Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýbreytni í fískveiðistjórnun á alaskaufsa
Samvinna vinnslu og
veiða árangursrík
SAMVINNA bandarískra sam-
keppnisfyrirtækja í vinnslu og veið-
um á alaskaufsa hefur skilað góðum
árangri, að sögn Charles Bundrants,
forseta Trident Seafoods Corp,
stærsta bandaríska sjávarútvegsfyr-
irtækisins, sem er 100% í eigu
Bandaríkjamanna og sérhæfir sig í
veiðum, vinnslu og markaðssetn-
ingu. Bundrant ræddi um reynslu
bandarískra fyrirtækja af mismun-
andi fiskveiðistjórnun og framtíð
sjávarútvegs í Alaska á ráðstefnu
Amerísk-íslenska verslunarráðsins á
Hótel Loftleiðum í gær og sagði að
samvinnufyrirkomulagið væri ekki
fullkomið en aðalatriðið væri að
gæta þess að hagræðingin kæmi öll-
um viðkomandi jafnt til góða.
Charles „Chuck“ Bundrant stofn-
aði fyrirtækið 1973 og byrjaði með
eitt skip á krabbaveiðum, en fyrir-
tækið á nú meira en 45 skip, þar á
meðal fimm verksmiðjuskip og þrjá
vinnslutogara. Til að mæta ófyrir-
sjáanlegum sveiflum á fiskistofnum
og mörkuðum hefur fyrirtækið lagt
áherslu á fjölbreytni og veiði, vinnur
og dreifir gífurlega miklu magni af
sjávarafurðum til veitingahúsa,
dreifingarfyrirtækja og heildsala
vítt og breitt um Bandaríkin og víð-
ar. Fiskurinn er allur veiddur undan
ströndum Alaska, Washington og
Oregon en fyrirtækið er með sjö
fiskvinnslustöðvar í Alaska, fjórar í
Washingtonríki, eina í Newport og
aðra í Ucluelet í Bresku Kólumbíu í
Kanada.
Trident byrjaði fljótlega að vinna
alaskalax og sfld en vegna mikillar
þorsk- og ufsaveiði í Beringshafi var
byggð fiskvinnslustöð fyrir botnfisk
á Akutan í Aleuta-eyjaklasanum í
Alaska 1982. Síðan hefur starfsemin
aukist jafnt og þétt en vinnslan er
sem fyrr einkum í Alaska.
Samvinna í kjölfar nýrra laga
1998 voru fiskveiðistjórnunarlög
samþykkt á bandaríska þinginu.
Tilgangurinn var að reyna að koma í
veg fyrir auka sókn erlendra skipa
með því að eyrnamerkja landvinnsl-
unni stærri hluta í veiðum á Alaska-
ufsa, fækka vinnslutogurum, fjölga
hlutfalli Bandaríkjamanna í veiðun-
um með það að leiðarljósi að í októ-
ber 2001 verði Bandaríkjamenn að
eiga og stjórna a.m.k. 75% banda-
ríska fiskveiðiflotans og stöðva ótak-
markaða sókn í ufsann með þvi að
heimila bæði sjóvinnslunni og land-
vinnslunni að starfa saman með hag-
ræðingu í huga.
Fyrrnefnd samvinna varð að veru-
leika í kjölfar þessara laga. Fyrir-
tækin með vinnsluskipin skiptu með
sér kvótanum i lok árs 1998 og hófu
samstarf í janúar í fyrra en vinnslu-
fyrirtækin gerðu með sér samkomu-
lag um vinnsluna og var byrjað að
starfa samkvæmt því á þessu ári.
Fiskveiðistjórnun í Bandaríkjun-
um er svæðisbundin og fer Norður-
Kyrrahafsfiskveiðistjómunan-áðið,
sem skipað er fulltrúm iðnaðarins,
Alaska og ríkisstjómar Bandaríkj-
anna, með stjórnunina á botnfisk-
veiðum við Alaska samkvæmt lögum
frá 1976. Þá var ákveðið að ekki
mætti veiða meira en tvær milljónir
tonna á ári í Beringshafi og hefur
veiðin aldrei farið yfir það mark þótt
sérfræðingar hafi síðar talið að veiða
mætti tvöfaldan þann afla. Bundrant
segir að verndunarsjónarmiðin í
byrjun hafi komið iðnaðinum til góða
því botnfiskstofnar við Alaska væru
áfram sterkir. Ennfremur segir
hann að eftirlit ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna, 100% með 125 feta löngum
skipum og stærri og 30% með 60 til
125 feta löngum, frá 1990 hafi haft
mikið að segja.
Hagræðing fyrir alla
Bundrant segir að skipting ufsa-
kvótans við Alaska milli rétthafa sé
af fúsum og frjálsum vilja hvers og
eins. Auðvelt hefði verið að koma
íyrirkomulaginu á varðandi vinnslu-
skipin en þar hefði kvótanum verið
skipt með tilliti til veiða viðkomandi
fyrirtækja.
