Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 27

Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 27 ERLENT Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Komið í veg fyrir gagnrýni á Kína Washington. AP, AFP. KÍNVERJAR komu í gær í veg fyrir að tillaga Bandaríkjanna um að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði um mannréttinda- mál í Kína næði fram að ganga. Á fundi Mannréttindaráðsins, sem fram fór í Genf í Sviss, studdu 22 þjóðir gagntillögu Kínverja um að taka málið ekki á dagskrá. Aðeins 18 þjóðir greiddu atkvæði á móti gagntillögunni en 12 sátu hjá. Full- trúi eins ríkis sem aðild á að Mann- réttindaráðinu, Rúmeníu, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Tillaga Bandaríkjanna fól í sér gagnrýni á kínversk stjórnvöld fyr- ir bágt ástand mannréttindamála í landinu og lögðu bandarísk stjórn- völd mikla áherslu á að hún næði fram að ganga. Hliðstæð tillaga hefur alls átta sinnum verið felld á fundum ráðsins síðasta áratug. Bandaríkjamenn tilkynntu fyrir nokkrum mánuðum að þeir hygð- ust beita sér fyrir gagnrýnum um- ræðum um kínversk manriréttinda- mál á fundi Mannréttindaráðsins í Genf, sem er sá 56. í röðinni. Til marks um hversu mikilvægt bandarísk stjórnvöld hafa talið að tryggja tillögunni framgang má nefna að Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, fór sérstaka ferð til Genf í mars sl. til að reyna að vinna henni fylgi meðal aðildarríkja Mannréttindaráðsins. Viðskiptahagsmunir í húfi Bandarísk stjórnvöld telja að ástand Mannréttindamála í Kína hafi versnað mjög á síðasta ári og t.a.m. hafi kúgun minnihlutahópa aukist. Talið er að með tillögunni hafi Bandaríkjastjórn viljað auka líkur á því að Bandaríkjaþing sam- þykki að taka upp eðlilegt við- skiptasamband við Kína. Hingað til hafa þingmenn og ýmsir forystu- menn hagsmunahópa í Bandaríkj- unum verið andvígir því að tekin yrðu upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína af þeirri ástæðu að slíkt hefur verið talið binda hendur stjórnvalda að því er varðar gagn- rýni á mannréttindabrot þar. Álitið er að tillögunni hafi verið ætlað að sýna fram á hið gagnstæða. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa beitt sér fyrir því að auka viðskipti við Kína en ein forsenda þess er að Kínverjar fái aðild að Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO). Kínverj- ar hafa lagt áherslu á að Banda- ríkin verði að koma á eðlilegum viðskiptatengslum milli landanna áður en Kína geti fengið aðild að WTO. Aðild Kínverja að WTO hefði í för með sér stóraukinn markaðsaðgang fyrir bandarískar framleiðsluvörur í Kína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.