Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 75

Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 7 5 Morgunblaðiö/Bjorn Bjomsson Nýbyggingar við Vesturfarasetrið. Bryggja gerð við V esturfarasetrið Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Valgeir Þorvaldsson, Sturía Böðvars- son og Jón Birgir Jónsson ráðuneytis- stjóri undirrita samninginn. Sauðárkróki. Morgunblaðið. STURLA Böðvarsson samgönguráðherra ásamt Jóni Birgi Jónssyni ráðu- neytisstjóra og Jóni Leví frá Siglingamálastofnun heimsóttu Vesturfarasetr- ið á Hofsósi síðastliðinn miðvikudag. Tilefni heim- sóknarinnar var undirrit- un samnings um framlag ráðuneytisins upp á fjórar milljónir til gerðar bryggju við setrið og munu framkvæmdir við smíðina hefjast mjög fljótlega. I samningnum segir að setrið annist gerð bryggj- unnar sem tengist því hlut- verki stofnunarinnar að sýna á sem gleggstan hátt þær aðstæður sem ríktu á þeim tíma sem ferðir íslendinga til Vesturheims stóðu yfir. Til framkvæmdarinnar leggur ráðuneytið fjórar milljónir á yfir- standandi ári, enda komi staðfest mótframlag sem tryggi verklok. í lokagrein samningsins segir: „Með framlagi samkv. 2. gr. vill samgönguráðuneytið leggja sitt af mörkum til eflingar Vesturfara- setursins á Hofsósi, sem er hlurti af þeirri áætlun íslenskra stjóm- valda að gera staðinn að sérstök- um minningar og þjónustustað fyrir fólk af íslenskum ættum sem býr í Norður-Ameríku." Valgeir Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Vesturfaraseturs- ins, sagði að hér væri merkum áfanga náð, nú yrði svo fljótt sem auðið yrði byrjað á smíði bryggj- unnar sem mun verða fram undan aðalhúsi setursins, um það bil 30 metra löng. Hann sagði þessi framkvæmd mundi nýtast á ýms- an hátt, bæði í tengslum við setrið og einnig fyrir þá aðila sem vildu taka ferðafólk og aðra þá sem fara vildu í siglingu frá Hofsósi. Gerði Valgeir ráð fyrir að fram- kvæmdum yrði lokið einhvemtíma íjúní. Miklar framkvæmdir við setrið Miklar framkvæmdir eru nú á athafnasvæði setursins, og er þeg- ar búið að reisa nýtt hús, en í því mun verða sýningarsalur, bóka- safn setursins og ættfræðiþjón- usta og íbúð fræðimanns. Er unnið við þessar framkvæmdir þessa dagana af fullum krafti og stefnt að því að húsið verði einnig tekið í notkun um mitt sumar, en þá verð- ur opnuð sýning tengd mormóna- kirkjunni í Utah. Félag stofnað um dagvist MS-félagsins Á FUNDI stjórnar MS-félagsins um síðustu áramót var ákveðið að athuga hvort ekki væri hentugra fýrir félagið að stofna sérstakt félag fyrir dagvist félagsins. Eftir að allir kostir og gallar höfðu verið metnir var síðan ákveðið á fundi í febrúar að félagið stofnaði sjálfseignastofn- un um dagvistina sem yrði rekin sjálfstætt og undir sérstakri stjórn. Akveðið var að sjálfseignastofn- unin tæki við rekstrinum 1. apríl 2000. Tilgangurinn með þessum breyt- ingum er að aðskilja betur annars vegar starfsemi og markmið félags- ins og hins vegar rekstur dagvistar- innar. Áhrif félagsins á dagvistina eru eftir sem áður fyrir hendi enda verður félagið eftir sem áður eig- andi húsnæðins, félagið ákveður hverjir sitji í stjórn auk þess sem formaður félagsins hefur seturétt á stjórnarfundum í