Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferð forseta fslands til Washington
Dorrit Mouss-
aieff með í för
DORRIT Moussaieff, vinkona
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta
Islands, fer með honum í opinber-
um erindagjörðum til Banda-
ríkjanna í lok þessa mánaðar.
Greint var frá þessu í fréttum rík-
issjónvarpsins í gærkvöld.
Ólafur Ragnar Grímsson verð-
ur, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum
Norðurlandanna, viðstaddur opn-
un víkingasýningar í Smithsonian-
safninu í Washington 27. apríl og
er þjóðhöfðingjunum einnig boðið
til hádegisverðar í Hvíta húsinu í
boði bandarisku forsetahjónanna.
í ferðinni heimsækir Ólafur Ragn-
ar einnig vísindastofnanir í New
York og endar svo ferðina á ís-
lenskri kvikmyndahátíð í Los Ang-
eles.
Fréttamaður spurði Ólaf Ragn-
ar hvort Dorrit Moussaieff yrði í
fylgdarliði hans í ferðinni. „Ég vil
kannski ekki orða það beint þann-
ig að hún yrði í fylgdarliði mi'nu,
en hún ætlar að fara með mér i
þessa ferð. Hún á mikið af vina-
fólki, bæði í Washington og Los
Angeles, og reyndar einnig í New
York. Sumt af þessu fólki hefur
einnig boðið okkur að koma til
sín,“ sagði Ólafur Ragnar.
Hann sagði að Dorrit Moussaieff
yrði viðstödd suma atburði í ferð-
inni og aðra ekki. „Mér finnst það
vera mjög ánægjulegt að hafa
hana með mér og gera dvölina
ánægjulegri og skemmtilegri. Ég
vona einnig að hún muni gera fs-
landi gagn í þessari ferð,“ sagði
Dorrit Moussaieff
forsetinn. Einnig var haft eftir
Ólafi Ragnari að þó að Dorrit
Moussaieff hafi verið viðstödd
ýmsa hálfopinbera viðburði sem
hann hafi sótt, eins og tónleika og
ýmis samkvæmi, þá megi e.t.v. líta
svo á að þetta sé í fyrsta sinn sem
hún verði viðstödd opinbera við-
burði af þessu tagi.
Samgönguráðherra
hafnar nýjum flugvelli
BORGARRÁÐ samþykkti í gær að
setja á laggimar sérfræðihóp sem
hefur það hlutverk að kynna þá kosti
sem í boði eru varðandi framtíðamýt-
ingu Vatnsmýrarinnar og staðsetn-
ingu Reykjavíkurflugvallar, en stefnt
er að atkvæðagreiðslu um málið síðar.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði í samtali við Morgunblað-
ið að borgarstjóri hefði óskað eftir því
að samgönguráðuneytið tæki þátt í að
undirbúa kynninguna.
„Ég taldi eðlilegt að verða við
þeirri ósk, því ég tel mikilvægt að al-
menningur fái réttar upplýsingar um
mikilvægi flugvallarins íyrir innan-
landsflugið," sagði Sturla. „Ég hef
hins vegar alfarið hafnað því að þriðji
valkosturinn um flugvöll komi til
greina, að nýr flugvöllur verði byggð-
ur. Ég tel eingöngu að um sé að ræða
tvo kosti, annars vegar að hafa hann
áfram í Vatnsmýrinni og hins vegar
að flytja hann til Keflavíkur.“
Sturla sagði að bygging nýs flug-
vallar myndi líklega kosta um 20
milljarða og að hann teldi ekki rétt að
leggja út í slíkar framkvæmdir og láta
aðrar framkvæmdir sitja á hakanum.
Sturla sagði að flutningur flugvall-
arins til Keflavíkur væri mun ódýrari
kostur en að byggja nýjan flugvöll.
Samkvæmt skýrslu, sem unnin hefði
verið af Hagfræðistofnun Háskóla Is-
lands árið 1997, kostaði um 3 til 4
milljarða að flytja flugvöllinn.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Álit samkeppnis- og ríkisaðstoðardeildar ES A vegna kvörtunar Mannverndar
Gagnagrunnslögin samrýmast
samkeppnisreglum EES
LÖGIN um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði og sérleyfi til handa
Islenskri erfðagreiningu til gerðar
og starfrækslu grunnsins eru í sam-
ræmi við samkeppnisreglur samn-
ingsins um Evrópska efnahags-
svæðið samkvæmt niðurstöðu sam-
keppnis- og ríkisaðstoðardeildar
Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).
Eftirlitsstofnunin greindi heilbrigð-
isráðuneytinu frá þessari niður-
stöðu í gær.
Samtökin Mannvemd sendu ESA
kvörtun í maí á seinasta ári en sam-
tökin töldu að íslenska ríkið hefði í
nokkrum atriðum brotið skyldur
sínar skv. EES-samningnum með
gildistöku gagnagrunnslaganna.
