Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fjöldi dætra fylgdi for-
eldrum sínum í vinnuna
Mikil og góð þátttaka var í átakinu Dæturn-
ar með í vinnuna, sem haldið var á fjölda
vinnustaða á landinu í gær, en því var ætlað
að hvetja stúlkur til að hugsa um mismun-
andi leiðir og tækifæri snemma á lífsleið-
inni. Davíð Logi Sigurðsson brá sér á
nokkra vinnustaði sem skipulagt höfðu sér-
staka dagskrá fyrir dætur starfsmanna.
DÆTURNAR með í
vinnuna er hluti af
verkefninu AUÐUR í
krafti kvenna sem mið-
ar að því að auka hag-
vöxt á Islandi með því
að hvetja konur til at-
vinnusköpunar. Fjöl-
mörg fyrirtæki höfðu
skipulagt dagskrá fyrir
dætur starfsmanna
sinna á aldrinum 9-15
ára í tilefni átaksins í
gær en því var ætlað að
hvetja stúlkur til að
hugsa um mismunandi
leiðir og tækifæri
snemma á lífsleiðinni.
Er litið svo á að með því
að hvetja ungar stúlkur
til dáða, efla sjálfs-
traust þeirra og auka
víðsýni verði hægar um
vik að virkja krafta
kvenna til atvinnusköp-
unar og aukningar hag-
vaxtar í framtíðinni.
Þegar blaðamar.n
bar að garði í höfuð-
stöðvum lögreglunnar í Reykjavík
var verið að kynna hóp stúlkna fyrir
fíkniefnahundum lögreglunnar og
fannst sumum nóg um stærð dýr-
anna. 54 dætur lögreglumanna
höfðu mætt til leiks og var þeim
skipt upp í þrjá hópa og þannig
leiddar í allan sannleika um starf-
semi laganna varða.
Stúlkunum var m.a. leyft að berja
fangageymslur lögreglunnar aug-
um, kynnast störfum forvarnadeild-
ar og horfa á kynningarmyndband
lögreglunnar. Ennfremur var þeim
boðið í fímmtán mínútna ökuferð í
lögreglubifreið en mest var þó um að
vera í porti lögreglunnar. Þar fengu
stúlkurnar að skoða fíkniefnahunda
lögreglunnar, eins og áður segir,
kynnast tækjum og tólum tækni-
deildar lögreglunnar og setjast á
bak lögreglumótorhjóli.
„Við fengum að skoða fangaklef-
ana,“ sagði Stefanía Bjarney Ólafs-
dóttir lögreglumannsdóttir þegar
hún var spurð hvað stæði upp úr í
heimsókn hennar á lögreglustöðina.
„Það voru fangar í klefunum en það
var búið að líma fyrir gægjugatið inn
í þá.“
Sagðist hún þó hafa séð nægilega
mikið til að vita að hún vildi með
engu móti verða lokuð inni í fanga-
klefa.
Alls eru um 290 lögreglumenn í
Reykjavík en einungis um 25 þeirra
eru konur. Anna Elísabet Ólafsdótt-
ir lögreglumaður, sem sá um einn
stúlknahópanna, sagði það einmitt
eitt meginmarkmiðið að sýna stúlk-
um fram á það strax að það sé mis-
skilningur að halda að þetta starf
henti ekki konum jafnt sem körlum.
Sagði Anna að viðbrögð stúlkn-
anna hefðu verið góð. Aðspurðar
lýstu þær Stefanía Bjamey og
Ragnheiður Lind Geirsdóttir, sem
er dóttir Geirs Jóns Þórissonar að-
stoðaryfírlögregluþjóns, þó efa-
semdum sínum um að þær myndu
feta í fótspor foreldra sinna. Þær
voru hins vegar sammála um að
áhugavert hefði verið að kynnast
innviðum lögreglustarfsins.
Þátttaka í átakinu var sennilega
Morgunblaðið/Kristinn
Hátt á þriðja hundrað dætra heimsóttu höfuðstöðvar íslandsbanka.
