Egill, f. 1979, Steinn f. 1989
og Kristín f. 1991. 3) Þórhallur,
trésmiður á Egilsstöðum, f. 1952,
maki Guðlaug Bachmann, sjúkra-
liði. Dætur þeirra eru fjórar:
Kristúi, f. 1973, hún á eina dóttur,
Margréti Halldóru Harðardóttur,
f. 1996, Rannveig, f. 1974, hún á
einn son, Kolbein Þór Nökkvason,
f. 1998, Anna María, f. 1979, og
Guðný Rós, f. 1993. 4) Gunnar,
myndlistamaður í Reykjavík, f.
1955, maki Jóhanna Pálmadóttir
sjúkraþjálfari. Dætur þeirra eru
tvær: Margrét, f. 1987, og Brynja
Sigríður, f. 1994. 5) Anna Guðný
hjúkrunarfræðingur, f. 1956, fyrr-
um maki Sigurður Grétarsson
tæknifræðingur. Dætur þeirra em
Þórunn Gréta, f. 1981, og Kristín
Ama, f. 1984.6) Rannveig, dómrit-
ari, f. 1958, fyrrum maki Finnur N.
Karlsson framhaldsskólakennari.
Dætur þeirra eru tvær: Gunnhild-
ur, f. 1977, gift Miroslaw
Luczynski, og Anna Berglind, f.
1985.
títför Áma fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11. Jarðsett verður á
Borgarfirði eystra.
Heiðursmaðurinn Ami Halldórs-
son í Runu er fallinn frá. Runa er
sælureitur á Borgarfírði eystra, sem
Ámi reisti sér á yndisfogmm stað.
Þangað leitaði Ami jafnt til að gleðj-
ast og til að slaka á frá amstri dagsins
og hvergi leið honum betur.
Klakkur er nafn á færeysku fleyi
sem hefur eins og Runa verið hluti af
Ama sl. 25 ár. Bátinn keypti Ámi í
Færeyjum og víst er að enginn bátur
■ var betri né fegurri í huga hans. Ami
var mikill fjölskyldumaður, hann og
kona hans Rristín Gissurardóttir
eignuðust 6 böm og em afkomend-
urnir orðnir 29 talsins.
Öll fjölskyldan hefur notið Runu
með Áma og ófáar em minningar,
þegar stórfjölskyldan var þar saman-
komin að sumarlagi. Ami opnaði okk-
ur ævintýraheim sem er ströndin
milli Borgafjarðar og Loðmunda-
fjarðar, Víkumar, Blábjörgin, að ekki
sé minnst á Sæluvoginn, sem var nær
heilagur staður í huga Áma. Eftir
slíkar sjóferðir var nýveiddur þorsk-
ur settur í pott og veislu slegið upp
fyrir allan hópinn. Oft var mikið um
að vera í Runu og mörg handtök unn-
. in undir styrkri stjóm Ama, því að
mörgu þarf að huga á stóra heimili.
Kynni mín af Ama og Gínu konu
hans hófust fyrir rúmum 28 áram
þegar ég kynntist syni þeirra, Hall-
dóri. Ég hefði ekki getað óskað mér
betri tengdaforeldra. Gestrisni var
þeim í blóð borin, þau voru höfðingjar
heim að sækja. Þegar gest bar að
garði, vora kræsingar drifnar á borð
og sajgnameistarinn og ættfræðingur-
inn Ámi Halldórsson kominn í essið
sitt. Engan hefí ég þekkt, sem kunni
jafn margar sögur af ýmsum atburð-
um og fólki og hann tengdafaðir minn.
Sagnalist hans var einstök, hann flétt-
aði saman atburði svo úr varð ein
heild, talaði fagurt íslenskt mál og
þreyttist aldrei á að segja frá, fræða
og útskýra. Ættfræðiþekking Áma
var einstök. Hann var sérfræðingur í
ættum Austfírðinga og gat rakið þær
fram og tál baka. Skarpar gáfur, ótrú-
legt minni og tilfinning fyrir íslenskri
tungu þurfti til að tileinka sér þá frá-
sagnalist og ættfræðiþekkingu, sem
vora meðal aðalsmerkja Áma.
Ekki var það síðri eiginleiki Áma
hvursu mikill mannvinur hann var og
tók jafnan málstað þeirra sem áttu
undir högg að sækja í þjóðfélaginu.
Ami var lögfræðingur og var þar ör-
ugglega á réttri hillu, þar gat hann
nýtt alla sína bestu kosti, greind,
minni og manngæsku. Jafnframt því
að minnast Áma sem önnum kafins
lögfræðings, er jafn skýr í huga mér
minning um mann sem lét sig hag
fjölskyldunnar miklu varða og átti
það jafnt við um unga sem aldna.
