Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samkeppni í millilandaflugi hefur aukist umtalsvert frá því í fyrra
Ymsir möguleikar eru
á lágum fargjöldum
U) Samanburður á lægstu vor- og sumarflugfargjöldum til Evrópu Fargjald fram og til baka með flugvallarskatti . Samvinnu- Urval- ferðir GO Flugleiðir Utsýn - Landsýn
London kr.10.000 18.700 18.670 19.705
Kaupmannahöfn 19.320 17.450 18.400 18.305
Berlín - 17.090 27.410 20.735
Mílanó 19.320 14.900 - -
Palma 20.485 - - 31.995
Barcelona 18.155 17.060 - -
Edinborg 15.825 - - -
Glasgow - 32.210 - -
París - 33.860 27.900 -
Alicante 21.650 32.060 - -
Bilbao 18.155 32.060 - -
Frankfurt - 33.090 27.930 21.855
Faro 20.485 - - 32.405
Fulltrúar Nýkaups
áttu fund með Sam-
keppnisstofnun
Vilja
reglur
um verð-
kannanir
FORSVARSMENN Nýkaups fund-
uðu í gær með fulltrúum Samkeppn-
isstofnunar vegna verðkönnunar
Neytendasamtakanna og ASI, sem
birt var fyrir helgi, en í henni var
missagt að vöruverð í Nýkaup hefði
hækkað um 5,1% þegar það hafði í
raun lækkað.
Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs Samkeppn-
isstofnunar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að á fundinum hefðu
forsvarsmenn Nýkaups velt upp
þeirri spurningu hvort Samkeppnis-
stofnun gæti sett einhverjar reglur
um gerð og birtingu verðkannana og
að þeir hygðust senda stofnuninni
formlegt erindi um það á næstu dög-
um.
Leiðbeinandi reglur
Að sögn Guðmundar hefur þessi
möguleiki ekkert verið ræddur inn-
an stofnunarinnar.
„Við eigum eftir að leggja mat á
það hvort það er hlutverk okkar að
setja svona reglur," sagði Guðmund-
ur. „Að lítt athuguðu máli sýnist
mér að ekkert standi í vegi fyrir því
að það verði gert, en það verða þá
aldrei annað en leiðbeinandi reglur.“
--------------------
Farmenn
samþykkja
að fara í
verkfall
FARMENN innan Sjómannafélags
Reykjavíkur hafa samþykkt að
boða til verkfalls á miðnætti að-
faranótt 1. maí ef ekki semst fyrir
þann tíma. Þetta kom fram í sam-
tali Morgunblaðsins við Jónas
Garðarsson, formann Sjómannafé-
lagsins, í gær.
Jónas sagði að 70 manns hefðu
tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, 68
hefðu samþykkt að boða til verk-
falls en 2 greitt atkvæði gegn því.
Alls eru um 100 farmenn í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur og því
var kosningaþátttakan um 70%.
Jónas sagði að niðurstöður kosn-
ingarinnar sýndu að farmenn
hefðu fullan hug á að fylgja kröfum
Sjómannafélagsins eftir, en félagið
mun funda með SA í dag.
FERÐALÖNGUM sem hyggja á
ferðir til Evrópu í sumar á eigin veg-
um bjóðast nú fleirl og ódýrari mögu-
leikar en fyrr á að komast fljúgandi til
evrópskra borga. Að ýmsu er þó að
hyggja þegar lægstu tilboð eru skoð-
uð. Ekki eru alltaf öll sæti á lágmarks-
verði, tíðni ferða er misjöfn, skilyrði
um dvalar- og bókunartíma sömuleið-
is, og í sumum tilfellum er ekki flogið
beint til áfangastaðar. Þó geta forsjál-
ir ferðalangar nýtt sér ýmisleg tæki-
færi sem í boði eru til að komast á
ódýran hátt til Evrópu í sumar.
Með aukinni samkeppni hafa far-
gjöld í millilandaflugi farið lækkandi.
Flugleiðir hófu í ársbyrjun að bjóða
ódýrar kvöld- og næturferðir til
London og Kaupmannahafnar og
nokkrum dögum seinna kynntu Sam-
vinnuferðir/Landsýn nýtt íyrirkomu-
lag á flugþjónustu sem nefnist Flug-
írelsi. I kjölfarið auglýsti ferða-
skrifstofan Úrval-Útsýn ferðir til 9
erlendra borga á sérstöku tilboðs-
verði. Nú hefur flugfélagið Go, dótt-
urfyrirtæki British Airways, blandað
sér í samkeppnina og býður m.a.
ódýrari fargjöld til London en áður
hefur þekkst.
Lágfargjaldaflugfélagið Go byrjar
áætlunarflug til íslands 26. maí nk. og
lægsta verðið sem þar er í boði er
flugmiði til London á tíu þúsund krón-
ur báðar leiðir með sköttum. Um
helmingur sæta verður seldur á því
verði og skilyrðin eru þau að bókað sé
fyrirfram og að dvalið sé aðfaranótt
sunnudags erlendis. Auk þess er ekki
hægt að gera breytingar á pöntuninni
eftii' á. í boði verða einnig dýrari flug-
sæti fyrir þá sem vilja hafa meii-i
frelsi í sinni ferðatilhögun.
