Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 47

Morgunblaðið - 19.04.2000, Side 47
i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 47 MINNINGAR « f börnum sínum og kom þar fram dugnaður og kjarkur þeirra hjóna, sem þarf að vera mikill á harðbýlum heiðarjörðum. Ein minning kemur upp; þegar Ella gekk með eitt af börnunum fékk hún ómótstæðilega löngun í rjúpu, úti dundi stórhríðin en Halli, eins og sannri hetju sæmir, lagði af stað og var næstum orðinn úti, en heim kom hann með rjúpuna fyrir Ellu slna. Fljótlega eftir að þau flytja til Reykjavíkur fer Ella að vinna á Landsspítalanum, byrjar í ræsting- um og endar í skjalavörslu, það lýsir kjarki hennar og áræði þar sem hún þurfti að takast á við tölvunám. En sú kunnátta kom sér vel fyrir hana seinna til að sinna eigin áhugamál- um, sem voru ættfræði og söguskoð- un, sem síðar varð til þess að hún skrifaði bók sem kemur út fyrir næstu jól. Prátt fyrir veikindin tókst henni að ijúka við bókina, sem var hennar hjartans mál. Eftir að Ella hætti að vinna fór hún, í tvoyetur, í bókmenntanám við Háskóla íslands, þar sýndi hún enn einu sinni þann dugnað og skapandi hæfileika sem í henni bjuggu. Hún geislaði af gleði yfir að vera virkur þátttakandi í þessu námi þar sem skáldskapargáfa hennar og áhugi nutu sín til fulls. Elsku Ella, minningin um þig fyll- ir líf okkar hlýju og kærleik. Ella, með þessum línum viljum við þakka þér þína miklu tryggð frá fyrstu tíð og áratuga samíylgd. Núleggégaugunaftur, ó Guð, þinn náðarkraftur núnverivömínótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku Halli og fjölskylda, sorgin er sár og tómarúmið sem myndast reynum við að fylla með sjóði minn- inga, en það verður fjársjóður sem við munum varðveita. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður hugavom grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrímsson.) Guðrún Helga, Þórhalla, Sig- ríður, Kristín, Hjördís, Fjóla og Þórdís Karlsdætur. Hún Ella er dáin langt um aldur fram. Þrátt fyrir að árin séu 70 þá var aldur eitthvað sem var aldrei tengdur henni. Hún var ein af þess- um konum sem skipti aldrei skapi. Ég kynntist henni ung, sjálf var hún ekki nema 17 ára þegar hún kom í fjölskylduna, giftist Halla bróður og eignaðist fljótlega sitt fyrsta bam, en alls urðu börnin sjö. Ella og Halli bjuggu sín fyrstu ár á Fálkagötu 24 þar sem stórfjölskyldan bjó. Síðar settust þau svo að í Litladal sem var föðurarfleifð Ellu. Þar kom ég oft til þeirra, tvisvar eyddi ég sumarfríi hjá þeim ásamt Guðrúnu dóttur minni. Ella tók alltaf jafn vel á móti okkur þrátt fyrir lítil húsakynni. Eftir að Ella og Halli fluttu í bæinn var alltaf gott að leita til þeirra. Eitt sumar þegar Guðrún var að vinna á Landa- koti bjó hún á heimilinu hjá þeim eins og eitt af hennar börnum. Ella var alltaf fyrst á fætur á morgnana, búin að hita kakó svo enginn færi úr húsi á fastandi maga. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er jafn óeigingjörn og með stærra hjarta en Ella. Það sást best á þvi hve vel hún kom fram við önnur böm Halla, það áttu allir jafnan að- gang að henni og heimili hennar. Við gætum bætt hér mörgu við því af nógu er að taka. Við þökkum Ellu fyrir samfylgdina. Við vottum fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð, Guð styrki Halla bróður í framtíðinni. Oft,hugsaégmér,aðrós sérauðustþar á reit, sem konungsblóði úthellt var, hvert liljublóm, sem lundinn skreytirnú, sé lokkur fom, sem meyjarhöfuð bar. (Omar Khayyám.) Hjördís og Guðrún. + Ásta Þóra Jóns- dóttir, Tómasar- haga 36, Reykjavík fæddist á Stokkseyri 29. aprfl 1916. Hún lést 15. aprfl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þóra Þor- varðardóttir frá Litlu-Sandvík í Flóa og Jón Jónasson, kaupmaður og hrepp- stjóri, frá Keldnakoti í sömu sveit. Systkini hennar voru Stefanía Sigríður, f. 1904, sem lést á ellefta ári, og Þorvarður, f. 1906, sem fórst á sextánda ári. Þau sem náðu full- orðinsaldri vora: Jónas, f. 1905, forstjóri í Vestmannaeyjum; Jar- þrúður, f. 1908, húsfreyja í Reykja- vík, og Svanþór, f. 1912, múrara- meistari í Reykjavík. Þau era nú öll látin. Ásta giftist ekki en sonur henn- ar og Jóns Magnússonar, f. 1917, Elsku amma. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar og við vfljum sérstaklega þakka þér fyrir síðustu 12 árin sem við fengum að njóta þess að búa með þér. Þú varst engin venjuleg amma, heldur varstu meiri vinkona. Alltaf gátum við leitað til þín og þú gafst þér ávallt tíma til að hlusta á okkur. Það var alveg sama hvað það var. Hvort sem það var heimanám, fjöl- skyldan, vinirnir eða annars konar vanlíðan. Alltaf stóðst þú með okkur og fagnaðir manna mest þegar eitt- hvað gekk vel. Okkur þykir þetta ljóð eiga vel við þar sem sorgin er skuggi gleðinnar og við eigum svo margar dýrmætar minningar saman. I gleymsku fellur ástin, semguðihelguðvar. Myrkrið er skuggi sólar, en sorgin gleðinnar. (Davíð Stef.) Við erum þakklátar fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Við söknum þín og þú verður allt- af með okkur. Es. Manni hundur mun sakna bestu vinkonu sinnar afskaplega mikið, en þakkar jafnframt fyrir alla athyglina og samverustundirnar í gegnum árin. Þínar Ásta og Hrund. Þá breyttist í gleði, kvöl og kross nú kvíðir hún engu lengur Með eilífðar-vissunnar ástarkoss hún örugg til hvílunnar gengur. (G.G. skólaskáld.) Samvistir og skilnaður eiga sér ýmsar leiðir. Eðli einstaklinganna er ólíkt frá einum til annars og við- brögðin við atburðarás lífsins breyti- leg milli manna. Mér kemur þetta í hug, þegar ég sest niður til að ski-ifa nokkur kveðjuorð um látna vinkonu, sem kom inn í líf barnanna og okkar hjóna á miðjum aldri hennar og okk- ar. Ásta Jónsdóttir fæddist á Stokks- eyri 29. apríl 1916, sjötta barn hjón- anna Jóns Jónassonar og Þóru Þor- varðardóttur konu hans. Þau hjón voru bæði Árnesingar og átti Ásta því rætur sínar í traustu bændasam- félagi víðsvegar um sveitir Ár- nessýslu. Framan af ólst hún upp í stórum systkinahópi. Tvö systkini sín missti hún á barnsaldri. Hafði það mikil áhrif á hana sex ára gamla, þegar bróðir hennar, þá sextán ára, fórst í lendingunni við Stokkseyri. Hún var þrettán ára er heimili þeirra og verzlun föðurins brann til kaldi-a kola 1929. Komst hún undan með al- eigu sína, sviðna sæng. Ári síðar flutti fjölskyldan til Reykjavíkur á Alþingishátíðarárinu 1930 og bjó hún þar alla tíð síðan. Ásta hóf nám í hjúkrun að skólagöngu lokinni, en varð frá að hverfa. Hún fékk vinnu á frá Borgarnesi er Logi Jónsson, f. 1948, dósent við Háskóla íslands. Eiginkona hans er Guðrún Val- gerður Skúladóttir, f. 1948, vísindamað- ur við Háskóla Is- lands. Dætur þeirra eru Ásta, f. 1980, og Hrand, f. 1983, fram- haldsskólanemar. Ásta ólst upp á Stokkseyri en flutti með foreldrum sín- um til Reykjavíkur 1930, eftir að verslun þeirra og íbúðarhús á Stokkseyri brann. I yfir 40 ár starfaði hún sem bókari og sfðan gjaldkeri hjá O Johnson & Kaaber og síðan Heim- ilistækjum. Frá 1983 hlúði hún að sonardætrum sínum og bar stolt starfsheitið amma. Útför Ástu Þóra fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. skrifstofu hjá mjólkursamsölunni og síðar hjá Ó. Johnson og Kaaber. Hjá því fyrirtæki og dótturfyrirtæki þess, Heimilistækjum, starfaði hún síðan um fjörutíu ára skeið. Henni voru þar fólgin trúnaðarstörf, sem hún rækti af húsbóndahollustu og