Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 77
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
AFMÆLI
KVENNADEILD, KVENLÆKNINGADEILD; Kl. 18.30-
20.
SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14-21 (feður, syatkini,
ömmur og afar).
VSUSSTAÐASPÍTALI: Kl. 18.30-20.
SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar-
thni kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFNj Alla daga kl. 15-16 og 19-
19.30.
SJÚKKAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar-
tími a.d. kl. 15-16 og kl. 18.30-19.30. Á stórhátíðum kl. 14-
21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suður-
nesjaer 422-0500.
AKUREYRI - SJÚKRAHÚSIÐ: Heimsóknartími alla daga
kl. 15.30-16 og 19-20. Á bamadeild og hjúkrunardeild
aldraðra Sel 1: kl. 14-19. Slysavarðstofusími frá kl. 22-8,
s. 462-2209._____________
bilanavakt____________________________________
VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bilana á veitukerfi vatns og
hitaveitu, s. 552-7311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgi-
dögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 568-6230. Kópavog-
ur: Vegna bilana á vatnsveitu s. 892-8215. Rafveita Hafh-
arfjarðar bilanavakt 565-2936
SÖFN
ÁRBÆJARSAFN: Safnhús Árbæjar eru lokuð frá 1. sept-
ember en boðið er upp á leiðsögn fyrir ferðafólk á mánu-
dögum, miðvikudögum og fostudögum kl. 13. Einnig er
tekið á móti skólanemum og hópum sem panta leiðsögn.
Skrifstofa safnsins er opin frá kl. 8-16 alla virka daga.
Nánari upplýsingar í síma 577-1111._________________
ASMUNDARSAFN í SlGTÚNl: Opið a.d. 13-16.
BÖRGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR: Aðalsafn, Þing-
holtsstræti 29a, s. 552-7155. Opið mán.-fim. kl. 9-21, fóst-
ud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16. _________________
BÖRGARBÓKASAFNH) í GERÐUBERGI 3-5, mán.-fim
kl. 9-21, föst 11-19, laugard. og sunnud. kl. 13-16. S. 557-
9122._______________________________________________
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, mán.-fim. 9-21, fóst 12-
19, laugard. kl. 13-16. S. 553-6270.________
SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27, s. 553-6814. Ofangreind
söfn og safhið í Gerðubergi eru opin mánud.-fím. kl. 9-
21,fóstud. Íd. 11-19, laugard. kl. 13-16.
ORANDASAFN, Grandavegi 47, s. 552-7640. Opið mán. kl.
11-19, þrið.-fóst kL 15-19.
SEUASAFN, Hólmaseli 4-6, s. 587-3320. Opið mán. kl. lí
19, þrið.-mið. kl. 11-17, fun. kl 15-19, föstud. kl. 11-17.
FOLDASAFN, Grafarvogskirkju, s. 567-5320. Opið mán.-
fim. kl, 10-20, fost kl. 11-19, laugard. kl. 13-16._
BÓKABÍLAR, s. 553-6270. Viðkomustaðir víðsvegar um
borgina. __________
BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 60D. Safnið verð-
ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga.
BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.-fóst 10-20. Opið
laugd. 10-16 yfir vetrarmánuði.
BÓKAKAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3-5: Mánud.-fimm-
tud. kl. 10-21, fóstud. kl. 10-17, laugard. (1. okt-30. april)
kl. 13-17. ____________
BÓKASAFN SAMTAKANNA '78, Laugavegi 3: Opið
mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16.
BÖRGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu
15: Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-12 og kl. 13-16.
Sími 563-1770. Sýningin „Mundu mig, ég man þig“ á 6.
hæð Tryggvagötu 15 er opin alla daga kl. 13-17 og á
fimmtudögum kl. 13-21. Aðgangur ókeypis.____
BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka: Op^
iÓ alla daga frá kl. 10-18 til ágústloka. S: 483-1504.
BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús^
Vesturgötu 6,1. júní - 30. ágúst er opið alla daga frá kl.
13-17, s: 555-4700. Smiðjan, Strandgötu 60,16. júní - 30.
september er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 565-5420.
Siggubær, Kirkjuvegi 10,1. júní - 30. ágúst er opið laug-
ard.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstofur safnsins verða opnar
alia virka daga kl. 9-17.
BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl.
13.30-16.30 virka daga. Sími 431-11255.
EJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl.
13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum timum eftir sam-
komulagi.
