Morgunblaðið - 19.04.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 53
Danir, Færeyingar
og sjálfstæðisbarátta
Islendinga
SEM íslendingur,
Norðurlandasinni og
vinur bæði Færejdnga
og Dana, get ég ekki
lengur orða bundist.
Mér finnast samskipti
þessara frændþjóða
og vinaþjóða okkar
vera að lenda inn í
blindgötu sem er okk-
ur Norðurlandabúum
ekki samboðin.
Eins og ég lít á
málin hefur meirihluti
færeysku þjóðarinnar,
í annað sinn að
minnsta kosti á þess-
ari öld, látið með til-
tölulega skýrum hætti
í ljós þann vilja sinn að stefna að
fullu sjálfstæði.
Núverandi og réttkjörin stjórn-
völd Færeyja hafa því óumdeilan-
legt umboð frá færeysku þjóðinni í
kjölfar síðustu kosninga, til að fara
til viðræðna við dönsk stjórnvöld
og leita eftir samkomulagi um fyr-
irkomulag sjálfstæðisþróunar
Færeyja. Niðurstaða slíkra samn-
inga verður svo lögð fyrir fær-
eysku þjóðina í þjóðaratkvæða-
greiðslu þannig að ýtrustu kröfum
lýðræðislegrar aðferðafræði verð-
ur fylgt.
Dönsk stjórnvöld, ekki bara
eiga, heldur verða, að virða þá
staðreynd að það er skylda núver-
andi landsstjórnar Færeyja, helg-
uð af úrslitum síðustu kosninga
þar, að leita eftir þessum samning-
um.
Þá kemur að hinum siðferðilegu
skyldum Dana í þessu ljósi. Þá og
því aðeins verður vilji færeysku
þjóðarinnar virtur í reynd ef Danir
ganga með því hugarfari að samn-
ingaborðinu að það sé nú þeirra
lýðræðislega og siðferðilega skylda
að leggja, sanngjarn-
an og drengilegan
samning, grundvöll að
eðlilegri sjálfstæðis-
þróun færeysku þjóð-
arinnar, á borðið til
ákvörðunar í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Að-
eins þannig fær hinn
raunverulegi vilji
Færeyinga, mældur í
ljósi sanngjarnra skil-
mála, að líta dagsins
ljós.
Það tók Islendinga
og Dani áratugi, í
reynd meira en öld,
talið frá árabilinu
1830-40 til 1968 þegar
fyrstu íslensku handritin komu
heim, að leysa til fullnustu sín
samskiptamál. En það tókst og
meira en tókst. Ég leyfi mér að
segja að sagan af sjálfstæðisþróun
íslands frá Danmörku og reyndar
einnig Noregs frá Svíþjóð sé
skólabókardæmi um hvernig skyn-
semin geti að lokum ráðið og sann-
girni og góður vilji varðað gæfu-
veginn fyrir þjóðir heimsins, ef vel
tekst til. Mér þykir einna vænst
um Dani allra þjóða og tala dönsku
af lífs og sálar kröftum með sér-
stakri ánægju þegar tilefni gefst.
Astæðan er ekki síst virðing mín
og þakklæti fyrir það að Danir
sýndu, þrátt fyrir allt að lokum
sanngirni og víðsýni í samskiptum
við okkur íslendinga á um það bil
aldarlangri vegferð okkar til sjálf-
stæðis. Hápunktur þeirra sam-
skipta var þó sá nánast einstæði
atburður í samskiptum þjóða þeg-
ar Danir skiluðu heim til íslands
öllum helstu handritum íslend-
ingasagnanna. Vegna þessa er
bjart yfír samskiptasögu íslend-
inga og Dana þegar öll kurl koma
Steingrímur J,
Sigfússon
Islenska
líkanið!
DAGANA 4. og 5.
maí verður haldin í
Kaupmannahöfn ráð-
stefna sem ber heitið
„Yfír mörkin". Þar
verður fjallað um karla
og konur í stjómmál-
um, launavinnu og dag-
legu lífi, breytingar,
væntingar og stöðu
kynjanna. Undirritað-
ur á að hafa þar fram-
sögu í vinnuhóp sem
fjallar um efnið „karlar
milli launavinnu og um-
hyggju.“
Þegar þetta var
ákveðið fyrir nokkrum
vikum reiknaði ég með að geta notað
að stærstum hluta gamlar harmatöl-
ur um afleita stöðu fjölskyldumála á
íslandi og sérstaklega afleita stöðu
íslenskra feðra. Svo héldu Geir
Haarde, Ingibjörg Pálmadóttir og
Páll Pétursson blaðamannafund og
boðuðu miklar breytingar. Lenging
fæðingarorlofs, tekjutenging
greiðslna, sjálfstæður réttur feðra og
mæðra og skipting í þrjá hluta. Þrír
mánuðir fyrir feður, þrír fyrir mæð-
ur og þrír sem foreldrar geta skipt á
mili sín. Ég sendi strax tölvupóst á
starfsfélaga og aðra áhugasama í út-
löndum og sagði þessi merku tíðindi.