Morgunblaðið/Kristinn
Charles Bundrant fylgist með á ráðstefnunni í gær en fyrir framan hann
er Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corp. í Bandaríkj-
unum, sem flutti erindi um framboð og eftirspurn á mörkuðum fyrir
sjávarafurðir.
Skiptingin varðandi vinnsluna var
flóknari en aðalatriðið var að vinnsla
og útgerð högnuðust jafnt á hagræð-
ingunni. Viðmiðunarárin voru 1995,
1996 og 1997 og áttu sjö fiskvinnslur
og um 90 skip rétt á að vera með í
samstarfi. Samkvæmt lögunum frá
1998 gat útgerð gert samning við
vinnslu og þegar samvinna hafði ver-
ið ákveðin var fundið út hvað við-
komandi eining átti að fá mikinn
kvóta miðað við fyrrnefnd ár.
Nær allur flotinn gerði samning
við einhverja af hinum sex vinnslu-
stöðvum í landi í ársbyrjun og segir
Bundrant að fyrirkomulagið hafi
heppnast vel. Hægt væri að haga
veiðum eftir veðri og styttri veiði-
ferðir með áherslu á sókn í stærri
ufsa skiluðu meiri gæðum.
Hann segir að samvinna vinnslu-
skipanna 20 hafi útrýmt samkeppni
um fiskinn og hagrætt veiðum og
vinnslu með tilliti til stöðunnar
hverju sinni. Því hefðu aðeins 14 af
20 skipum með leyfi til veiða stundað
veiðamar á liðnu hausti.
Framkvæmd vinnslunnar á sjó
hefur einnig breyst. Veiðarnar taka
lengri tíma en áður og þó kvótinn
hafi minnkað hafi veiðitímabilið
lengst, fór úr 75 dögum 1998 í 151
dag 1999. Að sögn Bundrants er
ákveðin vernd líka fólgin í lengra
fiskveiðitímabili. Nýja stjórnunar-
kerfið geri vinnsluskipum lika kleift
að einbeita sér að framleiðniaukn-
ingu en hún hefði aukist um meira
en 20% í fyrra. Gæði hefðu einnig
aukist og meðafli hefði minnkað, þó
hann hefði aldrei verið mikill á ufsa-
veiðunum.
Meirihluti hlynnt-
ur sölu léttra vína
í matvörubúðum
RÚMLEGA 56% landsmanna eru
hlynntir því að leyft verði að selja létt-
vín og bjór í öðmm verslunum en sér-
stökum vínbúðum, t.d. í matvöra-
verslunum, en þó þannig að léttvín og
bjór verði aðskilið frá öðmm vömm.
Þetta kemur fram í nýrri könnun
sem að Gallup gerði að beiðni ÁTVR
til að kanna viðhorf almennings til
fyrirtækisins. Tæplega 38% em því
mjög andvígir eða frekar andvígir að
leyfa sölu léttra vína og bjórs í mat-
vöraverslunum.
Þegar spurt var hvort að fólk væri
því fylgjandi eða andvígt að leyfð yrði
sala á sterkum vínum auk hinna létt-
ain á sömu forsendum í matvömversl-
unum, sögðust tæplega 17% vera því
fylgjandi en tæplega 79% em mjög
eða frekar andvígir.
Aukin ánægja með ÁTVR
Könnunin fór fram um mánaða-
mótin mars/apríl og í úrtald vora 1096
einstaklingar á aldrinum 20-75 ára af
öllu landinu. Nettósvöran var tæp
69%. í könnuninn var m.a. spurt
hvort viðkomandi væri ánægður eða
óánægður með núverandi fyrirkomu-
lag áfengissölu á íslandi. Nálægt 54%
era mjög eða frekar ánægðir með fyr-
irkomulagið og eru nú fleiri ánægðir
en í viðhorfskönnun í nóvember 1996,
en þá vora tæplega 49% ánægðir með
áfengissölu ATVR. Tæplega 28%
voru mjög eða frekar óánægðir.
I könnuninni var fólk beðið að taka
afstöðu til þess hvaða afleiðingar yrðu
af lækkun verðs á léttvíni og bjór.
Tæp 27% töldu verðlækkun leiða til
almennrar aukinnar neyslu, 30%
töldu lækkun ekki hafa mikil áhrif á
neysluna, en rúm 43% töldu að verð-
lækkun á léttari áfengistegundum
myndi leiða til tilfærslu á neyslu frá
sterkum vínum yfir í léttvín og bjór.