Framhaldsflug er mögulegt
með flugfélaginu Go
Go mun fljúga frá London til Kefla-
víkur öll mánudags-, fimmtudags-,
fóstudags-, og sunnudagskvöld og er
brottfor til baka kl. 2 um nótt. Flugfé-
lagið býður aðeins upp á beint flug til
London, en þaðan er hægt að taka
annað flug með félaginu til annarra
borga og bætist þá verðið á því flugi
við flugmiðaverðið til London. Ef far-
þegi ætlar t.d. til Mílanó kostar flugið
til London 10.000 kr. og frá London til
Mílanó 9.320 kr., þannig að í heildina
kostar flugfargjaldið frá Islandi til
Mílanó 19.320 með flugfélaginu Go.
Lægsta fargjaldið sem í boði er hjá
Flugleiðum er 14.900 krónur án skatta
til Kaupmannahafnar, London, Barc-
elona, Mílanó, Berlín, Dusseldorf,
Hamborg og Zúrich. Fargjöld til
Kaupmannahafnar eru eingöngu í boði
frá 28. maí til 9. september, og flogið er
daglega. Til London gildir verðið 16.
maí til 5. september á þriðjudögum,
miðvikudögum og fóstudögum. Til
hinna staðanna er flogið vikulega.
Lágmarksdvöl er 7 dagar og bóka þarf
með viku fyrirvara.
Samvinnuferðir/Landsýn hófu í árs-
byrjun að bjóða svokallað Flugfrelsi.
Engir skilmálar eru um lengd ferða,
hægt er að breyta miða gegn breyt-
ingagjaldi og fá hann endurgreiddan í
samræmi við ákvæði forfallatrygging-
ar. Einnig er hægt að fljúga heim frá
öðrum áfangastað en flogið er tíl.
Ferðir til Kaupmannahafnar og Lond-
on eru allar í morgunflugi og er flogið
tvisvar í viku. Aðeins er þó boðið upp á
lágmarksverð á u.þ.b. helmingi sæta,
en verðhækkunin nemur í flestum til-
fellum 1.000-1.500 krónur á hvert
fargjald aðra leiðina. Þessar ferðh' SL
he^jast 22. maí.
Urval-Útsýn býður einnig upp á
sérstakar tilboðsferðir tO borga í
Evrópu í sumar. Ódýrustu fargjöldin
eru til Kaupmannahafnar, en þangað
er flogið daglega, og til London, en
þangað er boðið upp á ferðir einu
sinni í viku og er brottför á þriðjudög-
um. Lágmarksdvöl er að jafnaði ein
vika.
Morgunblaðið/Baldur Sveinsson
Frábært fermingartilboð
Orðabók og spil saman í pakka
SCRABBLE
Takmarkað magn
Aðeins í verslunum
Máls og menningar
Síðumúla og Laugavegi
MAL OCí MENNING
ÍSLENSK
ORÐABÓK
FVRIlt SKÓI.A
ÖG SKRIlN’l OFUR
Fullt verð: 10.970 kr.
Tilboðsverð: 6.980 kr.
Mál og mennfng!
malogmðnnlng.lsl
Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Sföumúla 7 • Síml 510 2500
Hér má sjá hvernig ytri hreyflar á B747-breiðþotu ná út fyrir akstursbrautina sem er 45 m á breidd.
Breiðþoturnar sópa
jarðvegi inn á brautir
SÓPA þarf akstursbrautir á Kefla-
víkurflugvelli eftir að þotur með
mikið vænghaf aka þar um við
flugtak og lendingu, t.d. Boeing
747-þotur, þar sem ytri hreyflar
þeirra ná út fyrir 45 m breiða
brautina. Björn Ingi Knútsson
flugvallarstjóri segir þetta ekki
valda beinum skemmdum heldur
fyrst og fremst óþægindum.
Nokkuð er um að B747-breið-
þotur fari um Keflavíkurflugvöll.
Þotur frá Cargolux koma fjórum
sinnum í viku og á sumrin fljúga
breiðþotur Atlanta frá Keflavík.
Þessar þotur eru búnar fjórum
hreyflum. Vænghaf 747-þotna er
rúmir 88 metrar en hreyflarnir eru
hins vegar nokkru innar á vængn-
um. Flugbrautirnar eru um 60
metrar á breidd og meðfram þeim
öryggissvæði en akstursbrautir
milli flugstöðvar og flugbrauta eru
45 metra breiðar. Utan við þær er
malarborinn jarðvegur og þegar
breiðþotur fara um akstursbrautir
standa ytri hreyflar þeirra út fyrir
brautina. Þeir geta þá þyrlað möl
og sandi inn á brautina.
Flugmenn beðnir að nota
ytri hreyflana sem minnst
Björn Ingi segir flugmenn beðna
um að nýta sem minnst ytri hreyfl-
ana þegar farið er um aksturs-
brautir en engu síður rótist alltaf
einhver jarðvegur inn á þær. Þvi
þurfi að sópa brautirnar oftar
vegna þessa. Einnig er nokkuð um
að jarðvegur sópist til á sjálfum
flugbrautunum en minna sé um
það þar sem þær eru breiðari.
Björn Ingi segir þetta vel þekkt
vandamál á flugvöllum og hér sem
annars staðar eigi þetta ekki að-
eins við 747-þotur heldur og aðrar
breiðþotur, m.a. þær sem annist
flutninga fyrir varnarliðið. Þær
fari hins vegar oftar um breiðari
akstursbrautir en liggi að Leifs-
stöð.