Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Forsætisráðherra Japans biðst afsökunar vegna umdeildra orða um helgi þjóðarinnar
„Er alltaf að reyna að
segja réttu hlutina“
Ttfkýó. AP, AFP.
YOSHIRO Mori, forsætisráðherra Japans, baðst
í gær afsökunar á fundi efri deildar þingsins á því
að hafa sagt Japana vera „heilaga þjóð“ en orða-
lagið þykir minna á áróður hernaðarsinnanna
sem steyptu landinu út í styrjöld er lyktaði með
algerum ósigri 1945. Mori harmaði að orðaval
hans hefði valdið misskilningi en vísaði hins veg-
ar á bug kröfum stjórnarandstöðunnar um að
hann segði af sér.
Stórblöð í Japan gagnrýndu ráðherrann hart
fyrir ummælin sem féllu er Mori tók þátt í fundi
þeirra þingmanna stjórnarflokksins, Frjálslynda
lýðræðisflokksins, er styðja shintotrúna sem
byggist á forfeðradýrkun og fullvissu um guðleg-
an uppruna keisaraættarinnar.
„Japan er land Guðs, með keisarann sem
þungamiðju," sagði Mori á mánudag. Hann seg-
ist nú eingöngu hafa sem forsætisráðherra
landsins verið að leggja áherslu á „sjálfsforræði
almennings og frelsi í trúmálum" en einnig „ei-
lífa þjóðmenningu Japana“. Ihaldsblaðið Yomiuri
sagði í forystugrein í gær að ummæli Moris væru
„vanhugsuð“ og minnti hann á að hvert orð sem
maður í hans stöðu léti út úr sér hefði mikla þýð-
ingu. Asahi Shimbun lét í ljós efasemdir um að
hann væri hæfur til að gegna embættinu. Búist
er við að þingkosningar verði í landinu 25. júní og
því meiri hiti í stjórnmálum landsmanna en ella.
Shinto var hampað mjög í valdatíð þjóðernis-
og hernaðarsinnanna fyrr á öldinni og var þá rík-
Reuters
Forsætisráðherra Japans, Yoshiro Mori,
hneigir sig eftir afsökunarbeiðnina í efri
deild þingsins í gær. Hann neitaði á hinn bóg-
inn að segja af sér.
istrú. Einn af flokkunum í stjórn Moris, Komeito,
nýtur stuðnings nýbúddistahreyfingarinnar
Soka Gakkai en mjög var þrengt að henni á tím-
um þjóðernissinna.
„Þetta eru ótrúleg afglöp,“ sagði Junichi
Kyogoku, prófessor í stjórnmálafræði við Tókýó-
háskóla. „Sumir stjórnmálamenn eru afskaplega
heimóttarlegir og skortir mjög alþjóðlega sýn.“
Sjálfur gerði Mori fyrr í vikunni grín að vanda
sínum. „Ég er alltaf að reyna að segja réttu hlut-
ina. En fólk virðist ekki túlka réttilega það sem
ég segi. Ég er farinn að horast út af þessu,“ sagði
hann en ráðherranum er vel í skinn komið. Mori
er þekktur fyrir að missa út úr sér óheppileg um-
mæli. Hann hefur meðal annars líkt alnæmis-
sjúklingum við óvelkomna gesti og sagt að eyjan
Okinawa væri undir stjórn kommúnista.
I grannlöndum Japana var einnig látin í ljós
óánægja. „Ummælin sýna að Japan nútímans er í
grundvallaratriðum óbreytt frá tímum gamla
heimsveldisins," sagði helsta dagblað Suður-
Kóreu, Hankyoreh Shinmun.
Mori á við fleiri vandamál að etja. Hann hefur
höfðað mál gegn mánaðarritinu Uwasa no
Shinso, nafnið merkir Sannleikur að baki orð-
rómi, sem fullyrðir að hann hafi verið handtekinn
árið 1958 er lögregla réðst inn í vændishús.
Heimtar ráðherrann 10 milljón jen, um sjö millj-
ónir króna, í skaðabætur en ritið segist standa
við frásögnina.
Kosningar í Zimbawe
MDC fer fram
álögbann
Harare. AP, AFP, Reuters, Daily Telegraph.
ÞINGKOSNINGAR í Zimbabwe, sem fram eiga að fara 24.-25. júní nk., eru
ólögmætar að mati Hreyfingar fyrir lýðræðislegri breytingu, MDC, stærsta
stjómarandstöðuflokks landsins. MDC fór þess á leit við dómstóla í gær að
bann yrði lagt við kosningunum þar sem skv. stjórnarskrá Zimbabwe verði
kjördæmaskipting að liggja fyrir áður en boðað sé til kosninga.
Að sögn David Coltart, lagalegs
ráðgjafa MDC, er nú ómögulegt
fyrir frambjóðendur stjórnarand-
stöðunnar að taka þátt í kosning-
unum í júní. Hver frambjóðandi
verður að geta sýnt fram á stuðn-
ing tíu kjósenda úr sínu kjördæmi.