Þá var fólk spurt að því hversu stór
hluti heimabragg væri af heildar-
neyslu þeirra á áfengi. Tæplega 77%
sögðust ekki neyta heimabraggs, en
17,6% sögðu neyslu heimabraggs
vera lítinn hluta neyslu sinnar og
3,2% sögðu hana vera um helming. Að
sögn 2,4% aðspurðra er heimabrugg
stór hluti heildameyslu þeirra á
áfengi.
Morgunblaðið/Gollj
Fjallgöngumennirnir tileinka Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavflí McKinley-leiðangurinn. Frá vinstri: Bjarni
Garðar Nicolaison, Ásmundur ívarsson, Friðjón Þórleifsson og Haukur Parelius. Magnús Aðalmundsson vantar
s á myndina.
Islenski McKinley-leiðangurinn hafinn
FIMM íslenskir fjallgöngumenn
héldu utan í gær til að hefja leiðang-
ur sinn á Mount McKinley, hæsta
fjall N-Ameríku, 6.194 m. Leiðang-
urinn er tileinkaður fímmtíu ára
afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík 24. nóvember á þessu ári.
Leiðangursmenn eru Ásmundur
ívarsson, Friðjón Þórleifsson,
Magnús Aðalmundsson og Bjarni
Garðar Niccolaison úr Flugbjörg-
unarsveitinni í Reykjavík og Hauk-
ur Parelius úr Hjálparsveit Skáta í
Garðabæ.
Framundan hjá fjallgöngumönn-
unum er strembin ganga og hæðar-
aðlögun í miklum kulda sem fjallið
er frægt fyrir. Leiðangursmenn
ætla að gefa sér þijár vikur á fjall-
inu til að komast á tind þess fyrri-
hluta næsta mánaðar.
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís-
lands samþykkti í gær ályktun þar
sem segir að ef ekki takist að ná tök-
um á verðbólgu hér á landi sé mikil
hætta á að kjarasamningum verði
sagt upp í upphafi næsta árs. í kjara-
samningunum sem gerðir hafa verið á
síðustu mánuðum er að finna trygg-
ingaákvæði þar sem reiknað er með
að verðbólga lækki. Akvæðið verður
því virkt gangi þetta ekki eftir.
„Miðstjóm Alþýðusambands Is-
lands varar eindregið við hættunni á
mikilli verðbólgu. Samkvæmt nýjustu
verðlagsmælingum hefur verðbólga
hér á landi síðustu 12 mánuðina verið
5,9% og sex mánaða verðbólguhrað-
inn um þessar mundir er 5,3%. Þess-
ar tölur era gersamlega úr takti við
ástandið í helstu viðskiptalöndum
okkar. Þær era einnig úr takti við
Miðstjórn ASÍ varar við afleiðingum mikillar verðbólgu
Hætta á að kjarasamn-
ingum verði sagt upp
meginmarkmið og forsendur þeirra
kjarasamninga sem gerðir hafa verið
á vettvangi ASÍ.
Miðstjóm ASÍ minnir stjómvöld á
að markmiðið um lækkun verðbólgu
er innbyggt inn í tryggingarákvæði
nýgerðra kjarasamninga þannig að
mikið er í húfi. Miðstjóm telur
einsýnt að takist ekki að ná föstum
tökum á verðbólgunni á næstu örfá-
um mánuðum sé mildl hætta á því að
verðbólgumarkmið kjarasamning-
anna muni ekki nást og að samning-
um verði sagt upp í upphafi næsta
árs.
Þrátt fyrir miklar væntingar til
launahækkana í nýgerðum kjara-
samningum, sérstaklega í ljósi mikilla
launahækkana á opinbera markaðn-
um og mikils launaskriðs, ákváðu fé-
lögin innan ASÍ einu sinni enn að
horfa til stöðugleika efnahagsh'fsins
og taka höndum saman með atvinnu-
rekendum um að koma verðbólgunni
niður og treysta kaupmátt. Þetta var
gert í trausti þess að stjómvöld legðu
einnig sitt af mörkum.
Nýjustu verðlagsmælingar sýna að
mikið vantar upp á að allir aðilar efna-
hagslífsins taki þátt í baráttunni gegn
verðbólgunni. Það vantar t.d. mikið
upp á að verðlag innfluttra vara end-
urspegli það háa gengi sem nú er á ís-
lensku krónunni og verðbreytingar í
innflutningslöndunum. Seðlabankinn
hefur hækkað vexti markvisst á síð-
ustu mánuðum til þess að hamla gegn
verðbólgu. Hækkun á gengi krónunn-
ar sem ætti að lækka verð á innflutn-
ingi hefur ekki skilað sér sem skyldi
til launafólks og neytenda.
Miðstjóm ASÍ lýsir eftir markviss-
um aðhaldsaðgerðum af hálfu stjórn-
valda í stað ómarkvissra aðgerða sem
auka þensluna eins og lækkun inn-
flutningsgjalda á dýram bílum og
lækkunar tekjuskatts á hátekju-
hópa.“