Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 58

Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 58
58 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ARNIBJORGVIN HALLDÓRSSON • v^Hann var stoltur af því að sýna gest- um sínum þau miklu náttúruundur sem þarna eru, enda kunni hann skil á öllum kennileitum og gat sagt enda- lausar sögur af fyrri tíma mönnum sem þama höfðu háð lífsbaráttu sína. Unga fólkið leit með aðdáun til þessa manns sem því fannst vera öðruvísi en annað fólk og gat uppfrætt það um hluti sem það hafði aldrei heyrt um eða skilið. Þessar ævintýraferðir eru öllum ógleymanlegar. Árni var hamingjumaður í einkalífi og hann og eftirlifandi eiginkona hans Kristín Gissurardóttir eignuðust sex “ 'böm. Hún reyndist Áma traustur lífsförunautur. Hún bjó fjölskyldu sinni glæsilegt heimili af hógværð og yfirvegun sem hefur einkennt allt líf hennar og starf. Hún hefur unnið við hjúkrun með heimilisstörfum og þeir eru margir sem hún hefur hlúð að bæði á heimilum og sjúkrastofnunum. Heimiiið ber vott um mikinn myndar- skap og vefnaður hennar er listaverk sem of fáir vita um. Þar var ávallt gestkvæmt því menn sóttust eftir því að komast í glaðværan félagsskap þeirra og eiga með þeim skemmtileg- ar stundir og njóta frábærrar gest- risni svo ekki sé talað um allan fróð- leikinn sem borinn var á borð með öðnim veigum. ** Ami sótti sjóinn og hann kunni betri skil á fiskhniðum á þessum slóð- um en flestir aðrir. Hann átti sér þá drauma að sigla ennþá lengra á þess- um litla bát. Vilji hans stóð til að sigla til Grímseyjar og jafnvel Færeyja. Síðustu stundirnar í lífinu dvaldi Ámi á Norðfjarðarspítala og hann hafði haft á orði skömmu áður en hann lést, að það gæti ekki staðist að hann væri á Norðfirði, því það væri svo lítil hreyfing. Hann var í huganum úti á sjó og í þeirri hugsun kvaddi hann þennan heim. Það á því vel við að vitna í Áma Gíslason frá Höfn þegar hann kvað: Þegar ég skilst við þennan heim, þreyttur og eliboginn, egmunróaárumtveim innáSæluvoginn. Sæluvogurinn er skammt frá Höfn og Runu. Hann er afar fagur og var þeim hjónum mjög kær. Þangað hef- ur Ami viljað fara í sinn hinsta róður eins og nafni hans Ámi Gíslason. Þar höfðu hann og Gína reyndar komist í hann krappan þegar þau steyttu á skeri inni á voginum. Þau björguðust giftusamlega eftir nokkra hrakninga. Það var kært milli þeirra bræðra, Áma og Ásgríms föður míns, og þeir torölluðu margt saman. Á þeirri stundu sem Ami kvaddi þennan heim sigldi upp að landinu bátur sem ber nafn Ásgríms. Þann bát hefði Ami gjaman viijað sjá. Þeir hugsuðu líkt um sjóinn og sjósóknina og sjálfsagt era þeir búnir að ná saman á sæluvog- inum handan við móðuna mikiu. Ég vil fyrir hönd okkar Siguijónu og fjölskyldu minnar þakka vináttuna og samferðina í lífinu og biðja Gínu og öllum afkomendum þeirra Guðs blessunar og votta þeim okkar dýpstu samúð. Móðir mín, Guðrún, biður fyr- ir sérstakar kveðjur og þakkar sam- fylgdina. Hún getur ekki verið við- stödd útfórina þar sem hún dvelur á sjúkrahúsi. Á Borgarfirði eystra mun Ámi hvíla og þar lifír andi hans um ókomna tíð. Haliddr Ásgrímsson. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref við garðyrkjustörf upp úr 1980 fékk ég vinnu austur á Hallormsstað í tvö sumur. Það var mikil upplifun að koma hér austur og starfa í skóginum en það sem lifir þó sterkast. með mér frá þessum áram era sú vinsemd og þau góðú samskipti sem ég upplifði með Ama fóðurbróðir og Gínu og Jr'þeirra fólki hér fyrir austan en það þekkja allir sem heimsótt hafa Áma og Gínu hver upplifun það er. Ami var alltaf með sögur á takteinum og sú gestrisni, hlýja og alúðleiki sem Gína býr yfir kom vel í Ijós á slíkum stund- um.. Ami var elstm- í hópi fimm bræðra. Hann ólst upp á Borgarfirði en á unglingsáranum fluttist fjölskyldan til Vopnafjarðar. Tengsl hans við Borgarfjörð var þó alltaf sterk og honum leið hvergi betui- en þar, ekki síst þegar árin fóra að færast yfir. Sú ást hans á landinu, hafinu og tengsl hans við ættir og líf fólks á fyrri tím- um vora eiginleikar sem ég veit að gáfu mörgum okkar, afkomendum bræðra hans, sterkari tengsl við Borgarfjörð og ættir okkar þar. Þó ég hefði nokkram sinnum sem bam komið hér austur með foreldram mín- um og ég vissi eitthvað um hvert ræt- ur mínar lágu þá var það Ami sem glæddi mér skilning á og gaf mér þau tengsl sem era mér í dag afar dýrmæt og ég mun ævinlega standa í þakkar- skuld við hann vegna þess. Á góðum stundum niðri í Runu kenndi hann mér að rekja ættir mínar til Hafnar- bræðra og vísur eftir Áma í Höfn, auk þess sem hann kunni ógrynni sagna af ýmsu merkilegu fólki frá fyrri tíma. Þetta allt vakti mig til vitundar um upprana minn og tengdi mig Austur- landi á nýjan hátt. Hann var óþreyt- andi við að miðla öllum sem hlusta vildu af fróðleik sínum og mörg okkar fór hann með á sjó. Það varð mér mik- il upplifun að fá að skoða með honum landið frá þeim sjónarhóli, ekki síst staði eins og Sæluvoginn og ég minn- ist þó sérstaklega ferðar frá Borgar- firði til Loðmundafjarðar með hon- um, Guðmundi foðurbróður mínum og fleira fólki sumarið 1984. Fráfall manna, sem hafa gefið lífinu lit, er hluti af sterkri keðju frá fortíð til okkar tíma. Sögur og minningar af Ama Halldórssyni verða nú hluti þessarar keðju og þannig mun hann lifa með okkur áfram. Með virðingu og þakklæti kveð ég Áma fóðurbróð- ur minn og sendi Gínu og öllum af- komendum hennar mínar samúðar- kveðjur við fráfall hans. Katrín Ásgrímsdóttir. Ámi Björgvin Halldórsson frændi minn og vinur er allur. Minningamar sækja að. Ég man þegar við urðum vinir. Það var þegar þú baðst mig um að vera ráðskona hjá þér á Neðstutr- öðinni og hjálpa þér með allan krakkahópinn því Gína hafði farið að kenna föndur austur á Eyrarbakka. Þessi hálfi mánuður sem við „bollok- uðum“ saman var ansi fjörugur með krakkana sjö, þú með þín sex og ég með dóttur mína. Síðan era tæp fjöra- tíu ár. Ég man allar yndisstundir á heimili ykkar Gínu á Neðstutröðinni og síðan í stóra húsinu ykkar á Hlíð- arveginum sem oftar en ekki var Ifk- ara hóteli en venjulegu heimili. Ég man stórveislur og höfðinglegar veit- ingar. Ég man þegar veislugestir fluttu sig niður í bókastofuna, þar sem bókmenntir af öllu tagi þöktu alla veggi. Sóleyjarkvæðið, Bláfjólan og ótal önnur kvæði sungin við raust og þú forsöngvarinn því alla texta kunnir þú. Ég man margar góðar stundir í sumarbústað ykkar hjóna uppi við Elliðavatn sem þið kölluðuð „Kof- ann“. Ég man hve oft þú liðsinntir mér bæði sem lögfræðingur og vinur. Ég man þegar þið fluttuð austur á Egilsstaði fyrir rúmum tuttugu og fimm áram, mér fannst Kópavogur- inn aldrei verða sá sami eftir það. Ég man kveðjuhófið sem vinir ykkar í Kópavoginum héldu ykkur áður en þið fórað austur, þar var enginn smá- hópur samankominn. Ég man góðar stundir með ykkur austur á Egils- stöðum og í sumarbústaðnum ykkar austur á Borgarfirði. Ég man er ég hitti þig í síðasta sinn í sumar sem leið. Þú varst þá staddur í Runu, sum- arbústaðnum þínum glæsilega. Ég kom þangað snemma á sunnudags- morgni og þú varst einn heima. Ég sá þá að mínum manni var bragðið og það leyndi sér ekki að þar fór mikið veikur maður, en hugurinn var sá sami og talfæri okkar frændsystkina í góðu lagi. Þar áttum við saman stund