Kjörskrár séu hins vegar úreltar
og kjördæmaskipting liggi ekki
fyrir, en skila þarf inn umsóknum
fyrir 29. maí, þegar sérstakir dóm-
stólar úrskurða um kjörgengi
frambjóðenda.
„Annað hvort hefur ríkisstjórnin
mislesið stjórnarskránna eða að
hér er um að ræða kaldhæðnislega
brellu til að gera stjórnarandstöð-
unni jafn erfitt fyrir og mögulegt
er,“ sagði Coltart. Sérstök nefnd,
sem endurútreiknar kjördæma-
skiptingu, skilaði ríkisstjórninni
drögum að skýrslu sinni sl. mánu-
dag, en að sögn Wilson Sandura
hæstaréttardómara er hálfur mán-
uður í að endanlegar niðurstöður
liggi fyrir.
40 manna eftirlitssveit
til Zimbabwe
Don McKinnon, framkvæmda-
stjóri Breska samveldisins, fund-
aði með Robert Mugabe, forseta
Zimbabwe, á þriðjudag og sagði
hann að þrátt fyrir áhyggjur sam-
veldisríkjanna af þeim hótunum
sem kjósendur hefðu verið beittir
af landtökumönnum undanfarna
mánuði, þá teldi hann engu að síð-
ur að frjálsar og lýðræðislegar
kosningar gætu farið fram í
Zimbabwe í júní.
Mugabe samþykkti í vikunni að
samveldisríkin sendu 40 manna
eftirlitssveit til að fylgjast með
kosningabaráttunni og sagði
McKinnon Mugabe hafa fullvissað
sig um að dregið yrði úr ofbeldis-
verkum. McKinnon sjálfur hefði
látið í ljós áhyggjur af ofbeldis-
verkunum sem nú hafa kostað
marga úr röðum stuðningsmanna
stjórnarandstöðunnar lífið. Einn
lést m.a. í gær eftir átök við liðs-
menn stjórnarflokks Mugabes,
ZANU-PF, á þriðjudaginn, en
McKinnon kvaðst engu að síður
sannfærður um að Mugabe væri
full alvara.
MDC er öllu tortryggnara gagn-
vart ríkisstjórninni sem flokkurinn
telur ábyrga fyrir ofbeldisverkun-
um. Mugabe færði sér ótta lands-
manna í nyt til að tryggja flokki
sínum áfram öruggan þingmeiri-
hluta. Að sögn Welshman Ncube,
framkvæmdastjóra MDC, mun
flokkurinn af þessum sökum ekki
standa fyrir fjölmennum kosninga-
fundum. Menn óttist nefnilega að
útsendarar ZANU-PF skipuleggi
árásir á kosningafundi MDC.
Hefur öruggl
forskot
MDC er talinn ein mesta ógn við
stjórnarflokk Mugabes á 20 ára
stjórnartíð hans m.a. vegna erfiðs
efnahagsástands. Forsetakosning-
ar fara hins vegar ekki fram í
landinu fyrr en 2002 og því er
Mugabe öruggur í sæti sínu a.m.k.
þangað til.
Flokkur hans hefur hins vegar,
að sögn breska dagblaðsins Daily
Telegraph, nú þegar ákveðið for-
skot því forsetinn skipar sjálfur 30
af 150 þingmönnum Zimbabwe,
auk þess sem allar sjónvarps- og
útvarpsstöðvar landsins séu ríkis-
reknar og útvarpi því daglega
áróðri stjórnarinnar.
AP
Don McKinnon, framkvæmdastjóri Breska samveldisins og Robert
Mugabe, forseti Zimbabwe á fundi.
Friðarferlið í Miðausturlöndum
Vonir bundnar
við leyniviðræður
Stokkhólmi. AFP.
SÆNSKIR embættismenn lýstu í
gær bjartsýni á að leynilegar við-
ræður Palestínumanna og ísraela,
sem fram hafa farið í Stokkhólmi,
muni leiða til samkomulags um
framtíðarskiptingu lands milli þjóð-
anna. Forsætisráðherra ísraels,
Ehud Barak, rauf einnig þögn ísra-
elskra ráðamanna um viðræðurnar í
gær og sagði að vonir stæðu til þess
að þær leiddu til endanlegs friðar-
samkomulags.
Mikil leynd hefur hvílt yfir við-
ræðunum, sem eiga sér stað jafn-
hliða opinberum viðræðum, og hef-
ur mjög lítið spurst út um efni
þeirra eða árangur. Fjölmiðlar í
Israel hafa sagt að fyrsti leynifund-
urinn í Stokkhólmi hafi verið hald-
inn sl. sunnudag. Hermt er að inn-
anríkisráðherra ísraels, Shlomo
Ben-Ami, stýri viðræðunum fyrir
hönd Israela og að meðal palest-
ínsku samningamannanna sé forseti
þings Palestínumanna, Ahmed Qor-
ei. Fundimir í Stokkhólmi hafa
valdið gremju innan hinna opinberu
samninganefnda þjóðanna og sagði
fyrrverandi aðalsamningamaður
Palestínumanna, Abed Rabbo, af
sér á mánudag vegna óánægju með
að leyniviðræðurnar færu fram.
