Morgunblaðið - 19.04.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 19.04.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 59 AFMÆLI FRÉTTIR TRYGGVI HELGASON Tryggvi Helgason til heimilis í Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund, áður Austurbrún 2 hér í borg, bróðir undirrit- aðs, verður 100 ára í dag, 19. apríl og hefur því lifað nálega alla þessa öld og víða má sjá spor hans meðal þjóðar- innar, en flestir eða allir samferðamenn hans og samstarfsmenn frá fyrri tíð eru nú fallnir frá. Langar mig til að rekja hér nokkur atriði úr lífi hans og styðst þar mest við munnlega frásögn Tryggva og eigið minni. Tryggvi Helgason er frá Lykkju á Akranesi, fæddur þar 19. apríl árið 1900, á sumai-daginn fyrsta. Hann er 4. í röðinni af 13 börnum hjónanna Guðrúnar Illugadóttur frá Stóra- Lambhaga, Skilmannahreppi, og Helga Guðbrandssonar frá Klafa- stöðum í sama hreppi. Tryggvi fór snemma að taka þátt í lífsbaráttu fjölskyldunnar eins og þá tíðkaðist meðal alþýðufólks og var sex sumur í sveit, frá 10 til 15 ára ald- urs. Hann var öll árin hjá Þorvaldi bónda og hreppstjóra í Belgsholti í Melasveit, sem var ókvæntur, en systir hans var innan stokks hjá hon- um á þessum árum. Þetta var talið vel stætt heimili og heimilisbragur góð- ur, en allan tímann var Tryggvi þó vakinn um kl. 7 á morgnana til að vinna og kaupgjaldið var naumast annað er brýnustu lífsnauðsynjar. Tryggvi var í barnaskólanum á Akranesi frá 10 ára til 14 ára aldurs eins og skólaskyldan var þá og í ungl- ingaskólanum hluta úr vetri. A næsta ári fór Tryggvi til Reykjavíkur til að leita sér atvinnu og var eitt sumar við fiskverkun á Kirkjusandi, líklega hjá Islandsfélaginu. Upp frá þessu fór Tryggvi á fiskiskútur, sem gerðar voru út frá Reykjavík og var á skút- um flestar vertíðir næstu þrjú árin eða svo en um það leyti var skútuút- gerð í Reykjavík að ljúka. Á næstu árum var Tryggvi einkum á togurum hér, og eina vertíð var hann á enskum togara frá Grimsby. Á vetrarvertíð- inni 1922 var hann landformaður á mb. Heru Ak., sem gerð var út frá Sandgerði. Þegar kallað var til róðrar 15. febrúar þennan vetur var einn sjó- mannanna forfallaður. Samkvæmt ráðningarsamningi Tryggva mátti kalla hann á sjóinn í slíkum tilvikum, en ekki kom til þess í þetta sinn án þess að vitað væri um ástæðu til þess. I þessari sjóferð fórst Hera með allri áhöfn, 7 mönnum. Á árunum 1924 og ’25 tók Tryggvi saltfisk til þurrkunar hjá Kveldúlfi og Alliance, fyrra árið á fiskireit sem hann leigði á Kii’kjusandi, en síðara árið á sjávarkambi í landi Lamba- staða á Seltjarnarnesi, og systkini hans unnu hjá honum við þetta, eink- um síðara árið. Tölu- vert var upp úr þessu að hafa og kom það sér vel fyrir fjölskylduna, sem þá var að flytja bú- ferlum af Skaganum til Reykjavíkur. Ekki gat orðið framhald á þess- ari starfsemi. Þegar hér var komið sögu, gerðist Tryggvi starfsmaður hjá tog- araútgérðinni Sleipni hf., sem Blöndahlsfeðg- ar Magnús og Sigfús veittu forstöðu og gerði út 2-3 togara. Þeir komu sér upp útgerðarstöðinni Haga á Melunum. Tryggvi mun fyrst hafa verið aðstoðarverkstjóri með Elíasi Högnasyni (bróður séra Sveinbjarn- ar), sem var aðalverkstjóri og því næst varð Tryggvi verkstjóri á neta- verkstæði sömu aðila, sem var til húsaíHaga. Tryggvi hætti störfum hjá Sleipni árið 1930 og þá um sumarið, alþingis- hátíðarárið, stjómaði hann skemmti- báti, sem hafður var á Þingvallavatni þetta sumar. Um haustið fór hann norður í land og var til heimilis í Hrís- ey næstu þrjú árin eða svo og fékkst þá aðallega við útgerð á litlum þilfar- sbáti til botnfisk- og síldveiða. Frá Hrísey fluttist hann svo til Akureyrar árið 1933 og stundaði þar ýmsa vinnu, ýmist á landi eða sjó og á stríðsárunum var hann mikið á stórum skipum, bát- um eða togurum, sem að