Hann lagði sitt af mörkum til að fjöl-
skyldan gæti notið samvista og var
hrókur alls fagnaðar þegar veislu var
slegið upp. Ámi var öðlingur sem ég
tel mig lánsama að hafa átt samleið
með.
Síðustu mánuðimir vora Ama oft
erfiðir. Hann fann lífsþrótt sinn
þverra. „Ég finn feigðina nálgast,“
sagði hann, þegar hann dvaldist hjá
okkur nú í byijun mars. Að geta ekki
skroppið niður í Runu þegar hugur
hans stóð til þess, var ekki að hans
skapi. Hann var maður ósérhlífinn og
var ekki tilbúinn að gefast upp.
Ami og Gína hafa að undanfomu
búið hjá Önnu Guðnýju dóttur sinni í
Fellabæ. Hún lét breyta húsnæði sínu
til að þau gætu haft sitt afdrep hjá sér
og dætrum sínum. Það hljóta samt að
vera erfið skref að leysa upp heimili
sitt sem byggt var upp á langri ævi,
en Ámi hefði vart getað átt betra ævi-
kvöld en þar. Hann sagði oft að þegar
honum liði ekki nógu vel, breyttist allt
þegar hún Anna Guðný kæmi til sín,
þá vissi hann að hann var í öraggum
höndum. Öll fjölskyldan metur mikils
þá ástúð og umhyggju sem Anna
Guðný hefur sýnt foreldrum sínum á
liðnum áram, það er ómetanlegt.
Elsku Gína, megi góður guð vera
með þér og blessa minningu Áma
Halldórssonar lögmanns og Runu-
bónda.
Þérunn S. Einarsdóttir.
Hafið bláa hafið hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æskudraumalönd.
Beggjaskautabyr
bauðstméraldreifyr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(ÖmAmarson.)
Mig rak á fjörar fjölskyldunnar í
Kópavogi fyrir rúmum þrjátíu áram,
er ég kynntist syni þínum Gissuri.
Mér var tekið vel, en mér leist ekkert
á þig, kreijandi mann um svör og
skoðanir á öllum málum. Mér var
orða vant og stundum var ég reið þér.
Tímar hafa liðið og ég svo sannanlega
lært að meta þig.
Höfðingi varst þú heim að sækja og
gestrisni ykkar Gínu einstök. Þú
varst þá faðir stórrar fjölskyldu með
langan vinnudag að draga björg í bú.
En hafið, bláa hafið huga þinn dró
og þegar þið fluttust austur eignaðist
þú þinn sælureit í þínum æsku-
draumalöndum. Ást þín á hafinu og
Borgarfirði eystra nær öragglega út
fyrir líf og dauða.
Arni, ég þakka þér allar sjóferðim-
ar á Klakki, sem þú fórst frá Runu
með afabömin þín, þar sem þú kennd-
ir þeim að veiða og sigldir með þau
inn á Sæluvoginn í sólskini til að sjá
skuggana og fuglana í björgunum.
Þar var þín kirkja. Bömin mín minn-
ast sælustunda í Runu þar sem
drakkið var Færeyjamalt og étið
skerpikjöt. Þar var gert að fiski og afi
hámaði í sig hákarl, drakk Hvannar-
ót, át súrmat, soðna þorska og sagði
sögur.
Frásagnarhæfileiki þinn og áhugi
fyrir að miðla menningararfinum,
sagnarandanum, til annarra var
óvenjulegur.
Þú varst hrókur alls fagnaðar þar
sem komið var saman. Þú barst um-
hyggju fyrir afkomendum þínum. Þú
varst ráðgjafi allrar þinnar stóra fjöl-
skyldu.
Þú varst sannur í því sem þú tókst
þér fyrir og skófst ekki utan af neinu.
Missir okkar er mikill og þessi orð
fátækleg. Þakka þér. Nú sé ég þig
fyrir mér svífa á Klakki seglum þönd-
um, glaðan og reifan, burt frá strönd-
um. Fyrir þínum stafni er hafið og
himinninn. Hljót þú beggja skauta
byr. Hittumst handan við sjónarrönd.
Sissa.
Elsku besti afi. Á hveiju sumri beið
ég þess að ég kæmist með þér í Runu
að mála Klakk. Manstu þegar ég
skrapaði, pússaði og málaði Klakk al-
veg ein og við voram bæði svo stolt af
mér. Svo þegar þú dróst mig inn í eld-
hús í kaffihlé og þá var amma búin að
útbúa rúgbrauð með mikilli kæfu,
skera niður í litla bita sem ég borðaði
svo með tannstöngli. Mikið fannst
okkur Klakkur fínn eftir þessa ferð
okkar og ömmu niður á Borgarfjörð.