Fulltrúar í hinni opinberu samn-
inganefnd ísraela lýstu í gær
óánægju með að umboð þeirra væri
afar takmarkað miðað við umboð
leynilegu samningamannanna. Isra-
elskir ráðamenn hafa staðfest að til
viðræðnanna hafi verið stofnað eftir
að mistókst að ljúka drögum að
endanlegu friðarsamkomulagi þjóð-
anna 13. maí eins og stefnt hafði
verið að.
Undirbúa leiðtogafund
Innanríkisráðherra ísraels sagði í
samtali við The Jerusalem Post í
gær að viðræðum ísraela og Palest-
ínumanna í Stokkhólmi væri ætlað
að undirbúa jarðveginn fyrir leið-
togafund þjóðanna í Bandaríkjunum
í sumar. „Þetta eru ekki viðræður
sem hafa það að markmiði að leiða
til endanlegs friðarsamkomulags,
heldur er hlutverk þeirra að skapa
forsendur fyrir því að halda leið-
togafund í Bandaríkjunum," er haft
eftir Ben-Ami. Hann sagði að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti myndi
taka þátt í viðræðunum og má búast
við því að þar verði reynt til hlítar
að jafna ágreining þjóðanna.
Tveir Bret-
ar komust
óstuddir á
pólinn
TVEIR foringjar úr sjóher
Bretlands urðu í gær fyrstu
Bretamir til að ganga á norður-
pólinn frá Kanada án þess að fá
vistir á leiðinni. Þeir neyddust
til að skammta sér mjög naumt
fæði síðustu viku ferðarinnar
sem tók 70 daga. Annar mann-
anna, Charlie Paton, féll tvíveg-
is í vök, tvo daga í röð, og í ferð-
inni kviknaði í tjaldi ferða-
langanna. Mennirnir eru þriðji
leiðangurinn sem nær að kom-
ast á norðurpólinn án aðstoðar
og matvælasendinga í ferðinni.
Upphaflega voru mennirnir
fjórir en tveir þeirra voru sóttir
út á ísinn 12. apríl þar sem þeir
vora örmagna og kalnir á út-
limum.
Hart barist í
Jaffna
TÍGRARNIR, skæruliðahreyf-
ing tamílskra aðskilnaðarsinna
á Sri Lanka, gerðu í gær
sprengjuárásir á flugvöll í
Jaffna-héraði á norðurhluta
eyjunnar. Jaffna-hérað er ein-
angrað landleiðina vegna fram-
sóknar skæruliða síðustu vikur.
Öflug sprenging varð á aust-
urströnd Sri Lanka í gær við
Buddah-hof og létust a.m.k. 17
og 63 særðust. Ekki er vitað
hverjir stóðu að baki spreng-
ingunni en hún er talin tengjast
borgarastríðinu í landinu.
Mjög harðir bardagar hafa
geisað í Jaffna-héraði síðustu
viku. Tígrarnir hófu á mánudag
harðar árásir á stöðvar hersins
í héraðinu og lýstu því um leið
yfir að lokaorrustan um héraðið
væri hafin.
Kosningar
kærðar
ÍGOR Aremýev, formaður
Yabloko flokksins í Pétursborg
og frambjóðandi í kosningum
um embætti ríkisstjóra borgar-
innar, sagði eftir yfirburða sig-
ur Vladímírs Jakovlevs, núver-
andi ríkisstjóra, að um
kosningasvik hefði verið að
ræða. Yakovlev fékk 72.7% at-
kvæða, en Artemýev einungis
14,7% samkvæmt óstaðfestum
úrslitum kosninganna á sunnu-
dag.
Hótun um
kjarnorku-
árás gabb
TVEIR Rússar hafa verið
dæmdir til eins árs fangelsis-
vistar eftir að hafa á Netinu gef-
ið sig út fyrir að vera sviksamir
yfirmenn í kjarnorkuflug-
skeytasveitum rússneska hers-
ins sem hefðu uppi áætlanir um
að þurrka út borgir Evrópu, að
því er Itar-Tass fréttastofan
greindi frá. I skilaboðum sínum
sögðust mennirnir vera yfir-
menn við hemaðarlega mikil-
væga flugskeytastöð, sem væru
nú á ystu nöf vegna erfiðra lífs-
skilyrða eftir fall Sovét-
ríkjanna. Þeir hefðu því hug á
að senda kjarnorkusprengjur á
ýmsar borgir Evrópu yrði ekki
orðið við kröfum þeirra. Gabbið
barst inn á borð bandarísku al-
ríkislögreglunnar og lögreglu í
Austurríki sem báðu rússnesk
yfirvöld að kanna málið.