Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ I FRÉTTIR Greiðlega gengur að landa úr skipum af „svarta listanum“ Fá ekki löndun úr annarri veiðiferð Morgunblaðið/Kristján Um leið og Börkur NK lagðist að bryggju í Krossanesi í gærmorgun hófst löndun úr skipinu. SKIP sem komið hafa af kolmunna- veiðum hafa öll fengið löndun hjá þeim verksmiðjum sem verkfall bræðslumanna nær ekki til. For- maður Alþýðusambands Austur- lands segir að ekki sé tekið hart á löndun skipa sem voru á veiðum þegar verkfallið skall á en séð verði til þess að þau geti ekki landað ef þau haldi aftur til veiða eins og útlit er fyrir að sum þeirra geri. Samninganefndir starfsfólks átta fískimjölsverksmiðja á Norður- og Austurlandi beindu í fyrradag þeim tilmælum til annarra verkalýðsfé- laga sem hafa hafnarverkamenn innan sinna raða að ekki verði land- að úr skipum sem landa að jafnaði hjá þeim fiskimjölsverksmiðjum sem verkfallið beinist gegn. 28 á „svarta listanum“ Með beiðni samninganefndar Al- þýðusambands Austurlands er beð- ið um að ekki verði landað úr eftir- töldum 28 skipum: Sunnuberg NS, Börkur NK, Beitir NK, Birtingur NK, Bergur Vigfus NK, Súlan EA, Þorsteinn EA, Hólmaborg SU, Jón Kjartansson SU, Guðrún Þorkels- dóttir SU, Jóna Eðvalds SF, Húna- röst SF, Þórshamar GK, Þórður Jónasson EA., Björg Jónsdóttir ÞH, Hákon ÞH, Orn KE, Sveinn Bene- diktsson SU, Ásgrímur Halldórsson SF, ísleifur VE, Huginn VE, Gull- berg VE, Bjarni Ólafsson AK, Grindvíkingur GK, Svanur RE, Sig- urður Jakobsson ÞH, Guðmundur Ólafur ÓF og Arnþór E A. Þrátt fyrir þessa beiðni var í gær og fyrradag landað úr nokkrum þessara skipa, landað var úr Beiti í Vestmannaeyjum, Berki á Akureyri og Hólmaborg á Fáskrúðsfirði. Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, sagði í gær að félögin á þessum stöð- um þyrftu ákveðinn tíma til að taka afstöðu til málsins. Á honum var að heyra að ekki yrði farið í harðar að- gerðir til að stöðva landanir skipa sem voru á kolmunnaveiðum þegar verkfallið kom til framkvæmda. „Fari þau hins vegar aftur til veiða verður komið í veg fyrir löndun úr þeim hvar sem er,“ sagði Sigurður. Sagði hann að til væru löglegar leið- ir til þess enda væri löglega til verk- fallsins boðað og fyrirtækjunum óheimilt að koma sér undan þvi. Taldi hann líklegt að hafnarverka- menn um land allt mundu aðstoða verkfallsfólk við að koma í veg fyrir verkfallsbrot en ef það brygðist myndu verkfallsverðir fara á stað- inn til að stöðva löndun. Tók Sigurð- ur fram að þetta ætti einnig við um löndun úr þessum skipum í erlend- um höfnum. Fyrir lá í gær að einhver af skip- unum á „svarta listanum" héldu aft- ur til kolmunnaveiða, þrátt fyrir yf- irlýsingar samninganefndanna um að stöðva löndun úr þeim. Þannig var útlit fyrir að Beitir, Börkur og Hólmaborgin færu aftur á miðin. Freysteinn Bjarnason, útgerðar- stjóri Sfidarvinnslunnar hf. í Nes- VIÐA var kuldalegt á landinu í gær, snjókoma á Vestfjörðum og til fjalla norðanlands, en rigning eða slydda víða á Austurlandi. Á Vest- fjörðum var víða alhvít jörð í gær- morgun og hálka á Holtavörðu- heiði og Steingr/msfjarðarheiði. Þá var skafrenningur á Hrafnseyr- arheiði. Á Holtavörðuheiði lentu bflstjór- ar á vörufiutningabflum í vandræð- um vegna hálku og snjó og sendi Vegagerðin bfl á staðinn til aðstoð- ar. Ekki er vitað til að slys hafi orðið vegna hálkunnar á þessum heiðum, en alvarlegt slys varð á kaupstað, sagði ekki ákveðið hvað gert yrði en vakti athygli á að mögu- legt væri að láta Beiti veiða lítið magn til að landa á Norðfirði svo unnt yrði að halda gangandi til- raunavinnslu á kolmunna sem þar er unnið að. I gær samþykkti Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar að afgreiða ekki skip sem eru á „svarta listanum". I ályktun félagsins er vísað til lag- anna um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem segir að óheimilt sé að ganga í störf þeirra sem eru í verk- falli. Fjarðarheiði seinnipartinn í gær vegna hálku og krapa á veginum. I dag er síðan spáð norðan og norðvestan 10-18 m/s, slyddu eða snjókomu norðan til og