Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 37 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn Þau leika í Sjálfstæðu fólki. Ragnheiður Guðmundsddttir, Helga Vala Helgadóttir og Páll Sigþór Pálsson. Barátta Bjarts í brennidepli IVOR hafa borist fregnir af því að breskur leikhópur hafl sett á fjalirnar nýja breska leikgerð á Sjálfstæðu fólki og sýnt hana yfir 30 sinnum við góðar undirtektir áhorfenda og gagnrýn- enda. Þessi sýning er nú komin hingað upp til íslands og verður sýnd í Möguleikhúsinu við Hlemm næstu fjögur kvöld, frá fimmtudegi til sunnudags. Leikarar í sýning- unni eru sex, þar af þrír íslenskir, þau Helga Vala Helgadóttir, Páll Sigþór Pálsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Aðrir leikarar í sýningunni eru Mick Stroebel, Cat- erine Neal og Geoff Gibbons. Þau Páll og Ragnheiður stunduðu bæði nám í leiklist í London, hún út- skrifaðist frá Arts Educational fyr- ir tveimur árum og hann frá Guild- hall School of Music and Drama fyrir einu ári. Bæði hafa þau starf- að sem leikarar í London síðan og segjast ekki vera á heimleið í bráð. „Eg á enskan kærasta og líkar vel að búa í Englandi,“ segir Ragn- heiður. Hún segir að markaðurinn sé óneitanlega stærri en sam- keppnin sé líka margfalt meiri. „Ég hef verið að leika í barnaleiksýn- ingum og haft vinnu af því. Svo hef ég verið að leika í auglýsingum og vinna aðra vinnu inn á milli. Þetta er líf leikarans í London,“ segir hún. Páll tekur undir þetta og seg- ist hafa leikið í nokkrum uppfærsl- um á undanförnu ári. „Það gengur hins vegar ekki jafn vel að fá borg- að fyrir það. Sjálfstætt fólk er fyrsta verkefnið þar sem maður fær borgað almennilega fyrir og getur einbeitt sér að verkefninu. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna,“ segir hann. Helga Vala Helgadóttir er út- skrifuð úr Leiklistarskóla íslands 1998 og hefur leikið með Leikfélagi Akureyrar og Möguleikhúsinu. Hún fór beinlínis út til Englands til að taka þátt í sýningunni og segir það hafa verið mjög skemmtilega reynslu en óneitanlega hafi hún þurft að hafa mest fyrir því að leika á ensku. „Ég var ekki vön því og þurfti að leggja mig mjög mikið fram til að ná hinum að því leyti.“ Þau segja að það hafi verið hálf- gerð tilviljun að þau réðust í þetta verkefni. „Leikhúsið sem stendur að sýningunni er gamalgróið farandleikhús, New Perspectives, með aðsetur í námubænum Mans- field í Nottinghamskíri í miðaust- urhluta Englands. í kynningu leik- hússins til væntanlegra íslenskra áhorfenda segir m.a. að „leikfélagið flytji sýningar sínar í þorpum og bæjum þessa hluta Englands. Leikfélagið heimsækir ráðhús, samkomusali og aðar opinberar byggingar og leitast við að skapa í þeim afslappað og yfirlætislaust samband við áhorfendur svo þeir verði virkari þátttakendur í sýning- unni. Miðaustur-England ein- kennist af námugreftri og landbún- aði, en báðar þessar greinar hafa átt undir högg að sækja á seinni hluta aldarinnar og íbúarnir hafa ekki átt þess kost að sækja leikhús til stórborganna. New Perspectives er styrkt og rekið til að færa þess- um samfélögum nútímaleikhús sem höfðar til aðstæðna þeirra en flytur einnig nýtt og utanaðkomandi and- rúmsloft á einangruð svæði.“ Þau Helga Vala, Páll og Ragn- heiður segja það hafa verið mjög sérstaka reynslu að koma í mörg þessara þorpa og leika fyrir íbúana. „Þarna kom fólk með mat með sér Breski leikhópurinn New Perspectives með þrjá íslenska leikara innanborðs sýnir nýja leikgerð á Sjálfstæðu fólki í Möguleikhúsinu næstu fjögur kvöld. og efndi til tombólu eftir sýninguna um hverja matarskál. Síðan borð- aði fólkið saman og bauð okkur með sér. Þeim fannst verkið og sýningin mjög sérstök og talsvert öðruvísi en annað sem þau höfðu séð. A öðrum stöðum hefur vel efn- að millistéttarfólk hreiðrað um sig í fallegum sveitaþorpum sem hefur allt annan bakgrunn. Það hafði allt aðra sýn á verkinu og ræddi sýn- inguna á öðrum nótum." Þau eru