Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„Fram þöglir menn
íþúsund löndum
ÁRIÐ 1887 gerðist
einn merkasti atburð-
ur í sögu manns-
andans. Þá gaf pólski
augnlæknirinn L.L.
Zamenhof út í Varsjá
lítið kver, þar sem
hann kunngjörði
heiminum afrakstur-
ihii af margra ára
striti sínu: alþjóða-
tunguna esperantó.
Kver þetta vakti litla
athygli í fyrstu, en
fljótlega rann það þó
upp fyrir ýmsum að
Zamenhof hafði þar
fyrstum manna tekist
að leysa þá þraut sem
margir höfðu glímt við á undan
honum en engum tekist: að skapa
fyllilega nothæft hlutlaust hjálpar-
mál sem gera myndi öllum þjóðum
heims kleift að skiptast á orðum í
ræðu og riti á algjörum jafnræðis-
grundvelli.
En Zamenhof vanmat gróflega
i*imsku og skriðdýrshátt verald-
arinnar, og því eru nú liðin heil
113 ár án þess að hinn kæri
draumur hans hafi ennþá ræst.
Enn heldur allur þorri manna
dauðahaldi í þá skammsýnu firru
að hinn síversnandi samskipta-
vanda þjóðanna sé unnt eða fýsi-
legt að leysa með því að notast við
hverjar þær þjóðtungur sem í
krafti (efnahagslegra eða hernað-
arlegra) yfirburða sinna heima-
landa hafa um stundarsakir áunnið
séj nk. óformlegan sess sem
,‘/Iíeimstungur“. Skynsamir menn
hafa þó alla tíð gert sér grein fyrir
því að eina raunsæja og réttláta
leiðin til að yfirstíga tungumála-
glundroðann er sú að þjóðirnar
komi sér saman um eitt hlutlaust
mál hjálparmál sem allt fólk hafi
jöfn skilyrði til að tileinka sér,
sama hvar á jarðkringlunni það er
niðursett. Hið frambærilegasta
slíkra mála er og hefur alltaf verið
esperantó.
En esperantó hefur margt fleira
sér til ágætis í þessu sambandi en
hlutleysið. Eitt er það að esper-
antó er í senn miklu auðveldara og
miklu gjöfulla lærdóms en nokkur
þjóðtunga.
váNám í þjóðtungunum er nálega
eingöngu hugsunarsnautt minnis-
verk. Mestur tíminn fer í að læra
bjánalegar stafsetningarreglur,
fíflalegar framburðarílækjur,
endalausar runur af óreglulegum
sögnum, og þannig áfram þindar-
laust. Svo fyrirferðarmikið og tor-
lært er hið ytra fargan þjóðtungn-
anna að þjálfun í sjálfum kjarna
málsins, málbeitingunni, verður
nánast aukaatriði, bakþanki.
Um esperantó gegnir allt öðru
máli en þjóðtungurnar. Hinn ytri
búningur málsins er svo einfaldur,
skynsamlegur og reglubundinn að
hverjum meðalgreindum manni er
kleift að læra hann til hlítar á ör-
i<$nm dögum. Stafsetningin er í
fullkomnu samræmi við framburð;
gervöll málfræðin kemst auðveld-
lega fyrir aftan á
póstkorti og engar
undantekningar eru á
nokkurri reglu, og
framburðurinn er svo
kristaltær og auð-
numinn að fjölmargir
hafa getað náð ágætu
valdi á honum með
því einu að æfa sig í
upplestri, áður en
þeir heyrðu málið
nokkurn tíma talað.
Þegar svo búið er að
afgreiða þennan sára-
einfalda ytri búning í
eitt skipti fyrir öll er
hægt að einbeita sér
af alefli að því að
auka orðaforða sinn og öðlast sí-
fellt meiri leikni í lestri, ræðu og
riti. Með öðrum orðum: snúa allri
sinni atorku að hinu sanna inntaki
mannlegs máls, í stað þess að
hengja sig í flóknum formsatriðum
sem enga hagnýta þýðingu hafa.
