Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Almætti o g einsöngvar- ar í Hall- grímskirkju Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt ein- söngvurum og Kammersveit Hallgríms- kirkju flytur Jóhannesarpassíuna eftir Jó- hann Sebastían Bach undir stjórn Harðar 7 Askelssonar í kvöld og á föstudaginn langa. Þorvarður Hjálmarsson fór í Hallgríms- kirkju og forvitnaðist um verkið hjá flytj- endunum og stjórnandanum. Morgunblaðið/Jim Smart Mótettukór Hallgrímskirkju æfir Jóhannesarpassíuna. Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Guðbjörnsson er kominn heim í stutta heimsókn til að taka þátt í flutningi Jóhannesarpassíunnar. EINSÖNGVARAR á tónleikunum verða þau Gunnar Guðbjömsson ten- ór sem syngur hlutverk guðspjalla- mannsins, Davíð Ólafsson bassi sem syngur hlutverk Jesú, Benedikt Ing- ólfsson bassasöngvari sem fer með hlutverk Pflatusar, Marta G. Hall- dórsdóttir sópran, Sigríður Aðal- steinsdóttir altsöngvari og Loftur Erlingsson bassi. Þau Davíð og Sig- ríður em að koma fram með kórnum í fyrsta skipti og þá er þetta ennfrem- ur í fyrsta skipti sem Gunnar Guð- bjömsson syngur guðspjallamanninn í Jóhannesarpassíunni, en um þessar mundir er hann að syngja í uppfærsl- um Ríkisóperunnar í Berlín á Töfra- flautunni eftir Mosart, og ópera Wagners Tristan og ísold undir stjóm hins kunna tónlistarmanns Dam'els Barenboims. Vanalegar hvflir hlutverk guð- spjallamannsins á herðum tveggja söngvara en Gunnar syngur það einn. Auk þess flytur Gunnar aríur í verk- inu, svo óhætt er að segja að hann ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Síðastliðið sunnudagskvöld söng Gunnar undir stjórn Dam'els Bareinboims í Tristan og ísold, og á þriðjudaginn eftir páska hefur hann æfingar á Don Giovanni undir stjórn Daníels. Svo verkefnin era ærin. Eg spurði Gunnar að því hvað hann hefði að segja okkur um hlutverk sitt og verkið? „Verkið er frábært! Það er ekkert annað um það að segja,“ svaraði Gunnar. „Alltaf þegar maður syngur Bach þá segir maður að þetta sé eitt stórkostlegasta verk sem Bach skrif- aði, en þau era það öll svo þetta er alltaf sannleikur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég glími við þennan guð- spjallamann en í annað sinn sem ég glími við guðspjallamann yfirleitt. En þessi er dálítið frábragðinn hinum að því leyti til að hann er lengra kominn í tónlistarlegri þróun Bachs og orðinn aUmiklu flóknari og kröfumar eru meiri. Og sagan er mun dramatískari en Jólaóratórían, svo þetta er mjög stórt skref fyrir mig að fara í þetta verk. Þetta er gaman og það hvílir mikið á herðum mínum af því að ég syng líka aríur í verkinu, en þær hef ég reyndar sungið áður með Mótettu- kómum fyrir einum átta áram þegar ég var enn tiltölulega nýr í þessum bransa. En núna er maður virkilega að fara út í djúpu Bach-laugina.“ Vandrötuð spor Davíð Ólafsson er Keflvfldngur og lauk áttunda stigi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1997. Samhliða söngnámi lauk Davíð íslensku- og kennsluréttindaprófi frá Háskóla ís- lands. Hausið 1997 hóf Davíð nám við óperudeild Tónlistarskólans í Vínar- borg og lýkur prófi þaðan nú í vor. Davíð hefur gert samning við ópera- húsið í Lúbeck í Þýskalandi og mun syngja þar næstu tvö árin. I Jóhann- esarpassíunni fetar Davíð í fótspor frelsarans sjálfs. „Þetta er fyrsta óratórían sem ég tek þátt í á Islandi og á alheimsvísu," segir Davíð. „Og mér