ERÆÐASETRH) í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551. Bréfsími 423-7809. Opið alla daga kl. 13-17
og eftir samkomulagi.
GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar
_frákl. 9-19.________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud., fóstud. og
laugardaga kl. 15-18. Sími 551-6061. Fax: 552-7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar
opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safiia-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum.
ÍANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22. Föstud. kl. 8.15-19 og
laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á sunnud.
og nandritadbild er lokuð á laugard. og sunnud. S: 525-
_5600. Bréfs: 525-5615.
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.________
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið laug-
ard. og sunnud. frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn er
opinn alla daga.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðj-
ud.-fóstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á miðvikudög-
um. Uppl. um dagskrá á internetinu:
http//www.natgall.is
BÍSTAÍAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið dag-
legakl.ll-17nemamánud.Á íímmtud. eropiðtUkl.19.
USTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR- Safnið er opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar f síma
653-2906.
UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
alladagafrikl. 13-16. Sími 663-2630.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnaniesi. Lokað
yfir vetrarmánuðina. Hópar geta skoðað safnið eftir
samkomulagi.
MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að-
alstræti 58, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 16.9.-31.5. á
sunnudögum milli kl. 14-16. Einnig eftir samkomulagi
fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8-16.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-
17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverks-
munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, netfang
minaust@eldhom.is.
MINJASAFN ORKUVEITU ReyKjavíkur v/rafstöðina v/
Elliðaár. Opið á sunnudögum ld. 15-17 og eftir samkomu-
lagi.S. 567-9009.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Safnið er opið maí-sept
kl. 13-17 alla daga. Hægt er að panta hjá saínverði á öðr-
um tímum í síma 422-7253.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið írá
1. júní tíl 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum. Sími
462-3550 og 897-0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðrum
tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi
12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.
NÁTTÚRUGRIPAS AFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116
eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13.30-16.
NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam-
kvæmt samkomulagi.
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.-sun. 12-17.
Lokað 20.4-24.4. (páskar) Sýningarsalur opinn þri.-sun.
kl. 12-17, lokað mán. Lokað 21.4. og 23.4. Kaffistofan op-
in mán.-laug. kl. 8-17, sun. kl. 12-17. Lokað 21.4. og 23.4.
Skrifstofan opin mán.-föst kl. 9-16, lokað 20.-24.4. Sími
551-7030, bréfas: 552-6476. Tölvupóstun nh@nordice.is -
heimasíða: hhtp://www.nordice.is.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið laugardaga
og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 485-3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaóastræti 74, s.
551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga Id.
13.30-16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu-
lagi. S: 565-4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ, s: 530-
2200, netfang: aog@natmus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 18-
17. S. 581-4677.
SJÓMINJASAFNH) Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
UppLís: 483-1165,483-1443.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
Sími 435-1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Ámagarði v/Suður-
götu. Handritasýning er opin þriðjudaga tií fóstudaga kl.
14-16 til 15. maí.
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13-18 nema mánudaga. Sími 431-5566.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánu-
dagakl. 11-17.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fóstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 15-15.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14-
18. Lokað mánudaga.
NÁTTÚRUGRIPASAFNH) á Akureyri, Hafnarstræti 81.
Opið skv. samkomulagi yfir vetrartímann. Hafið sam-
band við Náttúrufræðistofnun, Akureyri, í síma 462-
2983.
NONNAHUS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júní -
1. sept Uppl. í síma 462-3555.
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
arfrákl. 11-17.
ORÐ DAGSINS
Reykjavík sími 551-0000.
Akureyri s. 462-1840.
SUNDSTAÐIR
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kL 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl.
8-20.30. Kjalameslaug opin v.d. 17-21, helgar 11-15. Á
frídögum og hátíðisdögum verður opið eftir nánari
ákvörðun hveiju sinni. Upplýsingasími sunstaða í
Reykjavíker 570-7711.
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30-22.
Laugd. og sud. 8-18 (vetur) 8-19 (sumar).
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.-föst 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun.
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæiarlaug: Mád.-föst 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnaríjarðar: Mád.-
fóst 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18.
SUNDLAUGIN í GRlNDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555.
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-850 og 14-22,
helgar 11-18.
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-Bstud. U.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.
SUNDLAUGIN Í GARÐI: Opin mán.-fóst. kl. 7-9 og 15.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532.
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.-fóst 7-
2050. Laugard. og sunnud. kl. 8-1750.
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.-fóst 7-
21, laugd. og sud. 9-18 S: 431-2643.
