Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Allur ferill Asmundar
í Asmundarsafni
í LISTASAFNI Reykjavíkur - Ás-
mundarsafni verður opnuð sýning
á verkum eftir Ásmund Sveinsson í
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.
Á sýningunni eru verk sem
spanna allan feril listamannsins og
sýna þá þróun sem varð á list hans
í gegnum tíðina. Meðal hinna elstu
eru höggmyndir sem hann gerði
sem nemandi við sænsku ríkisaka-
demíuna. Síðan komu þekktari
meistaraverk sem lofa íslenska al-
þýðu, sagnir og náttúru og loks er
á sýningunni fjöldi afstraktverka
sem listamaðurinn vann á síðustu
áratugum ævi sinnar. Þá má geta
þess að verkið Tónar hafsins í
skúlptúrgarðinum er nú aftur til
sýnis eftir viðgerðir.
Ásmundur Sveinsson var á með-
al frumkvöðla íslenskrar högg-
myndalistar og sótti innblástur í
íslenska náttúru og bókmenntir,
sem og til þjóðarinnar í landinu.
Efnismikil, kröftug og stundum
ógnandi verk hans eru lík þeim
kynjamyndum sem lesa má úr ís-
lenskri náttúru. Þótt myndefni Ás-
mundar hafi fyrst og fremst verið
af þjóðlegum toga tileinkaði hann
sér engu að síður meginstrauma
alþjóðlegrar listsköpunar og gaf
henni um leið íslenskt yfirbragð -
íslenskt inntak.
Ásmundarsafn er til húsa í ein-
stæðri byggingu sem listamaður-
inn hannaði og byggði að mestu
sjálfur á lóð sem hann fékk út-
hlutað við Þvottalaugaveg árið
Nótt_ í París er eitt af verkum
Ásmundar á sýningunni.
markaðurinn
verður opnaður í dag kl. 12.00
í Ármúla 23
Vandaðar vörur
Opið frá kl. 12-18
mánudag til föstudags
kl. 10-14
laugardag
1942. Formhugmyndir hússins eru I
sóttar til landa Miðjarðarhafsins, í I
kúluhús araba og pýramída f
Egyptalands. I byggingunni voru
bæði heimfii og vinnustofa lista-
mannsins. Ásmundur byggði síðar
bogalaga byggingu aftan við húsið,
sem bæði var hugsuð sem vinnu-
stofa og sýningarsalur, en þannig
vildi listamaðurinn gera verk sín
aðgengileg fyrir almenning.
Ásmundur Sveinsson ánafnaði
Reykjavíkurborg húsið og safnið I
eftir sinn dag, og var þar stofnað |
safn helgað minningu hans árið
1983. Umhverfis safnið er högg-
myndagarður og prýða hann nær
þrjátíu höggmyndir listamannsins.
Sýningin stendur til október-
loka.
Safnið er opið alla daga frá kl.
10-16.
Mozart í
Þorláks-
höfn
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
áhugamanna heldur tónleika í
Þorláksldrkju, Þorlákshöfn, á
laugardag,
kl. 17. Ein-
söngvari er
Inga Back-
man og ein-
leikari á
píanó er
Jónas Ingi-
mundarson.
Á efnis-
skránni eru
eingöngu
verk efth'
Mozart, Div-
ertimento í
D-dúr fyrir
strengja-
sveit, kant-
atan Exsult-
ate, jubilate
og píanó-
konsert nr.
11, K 413.
Stjórnandi á
tónleikunum er Ingvar Jónas-
son. Aðgangseyrir er kr. 1000,
afsláttarverð kr. 500 fyrir nem-
endur og eldri borgara, frítt
fyrir börn.
Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna skipar áhugafólk í hljóð-
færaleik auk nokkun'a tónlist-
arkennara og -nemenda.
Hljómsveitin kemur fram opin-
berlega nokknim sinnum á ári,
ýmist á sjálfstæðum tónleikum,
með kórum eða við önnur tæki-
færi. Ingvar Jónasson hefur
verið aðalstjórnandi og leiðtogi
hljómsveitarinnar frá upphafi,
en hljómsveitin er að ljúka sínu
10. starfsári.
Inga Backman leggur jöfn-
um höndum stund á kirkju-
söng, ljóðasöng og óperusöng.
Hún starfar nú sem stjómandi
og leiðbeinandi við kóra Nes-
kirkju í Reykjavík. Jónas Ingi-
mundarson hefur verið mikil-
virkur í íslensku tónlistarlífi og
hefur haldið mikinn fjölda tón-
leika, bæði sem einleikari og
meðleikari annarra, einkum
söngvara. Hann ólst upp í Þor-
lákshöfn og er því þar á heima-
velli.
Inga
Backman
Jónas
Ingiraundarson
Sölusýninff
í Man
SÖLUSÝNING málverka og ann-
arra verka í einkaeigu verður í
Listasalnum Man, Skólavörðustíg
14, laugardaginn 20. maí og stendur
til 6. júní.
M.a. verða til sölu verk eftir kana-
dísku listakonuna Sharon Norman,
Alfreð Flóka, Jónas Guðvarðarson,
Grím Marinó Steindórsson, Hall-
dóru Sigurjónsdóttur o.fl.
Sýningin er opin á verslunartíma
og inngangur um Man-kvenfata-
verslun.