Þá varð til nýtt hugtak í umræð-
unni á Norðurlöndum. Ég fékk til-
kynningu um breytingar á þeim
vinnuhóp sem ég á að taka þátt í. Nú
á ég að gera grein fyrir „íslenska lík-
aninu“ varðandi fæðingarorlof og fæ
lengri tíma en aðrir
frummælendur. Og það
sem meira er, hinir
frummælendumir eru
beðnir um að haga sín-
um framsöguerindum
þannig að þeir ræði
hvemig önnur Norður-
lönd geti best staðið að
því að aðlaga sín kerfi
„íslenska líkaninu“.
Hugsunin á bak við það
fmmvarp sem ráðherr-
arnir kynntu er því orð-
in fordæmi, gefur tón-
inn í norrænni umræðu.
Undirritaður hefur
ekki oft séð ástæðu til
að mæra ráðamenn fyrir frammi-
stöðu í fjölskyldu- og jafnréttismál-
Fæðingarorlof
Nú á ég að gera grein
fyrir „íslenska líkaninu"
varðandi fæðingarorlof,
segir Ingdlfur Y. Gísla-
son, og fæ lengri tíma
en aðrir frummælendur.
um. Nú er hins vegar full ástæða til
þess. „íslenska líkanið“ er útflutn-
ingsvara!
Höfundur er félagsfræðingur.
Ingólfur V. Gíslason
Frændþjóðir
Nú er mín bón til
danskra stjórnvalda sú,
segir Steingrímur J.
Sigfússon, að menn
dragi lærdóma af sögu
farsælla samskipta
Islendinga og Dana
og komi fram af sann-
girni og drengskap
við Færeyinga.
til grafar. Nú er mín bón til
danskra stjórnvalda sú að menn
dragi lærdóma af sögu farsælla
samskipta Islendinga og Dana og
komi fram af sanngirni og dreng-
skap við Færeyinga þannig að
hver sem útkoman verður í þeirri
ákvörðun sem Færeyingar geta
einir tekið um eigin framtíð, verði
áfram til staðar grundvöllur vin-
áttu og góðra samskipta.
Ef Færeyingar telja sig nauð-
beygða til að fella sjálfstæðissamn-
ing vegna ósanngjarnra og óhag-
stæðra skilyrða myndi það að
sjálfsögðu valda sársauka og vænt-
anlega langvinnum deilum. Ef þeir
veldu, þrátt fyrir drengilega og
sanngjarna skilmála fyrir sjálf-
stæði af hálfu Dana, eftir sem áður
að viðhalda einhvers konar ríkja-
sambandi, væri sómi Dana að
sama skapi meiri. Ef Færeyingar
kjósa hins vegar sjálfstæði, undir
hvaða skilyrðum sem er, þá er það
þeirra réttur og sagan kennir okk-
ur að þá er veglyndi gamallar
herraþjóðar skynsamleg ákvörðun
og góð fjárfesting, fjárfesting fyrir
framtíðina.
íslendingum hefur vegnað vel og
það hefur reynst okkur farsælt að
standa á eigin fótum sl. 56 ár frá
því Island varð lýðveldi 1944. I
reynd höfum við þó borið ábyrgð á
eigin málum frá 1918. Danir hafa
sannarlega verið lausir við allar
byrðar í samskiptum við okkur.
Þeir hafa notið þess að hafa sterk
viðskiptaleg tengsl og vaxandi
markað á Islandi síðustu áratugi.
Frá mínum sjónarhóli, og stutt af
reynslu sögunnar, ætti það því að
geta verið hagstætt báðum, Dön-
um og Færeyingum, að semja um
sanngjarna aðlögun hinna síðar-
nefndu að því að fjárframlög frá
Danmörku deyi út samhliða því að
færeyska þjóðin axlar fullnaðar-
ábyrgð á eigin framtíð. Það gerir
hún auðvitað ekki ein í heiminum
heldur umkringd frændum og vin-
um. Ég skora að lokum, og af
gefnu tilefni, sérstaklega á forsæt-
isráðherra Danmerkur, Poul Ny-
rup Rasmussen, að endurmeta
áherslur sínar í þessu máli.
Höfundur er alþingismaður.
OAmantaAúsiá
Urval fermingargjafa
DEMANTAHÚSIÐ
Nýju Kringlunni, sfmi 588 9944
Spánsk gæða-
jógúrt komin
til að vera!
NOKKRAR umræð-
ur hafa orðið hér á síð-
um Morgunblaðsins
um spánsku Pascual
jógúrtina sem Innnes
hóf að flytja inn í des-
ember síðastliðnum.
Þessi jógúrt hefur
fengið mjög góðar við-
tökur neytenda og fyr-
ir vikið hefur verið
ákveðið að flytja inn
fleiri tegundir hennar,
þar á meðal fitulitla og
fitusnauða jógúrt.
