Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 27 ERLENT Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Komið í veg fyrir gagnrýni á Kína Washington. AP, AFP. KÍNVERJAR komu í gær í veg fyrir að tillaga Bandaríkjanna um að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði um mannréttinda- mál í Kína næði fram að ganga. Á fundi Mannréttindaráðsins, sem fram fór í Genf í Sviss, studdu 22 þjóðir gagntillögu Kínverja um að taka málið ekki á dagskrá. Aðeins 18 þjóðir greiddu atkvæði á móti gagntillögunni en 12 sátu hjá. Full- trúi eins ríkis sem aðild á að Mann- réttindaráðinu, Rúmeníu, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Tillaga Bandaríkjanna fól í sér gagnrýni á kínversk stjórnvöld fyr- ir bágt ástand mannréttindamála í landinu og lögðu bandarísk stjórn- völd mikla áherslu á að hún næði fram að ganga. Hliðstæð tillaga hefur alls átta sinnum verið felld á fundum ráðsins síðasta áratug. Bandaríkjamenn tilkynntu fyrir nokkrum mánuðum að þeir hygð- ust beita sér fyrir gagnrýnum um- ræðum um kínversk manriréttinda- mál á fundi Mannréttindaráðsins í Genf, sem er sá 56. í röðinni. Til marks um hversu mikilvægt bandarísk stjórnvöld hafa talið að tryggja tillögunni framgang má nefna að Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, fór sérstaka ferð til Genf í mars sl. til að reyna að vinna henni fylgi meðal aðildarríkja Mannréttindaráðsins. Viðskiptahagsmunir í húfi Bandarísk stjórnvöld telja að ástand Mannréttindamála í Kína hafi versnað mjög á síðasta ári og t.a.m. hafi kúgun minnihlutahópa aukist. Talið er að með tillögunni hafi Bandaríkjastjórn viljað auka líkur á því að Bandaríkjaþing sam- þykki að taka upp eðlilegt við- skiptasamband við Kína. Hingað til hafa þingmenn og ýmsir forystu- menn hagsmunahópa í Bandaríkj- unum verið andvígir því að tekin yrðu upp eðlileg viðskiptatengsl við Kína af þeirri ástæðu að slíkt hefur verið talið binda hendur stjórnvalda að því er varðar gagn- rýni á mannréttindabrot þar. Álitið er að tillögunni hafi verið ætlað að sýna fram á hið gagnstæða. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa beitt sér fyrir því að auka viðskipti við Kína en ein forsenda þess er að Kínverjar fái aðild að Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO). Kínverj- ar hafa lagt áherslu á að Banda- ríkin verði að koma á eðlilegum viðskiptatengslum milli landanna áður en Kína geti fengið aðild að WTO. Aðild Kínverja að WTO hefði í för með sér stóraukinn markaðsaðgang fyrir bandarískar framleiðsluvörur í Kína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.