Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 74
74 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Baráttan harðn- ar á Reykjavík- urskákmótinu SKAK Reykjavíkur- skákm óti ð ÖNNUR umferð á Reykjavíkur- skákmótinu var tefld í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. fimmtudag. Sterkustu menn mótsins eru fam- ir að tefla innbyrðis og baráttan harðnar. Helgi Ólafsson tefldi mjög vel í erfiðri vörn gegn gamla ljóninu, Viktor Kortsnoj, og stóð jafnvel betur, þegar jafnteflið var samið. Þröstur Þórhallsson og Timman sömdu um skiptan hlut í skák, þar sem jafnvægið raskaðist aldrei verulega. Hannes Hlífar Stefánsson vann Jón Viktor Gunnarsson í flókinni skák. Helgi Áss Grétarsson varð að sætta sig við jafntefli gegn Sarbok. Á mótinu tefla þrír komungir erlendir skákmeistarar, sem þeg- ar hafa sýnt að þeir kunna ýmis- legt fyrir sér. Enski alþjóða- meistarinn, Luke McShane, 16 ára, rúllaði bandaríska stór- meistaranum, Larry Christian- sen, upp í 2. umferð, og stórmeist- aramir.Grisjúk (Rússlandi), 16 ára, og Bu, (Kína), 14 ára, hafa einnig unnið báðar skákir sínar. Meðal annarra athyglisverðra úrslita má nefna: Jonkman vann Ehlvest, Salmensuu vann Miles. Efstu menn, eftir 2.umferð: l.-ll. Short (Engl.), deFirmian (Bandar.), Hannes Hlífar, Bu (Kína), Conquest (Engl.), Wojtk- iewicz (Póll.), Oral (Tékkl.), Jonkman (Holl.), Grisjúk (Rússl.), McShane (Engl.) og Salmensuu (Finnl.), 2 vinninga hver. Við skulum nú sjá sigurskák Benedikts Jónassonar gegn al- þjóðlega meistaranum, Anatolíj Bykhovsky frá Rússlandi. Rúss- inn hefur í fjölda ára verið einn af aðalþjálfurum unglinga í Rúss- landi, áður í Sovétríkjunum. Hann er þjálfari hins bráðefnilega Gris- júks. Hvítt: Benedikt Jónasson Svart: Bykhovskíj Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 00 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 00 9. h3 Rd7 Þessi leikur er ekki eins vinsæll og 9. - Ra5,9. - Rb8 eða 9. - h6. 10. d4 Bf6 11. a4 - Önnur leið er 11. Be3 Ra5 12. Bc2 Rc4 13. Bcl Bb7 14. b3 Rcb6 15. Be3 exd4 16. cxd4 c5 o.s.frv. 11. - Bb7 12. axb5 axb5 13. Hxa8 Dxa8 14. Ra3 Ba6 Eftir 14. - b4 15. Rc4 bxc3 16. bxc3 Ra517. Rxa5 Dxa5 er staðan í jafnvægi. 15. Bd5 Rb6 16. dxe5 Rxd5?! Það er varasamt fyrir svart að láta biskupinn á f6 í uppskiptum, því að eftir það verður kóngstaða hans illa varin. Sjálfsagt var að leika 16. - dxe5. 17. exf6! Rxf6 18. Bg5 Rd7 19. Rd4 Rxd4 20. cxd4 b4?! Svartur hefði átt að leika 20. - He8 (ekki 20. - h6? 21. Bxh6 gxh6 22. Dg4+, ásamt 23. Dxd7), 21. Dg4 Rf8, ásamt b4 og Bb7 o.s.frv. 21. Rc2 b3? Betra var að leika 21. - Hb8 22. Dg4 Ri8 o.s.frv. 22. Rb4Bb7 23.Dg4!- 23. - Da4 Svartur hefði getað truflað sóknaraðgerðir hvíts með peðs- fórn, 23. - f5!? 24. Bh6 g6 25. Hcl! Hc8 26. d5 Rf6 Ekki gengur 26. - Dxb4 27. Dxd7 Dxe4 28. Hxc7 Hxc7 29. Dd8+ og mátar. Þegar svarti riddarinn hreyfir sig vofir hótunin D-h4-f6-g7 yfir svarti. 