Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 44
jþA MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Ytra-Seljalandi, Vestur-Eyjafjöllum, sem andaðist á líknardeild Landspitalans mið- vikudaginn 12. apríl, verður jarðsungin frá Stóradalskirkju laugardaginn 22. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Hálfdan Auðunsson, Kristján Hálfdanarson, Auðunn Hlynur Hálfdanarson, Guðlaug Helga Hálfdanardóttir, Hálfdan Ómar Hálfdanarson, Markús Hrafnkell Hálfdanarson, Arnlaug Björg Hálfdanardóttir, Heimir Freyr Hálfdanarson, Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, Sigríður Hrund Hálfdanardóttir, Hafþór Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurveig Jóna Þorbergsdóttir, Berta Sveinbjarnardóttir, Ásbjörn Þorvarðarson, Þuríður Þorbjarnardóttir, Inga Lára Pétursdóttir, + Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓNSSON, Sölvholti, Hraungerðishreppi, Flóa, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, mánu- daginn 17. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig V. Þórðardóttir, Vilborg G. Þórðardóttir, Jón Þórðarson, Bergur Ketilsson, Jón Óli Vignisson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg systir og mágkona okkar, ÓLÖF KRISTINSDÓTTIR frá Núpi, Dýrafirði, Reynimel 63, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju miðviku- daginn 26. apríl kl. 13.30. Guðný Kristinsdóttir, Valdimar Kristinsson, Ásiaug Jensdóttir. + GRÍMUR EYSTUROY GUTTORMSSON skipasmiður og kafari, lést á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík, mánu- daginn 17. apríl. Hann verður borinn til grafar frá kapellunni í Fossvogi þriðjudaginn 25. aþríl kl. 13.30. Steinunn Finnbogadóttir, Regin Grímsson, og aðrir aðstandendur. '1 ' Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRÍMANN GUÐMUNDSSON fyrrum deildarstjóri hjá KEA, Eyrarvegi 27, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 15. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 13.30. Soffía Guðmundsdóttir, Guðmundur Frímannsson, Inga Eiríksdóttir, Frímann Frímannsson, Sigríður G. Árnadóttir, Gunnar Frímannsson, Áslaug Kristjánsdóttir, Grettir Frímannsson, Margrét Þórðardóttir, Guðrún Frímannsdóttir, Helge Monsen, barnabörn og barnabarnabörn. LEIFUR ÞORBJARNARSON + Leifur Þorbjarn- arson bókbindari var fæddur að Kirkjubæ í Vest- mannaeyjuin 23. mars 1921. Hann lést á Landspítalanum 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörn Guðjóns- son, bóndi að Kirkju- bæ í Vestmannaeyj- um, og kona hans, Guðleif Helga Þor- steinsdóttir. Systkini Leifs eru Unnur, f. 1919 (látin), Engil- bert, f. 1923 (látinn), Björn, f. 1929 og Ingi, f. 1931. Hinn 16. júní 1972 gekk Leifur að eiga Huldu Reynhlíð Jörunds- dóttur, frá Vestmannaeyjum, f. 1.11. 1921. Börn hennar og Sig- urðar I. Guðlaugssonar, f. 6.1. 1919, d. 5.5. 1957, eru Sigurður Hann leiddi mig að vötnum. Þar má næðis njóta. Margar ferðir fór ég með Leifi fóstra mínum á vit öræf- anna. Hann var heimagangur á heim- ili mínu, hluti af uppeldi mínu og systkina minna. Nærveran hans var alltaf jafn hlý. Góðar tilfinningar streymdu frá honum. Svona menn eiga skilið að fá góðar jólagjafir. Allir þurftu sokka. En Leifur fékk sitt sokkaplagg í tveimur pökkum. Þegar hann hafði opnað annan geymdi hann hinn þar til síðast, vonaðist alltaf eftir því að fá annan á móti. „Kannski kemur hann bara um næstu jól.