Morgunblaðið/Kristinn
Dætur starfsmanna Vífilfells skoða plast-
flöskur sem blásnar eru upp í rétta stærð af
þar til gerðri blástursvél.
einna mest í höfuðstöðvum íslands-
banka við Kirkjusand en þangað
komu hátt á þriðja hundrað banka-
starfsmannadætra. Valur Valsson
bankastjóri tók á móti stúlkunum og
sagði þeim í upphafi lauslega frá
starfsemi bankans. Síðan var þeim
boðið upp á kynningarferð um bygg-
inguna og fengu um leið nasasjón af
starfsemi ólíkra deilda.
Einum hópi var einnig boðið í turn
hússins sem nú er notaður sem fund-
arherbergi en þaðan er afar gott út-
sýni til allra átta. Að því loknu var
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnheiður Lind Geirsddttir fékk að prófa lögreglumdtorhjól.
boðið upp á hádegismat en eftir há-
degið dreifðust stúlkurnar í hinar
ýmsu deildir og útibú. Fengu þær að
taka þátt í daglegum störfum bank-
ans, afgreiða viðskiptavini, svara í
símann, stunda verðbréfaviðskipti
og í höfuðstöðvunum á Kirkjusandi
voru jafnframt sett upp sérstök
verkefni. Nokkrar stúlkur fengu t.d.
að reyna sig við heimasíðugerð í
tölvudeild bankans.
Kynjaskipting starfsmanna hjá
íslandsbanka er reyndar eitthvað á
þá leið að um 75% starfsmanna eru
konur. í sumum deildum vinna hins
vegar nánast einungis karlmenn, t.d.
í endurskoðunardeild og tölvudeild,
en það var einmitt tölvudeildin sem
vakti einna helst áhuga þeirra
stúlkna sem Morgunblaðið ræddi
við í gær.
Fengu að sjá vinnsluferlið í
verksmiðju Vífilfells
22 stúlkur heimsóttu foreldi'a sína
í vinnuna hjá Vífilfelli, en Vífilfell sér
um að framleiða kók ofan í þyrsta Is-
lendinga. Stúlkurnar fengu í byrjun
ítarlega kynningarferð um verk-
smiðju fyrirtækisins og gafst þeim
þannig tækifæri til að kynnast
vinnslu þessa vinsæla gosdrykkjar.
Eftir hádegismat var stúlkunum
boðið upp á að dveljast í rúman
klukkutíma hjá hinum ýmsu starfs-
mönnum Vífilfells og fengu þannig
að kynnast tilteknum hluta starf-
seminnar enn betur. Stúlkumar
voru ánægðar með heimsókn sína í
Vífilfell og margar þeirra gátu vel
hugsað sér að vinna hjá fyrirtækinu.
Eins og staðan er í dag eru karlar
hins vegar mun fjölmennari í starfs-
liði Vífilfells, og veldur því einkum
hátt hlutfall þeirra við útkeyrslu
kóks og á lager fyrirtækisins.
Halla Tómasdóttir, framkvæmda-
stjóri Auðs í krafti kvenna, sagði í
samtali við Morgunblaðið að dálítið
erfitt væri að meta heildarafrakstur
átaksins í gær enda hefði ekki verið
krafist formlegrar þátttöku fyrir-
tækja. Hitt væri ljóst að mjög vel
hefði tekist til, það sýndu þau við-
brögð sem hún hefði fengið. Vinnu-
staðir væru auðvitað misstórir eins
og gengur en algengt væri að á milli
30 og 50 dætur hefðu heimsótt for-
eldra sína í vinnuna.
„Það sem er skemmtilegast er að
við höfum fengið hingað símtöl þar
sem t.d. er verið að segja við okkur
að það hafi aldrei verið eins
skemmtilegur starfsandi í fyrirtækj-
unum,“ sagði Halla. „Ég held það sé
ekki hægt að segja annað en að við
getum verið mjög lukkuleg með já-
kvæðar undirtektir, ekki aðeins
miklar undirtektir heldur mjög já-
kvæðar."
