Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 62
62 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
i dag hciti
ég Kládía.
TOMORROW MY NAME U)ILL
PE 0PHELIA..A5 MV CHARACTER
6R0WS ANP MY BEAUTV
IWCREA5E5, 50 U)ILL MV
NAME5 CHAN6E...
-y-
Mér væri ekki
meira sama þó
þú hétir Ófelfa
1 THINK MAVBE 50
LUILL MV PE5K!
Á morgun verð ég Ófelía.
Þegar persóna mfn stækkar og verður
fallegri þá breytist nafnið einnig.
Ég hugsa að þannig fari
einnig fyrir borðinu mfnu.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
A hvaða
leið er íþrótta-
forystan?
Fyrirspurnir til forseta ÍSÍ
Frá Jóni Otta Jónssyni:
í ALLMÖRG ár hafa boltaíþróttafé-
lög og íþróttabandalög ástundað
leigu á erlendum íþróttamönnum.
Eg hef ekki skilið þörflna á að
styrkja þannig liðin í keppni um ís-
landsmeistaratitla.
Með þessu er íslenskum íþrótta-
mönnum ýtt frá keppni og mögu-
leikum á að hreppa titlana. Þar að
auki er gífurlegum fjármunum sóað.
Nú fyrir skemmstu keyrði um þver-
bak þegar kvennalið IBV varð Is-
landsmeistari í handknattleik. I liði
IBV voru fjórar erlendar leigustúlk-
ur, þrautþjáifaðar og með mikið út-
hald. Þar með var brotið blað í ís-
lenskri íþróttasögu, að hálferlent lið
hampar íslandsmeistaratitli. Vafa-
samur sómi fyrir IBV.
Ég spyr forseta ÍSÍ. Er þetta eft-
irsóknarverð þróun? Þessi mögu-
leiki hefur verið og er enn tjl staðar.
Knattspyrnulið Leifturs á Ólafsfirði
er að mestu skipað útlendingum.
Leiftur hafði möguleika á að ná Is-
landsmeistaratitli sl. sumar. Ég vil
spyrja forseta ÍSÍ. Finnst íþrótta-
forystunni þetta vera heppilegt eða
heiðarlegt fyrirkomulag gagnvart
innlendu íþróttafólki, sem leggur á
sig mikla fyrirhöfn í þjálfun og
ástundun og á þetta mest við um
boltafólk? Tugum ef ekki hundruð-
um milljóna króna er eytt í tilgangs-
lausa græðgi í titla.
Ég fylgdist með úrslitaleikjum
IBV og Gróttu-KR í sjónvarpinu.
Þar kom greinilega fram hve er-
lendu stúlkurnar í liði ÍBV höfðu
mikið úthald og snerpu. Gróttu-KR
stúlkurnar töpuðu niður unnum
leikjum þar sem þær stóðust ekki
úthaldskraft erlendu stúlknanna.
Sama útkoma var einnig í viðureign
ÍBV og FH í undanúrslitunum. An
erlendu stúlknanna hefði ÍBV stein-
legið fyrir FH-liðinu. Að vísu var ein
erlend stúlka með Gróttu-KR, en
það má sín lítils gegn fjórum hjá
IBV. í raun hefðu FH og Grótta-KR
átt að keppa til úrslita í handknatt-
leik kvenna. Hvernig það hefði farið
er að sjálfsögðu óráðin gáta! Mér
skilst að þetta útlendingadekur
boltaíþróttasambandanna þriggja
KSÍ, HSÍ og KKÍ sé með löglegum
hætti. Ég vil því leggja spurningu
fyrir forseta ÍSÍ. Hversu langt skal
ganga í þessa átt? Verður þróunin
sú að yflrfylla liðin af erlendum
málaliðum? Enn ein spurning til for-
seta ÍSÍ. Mun stjórn ÍSÍ senda AI-
þingi áskorun um að fella framkom-
ið frumvarp um að leyfa iðkun
hnefaleika? Flutningsmenn nefna
þetta ólympíska hnefaleika. Ólymp-
ískir hnefaleikar eru eins og villi-
mannahnefaleikarnir, nær eingöngu
barsmíðar á höfuð mótherjans. Er
ekki óþarfi að beina ungu fólki að
slíkri iðkun þegar fyrir hendi er
fjöldi góðra og fallegra íþrótta-
greina eins og t.d. fimleikar - glíma
- sund - frjálsíþróttir - skíði -
skautar - badminton og borðtennis
svo nokkuð sé nefnt.
Ömurleg staðreynd er að meðal
áróðursmanna fyrir hnefaleikum
eru tveir þjóðþekktir menn, þeir
Ómar Ragnarsson fréttamaður og
Bubbi Morthens tónlistarmaður,
sem báðir eru ágætir hæfileikamenn
á öðrum sviðum. Það er kannski bor-
in von að fara fram á það við þá að
hætta þessum stuðningi við hnefa-
leikana. A.m.k. er afstaða þeirra í
þessu máli þeim ekki til vegsauka.
Það yrði skondin uppákoma ef til
þess kæmi að þörf yrði á að stofna
nýtt íþróttasamband íþróttafélaga
til þess að halda Islandsmeistara-
mót í boltagreinum fyrir íslendinga!
JÓN OTTIJÓNSSON,
íþróttaáhugamaður og fyrrver-
andi forystumaður í sundstarfi.
Sáttur?
Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
KONA NOKKUR í Þýskalandi var
með óeðlilega stórt nef. Hún var
ósátt við nefið og fór í sjúkratrygg-
ingarnar og fór fram á að þær borg-
uðu fyrir hana nefaðgerð. Sjúkra-
tryggingarnar sendu hana í staðinn
í meðferð hjá sálfræðingi þar sem
hún átti að læra að sættast við nefið.
Skemmst er frá því að segja að
hún sættist ekki við nefið og sjúkra-
tryggingarnar enduðu á að þurfa að
borga bæði fyrir meðferðina hjá sál-
fræðingnum og fyrir nefaðgerðina.
Ráðherrann okkar, Árni Mathies-
en, er í sömu sporum og þýsku
sjúkratryggingamar. Hann talar sí-
fellt um að sættir verði að nást um
stjórnun fiskveiða. Samt hafnar
hann öllum hugmyndum um breyt-
ingar, því að í rauninni vorkennir
hann okkur sem erum honum ekki
sammála, og það sem hann á við
með sáttum er að við verðum að
læra að sættast við gjafakvótann.
Fyrir Árna Mathiesen mun fara
eins og þýsku sjúkratryggingunum,
því við erum að berjast af hugsjón,
fyrir sjálft réttlætið, en ekki fyrir
auðæfum okkur sjálfum til handa.
Sagan kennir okkur að það er mun
öflugri hvati en græðgin.
GUÐMUNDUR ÖRN
JÓNSSON,
Laugalind 1, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.