Enda er reyndin sú að þrátt fyr-
ir allan hinn ytri einfaldleika hefur
esperantó margsýnt að það er full-
fært um að sjá um sérhverja tjá-
skiptaþörf manna eins vel og
nokkur þjóðtunga: allt frá yfir-
borðslegustu samræðum um dag-
inn og veginn til háspekilegra við-
fangsefna í vísindum og
bókmenntum (það er t.d. mál
manna að Biblían og Hamlet hafi
aldrei verið þýdd af jafn mikilli list
og á esperantó). Esperantó er þar
að auki svo hljómfagurt og þokka-
fullt áheyrnar að engin þjóðtunga
jafnast á við það nema ítalskan.
Og í flestum greinum skarar esp-
erantó meira að segja langt fram
úr öllum sk. „náttúrumálum". Esp-
erantó er miklu skýrara en nokkur
þjóðtunga, miklu rökréttara og
samræmisfyllra, miklu hreinlegra
og heildstæðara, margfalt sveigj-
anlegra, meðfærilegra og til-
brigðaauðugra, og hefur ótal sinn-
um meiri frjósemi og sköpun-
armöguleika til að bera.
Rökstuðningur fyrir ofangreind-
um fullyrðingum um yfirburði esp-
erantós væri of jangt mál í stuttr-
iblaðagrein. Áhugasamir eru
einfaldlega hvattir til að læra
þetta dásamlega tungumál. Sá sem
ekki hefur kynnt sér esperantó
getur ekki haft neina hugmynd um
hvers mannlegt mál er megnugt,
þegar skynsemin, smekkvísin og
hugmyndaauðgin fá að hafa yfir-
höndina á kostnað storknaðra
erfðavenja og alls kyns bjálfalegs
óþarfa, sem blindar tilviljanir hafa
hrúgað upp í aldanna rás.
Enginn minnsti vafi er á því, að
einfaldleiki, hlutleysi og fullkomn-
un esperantós veita hinum ólíku
þjóðum heimsins margfalt betri
skilyrði til að eiga innihaldsrík og
áreynslulítil samskipti sín á milli
heldur en þegar baslað er við að
babbla á einhverri þjóðtungunni.
Hér er ekki um neina draumsýn að
ræða, heldur bláköld reynslusann-
indi. Esperantistar hafa í bráðum
heila öld haldið árlegt þing, þar
Esperantó
Hinn ytri búningur
málsins er svo einfaldur,
skynsamlegur og reglu-
bundinn, segir Kári
Auðar Svansson, að
hverjum meðalgreind-
um manni er kleift að
læra hann til hlítar á ör-
fáum dögum.
sem gestir frá fjarlægustu heims-
hornum skrafa og skeggræða um
allt undir sólinni eins og aldagaml-
ir kunningjar úr barnaskóla. Á
þingum þessum ríkir fullkomið
jafnræði, og fundarhöldin ganga
oftast nær svo lipurlega fyrir sig
að engu er líkara en að þau fari
fram á sameiginlegu móðurmáli
allra viðstaddra.
En hinar rökréttu ályktanir sem
draga má af slíkum staðreyndum
mega vitanlega ekki komast upp
með að flekka fáráðlingshátt ver-
aldarinnar, hennar dýrasta gim-
stein. Ekki þýðir að fjasa um slíkt
fánýti sem hagsýni, skynsemi eða
réttlæti þegar aðrar eins hugsjónir
eru í veði og hér. Nei, við skulum
fyrir alla muni herða enn frekar á
hinu vitfirringslega bruðli með
tíma og fé í árangurslitla kennslu
nokkurra þunglamalegra þjóð-
tungna, bara svo við getum áfram
um ókomna tíð notið þeirrar sælu
að vera ófær um annað en að
þvaðra á bjöguðu hrognamáli við
minnihluta mannkyns (því varla
verður sagt að allir jarðarbúar
kunni eitthvert þeirra tungumála
sem hérlendis eru kennd), svo ekki
sé nú minnst á þá kátínu að finna
alltaf reglulega til málhelti okkar
og vanmáttar hvenær sem við eig-
um orðastað við fulltrúa þeirra
þjóða, er hafa hlotið í vöggugjöf
þetta hljóðarugl sem við höfum
þurft að svitna við að læra árum
saman.