Halla sagðist hafa haft spurnir af
því að meira en 200 stúlkur hefðu
heimsótt foreldra sína í vinnuna hjá
Landsbankanum. Sömuleiðis hefði
verið góð þátttaka hjá fyrirtækjum
eins og Tæknivali, Flugleiðum,
Tölvumyndum, VÍS, Sjóvá-Almenn-
um, Samskipum, Islenskri erfða-
greiningu, íslenska útvarpsfélaginu,
útvarpsstöðinni FM, Kaupþingi,
FBA, Lýsingu, Deloitte & Touche,
Háskólanum í Reykjavík, Osta- og
smjörsölunni, Europay, Ibúðalána-
sjóði, Ferðaskrifstofu Islands, Hug-
viti, Ríkisútvarpinu og síðan sveitar-
félögunum Kópavogsbæ og Reykja-
nesbæ.
Þátttaka Reykjanesbæjar
nokkuð sérstæð
Þátttaka Reykjanesbæjar í verk-
efninu var reyndar allnokkuð sér-
stæð því auk hefðbundinnar þátt-
töku á bæjarskrifstofum, þar sem
dætur bæjarstarfsfólks létu að sér
kveða, báru tólf ungar stúlkur upp
tillögu við upphaf bæjarstjórnar-
fundar í gær þar sem bæjaryfirvöld
eru hvött til að kanna möguleika á að
námsefnið Látum drauminn rætast,
sem samið hefur verið í tengslum við
AUÐ í krafti kvenna, verði tekið til
kennslu í grunnskólum bæjarins.
Tillagan hlaut góðar undirtektir.
Leist nokkuð
vel á blaða-
mannsstarfið
LIFLEGT var um að litast á Morg-
unblaðinu í gær, en blaðið er aðili
að verkefninu AUÐUR í krafti
kvenna. 34 stúlkur á aldrinum 9-15
ára höfðu fylgt foreldrum sínum í
vinnuna í tilefni dagsins. Stúlkum-
ar fengu að kynnast starfsemi
blaðsins frá ýmsum hliðum en á
meðan einbeittu foreldrar þeirra
sér að því að tryggja að það kæmi
út í dag eins og aðra daga.
Stúlkunum 34 var í upphafi boðið
að horfa á kynningarmyndband um
starfsemi og sögu Morgunblaðsins
en síðan var haldið í skoðunarferð
um húsið. Komið var við í öllum
deildum, í prentsmiðju, áskriftar-
deild, auglýsingadeild, auglýsinga-
framleiðslu, Ijósmyndadeild og í
myndasafni og eftir hádegi voru
stúlkurnar síðan boðnar velkomnar
á ritstjórn blaðsins.
Þær Guðný Erla Guðnadóttir,
Lilja Rós Sigurðardóttir og Svava
Amardóttir, sem allar eiga feður
sem starfa á Morgunblaðinu, sögð-
ust í stuttu samtali auðvitað hafa
komið áður á vinnustað feðra sinna
en hins vegar aldrei fengið jafn ít-
arlega kynningu á innviðum blaðs-
ins og nú.
Þær voru sammála um að Morg-
unblaðið væri skemmtilegur vinnu-
staður og leist nokkuð vel á þá hug-
mynd að feta í fótspor föður
Guðnýjar og hasla sér völl sem
blaðamenn en Lilja Rós kvaðst þó
staðráðin f því að verða lögfræðing-
ur. Svava sagðist hafa hrifist mest
af starfi blaðamanna á erlendri
fréttadeild og gat vel hugsað sér að
leggja það fyrir sig en Guðný lýsti
mestum áhuga á innlendum frétt-
um eða netútgáfu blaðsins, mbl.is.
Stúlkurnar þijár taka undir að
það sé forvitnilegt að sjá hvernig
dagblað verður til. Sérstaklega
áhugavert hafi verið að koma í
prentsmiðju Morgunblaðsins en
mikið var um að vera þegar þær
komu þangað i heimsókn f gær
enda prentvélarnar í fullum gangi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stúlkumar fengu m.a. að sjá hvernig dagblað er prentað.