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar ld.10-21.
UTIVISTARSVÆÐI
HÚSDÝRAGARÐURINN cr opinn alla daga kl. 10-17. Lok-
að á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tima. Fjöl-
skyldugarðurinn er opinn sem útivistarsvæði á vetuma.
Simi 5757-800.___________________________
SORPA
SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur-
vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl, 12.30-19.30 en lokaðar á
stórhátíðum. Að auld verða Ánanaust, Garðabær og
Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520-
2205.
Byggingaplatan WDK®€®
sem allir hafa beðið eftir
VIROC*byggingaplatan er fyrir
veggi, loft og gólf
VIROCbyggingaplatan er eldþolin,
vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og
hljóðeinangrandi
VIROC*byggingaplötuna er hægt
að nota úti sem inni
VlROC®byggingaplatan
er umhverfisvæn
VIROC®byggingaplatan er platan
sem verkfræðingurinn getur
fyrirskrifað blint.
ÞÞ
&co
LeitiS frekari upplýsinga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚIA 29 S: SS3 8640 8 568 6100
ANNA
ÞORSTEIN SDÓTTIR
Það leiðir af sjálfu
sér, að þeir sem víða
fara, kynnist mörgum.
Ekki er þó sjálfgefið, að
allt þetta fólk sé manni
að skapi, því að svo
margt er sinnið sem
skinnið. Og vitanlega
kynnumst við aldrei
nema fáum að nokkru
ráði, þótt við umgöng-
umst marga.
Hún Anna Þorsteins-
dóttir, sem lengi var
prests- og prófastsfrú í
Heydölum í Breiðdal,
er orðin hálfníræð.
Hvað tíminn flýgur! Fyiir réttum 15
árum fagnaði hún sjötugsafmæli á
heimaslóðum, og var þá margt gesta
á prestssetrinu í miðri sveit. Þegar
þetta var gegndi ég kennslustörfum
við barnaskóla sveitarinnar, sem þá
var til húsa í Staðarborg. Þar hafði
Anna kennt áður og einnig eiginmað-
ur hennar, séra Kristinn Hóseasson.
Anna og maður hennar buðu okkur
hjónum til sín þau jól, sem við áttum
heima á Breiðdalsvík og veittu vel.
Er jiess gott að minnast.
Eg sá Onnu fyrir fáum dögum á
fundi hjá Ættfræðifélagi íslands.
Hún er manneskja, sem lætur aldur-
inn ekki buga sig. Er virk og áhuga-
söm um andleg mál. Einnig hefur
hún sinnt handverki, eins og bókb-
andi með góðum árangri um langt
árabil. Ellin hefur ekki verið henni
neitt þung, fremur en skáldinu sem
orti forðum um það efni. Og ríkir eru
þeir, sem eiga sér áhugamál, hvað
sem aldrinum líður.
Ég enda þetta afmælisspjall með
erindi, sem ég flutti Önnu á heimili
hennar að Heydölum, á sjötugs-
afmælinu, 8. apríl 1985, og mér
finnst enn eiga við:
Anna, þú átt afmæli
aprfldagaðvanda.
Það er komið þíðviðri;
þér skal óðinn blanda.
Gakktu lífs á götunni
glöðoghressíanda.
-Vörðum hús og heimili
heilladísir standa.
Önnu óska ég allra heilla á þessum
tímamótum í ævi hennar.
Auðunn Bragi Sveinsson,
fyrrverandi kennari og
skólastjóri.
í dag laugardaginn 8. apríl verður
85 ára gömul heiðurskonan Anna
Þorsteinsdóttir, fyrrum prófastsfrú
að Heydölum í Breiðdal, nú húsmóð-
ir í Reykjavík. Anna fæddist þann 8.
apríl 1915 að Óseyri við Stöðvarfjörð
þar sem hún ólst upp ásamt sex
systkinum sem öll eru látin. Systkini
hennar voru Skúli, Pálína, Friðgeir,
Halldór, Björn og Pétur. Anna er
dóttir hjónanna Þorsteins Þ. Mýr-
manns útvegsbónda og borgara á
Óseyii við Stöðvarfjörð og Guðríðar
Guttormsdóttur húsmóður. Faðir
Guðríðar var séra Guttonnur Vig-
fússon í Stöð í Stöðvarfirði. Kona
hans var Þórhildur Sigurðardóttii'
frá Harðbak á Sléttu. Foreldrar Þor-
steins Mýrmanns voru Þorsteinn
Þorsteinsson og kona hans Valgerð-
ur Sigurðardóttir. Foreldrar Þor-
steins Þorsteinssonar voru Þor-
steinn Þorsteinsson og kona hans
Sigríður Jónsdóttir Þorsteinssonar
prests að Kálfafellsstað. Foreldrar
Valgerðar Sigurðardóttur voru Sig-
urður Eiríksson af Skálafellsætt og
kona hans Valgerður
Þórðardóttir.