finnst það mik- ill heiður að fá að taka þátt í þessu. Ég hef verið við nám í Vín síðastliðin þijú ár og er að fara að vinna í Þýska- landi og þetta er ágæt æfing fyrir það sem framundan er, en það er óratór- íuveisla í Norður-Þýskalandi, vona ég. Hlutverk Jesú er erfitt en von- andi syng ég það fallega. Maður hugsar sér Jesú mildan og blíðan, en þetta er skrifað fyrir bassa og flutn- ingurinn fer fram í stórri kirkju svo maður þarf stundum að byrsta sig. Maður reynir að gera sér í hugarlund hvernig almættið starfar og það er ekki mjög auðvelt! Hvað getur maður sagt fleira? Jesú er almættið og ég er fulltrúi hans í verkinu. Maður er búinn að sjá svo marga Jesúsa bæði í kvikmyndum og í óratóríum, og það nálgast þetta engir tveir menn eins. En ég safnaði skeggi og reyni að vera svolítið blíður á svip og má ekkert aumt sjá lengur. Við Kristur eigum svosem ýmislegt sameiginlegt. Ég er smiðssonur og ég er þijátíu og eins árs gamall, svo ég er á sama aldri og hann var þegar hann var krossfestur. Ég var síðast að smíða í morgun. En án gamans, það er mjög vandmeðfar- ið að setja sig spor almættissins." Sigríður Aðalsteinsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en búsett í Keflavík. Hún lauk prófi frá Söng- skólanum í Reykjavík vorið 1995 þar sem kennarar hennar vou þær Elísa- bet F. Eiríksdóttir og Þuríður Páls- dóttir. Árið 1995 hélt Sigríður í fram- haldsnám til Vínarborgar, haustið 1996 hóf hún nám við óperadeild Tónlistarskólans í Vín, þaðan sem hún lauk námi sem óperasöngvari í janúar síðastliðnum. Sigríður hefur komið fram á tónleikum bæði hér á landi og í Austurrfld, meðal annars á styrktarfélagstónleikum íslensku óperannar haustið 1997. Hún söng alt-hlutverkið í Messíasi eftir Hendel með Schola Cantoram og ungversku Kammerfílharmóníunni í Mara Enzerdorf í Vín síðastliðinn vetur. Sigríður mun á þessu ári meðal ann- ars syngja hlutverk Mereedes í Carmen hjá Þjóðaróperanni í Vín og koma fram á ljóðatónleikum á vegum Listasafns Sigurjóns í sumar. „Ég syng altaríumar tvær í verk- inu, gullfallegar og mjög erfiðar ar- íur,“ segir Sigríður. „Þetta era mikil- vægir staðir í stykkinu, sérstaklega seinni arían sem ég syng áður en Jesú gefur upp andann. Þetta er mik- il dramatík og tæknilega erfitt fyrir söngvara. Að syngja Bach er senni- lega besta æfing fyrir röddina sem hægt er að hugsa sér.“ Sviðsmyndin í huga tónleikagesta Jóhannesarpassían verður flutt í heild sinni á tónleikunum og tekur flutningur hennar tvær klukkustund- ir. Sviðsmyndin verður til í huga tón- leikagesta, segir Hörður Askelsson, en þó munu dæmi þess að verkið hafi verið sviðsett og flutt þannig. I ein- söngvarahópnum sem tekur þátt í flutningnum nú, era flestir að glíma við þetta verkefni í fyrsta skipti. Það er heilmikill áfangi í lífi hvers söngv- ara að syngja svona verk, era söngv- ararnir sammála um. Þá spillir það ekki fyrir að verkið er flutt á föstu- daginn langa, en það er sá dagur sem verkið var samið fyrir, enda flutt þann dag í kirkjum víða um heims- byggðina. Hörður segir það ánægju- legt að geta kallað saman hóp ungra söngvara og veita þeim tækifæri sem þetta. í leiðinni er athygli fólks vakin á nýjum söngvuram sem era að feta sig fram í sviðsljósið. Benedikt Ingólfsson er fæddur á Akureyri þar sem hann stundaði nám í orgelleik í sjö ár. Hann lauk BA- prófi í heimspeki frá Háskóla íslands árið 1993. Benedikt hefur lokið