slyddu með köflum austanlands. Víða er búist við vægu frosti norðanlands, en annars staðar 0 til 9 stiga hita og hlýjast suðaustanlands. Á föstudag er spáð léttskýjuðu víðast hvar á landinu, en rigningu vestanlands um kvöldið. Suðlægar og hlýrri áttir eiga að ríkja um helgina með vætu sunnan- og vest- anlands, en annars verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Stóra fíkniefnamálið Aðalmeð- ferð verði flýtt HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildí þá ákvörðun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að hefja ekki aðalmeð- ferð stóra fíkniefnamálsins svo- nefnda fyrr en í haust, að loknu rétt- arhléi sem stendur yfír í júlí og ágúst. Ákæruvaldið kærði ákvörðun dómarans og hefur Hæstiréttur úr- skurðað að aðalmeðferð málsins skuli hefjast fyrir réttarhlé. Ákæruvaldið kærði ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí sl. um að aðalmeðferð málsins skuli hefjast 11. september nk. kl. 9.15 og krafðist þess að lagt yrði fyrir hér- aðsdómara að hefja aðalmeðferð inn- an hæfilegs tíma, en þó ekki síðar en 15. júní nk. Hæstiréttur féllst ekki á þá rök- semd héraðsdómara fyrir frestun- inni að aðalmeðferð myndi hafa í för með sér verulega röskun á sumar- leyfum. Gæti það ekki talist viðhlít- andi ástæða til að fresta aðalmeðferð málsins lengur en nauðsyn bæri til. Hins vegar væri ekki unnt að leggja mat á hvort héraðsdómara mætti j véra fært að hefja aðalmeðferð innan þess tíma, sem sóknaraðili krefðist. Var því kröfu ákæruvaldsins hafnað að því leyti. --------------- Samiðn semur við ríkið SAMIÐN og samninganefnd ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning vegna félagsmanna sem starfa hjá ríkinu aðfaranótt sl. þriðjudags. Gildir samningurinn frá 1. maí 2000 til 31. mars árið 2004. Að sögn Þorbjörns Guðmundsson- ar hjá Samiðn var samið um nýtt launakerfi sem hefur það að mark- miði að félagsmenn í Samiðn hjá rík- inu búi við hliðstæð launakjör og kollegar þeirra á almenna markaðn- um. „Samningurinn opnar möguleika á gerð fyrirtækja- eða stofnanasamn- inga. Við erum mjög sáttir við þenn- an samning og teljum að hann muni geta skapað stofnunum tækifæri til þess að keppa um vinnuaflið,“ sagði Þorbjörn. Á næstu vikum verður hafist handa við að raða í þetta nýja launa- kerfi og á þeirri vinnu að vera lokið innan tveggja mánaða. Þar verður m.a. tekið mið af umfangi verkefna, hæfni, menntun, reynslu, góðum árangri, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Almennar launahækkanir í samningnum eru sambærilegar þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir á almenna vinnumarkaðinum- Viðræður standa enn yfir á milli Samiðnar og Reykjavikurborgar og er fundur boðaður í dag. Einnig standa vonir til að takast muni að ljúka virkjanasamningum á næstu dögum. Fleiri kærðir í fíknieí namálinu Akærðir fyrir pening-aþvætti EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra mun að lokinni rann- sókn sinni á fjármálahlið stóra fíkni- efnamálsins svonefnda ákæra fyrir peningaþvætti á annan tug manna til viðbótar þeim 19 sakbomingum sem ákærðir eru af hálfu ríkissaksóknara fyrir innflutning, sölu og dreifingu fíkniefnanna. Peningaþvættið sem ákært er fyrir varðar við ný peningaþvættisákvæði almennra hegningarlaga þar sem brot gegn þeim geta varðað allt að tíu ára fangelsi. Afrakstur af fíkniefna- brotunum er talinn nema hundruðum milljóna króna. Útgáfa ákæranna er hafin og verða þær birtar sakbom- ingum á næstu dögum og vikum. Að sögn Jóns H. Snorrasonar, sak- sóknara hjá rfldslögreglustjóra, var peningaþvættisákvæðið sett í hegn- ingarlög gagngert til að refsa þeim sem taka þátt í skipulagðri brota- starfsemi í fíkniefnaviðskiptum. Vorhret veldur bíl- stjórum vandræðum Sérblöð í dag 12 tói/U jí Viðskiptablað aösins Sérbtað um viðskipti/atvinnulíf Morgunblaðinu f dag fylgirtíma- ritið 24-7. Útgefandi: Alltafehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson. íprúwr Draumur „Islendingaliðanna* úti/Bl Anna María leggur skóna á hill- una/Bl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.