Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 28
)*? 28 FIMMTUDAGUR 18. MAI 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Búist við stjórnarskiptum f Slóveníu f vikunni Ovíst um lang’lífí nýrrar stjórnar I Slóveníu hefur verið stjórnarkreppa und- anfarið, sem nú virðist vera að rakna úr, skrifar Sigrún Davíðsdóttir sem er stödd þar í tilefni af opinberri heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. YÐ erum búin að helga okk- ur bæinn, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra með glettnissvip er hann benti samferðamönnum sínum á skjaldarmerki Portoroz, strandbæj- arins á Miðjarðarhafsströnd Slóven- íu. Svo skemmtilega vill til að í skjaldarmerki bæjarins er „íslenski fáninn", fáni í íslensku fánalitunum, nema hvað blái liturinn er ögn ljós- ari. Að öðru leyti virtist fátt líkt með íslenskum fiskibæ og Portoroz, ekki síst með það í huga að í gær skein Miðjarðarhafssólin glatt á forsætis- ráðherra og samferðamenn hans meðan norðangarrinn nísti Reykvík- inga og aðra landsmenn. Hinn slóvenski starfsbróðir for- sætisráðherra, Janez Dmovsek, á þó ekki jafn auðvelt með að helga sér stjórnartaumana. Hann sér þessa dagana fyrir endann á átta ára stjórnarferli sínum, ekki af því að hann hafi tapað kosningum, heldur sökum pólitískra hræringa. Drnovsek getur hins vegar litið með nokkru stolti yfir stjórnarferil sinn, því efnahagur landsins nálgast nú efnahag Evrópusambandslanda eins ogprikklands og Portúgals. í heimabæ hans þar sem hann hélt upp á afmæli sitt í gækvöldi vantar þó ekkert upp á vinsældir hans eins og sjá mátti, þegar á annað þúsund bæjarbúa hylltu hann á torginu og vinsælai- poppstjömur sungu honum til heiðurs. Lesin voru upp heilla- óskaskeyti frá Clinton Bandaríkja- forseta, Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, og fleiram, en Davíð Oddsson ávarpaði afmælisbarnið á staðnum við góðan fögnuð áheyr- enda, enda margir sér meðvitandi um að Islendingar vora einna fyrstir til að viðurkenna Slóveníu 1991. Flokkur forsætisráðherra, Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn, er stærsti flokkurinn í þinginu. I apríl 1992 myndaði hann miðjustjórn og eftir kosningar um haustið myndaði hann stjórn með Kristilega demókrataflokknum. Eftir kosning- ar í febrúar 1997 kom Þjóðarflokkur- inn inn í stjórnina. Undir stjóm Dmovsek hefur efnahagur landsins tekið stakkaskiptum, farið frá óða- verðbólgu niður á evrópskt stig. All- ur bragur er góður, víða verið að byggja og gera upp hús, ferðamenn skila sér og skilyrði útflutningsat- vinnuveganna góð. Almennt var landið vel undir það búið að lýsa yfir sjálfstæði 1991. Landið er einsleitt hvað íbúa varðar og þar urðu ekki alvarleg stríðsátök eins og í öðram fyrrverandi lýðveld- um Júgóslavíu. Þótt í Slóveníu hafi aðeins búið 8 prósent af heildaríbúa- fjölda Júgóslavíu komu 25 prósent þjóðarframleiðslu þaðan. A þessum granni hefur síðan áfram verið byggt. Ibúar era um tvær milljónir, um þrjú prósent þeirra eru af ítölsk- um upprana. Stjórn Drnovseks varð undir í þinginu er greidd vora atkvæði um vantraust á stjómina í byrjun apríl. Þá hafði það gerst að Þjóðarflokkur- inn hafði sameinast kristilegum demókrötum og þessir tveir flokkar ásamt jafnaðarmönnum standa nú í stjórnarmyndun. Sá sem fenginn Sue höfð almenningi til sýnis Hún heitir Sue og er stærsta og heillegasta beina- grind Tyrannosaurus-risaeðlu sem fundist hefur. Al- menningi gafst í gær kostur á að líta hana augum á safni í Chicago-borg í Bandarikjunum. Að sögn yfír- manna safnsins komu 10.000 manns að sjá Sue á fyrstu klukkustundunum eftir að sýningin opnaði. Beinagrindin er talin vera um 65 milljóna ára gömul og fannst f Suður-Dakóta árið 1990. Talið er að dýrið hafi vegið um sjö tonn í lifanda lífi og hafi að hámarki getað gengið á um 10 km hraða. Sue var rándýr og hefur því lifað á dýrum sem hafa ekki verið mjög snör í snúningum. Fimmtudagskvöld Stórsöngvarinn Bjarni Arason skemmtir í kvöld ásamt Grétari Örvarssyni Ó' .