Anna lauk barna-
skólaprófi árið 1927,12
ára að aldri, og prófi
frá Húsmæðraskólan-
um á Hallormsstað
1934. Hún sótti nám-
skeið í tungumálum og
fleiri greinum á árun-
um 1932-1944. Anna
var húsmóðir að
Heydölum í Breiðdal
frá 1947-1987. Hún var
aðstoðarkennari við
húsmæðraskólann á
Hallormsstað og við
gestamóttöku þar á árunum 1934-
1936, að undanskildum hluta af vetri
sem hún starfaði sem vefnaðarkenn-
ari hjá Sambandi austfirskra
kvenna. Barnakennari víða á árun-
um 1939-1970 og skólastjóri á Stöðv-
arfirði 1965-1966. Anna var forstöðu-
kona mötuneytis stúdenta
1943-1944. í stjórn Austfirðingafé-
lagsins í Reykjavík 1944-1946,
hreppsnefnd Breiðdalshrepps 1958-
1962, sóknarnefnd Heydalasóknar
1964-1970 og ritari Sambands aust-
firskra kvenna 1967-1970. Anna var
jafnframt formaður slysavarnadeild-
arinnar Einingar í Breiðdal og Skóg-
ræktarfélags Breiðdæla um skeið.
Meðstofnandi kvenfélagsins Hlífar í
Breiðdal og formaður um árabil.
Anna starfaði sem formaður barna-
verndarnefndar Breiðdalshrepps frá
1966-1982.
Anna Þorsteinsdóttir giftist hinn
31.12.1944 Kristni Hóseasyni presti
og prófasti í Heydölum, fæddum
þann 17.2.1916. Foreldrar hans voru
hjónin Hóseas Björnsson, húsa-
smíðameistari, og Ingibjörg Bessa-
dóttir, húsmóðir, Höskuldsstaðaseli,
Breiðdal. Kjörbörn þeirra Önnu og
Kristins eru: Hallbjörn fæddur 5.1.
1953, vélstjóri í Reykjavík, ókvæntur
og barnlaus og Guðríður fædd 22.5.
1955, húsmóðir í Garðabæ, maki:
Óskar Sigurmundason, þeirra böm
eru: Anna Kristín og Andri Valur.
Anna Þorsteinsdóttir er ein af
þessum kraftmiklu konum sem vek-
ur athygli viðstaddra fyrir orðfæmi,
líflega framkomu og létta lund. Hún
er kona sem geislar af frásagnar-
gleði og hefur frá mörgu að segja
enda man hún tímana tvenna. Skóla-
ganga Önnu hófst hjá afa hennar
séra Guttormi Vigfússyni. Hjá hon-
um lærði hún að lesa og skrif'a en
frekari tilsögn fékk hún heima eins
og venja var á þeim tíma. Hugur
Önnu hneygðist snemma til bókar en
sá tími sem gafst til lestrar var lítill
og segir hún svo frá: „Ég þótti víst
heldur þung til vinnu, enda sveikst
ég um þegar ég gat og notaði hverja
stund til að lesa. Ég las fram eftir öll-
um nóttum og hafði bók í barminum
þegar ég sat yfir lambánum“. Það
tíðkaðist ekki á þeim tíma að mennta
ungar stúlkur og sumarið 1930 var
hún send í kaupavinnu. Um sumarið
hafði hún gott kaup en naut sjálf
ekki uppskerunnar því hún lánaði
eldri bróður sínum launin svo að
hann gæti farið í skóla. Það fór þó
svo, að Anna lét til sín taka í mennta-
málum og átti kennslan hug hennar
og hjarta í liðlega þrjátíu ár.
