Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjöldi dætra fylgdi for- eldrum sínum í vinnuna Mikil og góð þátttaka var í átakinu Dæturn- ar með í vinnuna, sem haldið var á fjölda vinnustaða á landinu í gær, en því var ætlað að hvetja stúlkur til að hugsa um mismun- andi leiðir og tækifæri snemma á lífsleið- inni. Davíð Logi Sigurðsson brá sér á nokkra vinnustaði sem skipulagt höfðu sér- staka dagskrá fyrir dætur starfsmanna. DÆTURNAR með í vinnuna er hluti af verkefninu AUÐUR í krafti kvenna sem mið- ar að því að auka hag- vöxt á Islandi með því að hvetja konur til at- vinnusköpunar. Fjöl- mörg fyrirtæki höfðu skipulagt dagskrá fyrir dætur starfsmanna sinna á aldrinum 9-15 ára í tilefni átaksins í gær en því var ætlað að hvetja stúlkur til að hugsa um mismunandi leiðir og tækifæri snemma á lífsleiðinni. Er litið svo á að með því að hvetja ungar stúlkur til dáða, efla sjálfs- traust þeirra og auka víðsýni verði hægar um vik að virkja krafta kvenna til atvinnusköp- unar og aukningar hag- vaxtar í framtíðinni. Þegar blaðamar.n bar að garði í höfuð- stöðvum lögreglunnar í Reykjavík var verið að kynna hóp stúlkna fyrir fíkniefnahundum lögreglunnar og fannst sumum nóg um stærð dýr- anna. 54 dætur lögreglumanna höfðu mætt til leiks og var þeim skipt upp í þrjá hópa og þannig leiddar í allan sannleika um starf- semi laganna varða. Stúlkunum var m.a. leyft að berja fangageymslur lögreglunnar aug- um, kynnast störfum forvarnadeild- ar og horfa á kynningarmyndband lögreglunnar. Ennfremur var þeim boðið í fímmtán mínútna ökuferð í lögreglubifreið en mest var þó um að vera í porti lögreglunnar. Þar fengu stúlkurnar að skoða fíkniefnahunda lögreglunnar, eins og áður segir, kynnast tækjum og tólum tækni- deildar lögreglunnar og setjast á bak lögreglumótorhjóli. „Við fengum að skoða fangaklef- ana,“ sagði Stefanía Bjarney Ólafs- dóttir lögreglumannsdóttir þegar hún var spurð hvað stæði upp úr í heimsókn hennar á lögreglustöðina. „Það voru fangar í klefunum en það var búið að líma fyrir gægjugatið inn í þá.“ Sagðist hún þó hafa séð nægilega mikið til að vita að hún vildi með engu móti verða lokuð inni í fanga- klefa. Alls eru um 290 lögreglumenn í Reykjavík en einungis um 25 þeirra eru konur. Anna Elísabet Ólafsdótt- ir lögreglumaður, sem sá um einn stúlknahópanna, sagði það einmitt eitt meginmarkmiðið að sýna stúlk- um fram á það strax að það sé mis- skilningur að halda að þetta starf henti ekki konum jafnt sem körlum. Sagði Anna að viðbrögð stúlkn- anna hefðu verið góð. Aðspurðar lýstu þær Stefanía Bjamey og Ragnheiður Lind Geirsdóttir, sem er dóttir Geirs Jóns Þórissonar að- stoðaryfírlögregluþjóns, þó efa- semdum sínum um að þær myndu feta í fótspor foreldra sinna. Þær voru hins vegar sammála um að áhugavert hefði verið að kynnast innviðum lögreglustarfsins. Þátttaka í átakinu var sennilega Morgunblaðið/Kristinn Hátt á þriðja hundrað dætra heimsóttu höfuðstöðvar íslandsbanka. Morgunblaðið/Kristinn Dætur starfsmanna Vífilfells skoða plast- flöskur sem blásnar eru upp í rétta stærð af þar til gerðri blástursvél. einna mest í höfuðstöðvum íslands- banka við Kirkjusand en þangað komu hátt á þriðja hundrað banka- starfsmannadætra. Valur Valsson bankastjóri tók á móti stúlkunum og sagði þeim í upphafi lauslega frá starfsemi bankans. Síðan var þeim boðið upp á kynningarferð um bygg- inguna og fengu um leið nasasjón af starfsemi ólíkra deilda. Einum hópi var einnig boðið í turn hússins sem nú er notaður sem fund- arherbergi en þaðan er afar gott út- sýni til allra átta. Að því loknu var Morgunblaðið/Kristinn Ragnheiður Lind Geirsddttir fékk að prófa lögreglumdtorhjól. boðið upp á hádegismat en eftir há- degið dreifðust stúlkurnar í hinar ýmsu deildir og útibú. Fengu þær að taka þátt í daglegum störfum bank- ans, afgreiða viðskiptavini, svara í símann, stunda verðbréfaviðskipti og í höfuðstöðvunum á Kirkjusandi voru jafnframt sett upp sérstök verkefni. Nokkrar stúlkur fengu t.d. að reyna sig við heimasíðugerð í tölvudeild bankans. Kynjaskipting starfsmanna hjá íslandsbanka er reyndar eitthvað á þá leið að um 75% starfsmanna eru konur. í sumum deildum vinna hins vegar nánast einungis karlmenn, t.d. í endurskoðunardeild og tölvudeild, en það var einmitt tölvudeildin sem vakti einna helst áhuga þeirra stúlkna sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Fengu að sjá vinnsluferlið í verksmiðju Vífilfells 22 stúlkur heimsóttu foreldi'a sína í vinnuna hjá Vífilfelli, en Vífilfell