sjálfseignarstofn- uninni. í stjórn sjálfseignarstofnunarinn- ar eru þrír aðalmenn og þrír til vara. Þau eru: Fríða Sigurðardóttir læknafulltrúi, Guðmundur Agústs- son, lögmaður og fv. alþingismaður, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir tauga- læknir. Guðmundur hefur verið kjörinn formaður stjórnarinnar. Til vara eru: Halldór Frímanns- son lögmaður, Kristján E. Einars- son ljósmyndari, Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fv. sveitarstjóri. Málningar- styrkir Hörpu í þriðja sinn NÚ í VOR veitir Harpa hf., þriðja árið í röð, styrki í formi málningar til góðra verkefna á vegum líknarfé- laga, sjálfboðaliða, þjónustufélaga, menningarsamtaka og annarra þeirra sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfi sitt. I fyrra fengu 15 aðilar víða um land alls 2.500 lítra af málningu að verðmæti ein milljón króna. Mikill fjöldi um- sókna barst á sl. ári, segir í fréttatil- kynningu. í ár verða veittir málningarstyrki að andvirði ein milljón króna. Hver styrkur verður á bilinu 50 til 300 þús- und krónur. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um styrk þurfa að skila uim sókn til Hörpu hf. fyrir 15. apríl nk. í umsókninni þarf að gera grein fyrir verkefninu, senda mynd af viðkom- andi mannvirki og skilgreina áætlað magn málningar vegna verkefnisins. Þriggja manna dómnefnd velur úr umsóknum og tilkynnir um niður- stöður um miðjan maí. Styrkþegar sjá alfarið um kostnað við verkfram- kvæmd. Fyrirlestur um breytingar á alþjóða- stjérnmálum DR. LASSI Heininen, fræðimaður við Norðurheimskautsstofnunina við Háskóla Lapplands, í Rovan- iemi í Finnlandi, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, mánudaginn 10. apríl. I fyrirlestri sínum, sem hann nefnir „The European North at the turn of the 21st century", mun Lassi fjalla um hvaða breytingar hafa átt sér stað í alþjóðastjórn- málum norðurslóða í kjölfar kalda stríðsins. Lassi er doktor í alþjóða- stjórnmálum og hefur stundað rannsóknir á stjórnmálaþróun norðlægra ríkja. Auk þess er hann stjórnarformaður Northern Res- earch Forum, sem er samstarfs- vettvangur stjórnmálamanna, fræðifólks og áhugahópa á norð- urslóðum. Dr. Lassi Heininen dvelur hér- lendis sem gistifræðimaður á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Fyrirlesturinn verður haldinn kl.16 í sal Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. .gumarbúðir í Olveri að hefj- ast í 60. sinn SUMARBÚÐIR KFUM & K að Ölveri í Melasveit eru nú að hefja sitt 60. starfsár. Sumarbúðirnar voru stofnaðar árið 1940 og hafa starfað óslitið síðan en yerið starf- ræktar frá árinu 1952 í Ölveri. í tilefni af 60 ára starfsafmælinu er ætlunin að hafa „opið hús“ í Öl- veri frá klukkan 13-18 sunnudag- inn 9. apríl þar sem fólki gefst kostur á að koma í heimsókn og kynna sér starfsemina, skoða húsakynni Ölvers og njóta útivist- ar. Heitt kakó og kaffi verður á könnunni og boðið verður upp á vöfflur. Einnig er ætlunin að byrja að skrá í flokka sumarsins þennan dag í Ölveri. „Starfsemi sumarbúð- anna byggist á sjálfboðavinnu allt árið um kring og er undirbúningur fyrir hvert sumar mikill. Metað- sókn var í sumarbúðirnar í fyrra- sumar og dvöldu þá á fjórða hundrað