27. Dh4 Re8 28. De7 Rg7 29. Hxc7 og svartur gafst upp. Hann á enga vöm, t.d. 29. - Hf8 (29. - Hxc7 30. Dxc7 Db5 31.Rc6) 30. Hxb7 Dal + 31. Kh2 Dxb2 32. Rc6 Dc2 33. I)xf8+ Kxfó 34. Hb8+ mát. Bragi Kristjánsson Styrkja Augndeild Landspítalans í GRAFARVOGI era starfandi tveir Lionsklúbbar, Fold og Fjörgyn, sem verða 10 ára í vor. Þeir hafa ákveðið að leggja Augn- deild Landspítalans lið með kaupum á tæki sem kostar 1,7 milljónir kr. Eitt af meginverkefnum Lions- hreyfingarinnar er vöm gegn blindu í heiminum. Tækið er notað til þess að mæla getu sjónhimnunnar hjá fólki og við- brögð augans við Ijósi sem er grand- vallaratriði varðandi sjónskynjun. Með tækinu er hægt að greina mjög snemma ef um ákveðna hrömunar- sjúkdóma er að ræða, til dæmis í augnbotnum. Eins nýtist tækið vel ef fylgjast þarf með ákveðnum sjúk- dómi eins og sykursýki en sá sjúk- dómur fer meðal annars illa með augun, segir í fréttatilkynningu. Einnig opnar það möguleika á víð- tækari rannsóknum á ýmiskonar sjúkdómum sem valda blindu. Fjármagnað með happdrætti Til þess að fjármagna tækjakaup- in að hluta til ákváðu klúbbarnir Fold og Fjörgyn að fara af stað með happdrættissölu. Happdrættinu var hleypt af stokkunum þegar nýja Nóatúnsbúðin í Grafarvogi var opn- uð og vora undirtektir Grafarvogs- búa strax mjög góðar. Gefnir voru út 2000 miðar sem seldir era á 1.000 kr. hver. Vinningar era eftirfarandi: 1. vinningur: Daewoo Matiz SE frá Bílabúð Benna að verðmæti 900.000 kr., 2. vinningur: Flugfarseðlar fyr- ir tvo til Evrópu í beinu áætlunar- flugi Flugleiða, 3.-12. vinningur: 10 vinningar Ut að borða frá Naustinu. Verðmæti 10.000 kr. hver, 13.-22. vinningur: 10 vinningar. Vöraúttekt í Nóatúni. Verðmæti 5.000 kr. hver. Dregið verður 18. apríl 2000. Aðeins er dregið úr seldum miðum og eru vinningar skattfrjálsir. Lionsklúbbamir verða um helg- ina með miðasölu í Kolaportinu þar sem bíllinn verður til sýnis og eining í Blómavali við Sigtún, einnig á handverksmarkaðnum, Garðatorgi, þegar hann verður opnaður laugar- daginn 14. apríl. ÁG-Mótor- sport frumsýn- ir bíla VERSLUNIN ÁG-Mótorsport var opnuð í gær, fóstudag, á Tangar- höfða 8-12.Verslunin sérhæfir sig í aukahlutum fyrir götubíla. Vegna opnunar ÁG Mótorsport verður bíla- sýning í dag, laugardaginn 8. apríl, kl. 10-17. Þar verða tveir Ford Escort crossworth rally bílar, Toyota Celica rally bíll, Honda Jordan F1 götubíll, Toyota Corolla með tveimur vélum Þetta er framsýning á öllum þessum bílum, segir í fi-éttatilkynningu Einnig verða Audi TT, Benz clk, Subaru Legasy, Subara Impreza rally og götubíll Alfa 156, Fiat Bravo, Mazda F V6, keppnis go-kartbílar og fleira. I versluninni verður allt á boðstól- um fyrir keppnismanninn hvort sem er fyrir rall eða go-kart en aðal- , áhersla er lögð á götubílinn. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bogi Árnason verslunarstjóri og Gísli Ólafsson, starfsmaður ÁG- Mótorsports. Kynningar- fundur Asa- trúarfélagsins ÁSATRÚARFÉLAGIÐ býður til kynningarfundar laugardaginn 8. apríl kl. 14 um heiðinn sið og starf- semi Ásatrúarmanna. Félagið hefur fest kaup á húsnæði á þriðju hæð að Grandagarði 8 í Reykjavík og verður fundurinn haldinn þar. Húsið verður opnað kl. 13. Á sama tíma verður opnuð mynd- listarsýning á verkum Hauks Hall- dórssonar. Þetta era myndverk sem sækja innblástur í hið foma dagatal íslendinga. Einnig verða seldar á staðnum Prímrúnir