sér um að framleiða kók ofan í þyrsta Is- lendinga. Stúlkurnar fengu í byrjun ítarlega kynningarferð um verk- smiðju fyrirtækisins og gafst þeim þannig tækifæri til að kynnast vinnslu þessa vinsæla gosdrykkjar. Eftir hádegismat var stúlkunum boðið upp á að dveljast í rúman klukkutíma hjá hinum ýmsu starfs- mönnum Vífilfells og fengu þannig að kynnast tilteknum hluta starf- seminnar enn betur. Stúlkumar voru ánægðar með heimsókn sína í Vífilfell og margar þeirra gátu vel hugsað sér að vinna hjá fyrirtækinu. Eins og staðan er í dag eru karlar hins vegar mun fjölmennari í starfs- liði Vífilfells, og veldur því einkum hátt hlutfall þeirra við útkeyrslu kóks og á lager fyrirtækisins. Halla Tómasdóttir, framkvæmda- stjóri Auðs í krafti kvenna, sagði í samtali við Morgunblaðið að dálítið erfitt væri að meta heildarafrakstur átaksins í gær enda hefði ekki verið krafist formlegrar þátttöku fyrir- tækja. Hitt væri ljóst að mjög vel hefði tekist til, það sýndu þau við- brögð sem hún hefði fengið. Vinnu- staðir væru auðvitað misstórir eins og gengur en algengt væri að á milli 30 og 50 dætur hefðu heimsótt for- eldra sína í vinnuna. „Það sem er skemmtilegast er að við höfum fengið hingað símtöl þar sem t.d. er verið að segja við okkur að það hafi aldrei verið eins skemmtilegur starfsandi í fyrirtækj- unum,“ sagði Halla. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að við getum verið mjög lukkuleg með já- kvæðar undirtektir, ekki aðeins miklar undirtektir heldur mjög já- kvæðar." Halla sagðist hafa haft spurnir af því að meira en 200 stúlkur hefðu heimsótt foreldra sína í vinnuna hjá Landsbankanum. Sömuleiðis hefði verið góð þátttaka hjá fyrirtækjum eins og Tæknivali, Flugleiðum, Tölvumyndum, VÍS, Sjóvá-Almenn- um, Samskipum, Islenskri erfða- greiningu, íslenska útvarpsfélaginu, útvarpsstöðinni FM, Kaupþingi, FBA, Lýsingu, Deloitte & Touche, Háskólanum í Reykjavík, Osta- og smjörsölunni, Europay, Ibúðalána- sjóði, Ferðaskrifstofu Islands, Hug- viti, Ríkisútvarpinu og síðan sveitar- félögunum Kópavogsbæ og Reykja- nesbæ. Þátttaka Reykjanesbæjar nokkuð sérstæð Þátttaka Reykjanesbæjar í verk- efninu var reyndar allnokkuð sér- stæð því auk hefðbundinnar þátt- töku á bæjarskrifstofum, þar sem dætur bæjarstarfsfólks létu að sér kveða, báru tólf ungar stúlkur upp tillögu við upphaf bæjarstjórnar- fundar í gær þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til að kanna möguleika á að námsefnið Látum drauminn rætast, sem samið hefur verið í tengslum við AUÐ í krafti kvenna, verði tekið til kennslu í grunnskólum bæjarins. Tillagan hlaut góðar undirtektir. Leist nokkuð vel á blaða- mannsstarfið LIFLEGT var um að litast á Morg- unblaðinu í gær, en blaðið er aðili að verkefninu AUÐUR í krafti kvenna. 34 stúlkur á aldrinum 9-15 ára höfðu fylgt foreldrum sínum í vinnuna í tilefni dagsins. Stúlkum- ar fengu að kynnast starfsemi blaðsins frá ýmsum hliðum en á meðan einbeittu foreldrar þeirra sér að því að tryggja að það kæmi út í dag eins og aðra daga. Stúlkunum 34 var í upphafi boðið að horfa á kynningarmyndband um starfsemi og sögu Morgunblaðsins en síðan var haldið í skoðunarferð um húsið. Komið var við í öllum deildum, í prentsmiðju, áskriftar- deild, auglýsingadeild, auglýsinga- framleiðslu, Ijósmyndadeild og í myndasafni og eftir hádegi voru stúlkurnar síðan boðnar velkomnar á ritstjórn blaðsins. Þær Guðný Erla Guðnadóttir, Lilja Rós Sigurðardóttir og Svava Amardóttir, sem allar eiga feður sem starfa á Morgunblaðinu, sögð- ust í stuttu samtali auðvitað hafa komið áður á vinnustað feðra sinna en hins vegar aldrei fengið jafn ít- arlega kynningu á innviðum blaðs- ins og nú. Þær voru sammála um að Morg- unblaðið væri skemmtilegur vinnu- staður og leist nokkuð vel á þá hug- mynd að feta í fótspor föður Guðnýjar og hasla sér völl sem blaðamenn en Lilja Rós kvaðst þó staðráðin f því að verða lögfræðing- ur. Svava sagðist hafa hrifist mest af starfi blaðamanna á erlendri fréttadeild og gat vel hugsað sér að leggja það fyrir sig en Guðný lýsti mestum áhuga á innlendum frétt- um eða netútgáfu blaðsins, mbl.is. Stúlkurnar þijár taka undir að það sé forvitnilegt að sjá hvernig dagblað verður til. Sérstaklega áhugavert hafi verið að koma í prentsmiðju Morgunblaðsins en mikið var um að vera þegar þær komu þangað i heimsókn f gær enda prentvélarnar í fullum gangi. Morgunblaðið/Jim Smart Stúlkumar fengu m.a. að sjá hvernig dagblað er prentað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.