sammála um að þessi hlið á bresku samfélagi sé gjörólík því umhverfi sem þau hafi kynnst í London. Um ástæður þess að fyrir valinu varð að gera nýja leikgerð eftir Sjálfstæðu fólki segir í kynningu leikhússins: „Gavin Stride, list- rænn stjórnandi New Perspectives, vildi finna framandi og spennandi land þar sem aðstæður myndu samt skírskota til fólksins heima fyrir. Eftir að hafa skoðað mögu- leika á samstarfi við Tansaníu, Lettland og Katalóníu varð ísland svo fyrir valinu. Gavin fór fyrst til Reykjavíkur 1998 og heillaðist af þorpslegu yfirbragði höfuðborgar- innar og sterkum tengslum fólksins við landið sjálft. Honum var bent á verk Halldórs Laxness og féll kyll- iflatur. Barátta Bjarts í Sumarhús- um fyrir sjálfstæði og hvað þess konar bardagi getur kostað, rollu- búskapur, kjör fólksins og magnað- ur söguþráður frábærs rithöfundar voru ómótstæðileg. Sýningin er af- rakstur langs ferils. Við höfum ekki reynt að koma bókinni allri á svið eða að útskýra íslenska menningu fyrir Englendingum. Verkið er samvinna Charles Way, höfundar leikgerðarinnar og leikstjóra, við leikara, tónlistarstjóra og útlits- hönnuði. Við höfum reynt að skapa samstarfsgrundvöll fyrir nýtt tungumál og nýjar sögur milli tveggja þjóða og okkur fannst eðli- legt að koma með söguna aftur þangað sem hún á upptök sín.“ Þau Helga Vala, Páll og Ragn- heiður eru sammála um að það sé mjög spennandi að koma með sýn- inguna til Islands. „Það verður mjög spennandi að vita hvernig ís- lenskir áhorfendur taka þessari bresku túlkun á Sjálfstæðu fólki. Áherslurnar eru aðrar en í sýning- unum tveimur sem voru í Þjóðleik- húsinu í fyrra. I fyrsta lagi er þessi sýning miklu styttri, tveir klukku- tímar, en hin var sex tímar. Það hefur auðvitað áhrif á hvað er hægt að komast yfir mikið af sögunni," segir Helga Vala. „I þessari sýningu er aðaláhersl- an á baráttu hins fátæka lítilmagna við yfirvaldið. Þetta er alþjóðlegt þema sem áhorfendur í Englandi geta mjög auðveldlega sett sig inn í. Hins vegar er margt í sögunni séríslenskt sem er fróðlegt og framandi fyrir breska áhorfendur. Þar höfðum við líka stórt forskot á ensku leikarana og gátum útskýrt ýmislegt fyrir þeim um íslenskar aðstæður sem þau þekktu ekki. Veðrið er einn þáttur og myrkrið og einangrunin á veturna er annar þáttur. En sýningin er samt ekki menningarsöguleg kynning á ís- landi. Þetta er sjálfstæð leiksýning unnin upp úr frábærri skáldsögu sem höfðar til fólks á ýmsan og oft mjög ólíkan hátt,“ segir Páll. Sýningunni var mjög vel tekið í Bretlandi og fékk mjög góða um- fjöllun í fjölmiðlum. Gagnrýnandi The Guardian lét svo um mælt að Independent People væri ein af fjórum áhugaverðustu sýningunum á fjölunum í Bretlandi í lok apríl. Og gagnrýnandi leikhúsblaðsins The Stage sagði að þetta væri „raunveruleg leiklist flutt við krefj- andi aðstæður og sýningin ætti vel- gengni skilda“. Sýningarnar fjórar í Möguleik- húsinu eru jafnframt síðustu sýn- ingarnar á verkinu og þau þre- menningarnir segja það verðugan endapunkt á þessari skemmtilegu vinnu að ljúka henni hér uppi á Is- landi. „Það gæti ekki verið betra.“ ..líttu á verðið! Verð nú aðeins 799.000 Nýr bíll á verðl notaðs! KIA Príde er fullbúinn fólksbíll á verði sem flestir kannast við á notuðum bílum en ekki glænýjum bílum. KIA Príde erknúinn 1330cc vél sem skilar 73 hestöflum, 5 gíra og með rafeindastýrðri EGI fjölinn- sprautun. KIA Príde kemur með eftirfarandi staðalbúnaði sem sýnir svo ekki verður um villst að hér fæst mikið fyrir peningana: Samlitir stuðarar, vökvastýri, snúningshraðamælir, loftpúði f. ökumann, afturhurð og bensínlok opnanleg innanfrá, 2 höfuðpúðar, bílbeltastrekkjarar,, þurrkutöf,barnalæsingar, þokuljós að aftan, litað gler, hiti í afturrúðu, geymsluvasar í framhurðum, útvarp og segulband,4 hátalarar, rafmagns- loftnet, stafræn klukka, hreyfiltengd þjófavörn, rafmagn í rúðum að framan, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.