“ Um- burðarlyndur. Fjölskyldan í jólaboði, ég hristi gosflösku svo hætta var á stórgosi, fékk skammir, sprautast gæti á gluggatjöldin. „Eg kaupi þá bara ný,“ sagði Leifur. Bamgóður. Mikill var spenningurinn þegar Leif- ur kom á aðfangadagskvöld, alltaf með flottustu pakkana. Margar af þeim gjöfum á ég enn. Ungur tók ég að annast bílana íyrir hann. Ein- hverju sinni kom Leifur heim á rúss- anum grútskítugum. Eg hef verið um sjö ára aldurinn. Þá safnaði ég saman völdu liði, fann tvistpoka í bílnum hjá honum, útdeildi hnoðrum og lét liðið þurrka skítinn af bílnum. Þegar Leif- ur kom út var búið að þurrka af ann- arri hliðinni á bílnum. „Það er ekkert annað,“ sagði hann. „Eg þarf að drífa mig og skal bara þvo hina hliðina sjálfur." Reyndar liðu nokkrir dagar þangað til hann lauk við þvottinn. Ekki verið að gera mál úr hlutunum. Hann gaf mér fyrstu veiðistöngina og hjólið. Hann fór með mig m.a. á Arn- arvatnsheiðina með Bjössa og Kristu og fleirum, beitti fyrir mig, kastaði en ég dró. Ég fékk að fara með Huldu og Leifi til Eyja eftir gos. Ég gleymi því aldrei þegar allir spurðu: „Hvaða drengur er þetta?“ Og Hulda svaraði: „Þetta er sonur Leifs.“ Eftir þetta hef ég oft sagst vera strákurinn hans enda var hann oft staðgengill föður míns. Samband okkar var oft líkt og okk- ar feðganna. Ég vann stundum hjá Leifi. Það var svo gaman að gera eitt- hvað fyrir hann. Hann var alltaf svo þakklátur. Eitt af stóru augnablikun- um var þegar ég fékk að fara með Leifi, pabba og Preben norður í Aðal- dal að veiða. Hann horfði á Preben þræða maðkinn, leit svo hneykslaður á mig og sagði. „Hann þræðir hann alltaf í afturendann.“ Þetta lék hann oft. Spaugsamur. Við stóðum á bakkanum á móti Æðarfossum, ég hélt á stönginni. Var búinn að reyna kast og rétti Leifí stöngina. Hann kastar niður með bakkanum, ekki lengra en 50 sm frá landi, réttir mér stöngina mjög snöggt og segir. „Það þýðir ekkert að rétta mér stöngina það er fiskur á henni.“ Óeigingjam. Aldrei viður- kenndi hann að hafa kastað, heldur lýsti í veiðihúsinu um kvöldið hve lunkinn drengurinn hefði verið að setja í maríulaxinn. I næstu ferð norður fórum við bara tveir því pabbi fékk fyrir hjartað. Þá var fjögurra daga skemmtun. „Er ekki öruggast að ég fái einn núna?“ „Fisk eða gam- mel?“ spurði ég. „Allt í réttri röð.“ Birgir, Björg, Inga Jóna og Guðlaugur. Leifur hóf nám á bókbandsvinnustofu Bjarna Gestssonar í Reykjavík 1. október 1943 og lauk námi á bókbandsvinnustofu Arnarfells 30. sept- ember 1947. Leifur eignaðist síðar Arn- arfell og rak bókb- andsvinnustofu til ársins 1977 að hann seldi fyrirtækið. Eft- ir það stofnaði Leif- ur Bindagerð Leifs og vann sjálfstætt að sinni iðn til 1994 að hann seldi Múlalundi tæki sín, en hélt þó áfram vinnu sem starfsmaður Múlalundar þar til hann lét af störfum árið 1998. Útför Leifs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Hvaða röð er það?“ spurði ég aftur. „Það sem er nær kemur fyrst," sagði Leifur þá og bætti svo við: „Hver ætli hafi sett þessa flösku hér?