Þú hafðir líka oft orð á því við mig að
hann hefði aldrei verið jafn glæsileg-
ur og þá.
Eitt sinn þegar við voram bara tvö í
Runu þá tókum við svo vel til í litlu
torfgeymslunni. Þegar þú hélst að ég
heyrði ekki til sagðirðu við Magnús í
Höfn að ég væri kannski aðeins of ýt-
in við þig að halda áfram með verkið.
Eftir það reyndi ég að halda aftur af
mér við að reka þig út en mér þótti
bara svo gott að vinna með þér.
Með stuðningi og hvatningu hvort
annars komum við ýmsu í verk saman
og eftir á voram við alltaf jafn ánægð
hvort með annað, skrappum inn og
verðlaunuðum okkur með hefðbundn-
um „afamat“, súrmat, skerpikjöti,
sölvum, Earl-Gray tei og öðra slíku.
Þú hafðir svo gaman af því hvað ég
var lítil þegar mér fór að líka matur-
inn þinn og alltaf varstu að leyfa mér
að smakka einhvem nýjan (e.t.v.
heldur gamlan) mat.
Helst vildi ég fara ein með þér í
Runu, það var svo kyrrt og notalegt
þegar við sátum tvö ein við gluggann
og horfðum út á sjóinn. Sjórinn er
þinn, elsku afi, þú kenndir mér að
skilja hann og meta. Það var æðislegt
að sjá hvað sjórinn hafði góð áhrif á
þig og hve vænt þér þótti um hann.
Alltaf hljómaði „blásturshljóðfærið"
þitt, eins og þú kallaðir andardrátt-
inn, betur þegar þú varst í sjávarloft-
inu.
Það var svo yndislegt þegar þú og
amma fluttuð inn til okkar og ég
geymi alltaf góðu minningamar um
þennan dýrmæta tíma sem við áttum
öll saman. Þó að við værum ekki alltaf
sammála um hvemig ætti að raða í ís-
skápinn og hvaða útvarpsrás ætti að
hlusta á þá tókst þér alltaf að telja
mér trú um að þín leið væri betri. Þú
komst alltaf með svo góð rök á móti
mínum aumu afsökunum að ég varð
að láta undan. Þínar leiðir vora líka
alltaf betri þar sem þú hugsaðir alltaf
allt til enda og hafðir ráð við öllu.
Fyrir fyrstu jólin ykkar á Ullar-
tanganum var ég að fletja út laufa-
brauðskökur. Þú sást að ég var orðin
eitthvað þreytt á vinnunni og af ein-
stakri hjartahlýju fórstu inn í stofu og
sóttir bók um Þóranni formóður mína
og last um hana fyrir mig þangað til
verkinu lauk og auðvitað fannst mér
verkið ganga miklu hraðar þegar þú
varst til staðar.
Alltaf sýndirðu mér hvað þú hafðir
mikinn áhuga á Gáska mínum. Þú
varst svo fús að skutla mér í hesthús-
in og sækja mig þangað aftur og þú
varst alltaf að spyija mig hvemig litla
greyinu mínu liði. Mér finnst svo leið-
inlegt að hafa ekki getað tekið þig
með mér á hestbak eins og þig langaði
svo til að gera. Þú gafst mér alltaf góð
ráð um hvemig ég ætti að siða Gáska
minn og kenndir mér svo margt.
Það er sárt að hugsa til þess að
þegar ég kem aftur til Egilsstaða
verði enginn afi á heimilinu. Við höf-
um átt sama heimilið í tæp tvö ár og
höfum við umgengist hvort annað
nánast á hveijum degi þangað til að
ég flutti á Selfoss. Það var svo erfitt
að vera svona langt frá þér þegar ég
vissi af þér veikum á sjúkrahúsinu á
Norðfirði. Ég gat ekkert gert til að
hjálpa þér eins og þegar þú hóstaðir á
nóttunni heima. Þá gat ég komið til
þín og reynt að gera það sem í mínu
valdi stóð til að þér liði betur. í þetta
sldptið var það eina sem ég gat gert
að koma til Egilsstaða, hitta þig og
sýna þér þannig hvað mér þykir vænt
um þig. Þetta reyndist vera síðasta
skiptið sem ég hitti þig. Eftir þetta
talaði ég einu sinni við þig í síma en þá
var röddin þín svo veik og ólík þér. Þú
varst alltaf svo sterkur og hraustur
og lést ekkert stoppa þig.
