Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 34

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Söngsveitin Fflharmónía og Seikórinn sameinuð á sviðinu ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, Bergþóri Pálssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Þorkell Sigurbjörnsson hlýðir á Immanúel á æfingu í Háskólabiói. Sviðsfyllir af fólki * Sinfóníuhljómsveit Islands, Söngsveitin Fílharmónía, Selkórinn og einsöngvarar frumflytja tónverkið Immanúel eftir Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson kom að máli við tónskáldið og félaga úr kórunum en sjaldan hafa fleiri menn flutt verk eftir íslenskt tónskáld. Bernharður Wilkinson, aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfómunnar og kór- stjóri Söngsveitarinnar, mun stjórna flutningnum í kvöld. HVAÐ er hér á seyði? hugsar blaðamaður hvumsa. Hann er stadd- ur við innganginn í að- alsal Háskólabíós og gegn honum streymir endalaus mannafli. Sex- tíu, sjötíu, örugglega hundrað menn, af öllum stærðum og gerð- um. Þetta er sameinuð fylking Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Selkórsins að koma af æfingu á tónverki Þorkels Sigurbjörnsson- ar, Immanúel, sem frumflutt verð- ur í kvöld. „Blessaður," heyrist skyndilega kallað. Þar er komin Lilja Arna- dóttir, talsmaður Söngsveitarinn- ar, en hana ætlaði blaðamaður ein- mitt að hitta, og með henni Páll Gunnlaugsson frá Selkórnum. Lilja sér bersýnilega að blaðamað- ur furðar sig á mergðinni. „Finnst þér þetta ekki myndarlegur hóp- ur?“ spyr hún og stolts gætir í röddinni. „Ætli við séum ekki sex- tíu í Söngsveitinni og hvað eruð þið mörg í Selkórnum, Páll? Fjörutíu?" „Það stendur heima.“ Fá dæmi eru um að svo fjöl- mennur hópur hafi komið saman til að flytja verk eftir íslenskt tón- skáld en auk kóranna taka þátt í flutningnum einsöngvararnir Bergþór Pálsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Tilefnið er líka ærið. Þessir tónleikar eru viðburður „Kveikjan að þessu öllu saman er fjörutíu ára afmæli Söngsveitar- innar um þessar mundir en á tón- leikunum minnumst við einnig þúsund ára kristni í landinu," seg- ir Lilja en verkefnið er styrkt af Kristnihátíðarnefnd og Reykjavík - menningarborg Evrópu 2000. „Án þessara aðila og Sinfón- íuhljómsveitar íslands hefði þetta ekki verið hægt,“ segir Lilja. Hún ber einnig lof á Selkórinn, hann sé vænn liðstyrkur. „Hvaða vitleysa, við erum bara að fylla upp í. Þetta er fyrst og fremst ykkar verkefni. Ykkar veisla,“ segir Páll. Þykir Lilju hann mæla hér af hógværð. Selkórinn eigi drjúgan þátt í verkefninu. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Selkórnum að taka þátt í þessu,“ heldur Páll áfram. „Svona lagað gerist ekki á hverjum degi. Þessir tónleikar eru viðburður." Bæði staðfesta þau að samstarf- ið hafi gengið með ágætum en það sé alls ekki sjálfgefið að kórar falli svo vel hvor að öðrum. Páll vekur líka athygli á því að það sé alltaf gaman fyrir kór að syngja með stórri hljómsveit. Og ekki spillir stjórnandinn fyrir. „A þrjátíu ára afmæli Selkórsins fyrir tveimur árum sungum við með Sinfóníunni undir stjórn Bern- harðs Wilkinson. Hann þekkir því kosti okkar og galla. Það er alltaf jafn gaman að vinna með Benna. Hann er einstakur maður,“ segir Páll. Fyrir Lilju eru það engar frétt- ir. Bernharður hefur undanfarin ár verið kórstjóri Söngsveitarinn- ar. Immanúel á sér tæplega tveggja ára aðdraganda en þetta er í fyrsta sinn sem kórinn pantar tón- verk. Lilja fagnar aðkomu Þorkels - hann hafi frá upphafi verið efst- ur á óskalistanum. „Frábært tón- skáld.“ Æfingar hófust fyrir áramót og Lilja og Páll eru á einu máli um að verkið geri töluverðar kröfur til flytjenda, „bæði okkar sem erum í þessu í frístundum og atvinnu- fólksins". Hringdi í biskup Þorkell Sigurbjörnsson kveðst hafa brugðist óskaplega glaður við þegar Söngsveitin bað hann að semja stórt tónverk í tilefni af af- mæli kórsins. „Þetta hefur verið mér heiður.“ Þar sem haldið er upp á þúsund ára afmæli kristni í landinu fannst Söngsveitinni upplagt að biðja Þorkel að hafa verkið af trúarleg- um toga. Brást hann vel við þvi. „Eg sem verkið við trúarlega texta. Biblíutexta sem Karl bróðir minn [Sigurbjörnsson biskup] hjálpaði mér við að raða niður, auk þess að segja nokkrar hendingar frá eigin brjósti. Síðan komu líka nokkrar athugasemdir frá kórnum, þannig að það komu margir menn að þessu verki.“ Segir tónskáldið krafta biskups hafa verið auðsótta en þeir bræður hafa ekki í annan tíma unnið sam- an með þessum hætti. „Það er allt- af auðvelt að lyfta símanum og höfða til frændsemi manna,“ segir hann hlæjandi. Þorkell hefur „kíkt öðru hvoru inn á æfingar" og líst nú, þegar hillir undir frumflutning, ljómandi vel á gang mála. „Fólkið hefur unnið mjög vel og sýnt þessu mik- inn áhuga, þannig að ég er bjartsýnn á að það _ leysi þetta prýðisvel af hendi. Eg dáist að þessu fólki.“ Þorkell hefur fengist við sitt- hvað þessu líkt í gegnum tíðina en aldrei af þessari stærðargráðu. „Ætli sé ekki óhætt að segja að þetta sé umfangsmesta tónverk sem ég hef samið.“ Raunar hafa fá íslensk tónskáld færst svona mikið í fang um dag- ana. „Menn hafa auðvitað samið kantötur. Það byrjaði með Alþing- ishátíðarkantötu Páls ísólfssonar sem var stórvirki á þeim tíma. Tjaldað var öllu sem til var til að hrinda henni í framkvæmd. Svo eru auðvitað til tröllaukin verk eft- ir Jón Leifs sem ekki hafa verið flutt, Edduóratóríurnar. Þá má nefna kantötuna Friður á jörðu eftir Björgvin Guðmundsson og Völuspá eftir Jón Þórarinsson sem er stórt verk fyrir kór og hljóm- sveit. En hitt er rétt, að það hefur ekki verið gert mikið af þessu á undanförnum árum.“ Verk eftir Panufnik og afmælisrit kórsins Á tónleikunum í Háskólabíói í kvöld, sem hefjast kl. 20, verður jafnframt flutt hljómsveitarverkið Sinfonia Sacra eftir pólska tón- skáldið Andrzej Panufnik sem samið var í tilefni af kristnitökuaf- mæli í Póllandi. Þá má geta þess að í dag kemur út afmælisrit Söngsveitarinnar Fílharmóníu þar sem stiklað er á stóru í sögu kórsins og birt yfirlit um öll þau verk sem hann hefur flutt frá upphafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.