“ Þegar þeir veiðifélagarnir hættu að fara norður bauð ég Leifi með mér og mínum strákum í Veiðivötn. Mér fannst nauðsynlegt að mínir strákar fengju að kynnast pabba og Leifi í veiðitúr. Þá var glens og mikið gam- an. Leifur þurfti mjög gjarnan að komast alltaf aðeins dýpra í vatnið. Að lokum fór hann uppfyrir. Um kvöldið var hann rennandi blautur og skildi ekkert í því. „Það hýtur að vera eitt stórt gat á vöðlunum.“ Kvöldið leið fram á nótt við spjall, en á meðan kynnti ég miðstöðina og þurrkaði vöðlurnar. Morguninn eftir var Leif- ur hissa á því að fara í þurrar vöðlur. Hann sagði við mig: „Ef þú rekst á einhvern héma á svæðinu sem geng- ur um og þurrkar vöðlur á nóttunni láttu mig þá vita, mig langar að hitta hann og þakka fyrir.“ Glettinn. En þennan eftirmiðdag sýndi Leifur snillþartakta í veiðiskap. Við komum að Ónýtavatni, Bjössi, bróðir hans, var rétt á undan okkur. Öddi, strák- urinn minn, sem oft hafði farið með okkur Bjössa segir: „Bjössi er búinn að ná besta staðnum.“ Þá hló Leifur og sagði: „Hvar viltu að ég fari út í vatnið." Til að gera langa sögu stutta þá fór Leifur út í öðru megin við bróður sinn og setti í marga fiska. Kom svo í land, beitti fyrir Ódda og kenndi honum í hvom endann ætti að þræða maðkinn, það væri lykilatriði. Þá var ég búinn að grilla og kallaði í mat. Öddi var ekki sáttur við að koma að borða í miðri töku en Leifur hefur alltaf kunnað að þiggja þjónustu í öllu heimilishaldi enda góðu vanm- hjá sinni stelpu. Bjössi kom svo í gættina á bílnum og segir við Leif. „Ég er búinn að finna holuna þína.“ Nú hló Leifur aftur og sagði við Ödda sem var súr yfir að missa besta veiðistað- inn. „Hvar viltu að ég fari út í núna?“ Hann fór annarsstaðar út í í það skiptið og hélt uppteknum hætti, mokaði upp fiski. Éins og sjá má á þessari stuttu grein tengjast allar minningar mínar um Leif gleði. Hann var lánsamur í lífinu. Þegar hann var að ráðleggja Ödda mínum, sem var unglingur þá, gaf honum lykilheil- ræði, sagði hann: „Það skiptir mestu máli í lífinu að ná í góða stelpu." Öddi kom til mín og spurði hvaða stelputal er þetta alltaf á Leifi. Svona var við- horf hans til Huldu. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Líf þitt kenndi okkur að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Bjarki Harðarson. Um Helgafell á Heimaey lá löng- um vegur. Hét Öxl þar sem hann sveigði til suð-austurs. Var þarna kennileiti. Jarðfast bjarg eða hraun- hóil, Axlarsteinn nefndur. Frá Öxl gekk austur til sjávarins hólótt og hraunnibbótt hvarf, sem fram við sjó- inn varð þverhníptur hraunbruni og kallaðist Haugar. Að „gosi“ 1973 fór hraunbrunastrandlengjan lækkandi þar til við tóku urðir og á mótum þeirra reistur viti. Spöl í vestur frá honum voru austustu hús kaupstað- arins Kirkjubæirnir. Á einni jörðinni höfðu þau Þorbjörn Guðjónsson og Helga Þorsteinsdótth- komið upp stærsta kúabúi Vestmannaeyja. Heimalandi Heimaeyjar var 1927 skipt milli bænda og meginhluta þess lands, sem vai- milli kennileitanna Öxl - Haugar - Urðarviti og Kirkju- bæir lenti í hlut þeirra hjóna. Á undravert skömmum tíma tókst þeim að grjóthreinsa, slétta og græða í tún þessa stóru landspildu. Með því að bera á „slorfor" og þurrka þorsk- hausa og hryggi, varð hlíð Helgafells til norð-austurs iðjagræn og því áber- andi þeim sem sigldu inn Flóann til hafnaiinnar. I bókinni Saga Vest- mannaeyja er mynd sem sýnir ungl- ing stjórna hestasláttuvél á svæðinu og er áberandi hve grasið er