Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 85

Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 85
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 85 Rússapopp Sjór, Kavíar Mumintroll REC-Records Rússland ÞAR SEM forsetakosningar eru nýyfirstaðnar í Rússlandi er við hæfi að kíkja á fremstu poppsveit landsins um þessar mundir. Hún heitir Mumintroll eða „Múmínálf- arnir“ og kemur frá skítabænum Vladivostoc, einni stærtu hafnar- borg Rússlands. Þar er lítið við að vera nema gráar blokkir, eymd og vonleysi en krakkarnir í Mumintroll rifu sig upp og urðu að vinsælustu hljómsveit stærsta lands veraldar. Sveitin var stofnuð 1992 undir forystu söngvarans og lagasmiðsins Olesja Ljashenko sem er mikið kvennagull og snillingur. Mumin- Þ'oll spila nýbylgjuskotna popptónl- ist í anda „brittpoppsins“, Olesja er með hárgreiðslu eins og Gallagher- bræður en rússneska harkan og skíturinn leynir sér ekki. Eftir að hljómsveitinn fór að njóta vinsælda í heimalandinu flutti hún til Eng- lands, bæði til að reyna fyrir sér og sleppa við mafíuruglið sem fylgir því að vera frægur í Rússlandi. Mumintroll eiga aðeins rússneska aðdáendur og skjótast því alltaf til heimalandsins að spila. Undirritað- ur vart svo heppin að sjá hljóm- sveitina á stórum tónleikum á íþróttaleikvangnum í Pétursborg og sjaldan hef ég orðið vitni að annarri eins stemmningu. Hver einasta sála kunni texta þeirra orð fyrir orð og söng hástöfum með. Salurinn ætlaði að tryllast af fagn- aðarlátum þegar þau stigu á sviðið og þeim linnti ekki fyrr en þau fóru af því. Þetta var líkara gömlu Bítla- stemmningunni en venjulegri tón- leikastemningu, hljómsveitinn var í feikna stuði og sviðsframkoma 01- esja er svöl og kraftmikil blanda af Beck og Jarvis Cocker. Mumintroll hafa gefið út tvær breiðskífur sú fyrri heitir „Sjór“ og sú seinni „Kavíar“. „Sjór“ er ögn skemmti- legri en báðar eru góðar poppplötur og tilvaldar fyrir stíf vodkadrykkj- Nýjar og spennandi vorvörur á Kringluauka um helgina. < 4"’,' •:J upartý. Lögin þeirra eru ft-ábær og límast auðveldlega við heilann, þetta er tónlist sem væri vinsæl um allan heim ef heimurinn væri ekki enskuplebbi. Þetta er hressileg stuðtónlist, kannski ekki neitt ýkja sérstök en hún er rússnesk og það gefur henni dulúð og hörku. Ragnar Kjartansson NOA NOA KRINGLUNNI S: 553 3536 afslíllir íl ollum sledum veina nrujúaldslskkaoa Arctic Cat Powder Special Y2K Millenium Sleði nr. 839 af 2000 framleiddum. Nýskr. 02.1999, 600cc, 106 hö. Verð: 1.090. þús. Útsöluverð: 760. þús. Arctic Cat Powder Special 700 Nýskr. 11.1999, 700cc, 114 hö. Verð: 1.090. þús. Útsöluverð: 760. þús. ARCTIC CAT Lynx Rave 670 Nýskr. 05.1997, 700cc, 109 hö. Verð: 830. þús. Útsöluverð: 580. þús. Yamaha VMax 700 XT Nýskr 01.1999, 700cc, 120 hö. Verð: 890. þús. Útsöluverð: 620. þús. Yamaha V - Max 4cyl Nýskr. 12.1994, 800cc, 153 hö. Verð: 680. þús. Útsöluverð: 480. þús. Opifl um helgina Laugardag: 10-1B Snnnudag: 12-17 Grjóthálsi 1 • 575 1230 i 60IT FðlK McCANN-ERICKSON • SlA • 1012»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.