Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 1

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 113. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pútín vill auk- in völd Moskvu. Reuters. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, lagði til í gær að gerðar yrðu róttækar breytingar á rússneska stjórnkerfmu til að styrkja tök hans á landinu. Pútín sagði í fyrsta sjónvarps- ávarpi sínu frá því hann tók formlega við forsetaembættinu í vikunni sem leið að hann vildi fá vald til að víkja héraðsstjórum landsins úr embætti. Þá lagði hann til að héraðsstjóramir fengju ekki sjálfkrafa sæti í efri deild þingsins, sambandsráðinu. Verði tillögurnar samþykktar verða þetta mestu breytingar á rúss- neska stjórnkerfinu frá því að Borís Jeltsín breytti stjórnarskránni árið 1993 eftir að hafa beitt hervaldi til að kveða niður uppreisn þingmanna. Pútín sagði að markmið sitt væri ekki að minnka völd héraðsstjór- anna, heldur að efla ríkisvaldið. „Þetta þýðir að við munum búa í sameinuðu og öflugu ríki, sameinuðu Rússlandi." Nokkrum klukkustundum áður hafði dúman, neðri deild þingsins, staðfest tilnefningu Míkhaíls Kasj- anovs, frjálslynds hagfræðings, í embætti forsætisráðherra með 325 atkvæðum gegn 55. Þótti atkvæða- greiðslan til marks um að forsetinn nyti mikils stuðnings á þinginu. ■ Nýr sigur/26 -----*-*-«---- Hermdarverkum afstýrt Bin Laden sagður á bak við samsærið New London. AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að yfirvöld í Jórdaníu hefðu hjálpað bandarískum rann- sóknarmönnum að afstýra hermdar- verkum hóps hryðjuverkamanna, sem tengdust Sádi-Arabanum Os- ama bin Laden og hefðu skipulagt sprengjuárásir á Bandaríkjamenn um síðustu áramót. „í samstarfi við Jórdana í desem- ber hindruðum við áform um að koma fyrir öflugum sprengjum á stöðum þar sem Bandaríkjamenn kynnu að safnast saman á gamlárs- dag,“ sagði Clinton. „Við komumst að því að samsærið tengdist hermd- arverkamönnum í Afganistan og samtökum Osama bin Ladens, mannsins sem ber ábyrgð á sprengjuárásunum árið 1998 á sendiráð okkar í Tansaníu og Kenýa, sem kostuðu Bandaríkjamenn og hundruð Afríkumanna lífið.“ Forsetinn bætti við að skömmu eftir að samsærið var afhjúpað hefðu bandarískir tollverðir fundið sprengiefni sem reynt hefði verið að smygla til Bandaríkjanna. „Þetta var samskonar sprengiefni og bin Laden notaði á öðrum stöðum.“ / Oeirðir í Breskir hermenn fella nokkra skæruliða í Sierra Leone Kaup- mannahöfn LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn beitti táragasi og hundum til að stía sundur stuðningsmönnum tyrk- neska knattspyrnuliðsins Galatas- aray og enska liðsins Arsenal þegar þeim laust saman fyrir úrslitaleik UEFA-bikarkeppninnar í gærkvöld. Tuttugu manns særðust í átökunum, þar af fimm aivarlega. Um þúsund Tyrkir og nokkur hundruð Eng- lendinga höfðu safnast saman á Ráðhústorginu þegar átökin hófust. Um 20 manns voru handteknir. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Galatasaray hampaði UEFA-bikarnum eftir að hafa sigr- að með 4 mörkum gegn einu í víta- spymukeppni. Þetta er í fyrsta sinn sem tyrkneskt lið sigrar í Evrópu- keppni í knattspymu og hundmð þúsunda manna streymdu út á götur í Tyrklandi til að fagna sigrinum. ■ Sigurinn/B4 Handtöku skæru- liðaleiðtogans fagnað lægt heimili hans í Freetown í gær- morgun og afhent hann vopnuðum sveitum sem eru hliðhollar stjórn landsins. Að sögn sjónarvotta var Sankoh afklæddur og barinn áður en hann var færður í herbúðir í borg- inni. Hann var síðan fluttur með þyrlu á „öruggan stað“ þar sem hann var í gæslu breskra hermanna eftir að þúsundir borgarbúa söfnuðust saman við herbúðirnar og hótuðu að drepa skæruliðaleiðtogann. „Þessi maður er djöfull og á ekki skilið að lifa,“ sagði einn borgarbúanna. Liðsmenn uppreisnarhreyfingai- Sankoh (RUF) hafa verið sakaðir um að hafa drepið þúsundir manna og af- limað fjölmarga vamarlausa borgara í átta ára uppreisn sinni. Sankoh var dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi árið 1998 en honum var veitt sakar- uppgjöf samkvæmt friðarsamningi, sem var undirritaður fyrir tæpu ári. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, fagnaði handtöku Sankoh og kvaðst vona að hún greiddi fyrir friði. „Uppreisnarmennirnir eru nú án leiðtogans og það vekur vonir um að okkur takist að koma á friði og stöðva sókn þeirra.“ 80 friðargæsluliðum sleppt Embættismenn í grannríkinu Líb- eríu sögðu hins vegar að handtakan myndi torvelda tilraunir þeirra til að fá uppreisnarmennina til að sleppa friðargæsluliðum sem hafa verið í haldi þeirra. Yfirmaður friðargæslu- liðsins sagði þó í gærkvöldi að um 80 friðargæsluliðanna hefðu verið leyst- ir úr haldi og leyft að fara yfir landa- mærin til Líberíu. Um 270 friðar- gæsluliðar eru enn í haldi upp- reisnarmannanna. Hermaður á alþjóðaflugvellinum í Freetown sagði að fjórir uppreisnar- menn hefðu fallið þegar liðsmenn RUF réðust á breska hermenn um 16 km austan við flugvöllinn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að m'ger- ískur friðargæsluliði og sex hermenn í stjórnarher Sierra Leone hefðu beðið bana í öðrum bardaga við upp- reisnarmenn norðan við Freetown. Freetown. Reuters, AFP, AP. ÞÚSUNDIR íbúa Freetown, höfuðborgar Vestur-Afríku- ríkisins Sierra Leone, streymdu út á götur í gær og fógnuðu handtöku skæruliða- leiðtogans Foday Sankoh sem hefur verið kennt um óöldina í landinu. Breskir hermenn börðust í fyrsta sinn við uppreisnarmenn ná- lægt alþjóðaflugvellinum í Freetown og felldu nokkra þeirra. Sankoh hafði verið í felum í Freetown í tíu daga þegar hann náðist. Ostaðfestar fregnir herma að fyrrverandi hermaður hafi náð honum ná- AP Reiðir borgarbúar flytja skæruliðaleið- togann Foday Sankoh til bandamanna stjórnarhersins í Sierra Leone eftir að hafa fundið hann nálægt heimili hans í Freetown. Atlögu Serbíustjórnar gegn fjölmiðlum mótmælt í Belgrad Aðgerðunum líkt við upphaf borgarastríðs Belgrad, Haag. AP, Reuters, AFP. STJÓRN Serbíu lét í gær til skarar skríða gegn serbneskum fjölmiðlum sem taldir eru vera á bandi stjómar- andstöðunnar í landinu og skipaði lögreglusveitum að loka skrifstofum dagblaðs og ljósvakamiðla sem höfðu gagnrýnt Slobodan Milosevic Júgó- slavíuforseta og stjóm hans. Hafa aðgerðir Milosevics verið fordæmd- ar harðlega heima fyrir og á alþjóð- legum vettvangi og sögðu leiðtogar serbnesku stjórnarandstöðunnar að með aðgerðunum hefði forsetinn í raun lýst yfir neyðarástandi í Serbíu. Líkti Vladan Batic, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, aðgerðunum við upphaf borgarastríðs í landinu. Fjölmenn mótmæli í Belgrad Allt að 30.000 stjórnarandstæð- ingar söfnuðust saman í miðborg Belgrad í gærkvöld til að mótmæla aðgerðunum og lokuðu götum að ráðhúsinu og þinghúsinu. Mótmælin vom friðsamleg í fyrstu en til átaka kom milli stjómarandstæðinga og lögreglumanna á tveimur stöðum ná- lægt fundarstaðnum. Óeirðalögregl- an stöðvaði einnig göngu stuðnings- manna knattspymufélags í borginni þegar þeir reyndu að fara í miðborg- ina til að taka þátt í mótmælunum. í bítið í gærmorgun réðust tugir lögreglumanna inn í byggingu Studio B sjónvarpsstöðvarinnar í hjarta Belgrad og gerðu eignir stöðvarinnar upptækar. Sama bygg- ing hýsir óháðu útvarpsstöðvamar B2-92 og Radio Index ásamt dag- blaðinu Blic, og fjölmennt lið óein- kennisklæddra lögreglumanna meinaði starfsmönnum þeirra að fara inn í bygginguna. Stjórnin sak- aði fjölmiðlana um að hvetja til til- raunar til að steypa henni af stóli. MORGUNBLAÐK) 18. MAÍ 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.