mestu voru gerð út frá Akureyri og sigldu með af- lann til Bretlands. Þótt margir voveif- legir atburðir gerðust í siglingum Is- lendinga á þessum árum, komust skip Akureyringa jafnan heil í höfn. Upp úr stríðinu stóð Tryggvi ásamt nokkrum af félögum sínum, mest sjómönnum, að kaupum á ein- um af Svíþjóðarbátunum svo nefndu, 90 smálesta báti, sem skírður var Auður, og gerðist forstöðumaður út- gerðarinnar og mun hann hafa haldið því áfram í einn áratug, en þá var bát- urinn seldur. Um það leyti sem út- gerð þessi hófst fóru síldveiðar fyrir Norðurlandi að hrynja og barðist út- gerðin á Auði því lengst af í bökkum, en þó munu allir kröfuhafar fyrirtæk- isins hafa fengið sitt að lokum. Meðan Tryggvi var með þessa útgerð, var hann stundum, einkum á síldveiðum á sumrin, háseti á Auði, en að öðru leyti mun hann oft á þessum árum hafa borið skarðan hlut frá borði. En þáttur Tryggva Helgasonar í kaupum og útgerð Auðar voru ekki einu afskipti hans af útgerðarmálum á þessum árum, því þegar ríkisstjóm- in, nýsköpunarstjómin, hafði fmm- kvæði að kaupum á togumm eftir stríðið, átti Tryggvi frumkvæði að því í bæjarstjóm Akureyrar, þar sem hann var bæjaríúlltrúi, að bærinn beitti sér fyrir kaupum á einhverjum af þessum togurum. Mikil andstaða var við þessa hugmynd, ekki síst frá ýmsum af helstu ráðamönnum bæj- arins, en vegna ötullar framgöngu Tryggva og fleiri bæjarfulltrúa, náð- ist meirihluti fyrir tillögunni. Síðan fóm kaupin fram í fyllingu tímans og vom þrír togarar keyptir þá og sá 4. síðar. Hlutafélag var stofnað, er hlaut nafnið Útgerðarfélag Akureyringa hf. að frumkvæði bæjarstjómar og með þátttöku bæjarsjóðs og er félag- ið enn í íúllum rekstri eins og kunn- ugt er. Síðan hafa flestir Akureyring- ar talið, að hér hafi verið stigið mikið heillaspor fyrir bæjarfélagið og íbúa þess, þar á meðal menn, sem beittu sér gegn málinu í byrjun. Trj'ggvi var í upphafi kjörinn í stjórn Útgerðarfé- lagsins og síðan var hann lengst af endurkjörinn meðan hann var búsett- ur áAkureyri. Snemma á Akureyrarámm sínum var Tryggvi kosinn formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar og síðan sí- fellt endurkjörinn og gegndi hann formannsstarfinu alls samfleytt um fjömtíu ár. Við stofnun félagsins var ástand kjaramála sjómanna þannig, að þeir vora eingöngu ráðnir upp á hlut og varð útkoman þannig þegar lítið fiskaðist, að sjómenn stóðu uppi allslausir eftir vertíðina. Þetta var ástæðan til þess, að Tryggvi beitti sér strax sem formaður sjómannafélags- ins fyrir því, að sjómenn fengju ákveðna lágmarkstryggingu í formi umsaminna lágmarkslauna. Útgerð- armenn, a.m.k. sumir þeirra, bmgð- ust hart við þessu, sem var nýmæli í slíkum samningum. Þetta var á tím- um Norðurlandssíldarinnar og ver- tíðin framundan svo útvegsmenn sáu þann kost vænstan að semja um sanngjarna kauptiyggingu eftir fárra daga vinnustöðvun. Tryggvi var einn- ig um margra ára skeið í stjórn Sjó- mannasambands Islands og í samn- inganefnd þess og félags síns. Sagði Torfi Hjartarson mér, að þótt Tryggvi hefði verið fastur fyrir í samningum, hefði verið gott að vinna með honum, einkum við að skera á hnútinn þegar lokin nálguðust. Tryggvi starfaði einnig lengi í Sósíal- istaflokknum og Alþýðubandalaginu áAkureyri. Á seinni hluta starfsævi sinnar starfaði Tryggvi mikið, auk framan- greindra félagsstarfa, í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera, en þó í tengslum við félagsstörfin, svo sem byggðanefnd, sem Gísli Guðmun- dsson, alþingismaður veitti forstöðu, verðlagsnefnd um fiskverð og síldar- útvegsnefnd. Eins og áður greinir átti Tryggvi Helgason engan kost á skólagöngu að heitið gæti umfram það sem skóla- skyldan bauð, en hann nýtti sér eftir föngum skóla lífsins eftir ýmsumleið- um, enda minnið sérstaklega traust og námsgáfur