börn og unglingar í Ölveri í 9 flokkum. Krakkarnir njóta lífs- ins við ýmsa leiki, útivist, kvöld- vökur og síðast en ekki síst fræð- ast þau um kristna trú sem er markmið sumarbúðanna,“ segir í fréttatilkynningu. Almenn skráning í Ölver hefst svo 10. apríl á skrifst. KFUM og K á Holtavegi og hjá Axeli Gúst- afssyni á Akranesi. Hlýja handa þinna sýnd í bíósal MÍR HLÝJA handa þinna, kvikmynd sem var gerð í Georgíu 1972, verð- ur sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 9. apríl kl. 15. Leik- stjórar eru Sjota og Nodar Mama- gazde. Aðalhlutverk leikur Sofiko Tsiaurelí. í myndinni segir frá konunni Sí- donju og hvemig ýmsir stórvið- burðir í sögu Kákasusríkisins Geor- gíu (Grúsíu) fléttast inn í ævi hennar. Lýst er afdrifaríkum pólist- ískum atburðum, hatrammri bar- áttu bolsevika og mensivika á ár- unum 1918-19, erfiðleikum í endurreisnarstarfinu að borgara- stríðinu loknu og síðar innrás Þjóð-j verja í Sovétríkin sumarið 1941. I upphafi kvikmyndarinnar er eigin- maður Sídonju kvaddur í herinn og verður hún þá að sjá bömum sínum ein farborða. Hann gerist síðar lið- hlaupi og snýi- heim. Skýringar á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. CITRIN Inniheldur m.a. carcina cambogia og chromium picolinate._________ Upplýsinga- bæklingur á fslensku! Bráðhollur trefjadrykkur. Fullur af vítamínum og steinefnum. Minna en 200 hitaeiningar í eínni máltíð. Fyrir þá sem vilja heilbrigða þyngdarstjórnun. Fyrir þá sem vilja bragðgóða og holla máltíð. Góður heima, í vinnunni, í ferðalagið eða hvar og hvenær sem er. ______________________________ KYNNINGAR: í dag, laugardag: Lyfja LágmÚla kl. 13-17. Mánudag: Lyfja Hamraborg ki. 14-18. Þriöjudag: Lyfja Setbergi ki. 14-18. Afmælis- ganga Uti- vistar á Keili FERÐAFÉLAGIÐ Útivist er 25 ára á þessu ári og jafnframt em 25 ár lið- in frá fyrstu ferð félagsins sem var 6. apríl árið 1975. Þá var gengið á fjallið Keili sem er orðið sannkallað Úti- vistarfjall, en efnt hefur verið til gönguferða þangað árlega frá þeim tíma. Sunnudaginn 9. apríl verður af- mælisganga á Keili sem ætluð er fé- lagsmönnum og öðram sem áhuga hafa. Brottför er frá BSÍ, Umferðar- miðstöðinni, kl. 10.30 og á leiðinni verður stansað við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Ekið verður út á Hösk- uldarvelli og gengið þaðan með Oddafelli áleiðis á fjallið, en áætlað er að 3-4 klst. fari í gönguferðina. Að henni lokinni verður boðið upp á veitingar, m.a. heitt kakó, en þátt- takendum er samt ráðlagt að hafa með sér nesti og drykk til að nota í fjallgöngunni. Allir era velkomnir í gönguferð- ina, en Útivistarfélögum og fjöl- skyldum þeirra er boðið frítt í ferð- ina, aðrir greiða 1.000 kr. (í rútunni). Styrkur til tungunjála- náms á Italíu STOFNUN Dante Alighieri vill vekja athygli á því að til boða eru styrkir til tungumálanáms á Ítalíu sumarið 2000. Um er að ræða styrki til eins mánaðar náms við tungumálaskóla í Camerino og Urbania. Auk þess býr félagið yfir fjöldanum öllum af upplýsingum um tungumálnám á vegum Dante-stofnunarinnar í hin- um helstu menningarborgum Ítalíu. OXFORD STREET 1 08 Reyk|avílc Faxafeni 8 sími: 533 1555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.