Anna bjó lengstum á Stöðvarfirði
og á Heydölum í Breiðdal. Að
Heydölum hélt hún myndarheimili
með Kristni í tæplega fjörutíu ár. A
prestsheimilinu var afar gestkvæmt
og þeim ekki í kot vísað er þangað
rötuðu. Árið 1987 luku presthjónin
INNRÖMMUNW
O
.l
vistinni á Heydölum og héldu til höf-
uðborgarinnar. Þegar þangað kom
settist Anna ekki í helgan stein held-
ur tók til við skriftir. Af mikilli elju-
semi hefur Anna safnað saman og
skrifað niður þjóðlegan fróðleik.--
Hún hefur mikið yndi af því að segja
frá öllu þvi sem viðkemur lifnaðar-
háttum fólks eins og þeir voru í
hennar ungdæmi. Anna hefur verið
óþreytandi að leita uppi og safna
saman ljóðum eftir séra Guttorm,
afa sinn ásamt því að skrifa æviþætti
um foreldra sína, ömmu og afa.
Margt af því sem hún hefur fest á
blað er varðveitt í Þjóðarbókhlöð-
unni og er hún enn að bæta við það
safn. Anna hefur tekið saman mörg
minningarbrot um samferðafólk sitt.
Skrifin eru ómetanlegar heimildir^,.
um líf og störf fólks um síðustu alda-
mót og hafa sumar greinarnar birst í
dagblöðum og tímaritum.
Anna er hagmælt mjög og skrifar
skemmtilegar sögur sem tengjast lífi
hennar og minningum. Sumar þess-
ara sagna hafa birst á prenti og fleiri
á hún í fórum sínum sem bíða síns
tíma. Hana munar heldur ekki um að
setja saman stökur við ýmiss tæki-
færi eða senda kærum vinum ljóða-
bréf. Sumt af því sem hún hefur sam-
ið birtist í bókinni Raddir að
austan-ljóð Austfirðinga (1999).
Mörg af hennar bestu ljóðum eru ort
til ástvina eða annarra sem hún hef-
ur átt samleið með. Sumarið 1983 lá
Anna á Landsspítalanum og naut.
þar góðrar umönnunnar starfsfólks."
Það er gjarnan hennar siður að
þakka fyrir sig með ljóði og svo var
einnig í það sinn:
Fylgi ykkur gleði í göfugum starfa
gæfan ei bregðist þá mest liggur við.
Starf sem að unnið er öðrum til þarfa
andanum lyftir á hærra svið.
Ryð má á skjöld ykkar fagran ei falla
friðarins Guð ávallt til ykkar sér.
Hafið nú þökk fyrir umönnun alla
og uppörvun sem að veittuð þið mér.
Anna er ennþá, þó komin sé hátt á
níræðisaldur, ern og sístarfandi.
Hún hefur alla tíð unnið mikið í
höndum þó svo hún vilji sjálf ekki
hampa því verki né telji sig hann-
yrðakonu. Vinir og venslafólk hafa
fengið að njóta þeirrar eljusemi og
liggur margt fallegt og nytsamlegt
handverk eftir hana. Anna lætur
þjóðmál sig miklu varða og hefur
ákveðnar skoðanir á þeim málum
sem eru efst á baugi á hverjum tíma.
Hún lætur sig ekki vanta á þingpalla
ef málefni sem þar er verið að fjalla
um eru henni hugleikin. Anna fylgist
mjög vel með og liggur ekki á skoð-
unum sínum hvort sem umræðuefn-
in eru háalvarleg eða á léttum nót-
um. **
Anna er mikil nútímakona. Hún
ræktar sjálfa sig bæði líkamlega og
andlega en nýlega lauk hún nokk-
urrra vikna tölvunámskeiði. Hún er
farin að nýta sér tæknina við sín
hugðarefni, skriftirnar, á milli þess
sem hún bregður sér á veraldarvef-
inn. Margir mættu hafa lífssýn henn-
ar að leiðarljósi. Hún telur það hei-
laga skyldu hvers manns að gera það
sem getan leyfir til að njóta lífsins.
Má með sanni segja að viðhorf Önnu,
viljastyrkur og sterkur persónuleiki
hafi fleytt henni yfir mörg boðaföllin.
Nafna hennar og dótturdóttir sem er
hennar besta vinkona sagði eitt sinn:
„Hún Anna-amma er sú frábærasta
manneskja sem ég hef kynnst" og»
erum við sem þekkjum hana sam-
mála fullyi-ðingu barnsins.
Klara Sigurmundadóttir,
Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Fallegir borðdúkar
og servíettur
í gjafakössum
( |)psftuinfjtibi'u)iu