Hauks, sem eru rúnatákn fyrir afmælisdaga, sérstök rún fyrir hvem dag ársins ásamt rúnaspá. Erindi flytja: Jörmundur Ingi: Heiðinn Siður og tengslin við fortíð- ina, Dagur Þorleifsson: Þjóðartrúar- brögð og alþjóðleg trúarbrögð og Guðrún Kristin Magnúsdóttir: Goð- sagnir og nútímavísindi. Að loknu kaffihléi verða umræður þar sem ræðumenn og fleiri sitja fyr- ir svöram. Kringlu- vinir taka til starfa ídag KRINGLUVINIR er nýr fjöl- skylduklúbbur sem stendur öllum Kringlugestum til boða. Lögð er áhersla á fjölbreytta dagskrá þar sem skemmtun og fræðsla ráða ríkj- um. Fyrsta uppákoman á vegum klúbbsins verður laugardaginn 8. aprfl kl. 10.30 á Stjömutorgi, veit- ingasvæði Kringlunnar en síðan verður haldið áfram alla laugardaga fram á sumar. Nauðsynlegt er að mæta eilítið fyrr eða uppúr kl. 10 til að koma sér fyrir því dagskráin hefst klukkan 10.30 og stendur í um klukkutíma, segir í fréttatilkynn- ingu. Einnig segir: „Venni og Snælda verða í forsvari fyrir klúbbinn en hann er hjólasendill í Kringlunni og Snælda er besta vinkona hans sem passar upp á að hann geri ekki vit- leysur. Venni tekur nefnilega upp á mörgu og er dálítið utan við sig. Þess vegna þarf Snælda að passa upp á Venna því hún er svo klár. Meðal efnis á laugardaginn verður þrautaleikur, Draumasmiðjan kem- ur í heimsókn með atriði úr leikritinu „Ég sé“ eftir Margréti Pétursdóttur, Þórunn Lárasdóttir frá Þjóðleikhús- inu sýnir atriði úr Landkröbbum eft- ir Ragnar Arnalds og Valgeir Skag- fjörð framflytur lag klúbbsins „Það verður fjör“ en hann á lag og texta. Þeim aðilum sem hafa áhuga á að komast að með atriði á uppákomum Kringluvina er bent á að hafa sam- band við Stefán Sturlu Sigurjónsson hjá fyrirtækinu Gjörningar sem er framleiðandi sýninganna.11 Umræðu- fundur um verk- og tæknifræði OPINN umræðufundur um verk- og tæknifræði fyrir ungt fólk er hyggur á háskólanám verður haldinn sunnu- daginn 9. aprfl kl. 14 í stofu 101 í Odda á vegum Samtaka iðnaðarins. Á fundinum munu verk- og tækni- fræðingar úr atvinnulífi og háskóla spá í náms- og starfsmöguleika fólks á þessu sviði á næstu áram. Þátttak- endur verða Fjóla Jónsdóttir, verk- fræðingur, dósent við verkfræðideild HI, Frosti Bergsson, tæknifræðing- ur, stjómarformaður Opinna kerfa, Páll Jónsson, tæknifræðingur, for- stöðumaður hjá Landssímanum og Sigríður Einarsdóttir, verkfræðing- ur, flugstjóri hjá Flugleiðum. Um- ræðustjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður á Stöð 2. Tvennir tónleikar Tónskóla Signrsveins TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tvenna tónleika laugardaginn 8. aprfl. Kl. 11 verða tónleikar Suzuki- deildar í Grensáskirkju. Þar koma fram 80 nemendur deildarinnar á fiðlu, selló og píanó í einleik og hóp- spili undir stjórn kennara sinna. Kl. 14 stígur 120 barna kór og blokk- flautukór forskóladeildarinnar á svið í Langholtskirkju undir yfirskrift- inni „Músík og menningarborgir“. Frá hverju landi menningarborg- anna verður flutt lag í söng, leik, dansi og hreyfingum við undirleik strengsveitar, gítarsveitar og harm- oniku. Stjórnendur eru kennarar deildarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.