sem ég aldrei gleymi. í dag verður þú til moldar borinn á Borgarfirði eystra, staðnum sem þú elskaðir mest allra staða og sagðir stundum í gamni að það biði þess eng- inn bætur að vera fæddur þar. MINNINGAR Elsku Gína mín, góða vinkona og öll bömin, tengdabörn og bamabörn sem og aðrir ættingjar og vinir, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Elsku Ámi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú varst engum líkur. Þdrhalla Sveinsdóttir (Halla frænka). Á lokadögum septembermánaðar árið 1939 sigldi ég með strandferða- skipinu Esju frá Seyðisfirði til Akur- eyrar í því skyni að hefja nám við Menntaskólann þar. Ég vissi að ég myndi búa hjá Þor- steini M. Jónssyni skólastjóra og frú Siguijónu Jakobsdóttur á þeirra stóra og glæsilega heimili í húsinu París við Hafnarstræti. Ég vissi einnig að herbergisfélagi minn þar yrði Ámi Halldórsson sem þá átti heimili á Vopnafirði. Á leiðinni norður kom Esjan til Vopnafjarðar seint að kvöldi. Engu að síður var ég sóttur um borð og drifinn heim til Halldórs Ásgrímssonar kaup- félagsstjóra og konu hans Önnu Guð- nýjar Guðmundsdóttur kennara. Heimilið var fallegt og gestrisni þeirra og myndarskap man ég vel þó langt sé um liðið. Mér var tekið þar með kostum og kynjum og tilheyrandi veisluborði. Þar bar fundum okkar Ama Hall- dórssonar fyrst saman. Næstu tvo skólavetm- okkar í M.A voram við herbergisfélagar í góðu herbergi á efstu hæð í París. Þá varð með okkur góð vinátta sem ætíð hélst. Fyrstu kynni okkar mótuðust eðli- lega af þeim undram og stórmerkjum er orðið höfðu í byrjun september- mánaðar er heimsstyrjöldin síðari hófst. Þeir atburðir vöktu sterk við- brögð hjá öllu fólki og ég minnist mik- illar umræðu og skoðanaskipta okkar Arna um þessi mál. Ami var róttækur maður í skoðun- um, heiðarlegur og hreinskiptinn. Hann hafði áhuga á fólki og samúð með því, ekki síst þeim sem höllum fæti stóðu. París stendur í miðbæ Akureyrar. Þar fór ekki hjá því að margt væri að sjá fyrir neðan gluggann hjá okkur á þessum furðutímum í upphafi styija- ldar. En það sást líka upp í glugga okkar upp af götunni. Því var það að eitt sinn fórum við ógætilega í sak- lausu gríni með því að blikka ljósum í herbergi okkar með „Morse“ merkj- um. Þetta hafði þær afleiðingar að næstum samstundis kom breskur herflokkur og kvaddi harkalega dyra í París og vildi fá okkur framselda vegna hugsanlegra merkjasendinga til Þjóðveija. Þorsteini M. Jónssyni var mjög bragðið en gat forðað hand- töku á þeirri forsendu að gluggi her- bergis okkar sneri að Hafnarstræti en ekki að Pollinum þar sem þýskir kafbátar gætu hafa leynst. Þessi at- burður varð okkur Áma minnisstæð- ur. Ami var austfirskur að ætt og upp- rana og unni hann Austurlandi mjög. Sérstaklega var honum kær hin fagra fæðingarsveit sín Borgarfjörður eystri. Fjöragar umræður urðu oft hjá okkur herbergisfélögunum um mismunandi fegurð, mállýskur, sögu og aðra þætti þjóðlífs og stöðu Aust- urlands yfirleitt. Þekking Ama á mönnum og málefnum á Austurlandi fyrr og síðar var alveg sérstök og óvenjulega mikil að mínu mati. Þar fór saman lifandi vitneskja um löngu liðna daga, hvemig einstakar mann- eskjur tengdust því lífi, sem þá var lif- að á bústöðum og í byggðarlögum. Tilvitnanir sínar kryddaði Ámi gjaman með þægilegri glettni og skemmtilegri fi’ásögn. Ámi var mjög vel ritfær og hafði enda áhuga og þekkingu á mörgum málefnum. Jafnframt því að skrifa skemmti- legan og kjarnyrtan stíl þá vandaði hann vel til heimilda ef hann notaði þær í máli sínu. Flest er auðvitað ósagt í nokkram minningarorðum um störf og lífs- hlaup eftirminnilegs hæfileikamanns eins og Áma Halldórssonar. Ég votta þessum gengna Austfirð- ingi og gamla vini mínum virðingu og þakklæti. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu hans, Kristínu Gissurardóttur, af- komendum og öllu þeirra fólki inni- legar samúðarkveðjur. Vilhjálmur Ámason. Með Árna Halldórssyni hrl. er genginn mætur og mikihæfur maður sem sárt verður saknað af öllum sem höfðu af honum nokkur kynni. Ég átti því láni að fagna að njóta hans góðu kynna um langt árabil og átti mikil og lærdómsrík samskipti við hann gegn- urnárin. Ami var um margt óvenjulegur persónuleiki. Hann batt bagga sína oft öðram böndum en samferðamenn- irnir. Hann var einarður í skoðunum, fylginn sér en heiðarleiki og réttsýni var honum það leiðarljós sem hann missti þó aldrei sjónar af. Ami var vinstrisinnaður félagshyggjumaður og valdist snemma til trúnaðarstarfa. Hann var í stúdentaráði Háskóla Is- lands og síðar var hann í yfirkjör- stjóm Kópavogs og síðar Reylganes- umdæmis. Ami vann í átta ár á skattstofu Reykjavíkur og var skrif- stofustjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins 1958-1962. Hann rak sjálf- stæða lögfræðiskrifstofu í Reykjavík þar til hann flutti til Egilsstaða 1974, og þar stundaði hann lögfræðistörf meðan hefisan leyfði. Ami var frændrækinn og unni mjög æskustöðvum sínum á Austur- landi. Hann var fjölmenntaður mað- ur, vel lesinn og hafsjór af fróðleik um menn og málefni. Ég hef fáum mönn- um kynnst sem kunnu jafn mikið af kvæðum og kviðlingum sem hann. Veðrabrigði stjómmálanna vora honum lítt að skapi og sigldi hann skútu sinni eftir föstu striki og var því fráhverfur að haga seglum eftir vindi, ef hann eygði lendingu án þess. Ámi var gæddur ríkri skopgreind og var að jafnaði léttur í máli og glað- ur á góðri stund. Ég kveð vin minn Ama Halldórs- son með sáram söknuði en minningin um þann mæta mann mun aldrei fymast. Ég og fjölskylda mín vottum Kristínu, bömum og öðra venslafólki okkar dýpstu samúð. Far þú í friði. Gunnar R. Magnússon. Ég heyrði í útvarpinu að Árni Hall- dórsson,’ lögmaður á Egilsstöðum, hefði látist síðasta dag marsmánaðar 2000, 77 ára að aldri. Hann fæddist í Borgarfirði eystra, sonur Halldórs Ásgrímssonar, kaupfélagsstjóra þar og á Vopnafirði, en síðar lengi banka- útibússtjóra og alþingismanns, og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur skólastjóra. Að Áma stóðu manneskj- ur sem unnu sér traust samferða- manna sinna. Þegar ég átti heima á Borgarfirði um þriggja ára bil og gegndi þar skól- astjórastörfum sama tíma, komst ég í kynni við Áma, þennan skemmtilega mann, sem alls staðar var mannfagn- aður að. Hann bjó á Egilsstöðum, en átti sér sumarbústað í landi Hafnar, hinum megin fjarðarins og nefndi Runu. Þar var hann þegar önnum létti, og kunni vel við sig, enda er fal- legt umhverfi þarna. Ég kom í þenn- an friðarreit Áma og konu hans, Kristínar Gissurardóttur. Ekki átti Ami land það, sem bústaður hans hvfldi á og greiddi því leigu til land- eiganda Hafnar, sem ég heyrði að væri flaska af dýram miði árlega. Þegar Árni varð sextugur, 17. októ- ber 1982, hélt hann upp á afmælið á æskuslóðum sínum. Tók félagsheimil- ið Fjarðarborg á leigu og veitti vel, eins og hans var von og vísa. Svonefnt „Runute", í sterkara lagi, var á boð- stólum og blandað í stóra fötu á staðn- um. Var margt um manninn í vistlegum salarkynnum Borgfirðinga. Ég gat ekki á mér setið að ávarpa þennan ágæta Borgfirðing í ljóði, sem fer hér á eftir: Lipurtaliimlögmaður; löngu orðinn þjóðkunnur. Höku skreytir hreinlegur hæruskúfurgrár. Syngur ’ann hátt á síðkvöldum, svo að hvín í tálknunum. Vístskalfagnavinmum velmeðsextíuár. Bærilegan bissnisman (Borgfirðingar þekkja hann) hylla skal með heiðri og sann héríFjarðarborg. Heitir Ámi Halldórsson; hann er studdur góðri kvon. Leikiviðþaulonogdon lífið-fjarrisorg. Ámi Halldórsson var minnisstæð- ur maður og góður félagi. Ættmenn- um votta ég samúð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson. Kveðja frá Héraðsslgalasafni Austfirðinga Nokkra eftfr að alkunnugt varð að sýslunefndir Múlasýslna ætluðu að minnast ellefu hundrað ára byggðar í landinu, meðal annars með því að stofna skjalasafn hér eystra, barst sýslumönnum Múlasýslna bréf frá frú Ónnu Guðnýju Guðmundsdóttur, ekkju Halldórs Ásgrímssonar fyrr- verandi alþingismanns er látist hafði 1. desember 1973. í bréfi þessu greindi fra Anna Guðný sýslumönn- unum svo frá, að fyrir lát Halldórs höfðu þau hjón sameiginlega ákveðið að gefa eftir sinn dag bókasafn sitt til „einhverrar mennta- eða menningar- stofnunar á Austurlandi". Jafnframt þessu tilkynnti frú Anna Guðný þá ákvörðun sína að hið verðandi hérað- sskjalasafn hlyti þessa gjöf. Bréf þetta er dagsett 17. aprfl 1974. Þetta var mikill og óvæntur fengur á fjörar þessarar verðandi menningarstofn- unar. í safninu vora rnilli 4 og 5 þús- und vandaðra bóka í góðu bandi svo og fjöldi tímarita. Meginstofn þess varðar sögu og menningu íslenskrar þjóðar frá upphafi til vorra daga. Safnið er séreign Héraðsskjalasafns Austfirðinga og fylgdu gjöfinni ákveðnir ávöxtunarskilmálar til þess að tryggja að það héldi gildi sínu í samræmi við nýja tíma og úrvinnslu fræða og hefur sú orðið raunin. Form- lega var Héraðsskjalasafn Austfirð- inga stofnað 17. apríl 1976 en þann dag hefði Halldór Ásgrímsson orðið áttræðm-. Bókasafnið lýtm- eigin stjóm þriggja manna, upphaflega tilnefnd- um af Múlasýslum, sínum frá hvorri (nú frá Byggðasamlagi) en erfingjar gefenda tilnefna einn. Er skemmst frá því að segja að Ami lögmaður sat í þessari stjóm og var formaður henn- ar frá upphafi til dánardægurs. Áma var bókasafn þetta kært og bar hann í bijósti mikinn metnað fyr- ir hönd þess. Lagði hann frá upphafi mikla áherslu á að ættfræðiþáttur bókasafnsins væri efldur svo sem kostur væri, enda styddi slíkur bóka- kostur á ómetanlegan hátt notkun ættfræðiheimilda á skjölum og film- um varðveittum á Héraðsskjalasafn- inu, svo sem prestþjónustubóka, sóknarmannatala, jafnvel hrepps- bóka. Hef ég ekki komist hjá að verða þess var að ættfræðiþáttur bóka- safnsins vekur athygli og jafnvel undran aðkominna safnamanna. Sjálfur var Ámi mikill áhugamaður um ættfræði og fjölfróður um söguleg efni hvers kyns. Á sama hátt vekur athygli mikil tímaritaeign safnsins. Þar er byggt á mjög góðri undirstöðu sem var upp- haflega gjöfin en síðan hefur á skipu- legan hátt verið reynt að bæta við það sem þar vantaði upp á. Ámi átti stóran frændgarð í Vest- urheimi og rækti þá frændsemi. Hon- um var milrið áhugamál að bókasafn Héraðsskjalasafnsins eignaðist tím- arit og bækur sem gefin vora út vest- an hafs. Nú á síðustu áram hefur ver- ið unnið að því að kaupa til bókasafnsins bækur og tímarit sem gefin vora út á íslensku í Kanada og Bandaríkjunum. Ég þykist þess viss að aðrir skrifi um lögmanninn snjalla og hinn mikla hafsjó skemmtunar og fróðleiks er hann geymdi í minni sínu um menn og málefni fyrr og síðar. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til Ama lögmanns fyrir margra áratuga velvild, ráðhollustu og hjálpsemi er ég og mitt fólk varð aðnjótandi af hans hálfu. Kristínu, bömum þeirra hjóna, bamabömum og öðram vandamönn- um votta ég samúð af heilum hug. Sigurður Óskar Pálsson, fyrrverandi héraðsskjalavörður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.