Spurt hefur verið
hver sé munurinn á
Pascual-jógúrt og
þeirri jógúrt sem fram-
leidd er hér á landi. Meðal annars
hefur fólk tekið eftir því að geymslu-
þol Paseual-jógúrtar er lengra en
þeirrar íslensku.
Jógúrt
Pascual-jógúrt er unnin
með nýrri byltingar-
kenndri framleiðsluað-
ferð, segir Sigurður
Gunnlaugsson. Hún
er snögghituð og síðan
snöggkæld.
í grunninn er Pascual-jógúrt
framleidd með nákvæmlega sama
hætti og annars staðar, þar á meðal
á Islandi. Hjá Pascual er fyrsta
flokks nýmjóík gerilsneydd og hún
síðan blönduð jógúrtgerlum og
ferskum ávöxtum, sem er sérstaða
Pascual. Gerjunarferlið er hefð-
bundið og tekur u.þ.b. 12 klst. Að
lokinni gerjun fer íslenska jógúrtin
í verslanir og hefur allt að 28 daga
geymsluþol í kæli. Pascual-jógúrtin
er aftur á móti unnin með nýrri
byltingarkenndri framleiðsluað-
ferð, það er jógúrtin er snögghituð
og síðan snöggkæld (leifturhitun).
Við það stöðvast öll gerjun og hægt
er að geyma jógúrtina í 6 mánuði -
hvort sem er í kæli eða við stofu-
hita. Engum rotvarnarefnum er
bætt við Pascual-jógúrtina, enda
gerist þess ekki þörf þegar þessari
framleiðsluaðferð er beitt.
Margir kostir
Kostimir við lengra geymsluþol
og að varan þarf ekki stöðuga kæl-
ingu eru fjölmargir eins og gefur að
skilja. Meðal annars er ekki hætta á
ofgerjun eins og getur gerst með við-
kvæmari kælivörur. Því er gott að
hafa Pascual-jógúrt með á ferðalög-
um, hafa hana tiltæka í sumarbú-
staðnum eða bara eiga nóg til án þess
að hafa miklar áhyggjur af síðasta
Súrefnisvörur
Karin Herzog
SUhouette
neysludegi. En ekki
skiptir minna máli að
Paseual-jógúrtin held-
ur öllum eiginleikum
sínum þótt hún hafi
langt geymsluþol.
Pascual-jógúrtin er létt -
og auðmeltanleg, sem
leiðir til jafnvægis í
meltingu. Til að geta
melt fæðuna þurfa
meltingarfæri okkar að
brjóta hana niður í ein-
föld efni. Prótein eru
brotin niður í amínó-
sýrur, fita í fitusýrur og
kolvetnum er breytt í
einsykrur. Gerjun bæði
auðveldar og styttir
þetta ferli og er ein helsta ástæða
þess hvað jógúrt er vinsæl fæðuteg-
und. Pascual-jógúrt hreinsar einnig
meltingarveginn og er mjög auðug
af bætiefnum og kalki þar sem hún
er eingöngu búin til úr fyrsta flokks .
nýmjólk.
Úrval og samkeppni
Pascual er vinsælt vörumerki víða
um heim og fylgir framleiðslan
ströngustu kröfum sem gerðar eru
til framleiðslu á mjólkurvörum, jafnt
í Evrópu sem Norður-Ameríku. Því
til staðfestingar má geta þess að
Pascual er eini evrópski mjólkur-
framleiðandinn sem hlotið hefur við-
urkenningarstimpil (Grade A)
bandarísku matvælastofnunarinnar
(FDA). Þegar Innnes hóf að flytja '
inn Pascual-jógúrt í desember síð-
astliðnum var byrjað með fjórar
bragðtegundir af algengustu jógúrt-
inni. I byrjun maí kemur Pascual-
léttjógúrt á markaðinn. Ennfremur
er beðið eftir afgreiðslu Hollustu-
vemdar á umsókn um innflutning á
fitusnauðri jógúrt.
Paseual-jógúrt er seld hér á svip-
uðu verði og íslenska jógúrtin. Það
tekst þrátt fyrir að greiða þurfi 61 kr.
verndartoll til ríkisins af hverju kg.
Skortur á samkeppni leiðir til
stöðnunar og hækkandi söluverðs
eins og dæmin sanna. Pascual-jóg-
úrtin veitir íslenskum mjólkuriðnaði
heppilegt aðhald án þess þó að ógna
tilverurétti hans. Með samkeppni fá
neytendur meira val, betri þjónustu
og lægra verð. Það er eftirsóknar-
verður ávinningur fyrir neytendur.
Höfundur er markaðsstjóri
Innnes ehf.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Oðuntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Sigurður
Gunnlaugsson
Uinalínan
er opin á hverju kvöldi frá kl. 20-23
- Ókeypis símaþjónusta
-100% trúnaður
- sími 800 6464
- Uinalína Rauða krossins
þegar þú þarft á uini að halda
*