Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Jón Eggertsson
Hótelálman er viðbygging við gistiheimilið sem Eygló hefur
rekið í nokkur ár.
Viðbygging Hótels
Höfða tekin í notkun
TEKIN hefur verið í notk-
un viðbygging við Hótel
Höfða í Olafsvlk. í við-
byggingunni eru 18 hótel-
herbergi með öllum þæg-
indum og veitingasalur.
Nýja hótelálman var
opnuð við sérstaka athöfn
síðastliðinn laugardag.
Um 180 gestir samíbgn-
uðu Eygló Egilsdóttur
hótelstjóra, klippt var á
borða og Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra
ávarpaði samkomuna.
Eygló er bjartsýn á
reksturinn, enda segir
hún að viðbótin hafi fengið
frábærar viðtökur.
Morgunblaðið/Jón Eggertsson
Eygló Egilsdóttir hótelstjóri og Sigurður
Elinbergsson, maður hennar, fengu blóm og
heillaóskir við opnun hótelsins.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Nemendur á barnfóstrunámskeiði á vegum Þórshafnardeildar RKÍ ásamt kennurunum Hjördísi
Gunnarsdóttur og Erlu Jóhannesdóttur.
Barnfóstrunámskeið
Rauða krossins
Þórshöfn - Áhugasamt barnagæslufólk tók þátt í barn-
fóstrunámskeiði á vegum Þórshafnardeildar RKI. Það
voru tíu stúlkur og einn drengur á þessu 16 tíma nám-
skeiði svo foreldrar á Þórshöfn eiga völ á ágætlega
hæfum bamapíum á næstunni. Einn nemandinn fann
það út að nú gætu þau gert hærri kaupkröfur fyrir
barngæsluna þar sem þau væm menntuð í greininni!
Barnfóstrunámskeið hefur verið árviss viðburður um
nokkurt skeið hjá Þórshafnardeild RKÍ og alltaf verið
vel þegið. Kennarar á námskeiðinu voru Hjördís Gunn-
arsdóttir hjúkrunarfræðingur og Erla Jóhannesdóttir,
sem bæði hefur almenna kennara- og leikskóla-
kennaramenntun.
í lok námskeiðs leysti Þórshafnardeildin nemend-
urna út með gjöf sem var bakpoki merktur Rauða
krossinum og innihélt búnað til fyrstu hjálpar.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Frá fundinum sem haldinn var í Vagninum á Flateyri.
Ákveðið
að hanna
heimasíðuna
flateyri.is
Flateyri - Nýlegavar boðað til fund-
ar í Vagninum á Flateyri. Tilgangur
fundarins var að kanna áhuga
heimamanna á gerð heimasíðu fyrir
önfirskt samfélag þar sem samfélag-
ið er kynnt hvað varðar sögu, nátt-
úru og hvers kyns uppákomur.
Eiríkur Finnur Greipsson spari-
sjóðsstjóri kynnti fyrir fundarmönn-
um hugmyndir samstarfshóps um
hugsanlegt innihald og tilgang síð-
unnar. Með tilkomu síðunnar myndi
skapast sá möguleiki að kynna íyrir
áhugasömum húsnæðismál, félags-
mál og upplýsingar varðandi smá-
báta sem gerðir eru út frá Flateyri.
Þegar hafa bændur í Önundarfirði
lýst áhuga sínum hvað varðar þátt-
töku í þessari síðu þar sem gott tæki-
færi gefst til að kynna þjónustu
þeirra. Nokkrir aðilar hafa þegar
sett upp sínar eigin heimasíður og
með tilkomu síðunnar sjá menn sér
hag í að tengjast í eina heimasíðu.
A fundinum var ákveðið að ráða
Högna Sigurþórsson, myndlistar-
kennara við Grunnskóla Önundar-
fjarðar, verkefnisstjóra heimasíð-
unnar.
Á myndinni er hópurinn samankominn og ef myndin prentast vel
má sjá ótal tilbrigði við sama munstrið.
Saumað „út í óvissuna“
Höfn - Gríðarlegur áhugi er með-
al kvenna á Hornafirði um búta-
saum. Fjölmenn námskeið hafa
verið haldin á Höfn á liðnum ár-
um og sýningar í kjölfar þeirra. I
vetur hefur hópur kvenna hist
einu sinni i mánuði i þeim til-
gangi að sauma, læra hver af
annarri og fá félagsskap.
Um síðustu helgi hittist hópur-
inn og höfðu konurnar þá fengið
þau skilaboð að kaupa efni án
þess að vita hvers konar verkefni
átti að vinna. Var þeim síðan öll-
um úthlutað samskonar munstri,
og átti hver og ein að sauma úr
sínu efni eftir þessu munstri og
sannarlega urðu þarna til fjöl-
breyttar myndir úr þessu öllu
saman.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Flutt var Qölbreytt dagskrá þar sem fram kom fólk á öllum aldri
allt frá sex ára til fímmtugs sem allt er nemendur Tónskólans.
60% nemenda
Brúarásskóla
í tónlistarnámi
Norður-Héraði - Sextíu prósent
nemenda Grunnskólans á Brúar-
ási eru í tónlistarnámi við Tón-
skóla Norður-Héraðs sem einnig
er á Brúarási. Auk þess eru
nokkrir foreldrar og fullorðið
fólk úr sveitinni að læra söng og
hljóðfæraleik við Tónskólann.
Tvær unglingahljómsveitir eru
starfandi við skólann. Einnig
hafa foreldrar nemenda ásamt
fleirum sett saman popphljóm-
sveit sem æfir reglulega og kem-
ur fram við sérstök tækifæri.
Listamennirnir
voru á öllum aldri
Á dögunum var sveitungunum
boðið til tónleika sem nemendur
héldu. Þar var flutt fjölbreytt
dagskrá þar sem fram kom fólk
á öllum aldri, allt frá sex ára til
fimmtugs, allt nemendur Tón-
skólans. Leikið var á fjölda
hljóðfæra, svo sem píanó, gítar,
blokkflautu, altflautu, þver-
flautu, hljómborð og klarinett,
auk þess sem þrír nemendur í
söng sungu fyrir gesti. Efnis-
skráin var fjölbreytt; allt frá
Blokklingunum til verka eftir
Haydn og Mozart.
Einnig komu fram tvær ungl-
ingahljómsveitir sem starfandi
eru við skólann ásamt popp-
hljómsveit foreldra og fleiri sem
flutti tvö lög, House of the Ris-
ing Sun og Pípuna.