Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGIÍR 18. MAÍ 2000 15
AKUREYRI
Rúmlega 5 milljóna króna tap af rekstri Hafnasamlags Norðurlands á síðasta ári
Mun lakari af-
koma en árið áður
Morgunblaðið/Kristján
Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi við vesturkant Fiskihafnarinn-
ar. Við Slippkantinn liggur rússneski togarinn Omnya, sem bundinn
hefur verið við bryggju á Akureyri í tæp þrjú ár. Ekki hafa fengist
greidd hafnagjöld af skipinu undanfarna mánuði og er ekkert vitað um
áform eigenda skipsins.
TAP varð af rekstri Hafnasamlags
Norðurlands, HN, á síðasta ári upp
á 5,1 milljón króna, sem er mun lak-
ari afkoma en árið áður, þegar starf-
semin skilaði 7,6 milljóna króna
hagnaði. Þetta kom fram í máli
Björns Magnússonar, formanns
stjórnar HN, á aðalfundi samlagsins
á Akureyri í gær.
Heildartekjur HN á síðasta ári
námu tæpum 124 milljónum króna
og hækkuðu um 3% frá fyrra ári.
Rekstrargjöld voru rúmar 73 millj-
ónir króna, sem er rúm 21% hækkun
milli ára og munar þar mest um auk-
in útgjöld til reksturs hafnamann-
virkja. Afskriftir voru rúmar 35
milljónir króna og nettó fjármagns-
gjöld rúmar 20 milljónir króna.
Eins og komið hefur fram varð
mikið tjón á austurbakka Fiskihafn-
arinnar á síðasta ári, þegar unnið
var við dýpkun hafnarinnar. Dælt
var undan stálþilinu, sem seig niður
á um 60 metra löngum kafla og
skemmdi bæði þekjuna og lagnir. I
máli Björns kom fram að búið er að
semja um bætur upp á tæpar 8 millj-
ónir króna vegna þessa óhapps.
Einnig urðu skemmdir á bryggju
við byggingu Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf., er efni skolaði undan
landvegg bryggjunnar. Var gert við
bryggjuna til bráðabirgða. Þá kom
upp eldur í einum rafmagnsskúrn-
um á Togarabryggjunni þegar raf-
búnaður brann yflr. Kostnaður
vegna brunans nam rúmlega 1,1
milljón króna og verður bættur af
tryggingafélagi HN.
A minni dráttarbáti samlagsins
skemmdist skrúfubúnaður. Við upp-
gjör tjónsins kom í ljós að báturinn
var ótryggður allt síðasta ár en tjón-
ið nam rúmum 600 þúsund krónum.
Á síðasta ári var gerð breyting á
deiliskipulaginu í Krossanesi í
tengslum við flutning allrar olíu-
afgreiðslu þangað. Þá er verið að
vinna deiliskipulag af Fiskihafna-
svæðinu, frá ÚA og norður að Glerá.
Jafnframt hefur verið ákveðið að
láta gera forathugun á umhverfís-
og öryggismálum HN.
Óvissa með rússneska
togarann Omnya
Á aðalfundinum kom fram að
slæm tíðindi væru af rússneska tog-
aranum Omnya, sem legið hefur við
bryggju á Akureyri frá árinu 1997.
Marel Trading sagði sig frá öllum
afskiptum af skipinu frá og með 1.
desember sl. og hafa engin hafna-
gjöld fengist greidd frá þeim tíma
og ekkert er vitað um áform eig-
enda. Hafnagjöld eru um 150 þús-
und krónur á mánuði.
Þá kom fram á fundinum að
samningar hafa tekist við olíufélögin
sem eru með afgreiðslu á Oddeyr-
inni um flutning á starfseminni út í
Rrossanes. Er það í samræmi við
gildandi skipulagshugmyndir, bæði
hvað varðar vöruhafnarsvæðið og
hafnarsvæðið í Krossanesi. Jafn-
framt var um það samið að hin nýja
birgðastöð félaganna yrði stækkuð
frá því sem nú er og gerð að inn-
flutningshöfn. Kostnaðarhlutdeildin
vegna þessa samnings skiptist milli
Akureyrarbæjar og HN og tekur
mið af áætluðum tekjuauka hvors
aðila vegna aukinna umsvifa í olíu-
ílutningum. Heildarkostnaður við
flutninginn er um 120 milljónir
króna og er kostnaðarhlutdeild HN
2/3.