hávaxið. Er gaus á Heimaey opnaðist eld- spúandi gjá um öxl Helgafells og nið- ureftir Kirkjubæjartúninu til sjávar við Urðarvita. - Forfeður ábúend- anna höfðu flúið hraunrennsli Skaft- áreldanna og einn aðeins náð að hafa Biblíuna með á flóttanum. Nær 200 árum síðar varð Þorbjörn á Kirkju- bæ að reka kýr sínar undan hraun- flóði til slátrunar. Eitt barna þeirra Þorbjörns og Helgu er Leifur, sem í dag verður jarðsunginn. Hann var nokkru fjTh- „gos“ fluttur til Reykjavíkur og genginn til þjónustu við föðurbróður sinn Guðjón Ó. Guðjónsson, sem starfrækti bókagerð og útgáfu rita. Fljótt varð hann við nám og störf vel- metinn iðnaðarmaður. Fram að flutn- ingnum til Reykjavíkur var Leifur um mörg ár stórvirkur aðstoðarmað- ur föður síns. gekk í jarðræktunina, heyöflunina og fjósaverkin af aðdá- unarverðum ötulleika, þá flutti hann mjólkina um kaupstaðinn. Vélbát átti Þorbjöm og gerði út. Vart hefur Leifur sloppið við útgerðarstörf. Leifur varð snemma liðtækur fjalla- maður við eggjatöku og fuglaveiðar. Kirkjubæirnir áttu hlunnindi í Elliða- ey og eftir ákveðnum reglum hlut- deild í Súlnaskeri, Helhsey og Geld- ingi. Fjallaferðirnar voru honum sem mörgum Vestmanneyingi eftirsókn- arverð ævintýri. Leifur var góður sigmaður, örugg- ur, lipur og styrkur. Eins fór hann af gætni og kunnáttu laus í bjargi. Nokkrir Vestmannaeyingar fluttir til Reykjavíkur, fengu leyfi til að síga til eggja í Krísuvíkurberg um nokk- urt árabil. Leifur var sigamaðurinn. Bergið er laust í sér og lagskipt. Leif- ur varð fyrir gijóthruni. Rotaðist og hlaut áverka á höfði. Hann lá lengi á sjúkrahúsi. Félagar hans ákváðu að hætta frekari ferðum í Krísuvíkur- berg. Þetta vissi Leifur en þó kom hann næsta vor að máli við þá og sótti svo fast að farið væri í bergið til eggja, að það var látið undan kvabbi hans. - Þegar að hópurinn átti um 200 metra að brún, tók Leifur sig út úr og hljóp niður að næsta sigastaðn- um. Hann lét ganga vel frá búnaði og biðja fjallabænina. Bros lék um and- lit hans, er hann hvarf niður fyrir brúnina. Sá, sem var á varðbergi (brúnamaður) hafði orð á því hve vel hann hreyfði sig niðri í berginu. Er hann var kominn upp oghafði losað sig við góðan feng eggja ogsigabún- aðinn, ávarpaði hann okkur með því að þakka að við hefðum orðið að ósk hans og lýsti því yfir að eigi færi hann frekar til bjargferða. Svipur hans og látbragð virtist tjá því, sem okkur, að hann hefði jafnað hlut sinn við bergið. Leifur vai- eins og Vestmannaey- inga er vandi áhugasamur um íþrótt- fi. Æfði og keppti í glímu og knatt- spymu. Hann eins og margh' lágvaxnir burðamenn sótti með mikl- um bakfettum lausamjöðm, klof- brögð og hnéhnykk. Hann var einn í sjö manna hópi Vestmannaeyinga sem kepptu á Íslandsglímu 1938. Þeir sóttu ekki Grettisbeltið en hlutu lof fyrir góðar glímur, t.d. getur EmO Tómasson þeirra sérstaklega í bók sinni „íslenska Glíman". Fluttur til Reykjavíkur tók hann að iðka glímu og knattspyrnu hjá íþróttafélagi Reykjavíkur. I keppni hafði Leifur festulega framkomu og meðal félaga sinna vai' hann gamansamur og frásagnaglað- ur. Nefna má sem réttlætingu íyrir hve góður félagi hann þótti, að þó að hann hefði eigi verið skáti í Eyjum, þá tóku brottfluttir skátar þaðan Leif
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.