átt- unda stigi í söng frá Tónskóla Sigur- sveins þar sem aðalkennari hans var John Speigth að undanteknum einum vetri þar sem Benedikt naut leið- sagnar Signýjar Sæmundsdóttur. Benedikt hefur sungið með ýmsum kóram og smærri sönghópum, þeirra á meðal Háskólakómum, Mótettukór Hallgrímskirkju og nú syngur Bene- dikt í Schola Cantroram og madr- ígalakvartettinum Grímu. Hann hef- ur komið fram sem einsöngvari með þessum hópum og víðar. I Jóhannes- arpassíunni bregður hann sér í hlut- verk þrælmennisins Pflatusar. „Pílatus kemur mest við sögu um miðbik verksins," segir Benedikt. „Pílatus er býsna áhugaverður þrátt fyrir að texti hans sé knappur og nokkuð afmarkaður. Pílatus er stjórnmálamaður, eiginlega hálf- gerður drallusokkur sem lætur und- an þrýstingi lýðsins þó það sé honum greinilega þvert um geð. Hann er mannlegur líka, það er augljóst að Jesú vekur áhuga hans og það örlar jafnvel á heimspekilegum skoðunum í orðræðu þeirra.“ Þá era ótaldir einsöngvararnir Loftur Erlingsson og Marta G. Hall- dórsdóttir. Marta Guðrún Halldórsdóttir lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1988 og stund- aði framhaldsnám í Munchen um fimm ára skeið. Hún hefur haldið ein- söngstónleika og komið fram á tón- listarhátíðum víða, svo sem á Bach- fest í Munehen, á listahátíðum í Reykjavík, Búdapest og í Noregi. Þá hefur Marta verið tíður gestur á Sumartónleikunum í Skálholti þar sem hún hefur tekið þátt í frumflutn- ingi íslenskra verka. Marta Guðrún hefur einnig farið með hlutverk í óp- eram og söngleikjum hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu og Is- lensku óperanni. Loftur Erlingsson nam söng í Söngskólanum í Reykjavík hjá As- rúnu Davíðsdóttur og Guðmundi Jónssyni. Þá nam Loftur söng við The Royal Northem College of Mus- ic í Manchester og The National Op- era Studio í London, auk þess að sækja einkatíma hjá Sigurði Demetz. Loftur hefur haldið einsöngstónleika, komið fram með kóram og tekið þátt í flutningi ýmissa stærri kórverka. Meðal hlutverka Lofts er Kalmann í Tunglskinseyjunni eftir Atla Heimi Sveinsson sem framsýnd var í Pek- ing í Kína í mars árið 1997. Mikið ævintýri „Þetta er stór viðburður hjá okkur sem stöndum að þessu,“ segir Hörð- ur Áskelsson. „Það er upplifun að vera þátttakandi í svona flutningi. Margir þræðir þurfa að fléttast sam- an til að þetta gangi upp, og sem bet- ur fer hafa hlutimir tUhneigingu til að ganga, þó dagana á undan sé mað- ur bæði á báðum áttum og tauga- strekktur. En gleðin sem fylgir þessu er mikil og sérstaklega verður hún ósvikin hér í Hallgrímskirkju. Að flytja Jóhannesarpassíuna á föstu- daginn langa verður mikið ævintýri fyrir heimafólkið hér.“ Mótettukór Hallgrímskirkju hefur nú verið starfandi í sautján ár en hann var stofnaður af Herði Áskels- syni haustið 1982. Félagar í kómum eru um sextíu talsins á ýmsum aldri. Kórinn flytur aðallega kirkjuleg kór- verk án undirleiks frá öllum tímabil- um tónlistarsögunnar, en leggur sér- staka áherslu á tónlist tengda Hallgrími Péturssyni og sálmum hans. Auk þess flytur kórinn stærri kórverk ýmist með hljómsveit eða orgeli. Á döfinni er að flytja nýja Hallgrímspassíu eftir Hafliða Hall- grímsson á hausti komanda. Mótettukórinn syngur við helgiat- hafnir í Hallgrímskirkju og heldur árlega jólatónleika og vortónleika. Kórinn hefur farið í fjölmargar tón- leikaferðir innan lands sem utan og heimsótti m.a. Kaupmannahöfn og Lund í Svíþjóð vorið 1999. Þá hefur kórinn tekið þátt í fjölda kirkjulegra tónlistarhátíða, síðast í Gautaborg haustið 1996 en þar vakti flutningur kórsins á verki Jóns Nordals Óttu- söngvai’ á vori mikla athygli. Þá hljómar söngur kórsins á Listahátíð- um í Reykjavík auk þess að hljóma á Kirkjulistahátíðum í Hallgríms- kirkju. M-2000 Miðvikudagur 19. apríl. Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Listasafn Reykjavíkur í Hafnar- húsinu opnað. Opnuð verður ný miðstöð lista og menningar í Hafnarhús- inu við Tryggvagötu á veg- um Listasafns Reykja- vikur. Fjöldi nýrra * sýninga verður opnaður í safninu af þessu tilefni og frumsýnd ný heimildamynd um Erró, en safni hans mun vera búinn staður í Hafnarhúsinu til frambúðar. Myndlist Opnuð verður yfirlitssýning á úrvali þeirra listaverka sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Sýningin mun eiga sér fastan sess í safninu til fram- tíðar en verður endurnýjuð í hlut- um eftir því sem þörf krefur. Um- gjörð sýningarinnar er einkum skipulögð með fræðslustarf safns- ins í huga og miðast jafnt við skólafólk, ferðamenn og almenna gesti. Fabrice Hybert, einkasýning Á eigin ábyrgð er yfirskrift fyrstu einkasýningarinnar á opn- unardegi Hafnarhússins. Mynd- listamaðurinn Fabrice Hybert (1961) er franskur og hefur vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi undanfarin ár. Hybert vinnur einkum með innsetningar og hug- myndalist þar sem rýmið ákvarðar innihald og framsetningu á hverj- um stað. Errd: Norður-Suður-Austur- Vcstur Heimildamynd um Erró verður frumsýnd kl. 17:00 við opnun hins nýja Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem Errósafn- inu hefur verið búinn staður. Hinn 21. apríl verður íslensk útgáfa sýnd á Stöð 2. Leikstjórn: Ari Alexander Ergis Magnússon. Myndin er framleidd af Ergis & Islensku kvikmyndasamsteypunni. www.reykjavik.is/listasafn. www.reykjavik2000.is. Miðasala Menningarborgar er í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2. Litskyggnu- sýningí Nor- ræna húsinu MAGNÚS Einarsson verður með litskyggnusýningu í Norræna hús- inu á morgun, fimmtudag, kl. 14:30. Sýningin felur í sér 420 lit- skyggnur af náttúra Islands á öll- um árstíðum sem sýndar eru með fjórum slide-sýningarvélum, auk þess sem tónverkið Pláneturnar eftir G. Holst stýrir því hvernig lit- skyggnurnar birtast hver á fætur annarri, segir í tilkynningu. Sýn- ingin stendur í 53 mínútur. Áð- gangseyrir er 1.000 kr. Nýjar bækur • ÓSÝNILEGA konan er eftir Sig- urð Guðmundsson. I fréttatilkynningu segir m.a.: „I myndlistarmanninum og heims- hornaflakkaranum Sigurði Guð- mundssyni búa þrjár persónur sem sífellt takast á: Kallinn Sigurður Guðmundsson, Konan Sigurður Guðmundsson og Hulstrið Sigurður Guðmundsson. Þessar persónur lifa lífi höfundar í eitt ár, takast á um verk hans og allt sem fyrir augu ber - horfa á líf hans augum kynjanna þriggja. Þetta ár er höfundur stadd- ur í Kína og sjálfur horfir hann sín- um vestrænu augum á menninguna þar eystra. Kyngreining Sigurðar á sjálfum sér og þeirri menning sem hann er hluti af fæðir af sér óvenjulegar og heimspekilegar myndir af tilvist okkar - myndir sem oft era spaugi- legar og á skjön við viðteknar hug- myndir um veruleikann og tungu- máljð.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 182 bls., unnin í Svíþjóð. Verð: 3.980 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.