góðar, enda vora nám- seinkunnir hans í skólanum á Akra- nesi með því hæsta er þar þekktist. Tryggvi Helgason var um langt árabil í sambúð með Sigríði Þor- steinsdóttur frá Reykjavík eða þar til hún lést 1982. Tryggvi eignaðist eitt barn með Valgerði Jónsdóttur, son- inn Hákon, cand. mag. í sögu, menntaskólakennara í Reykjavík. Sigurður M. Helgason. Utivistarferðir um bænadaga og páska FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til fjölmargra ferða um bænadaga og páska. Fyrst er að nefna helgarferð í Bása á Goðalandi við Þórsmörk. Þetta er skemmtiferð við allra hæfi þar sem í boði verða styttri og lengri gönguferðir og kvöld- vökur. Á sama tíma er ný skíðaferð á dagskrá þar sem ekið verður austur að Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð, og gengið þaðan upp í efsta skálann í Tindfjöllum og gist í tvær nætur. Á sunnudeginum verður gengið á skíðum inn á Tindfjallajökul m. a. stefnt á hæstu hnúkana ef færi gefst, Ými og Ýmu. Tvær lengri skíðagönguferðir verða í boði, annars vegar er ný skíðaferð á Fimmvörðuháls sem ekki er í prentaðri ferðaáætlun, en hins vegar skíðaganga suður Kjöl. Jeppadeild Útivistar hefur starfað með frá árinu 1995 og í ferðaáætlun Útivistar em margar jeppaferðir í boði. Páskaferð jeppadeildar er fimm dagar frá 20. -24. apríl og er farið austur og norður fyrir Hofsjökul. Dagsferð verður á slórdag 20. apríl þar sem gengið er á Búrfell í Grimsnesi og er brottför kl. 10.30. Búrfellið er tiltölulega auðvelt uppgöngu og það er mjög gott út- sýnisfjall. Á föstudaginn langa 21. apríl er dagsferð þar sem gengin er forn þjóðleið, Stapagata úr Vogum, yf- ir Vogastapa í Innri Njarðvík. í allar lengri ferðir þarf að bóka sig tímanlega á skrifstofu Útivist- ar á Hallveigarstíg 1. Útivistarfé- lagar greiða lægra fargjald en aðrir og gildir sá afsláttur einnig fyrir maka og börn félagsmanna. Ferðir Útivistar em kynntar á heimasíðu Útivistar, utivist.is OPIÐ YFIR PÁSKA Grétar Örvarsson og Bjarni Arason skemmta á iniðvikudagskvöld frá kl. 22 og föstudagskvöld frá kl. 00 til 04. Léttir sprettir skemmta laugardagskvöld frá kl. 22 og sunnudagskvöld frá kl. 24 til 04. G.R.L. skemmtir á annan í páskuin frá kl. 22 Aðgangur frá kl 23.00 kr. 600. Miövikudagur: Opiö frá kl. 12 til 03. Skírdagur: lok.iö. I iistudagurinn langi: I ok.iö til kl. 24, npiö til 04. I .uigaidagur: Opiö Ir.í kl. 12 lil 03. Páskadagur: Lokað til kl. 24, opið til kl. 04. Annar í páskum: Opið frá kl 18 til 02, A U G L V S 1 IM G A R ■■ FUNDIR/ MANIMFAGNAÐUR Aðalfundur Verndar Ein glæsilegasta verslunin Við Laugaveg með kvenfatnað, Gala tískuhús, til sölu S Frábærttækifæri og miklir mögul. til aö auka og/eða tengja saman við margs konar rekst- ur. y Viðskiptamannalisti og tímamót framundan. y 1. fl. og einstakl. vandaðar innréttingar f. 2 versl. y Auðveld til flutnings. S Einnig er húsnæðið til sölu. Hafið samband í síma 566 7273. Steypumót/vinnupallar Doka/Plettac Til sölu ný og notuð steypumót og vinnupallar. Formaco ehf., Gylfaflöt 24-30, sími 577 2050. Sjúkraþjálfunarstofa til sölu Sjúkraþjálfunarstofa í miðborginni er til sölu. Stofan er í fullum rekstri. Áhugasamir sendi nafn og símanúmertil aug- lýsingadeildar Mbl., merkt „Sjúkraþjálfun", fyrir 26. apríl næstkomandi. fangahjálpar verður haldinn í Skúlatúni 6 fimmtudaginn 27. apríl nk. kl. 18.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Fundarboð Framhaldsaðalfundur Styrktarfélags íslensku óperunnar verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl nk. kl. 18.00 í íslensku óperunni. Fundarefni: 1. Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum samþykktumfyrir íslensku óperuna sbr. lög nr. 33/1999. 2. Lagðar fram tillögur að samþykktum fyrir Vinafélag íslensku óperunnar. 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.