Kvörtun Mannverndar laut aðallega
að því að ákvæði laganna brytu gegn
samkeppnisreglum EES-samnings-
ins og reglum samningsins um frjáls
þjónustu- og vöruviðskipti, auk þess
sem gerð og starfræksla grunnsins
væri útboðsskyld á öllu EES-svæð-
inu. Fram kemur í bréfaskiptum
heilbrigðisráðuneytisins og ESA,
sem fylgja álitsgerð samkeppnis- og
ríkisaðstoðardeildarinnar, að ESA
tók gagnagrunnsmálið til athugunar
snemma á seinasta ári m.t.t. sam-
keppnisreglna EES og hafði óskað
eftir greinargerð og skýringum
ráðuneytisins áður en kvörtun
Mannvemdar barst stofnuninni.
Enginn rökstuðningur fylgir nið-
urstöðu samkeppnis- og ríkisaðstoð-
ardeildar ESA en í álitinu segir að
stofnunin telji ástæðulaust að aðhaf-
ast frekar í þessu máli á grundvelli
EES-samningsins. Tekið er fram að
ef breytingar verða á lagaumhverfi
eða aðstæðum geti stofnunin endur-
skoðað þessa afstöðu sína.
Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
segist vera mjög ánægð með að Eft-
irlitsstofnun EFTA hafi komist að
þeirri niðurstöðu að gagnagrannur-
inn og veiting rekstrarleyfisins séu í
samræmi við samkeppnisreglur
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið.
Aðspurð hvort um endanlega nið-
urstöðu væri að ræða sagði Guðríð-
ur að heimilt væri að áfrýja áliti
ESAtil EFTA-dómstólsins.
ESA vísaði persónuverndar-
þætti málsins frá sér
Pétur Hauksson, læknir og for-
maður Mannverndar, segir niður-
stöðuna koma á óvart ef litið sé til
umsagnar Samkeppnisstofnunar
um gagnagrunnsfrumvarpið á sín-
um tíma. Að sögn Péturs hefur
Mannvernd ekki fengið niðurstöðu
ESA í hendur heldur eingöngu til-
kynningu heilbrigðisráðuneytisins
um hana og allan rökstuðning vanti
með niðurstöðunni. Hann segir að
Mannvernd muni fara fram á skýr-
ingar og nánari athugasemdir frá
ESA, sem hafi verið með þetta mál
til athugunar frá því á síðasta ári.
„Við ætlum að kanna áfrýjunar-
möguleika og fara ítarlega yfir
þetta,“ segir hann.
Pétur bendir einnig á að þessi nið-
urstaða snúi eingöngu að sam-
keppnisþætti gagnagrannsmálsins.
Mannvernd hafi einnig óskað eftir
áliti ESA á persónuvemdarþætti
málsins o.fl „Þá niðurstöðu fengum
við fyrir nokkru þar sem ESA vísaði
því frá sér vegna þess að þeir töldu
samkeppnina vera um þjónustu en
ekki vörur og það félli ekki undir
þeirra svið. Það er athyglisvert
vegna þess að málið snýst um sölu á
erfðafræðirannsóknum og því má
spyrja hvort DNA sé vara eða þjón-
usta. Þetta er vægast sagt mikið
álitamál."
Að sögn Péturs ætlar Mannvernd
að halda baráttu sinni áfram og era
samtökin nú að undirbúa marg-
þætta málsókn á hendur íslenskum
stjórnvöldum vegna gagnagranns-
málsins.
Jarðstöðin
hreinsuð
og merkt
STÆRRI jarðstöðin sem stendur við
útvarpshúsið í Efstaleiti er óðum að
taka á sig páskabúninginn, enda
verður að hreinsa hana og laga eins
og aðra mannanna hluti áður en há-
tíðin gengur í garð.
Hann var að þvo hana með há-
þrýstidælu, maðurinn í krananum, í
góða veðrinu í gær, og hefur þvott-
urinn eflaust engin áhrif haft á skil-
yrði hennar til móttöku sjónvarps-
útsendinga, en efni frá sambandi
evrópskra sjónvarpsstöðva, Evró-
vision, næst hingað til lands gegnum
diskinn atarna.
Væntanlega verður flötur stöðv-
arinnar fannhvítur eftir þvottinn, en
það ætti ekki að vara lengi, því til
stendur að koma fyrir innan tíðar á
henni merki Ríkisútvarpsins. Ætti
það þar með ekki að fara framhjá
neinum sem leið á um Efstaleitið.
Að sögn útvarpsstjóra, Markúsar
Arnar Antonssonar, þykir tilvalið að
nýta jarðstöðina, sem stendur á
áberandi stað, til að bera merki
stofnunarinnar, en ekkert slíkt hef-
ur hingað til staðið við útvarpshúsið.