Okkur gekk alltaf svo vel að vinna
saman og við skemmtum okkur svo
vel saman. Þú sagðir mér frá svo
fyndnu fólki og hvað þú mundir allt og
vissir mikið. Oft spurði ég þig: „Afi,
veistu allt?“ En þá hlóstu bara að
mér. Ég er ennþá sannfærð um að þú
vitir allt. Þú fræddir mig svo mikið og
gerðir svo miklar kröfur til mín í skól-
anum en varst líka alltaf ánægður og
stoltur þegar ég kom heim með ein-
kunnimar mínar. Ég vildi bara að þú
hefðir séð mig klára grunnskólann.
Sem betur fer þurftirðu ekki að
liggja lengi veikur á sjúkrahúsi.
Hjartað þitt vissi að þú vildir ekki
daga, þú vildir líf. Þegar hjartað vissi
að tíminn væri kominn þá hlýddi það
sldpun þinni og hætti að slá. Ég veit
að þetta var það sem þú vildir og það
er ég svo ánægð með en samt finnst
mér svo erfitt að geta ekki hitt þig aft-
ur. Ég veit að þér mun líða vel hjá
ömmu á Sólbakka og byl mínum. Þið
passið hvert annað fyrir mig.
Afi minn, ég geri mitt besta á loka-
prófunum mínum og ég geri það bara
fyrir þig og mig. Þú átt hug minn all-
an og munt alltaf eiga. Þú gafst mér
svo margt sem ég er svo þakklát fyrir
að eiga, en það besta eru þó allar
stundimar okkar saman og góðu
minningamar. Eins og Ámý vinkona
mín segir: „Guð tekur þá til sín sem
honum þykir vænt um!“
Ég ætla að senda þér þessa vísu
sem þú kenndir mér og við fóram svo
oft með saman:
Fagurterífjörðum,
þá frelsariiui gefur veðrið blítt
Heyiðgræntígörðum,
grös og heUagfiski nýtt.
En er vetur að oss fer að þreyja,
þá veit ég ei um veraldarreit,
verrisveit.
Mennogdýrþádeyja.
Ég skal geyma litla leyndarmálið
okkar alla tíð eins og þú baðst mig um
að gera.
Snegglan þín,
Kristín Ama.
Elsku afi minn. Þegar ég kvaddi
þig fyrir tveimur vikum, þá hugðum
við ekld á lengra ferðalag en á Norð-
fjörð. Ég var sannfærð um að fá þig
heim aftur áður en langt um liði. And-
lega varstu eins og þú áttir að þér að
vera, þú gerðir grín að því sem gert
var og engin ástæða til annars en að
trúa því að þú hristir veikindin af þér
eins og þú hefur alltaf gert. Og það
þráðirðu sjálfur, lífslöngunina vantaði
ekki því hugur þinn leitaði til Borgar-
fjarðar eystra, æskustöðvanna þinna
sem þú elskaðir. Aðeins fáeinum dög-
um áður en þú fórst sagðirðu við mig
að brátt kæmi betri tíð með blóm í
haga og með hækkandi sólu héldirðu
þangað aftur. Þú bast allar þínar von-
ir við Borgarfjörð og um leið og þang-
að kæmi batnaði allt.
Allar mínar dýrmætustu bemsku-
minningar, sem og vafalaust allra
bamabamanna þinna, tengjast
Runuferðunum með þér. í Runu
varstu kóngur í ríki þínu, þar sem þú
sast við borðið undir baðstofuglugg-
anum og lagðir kapal, hlustaðir á guf-
una og drakkst hvannarrót, Runu-te,
færeyjaöl eða blessað brennivínið. En
yfirleitt höfðu menn margt fyrir
stafni þegar þangað kom, það þurfti
m.a. að slá flötina, huga að kolluvar-
pinu, dytta að húsinu og mála Klakk,
fallegustu fleytu í heimi.
Ekkert þótti mér meira spennandi
en ævintýrasiglingamar á Klakki í
Sæluvoginn, þar sem þú kenndir okk-
ur að veiða á handfæri og blóðga fisk-
inn. Þér þótti ég nú fara heldur
klaufalega að, „enda svoddan óttaleg-
ur Héraðsmaður“. í þínum augum
var það síðasta sort að hafa aldrei
migið í saltan sjó, að geta ekki sporð-
rennt rúgbrauði með gommu af
smjöri, söltuðu selkjöti, súrmat, hrá-
um sjófuglaeggjum, fiski eða feitu
kjöti. Því miður stóðst Héraðsmaður-
inn aldrei manndómsprófið nema að
litlum hluta.
Mælskuhæfileikar þínir vora
takmarkalausir og þekking þín á hin-
um ótrúlegustu þáttum sögunnar
kom sífellt á óvart. Þú varst ávallt fús