trúnaði. Fjöldi starfsáranna ber því glöggt vitni. Þegar hún hætti þar störfum gerðist hún heimaverandi amma eins og hún sagði sjálf frá. Áð- ur en að þessu kom hófust kynni okk- ar. Ásta eignaðist son 1948 með Jóni Magnússyni, ættuðum úr Borgar- nesi. Drengurinn hlaut nafnið Logi og ólst upp hjá einstæðri móður sinni. Fjölskyldusamheidnin kom þeim mæðginum til góða og naut Logi atlætis móðursystur sinnar og hennar fjölskyldu í ríkum mæli fram- an af árum. Til að stytta söguna. Logi lauk stúdentsprófi samtímis Guðrúnu, elstu dóttur okkar hjónanna, og úr því varð hjónaband, sem tengdi Ástu og okkur fjölskylduböndum. I upp- hafi gat ég þess að einstaklingseðli réði miklu um kynni og samvistir manna. Þegar ég nú leiði hugann að þessu er mérjjóst hve mikið eða h'tið ég kynntist Ástu á þessu þriðjungs aldar æviskeiði. Ásta var dul um sig og sína hagi. Hún var áreitnilaus og umburðarlynd. Trygglyndi var henni í blóð borið. Félagslynd var hún og glaðvær svo sem era ættmenni henn- ar, er ég hefi kynnst. Fjölskyldut- engslin hafa æxlast í stórfjölskyldu með bömum okkar og bamabörnum. Þannig var Ásta orðin Ásta amma allra barnabarnanna, jafnt okkar barnabarna og sonardætra hennar, Ástu og Hrandar. Mér er einnig ljóst að eðlisgreind og meðfætt umburð- arlyndi gerði henni kleift að vingast við yngri kynslóðina, vini, kunningja og skólafélaga barna okkar. Mér er einnig ljóst, að ég hefði sjálfur þurft að vera opnari til að kunnugleiki okkar hvors um annað hefði orðið meiri. Mér vex ef til vill sá kunnug- leiki við að horfa til baka og rifja upp fjölda samverustunda og skraf um landsins gagn og gaman, um leiklist- arviðburði og bóklestur, vegna þess að Ásta hafði skoðanir á hlutunum og gat rætt þær ástríðulaust af viti, fullri reisn og staðfestu. Að skilnaði þakka ég samveru- stundirnar og lýk mínum kveðjuorð- um með tilvitnun úr ljóði Guðmundar skólaskálds. Og sálir okkar allra fjær og nær sem unnum þér, í kærleik saman renna er strýkur mjúka strengi sorgarblær og stillt við rúm þitt síðast ljósin brenna. Skúli H. Norðdahl. Okkur systkinin langar til að minnast þín Ásta „amma“. Yið mun- um hvað þú varst okkur alltaf góð. Við munum þegar þú bauðst okkur ömmufaðminn þegar við höfðum engan. Við munum hlýju sokkana og vettlingana sem þú prjónaðir fyrir okkur. Við munum þig og Manna, hvað þið vorað okkur kær. Við mun- um hvað það var gaman að tala við þig. Við munum hvað það var gaman að vera með þér. Við munum hvað það var gott að vera nálægt þér. Við munum hvað þú varst alltaf fín og með fallegt hár. Við munum hvað þú hafðir gaman af fólki og vildir vera þar sem fjörið var. Við munum hvað þú hafðir gaman af að ferðast. Við munum hvað þú hlustaðir vel. Við munum húmorinn þinn. Við munum þig í afmælinu hans Hauks. Við mun- um þig alltaf. Takk fyrir allt. Við söknum þín. Halldóra, Arnar og Haukur. Ásta Jónsdóttir, mikil heiðurs- kona, hefur kvatt. Ég hitti Ástu fyrst þegar einkasonur hennar, Logi, og Guðrán, besta vinkona mín úr bernsku, vora að draga sig saman sumarið 1967. Síðan þá hefur mér eiginlega alltaf þótt Ásta vera vin- kona mín líka, enda tók Ásta öllum þeim sem tengdust Guðrúnu, tengdadóttur hennar, tveimur hönd- um. Nærvera Ástu var einkar góð, hún hafði fágað fas, sem endurspegl- aði íhygli og ró, á stundum varð hún kankvís og naut þess að slá á létta strengi. Eg minnist slíkrar stundar síðastliðið nýárskvöld. Ásta hafði þá dvalið í stuttan tíma á sjúkrahúsi til rannsókna, en var í leyfi heima yfir hátíðamar. Hún var í raun mjög máttfarin og eflaust þjáð af einhverj- um verkjum, þótt hún segði að verkjalyfin dygðu sér bara nokkuð vel. Én það var bjart yfir henni, hún kvaðst njóta þess