^Á\* Sjómanna- dagurinn 4. júní Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson leika fyrir dansi Glæsilegur matseðill Borðapantanir í síma 568 0878 Föstudags- og laugardagskvöld Loksins í Reykjavík... PKK! r’ %í ; '■ Norðlensk stemmning með þessari frábæru hljómsveit frá Akureyri. Aðgangur kr. 600. NJ0TTU LIFANDÍ T0NLISTAR I NYJU UMHVERFI! Keuters Davi'ð Oddson forsætisráðherra æfði bogfiini á þriðjudag í opinberri heimsókn sinni til Slóveníu sem nú stendur yfir. hefur verið til að fara fyrir þeirri stjórn er Andrej Bajuz. Ný stjórn - hugsanlega milli- bilsástand Bajuz er enn óreyndur í stjómmál- um og reyndar að mörgu leyti óreyndur sem Slóveni. Hann er reyndar fæddur í Slóveníu 1943, en tveimur áram síðar fluttu foreldrar hans til Austurríkis og þaðan til Argentínu, þar sem hann hefur dval- ist mestan hluta ævinnar. Hann er hagfræðingur, hefur unnið sem slík- ur og kom inn í slóvenskt þjóðlíf sem ráðgjafi um einkavæðingu bankanna. Hann mun að öllum líkindum halda svipaðri efnahagsstefnu og stefna á aðild að NATO og ESB rétt eins og fyrirrennari hans, sem hefur búið vel í haginn fyrir Slóvena á þessu sviði. Bajuz er af mörgum álitinn nokk- urs konar málamiðlun milli flokk- anna, sem taka við og það hefur ekki verið þrautalaust fyrir hann að kom- ast í stól forsætisráðherra. Fyrir- komulagið á myndun nýrrar stjórnar getur verið flókið ferli í Slóveníu og á það hefur mjög reynt í þetta skiptið. Margar kosningar hafa verið í þing- inu, Bajuz var hafnað þar í tvígang áður en hann var samþykktur í þriðja sinn. Búist er við að ráðherralisti Bajuz verði samþykktur í vikulokin, en enn er ekki að fullu útséð um til- urð stjómar hans. I haust er búist við að kosningar verði. Margir reikna með því að stjóm Bajuz muni ekki sitja lengur en fram að kosningum. Vegur Drnovsek hefur farið vaxandi í skoð- anakönnunum og þessi hægláti stjómmálamaður hefur því ríka ástæðu til að vera bjartsýnn á að það komi í hans hlut að mynda stjórn að loknum kosningum. Dúman staðfestir skipun Kasjanovs Nýr sig’ur fyrir Pútín Moskvu. AFP. NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, staðfesti í gær með miklum meirihluta skipun hins 42 ára gamla Míkhaíls Kasjanovs í em- bætti forsætisráðherra. Hann hlaut 325 atkvæði, 55 voru á móti og 15 sátu hjá. Umræður um málið voru stuttar og er niðurstaðan talin mikill sigur fyrir Vladímír Pútín forseta. Kasjanov er fæddur í Moskvu, hefur starfað í fjármálaráðuneyt- inu undanfarin sjö ár, varð fjár- málaráðherra fyrir ári og er hann talinn markaðshyggjumaður. Hann hefur sérhæft sig í að semja við er- lenda lánardrottna um skuldir Rússa en hefur fremur litla reynslu af stjórnunarstörfum. Kasjanov er sagður vera hollur Pú- tín og ekki líklegur til að reyna að grafa undan stöðu hans með bak- tjaldamakki en verði forsetinn að víkja eða veikist tekur forsætis- ráðherra við starfi hans samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár. Pútín hefur undanfarna mánuði sjálfur gegnt embætti forsætisráð- herra jafnframt forsetaembættinu. Hann sór formlega eið sem forseti 7. maí en Kasjanov hefur í reynd sinnt ráðherrastarfinu fyrir hann. Nýi forsætisráðherrann fær tvær vikur til að mynda stjórn og hélt hann þegar til fundar við Pútín eft- ir atkvæðagreiðsluna. Heimildar- menn úr röðum ráðgjafa Pútíns segja að hann ætli að leggja lín- urnar í starfi ríkisstjórnarinnar og Kasjanov muni aðeins fá það hlut- verk að framfylgja stefnu forset- ans. Umbótasinnar vora klofnir í af- stöðunni til Kasjanovs. Jabloko, flokkur Grígorís Javlínskís, var á móti en aðrir umbótasinnar, miðju- menn og kommúnistar greiddu nær allir atkvæði með honum. Sumir af full- trúum vinstrisinna létu þó í ljós áhyggjur af þvf að Kasjanov vissi meira um gang mála á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en vandamálin sem hrjáðu venjulega Rússa. Stjórn- málaskýrendur segja meðal annars að Kasjanov sé jarðbundinn og jafnvel kaldrifjaður skriffinnur er hafi ekki minnsta áhuga á hugmyndafræði. Pútín hefur heitið því að berjast gegn ofurvaldi nokkurra auðmanna er ráða í sameiningu yfir flestum- fjölmiðlum, orkufyrirtækjum og bönkum Rússlands og auðguðust flestir með því að misnota pólitíska aðstöðu sína. Bent hefur verið á að Kasjanov sé í nánum tengslum við að minnsta kosti einn þeirra og skipun hans geti verið merki um að Pútin sé mjög háður auðkýfingun- um. Hann muni því eiga erfitt með að beita sér af hörku gegn þeim. Áhersla á samstöðu Kasjanov flutti hálftíma ræðu í Dúmunni í gær fyrir atkvæða- greiðsluna og greindi þar frá stefnu sinni og áformum. Hann lagði áherslu á að bæta þyrfti efna- hagsástandið og hvatti alla em- bættismenn til að sameina kraft- ana í þeirri baráttu. Hann varaði fólk einnig við of miklum vænting- um. „Ekki einu sinni mjög öflug, hæf ríkisstjórn getur leyst viðfangsefni þjóðarinnar án stuðnings alls sam- félagsins," sagði hann. Síðar sagði hann að mörg vandamál væri ekki hægt að leysa ,jafnvel þótt nægir fjármunir væra fyrir hendi en svo er ekki“. Míkhaíl Kasjanov

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.