Einnig kom fram að endurskoðun
á þjónustusamningi við Akureyrar-
bæ var mikið til umræðu í stjórninni
og þegar sýnt var að engum árangri
yrði náð, var samningnum sagt upp
á miðju síðasta ári. Það sjónarmið
hefur ítrekað verði sett fram að HN
kaupi þá þjónustu af bænum sem
hagkvæmt er. Björn sagði að hvað
sem öllum ágreiningi liði væri brýnt
að aðilar máls næðu samkomulagi
um endurskoðun samningsins, því
upphaflega var hann gerður til eins
árs árið 1997.
Ársfundur Hafnasamlags
sveitarfélaga á Akureyri
Framkvæmdir við vesturkant
Fiskihafnarinnar eru komnar vel á
veg, lokið var við dýpkun Fiskihafn-
arinnar og fjarlægðir rúmlega 83
þúsund rúmmetrar úr höfninni. Þá
er verið að ljúka við að reka niður
120 metra stálþil á vesturkantinum.
Rétt til setu á aðalfundi HN eiga
fulltrúar í sveitarstjórnum sameig-
enda. Atkvæðisréttur sameigenda
er Akureyrarbær 5 atkvæði, Grýtu-
bakkahreppur, Svalbarðsstrandar-
hreppur, Glæsibæjarhreppur og
Arnarneshreppur 1 atkvæði hver
hreppur. Á aðalfundi HN kom fram
að næsti ársfundur Hafnasamlags
sveitarfélaga verður haldinn á Ak-
ureyri 12.-13. október nk. Aðalmál
ársfundarins verður frumvarp til
nýrra hafnalaga sem verið er að
vinna í nefnd sem samgönguráð-
herra skipaði um síðustu áramót.
33 skemmtiferðaskip
til Akureyrar í sumar
Búist við 19
þúsund
farþegum
ALLS hafa verið boðaðar komur 33
skemmtiferðaskipa til Akureyrar í
sumar og má reikna með að farþegar
með þessum skipum verði um 19 þús-
und talsins. Mikill fjöldi áhafnar-
meðlima er einnig á skipunum og
verða þeir um 9.000, sem þýðir að
rétt rúmlega tveir farþegar eru á
hvern áhafnarmeðlim.
Fyrsta skemmtiferðaskipið, Vict-
oria, siglir inn á Pollinn við Akureyri
mánudaginn 12. júní en það síðasta á
árinu er væntanlegt þriðjudaginn 12.
september. Tvö af skipunum, Maxim
Gorkiy og Albatros, koma þrisvar til
Akureyrar í sumar, nokkur skip
koma tvisvar og önnur eiga hér að-
eins eina viðkomu. Hinn 5. júlí verður
þröng á þingi á Pollinum en þá verða
þar þrjú skip á sama tíma, Royal
Princess, Sapphire og Arkona.
Heildarstærð þeirra skemmti-
ferðaskipa sem heimsækja Akureyri
í sumar er rúmlega 655 brúttótonn,
sem er um 40% aukning frá fyrra ári.
Stærsta skemmtiferðaskipið sem
kemur í sumar er Oriana, en það er
tæp 700 þúsund brúttótonn. Stærsti
togari sem alla jafna landar á Akm--
eyri er Baldvin Þorsteinsson og er
rúm 1.900 tonn, sem þýðir að það þarf
36 slíka togara til að ná stærð Orina.
Komum skemmtiferðaskipa hefur
fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.
Árið 1990 komu 15 skemmtiferðaskip
til Akureyrar en nú 10 árum síðar eru
þau 33 og er aukningin um 120%.
Tiltekthjá
KA-mönnum
FORS V ARSMENN KA boðuðu til
hreinsunardags nú í vikunni á fé-
lagssvæði sínu og mætti vaskur
hópur leikmanna úr yngri og eldri
deildum félagsins ásamt stjórnar-
mönnum. Tóku þeir vel til hendinni
og hreinsuðu upp allt rusl.
SOCO trillur
- liprar og léttar -
■■ vogir cru okkor fag -
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
TRILLUR
• Léttu þér vinnuna
• Gerðu iangar vega-
lengdir stuttar og
þungar vörur iéttar
• Sterk plastgrind og
öflug hjól með legum
*
Operu-
galakvöld
í Freyvangi
ÓPERUDEILD Tónlistarskólans á
Akureyri heldur vortónleika í Frey-
vangi föstudagskvöldið 19. maí. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20.30. Að þessu
sinni verður þoðið upp á veislu af ein-
söngs- og fjölsöngsatriðum úr ýms-
um óperum og verða sum þeirra
sviðsett.
Morgunblaðið/Kristján
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður
haldinn miðvikudaginn 24. maí nk.
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst
hann kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin
Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000
• n,eJ flttfvaUarsköttam
FLUGFELAG ISLANDS
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.1lugfelag.is