að vera heima með fólkinu sínu og fólkið hennar ljómaði yfir því að hafa hana heima og bar hana á höndum sér. Ásta dvaldi síðan á sjúkrahúsi fram undir lok janúar er hún útskrif- aðist til síns heima eftir nokkra töf á útskrift. Guðrún, tengdadóttir henn- + Hildur Eiríksdóttir fæddist á Rifi á Melrakkasléttu 27. des- ember 1910. Hún lést á heimili sínu Valhöll á Raufarhöfn 10. apr- fl sfðastliðinn. títför hennar fór fram frá Rauf- arhafnarkirkju 18. aprfl. Þá er stundin komin, mín kæra frænka, að þú hefur yfirgefið þennan heim og haldið á vit þess nýja. Hún Hilla frænka mín var merkileg kona. Hún gerði við allt sem þurfti að gera við, hvort heldur var húsið, bfllinn eða girðingin og var hún alltaf með hamarinn og sögina við hendina. Að ógleymdu því að hún gerði við sum- arhúsið, Skálaborg sem stendur við lónin við Blikalón. Ekki vora fáar ferðirnar sem farnar vora á pramm- anum yfir lónin í heimsókn á Skála- borg. Þar vora alltaf góðar veitingar, pönnukökur og Skálaborgardrykk- urinn, soðið vatn með mjólk og mikl- um sykri. Hitaði frænka vatnið á gamalli kabyssu og alltaf var það fyrsta verkið þegar komið var á Skálaborg að fara niður í fjöra og sækja spýtur sem voru settar í stafla úti við hús og fékk maður oft að setja eina og eina spýtu í kabyssuna. Hún Hilla frænka var ætíð glettin ar, var mjög miður sín yfir þessari töf, því það átti að halda upp á afmæli yngri sonardótturinnar þessa síð- ustu helgi janúarmánaðar og öllum á heimilinu mikið í mun að amman á ^ bænum gæti tekið þátt í afmælis- haldinu. Asta náði heim í afmælið og auðnaðist að vera heima nær því yfir lauk með ómældri umhyggju ailrar fjölskyldunnar. Ásta sýndi af sér ótrúlegt harð- fylgi í veikindum sínum, stóð meðan stætt var og hélt reisn sinni alla sína vegferð. Það kom fyrir, þessa síðustu mánuði, að Ásta færði það í tal við mig að henni fyndist ef til vill of mik- ið á börnin sín lagt „að sinna sér svona mikið“. En hún fann það um leið að sú umönnun var veitt af ein- lægri gleði og samsinnti því í raun í ^ samræðum okkar þegar ég taldi mig vita fyrir víst að börnunum hennar, Guðránu og Loga, þætti öll sú hjálp sem þau veittu henni sjálfsögð, hún væri svo mikill hluti af þeim. Ég minnist sérstaklega á þessari stundu fundar okkar Ástu einn góðv- iðrisdag sl. vetur. Þetta var sólskins- bjartur og óvenju hlýr dagur þar sem Ásta kom gangandi eftir Haga- melnum. Það sló bjarma á þykkt grátt hárið, hún var tíguleg og vel upp færð að vanda, hæg í spori en af- skaplega bjartleit. Jú, hún hafði ákveðið að fá sér smágöngu, hún hafði ekið með „krökkunum“ út að Hótel Sögu og nú ætlaði hún að rölta út í Melabúð. „Ætli ég hafi ekki.- — þennan spöl af,“ sagði hún á sinn kankvísa hátt og hló við. Á þessum góðviðrisdegi var hún ekki að sýta það að mátturinn færi þverrandi, heldur naut birtunnar sem hún var umlukin. Það var gott að deila þess- ari sólskinsstundu með Ástu sem og ótal öðrum í gegnum tíðina. Fyrir þær þakka ég af heilum hug. Blessuð sé minning Ástu Jóns- dóttur. Margrét Gústafsdóttir. og gamansöm og gerði grin að ná- unganum og ekki hvað síst að sjálf- um sér. Mér þótti vænt um að hitta þig síðasta sumar og að sjá, að þrátt fyrir þín veikindi varstu hress og kát og gerðir að okkur báðum grín. Megi góði Guð geyma þig og veita nöfnu minni styrk. Gunnur Árnadóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. £ Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan -ý sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja F' -S UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ÁSTA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR HILDUR EIRÍKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.