Þó að lausnin á allri þessari mis-
munun og óhagræði sé heiminum
innan handar, og hafi margsannað
ágæti sitt í meira en heila öld, þá
megum við smærriþjóðasmælingj-
arnir umfram allt ekki gera neitt
sem hróflað gæti við yfirdrottnun
„stórveldamálanna", hver svo sem
þau eru þessa stundina. Því eins
og allir vita þá eru jafnrétti og lýð-
ræði aðeins innanríkismál hvers
lands fyrir sig, en á alþjóðavett-
vangi gildir ekkert nema réttur
hinna fáu sterku til að hrifsa til sín
alla feitustu bitana og neyða hina
mörgu aumu til að greiða molana
dýru verði.
Höfundur er nemi við HÍ.
Kári Auðar
Svansson
Skattpíning?
AÐ undanförnu, eða
öllu heldur undanfarna
mánuði, hefur Björgv-
in nokkur Guðmunds-
son farið mikinn í um-
fjöllun sinni yfir þeim
níðingshætti stjórn-
valda að gera „dug-
miklurn" einstakling-
um, sem hafa rakað
saman miklum auðæf-
um með útsjónarsemi,
eigin dugnaði, aðhaldi,
sparsemi og öðrum
dygðum, það að þurfa
að greiða skatta. Fyrir
utan, svo orð Björgv-
ins sjálfs séu nokkurn
veginn notuð, þann
svita og aðra líkamsvessa sem
streymir úr skrokkum þeirra sem
þurfa að gera grein fyrir eignum
sínum og tekjum, tíma sem fer í
þetta og pappírseyðslu, þá er hér
um grimmilegt athæfi að ræða,
hnýsni í einkamál viðkomandi og
það sem verst er, þetta leiðir til
þess að heiðarlegir athafnamenn
freistast til að telja ekki allar tekjur
sínar fram til skatts. M.ö.o. þá
þvingar ríkisvaldið annars dugmikið
og heiðarlegt fólk til þess að gerast
afbrotamenn og suma jafnvel að sí-
brotamönnum. Þennan málefnalega
boðskap hef ég lesið úr þessum
greinum sem ég hef verið að glugga
í að undanförnu. Og Ijótt er, ef satt
er. Á sama tíma og þessi greina- eða
pistlahöfundur, sem reyndar talar
fyrir munn Heimdellinga, gagnrýnir
óvægilega þetta fyrirkomulag, þ.e.
að afrakstur skattheimtu þessarar
er m.a. notaður til fjármögnunar á
menntakerfi okkar, þá stundar hann
nám við HI í stjórnmálafræðum;
nám, sem ég greiði reyndar fyrir
með skattpeningum þeim, sem ég
geld til sameiginlegra þarfa þjóðfé-
lagsins. Það mætti segja mér að
þessir 150 dagar, sem ég vinn fyrir
ríkið eins og Björgvin kallar það,
fari í að greiða fyrir þetta nám hans
og dugar þó sjálfsagt hvergi næm
til. Með þessu er ég ekki að segja að
hann sé þess óverðugur að njóta
þeirra mola sem hrjóta af borði alls-
nægta minna, sem eru til komnir
vegna dugnaðar míns og eljusemi ef
marka má skrif hans. Hins vegar
get ég ekki að því gert að mér þykir
á sama hátt illa komið fyrir greyinu
og hálf niðurlægjandi að þurfa að
þiggja þetta lítilræði, sérstaklega
þar sem hann er svo mótfallinn því.
En svona er þetta hjá mér og öðr-
um forsjárhyggjumönnum; við
neyðum garminn til að mennta sig á
kostnað samfélagsins. Að auki er
skepnuskapurinn slíkur að við bíð-
um í röðum, full tilhlökkunar, að fá
að lesa hvað Björgvin borgar í
skatta. Harmur minn og vonbrigði
eru ólýsanleg þetta árið, þar sem
hann neitaði að skila skattaskýrslu
eins og frægt er orðið.
Hátíð í bæ
Annars þykir mér alltaf gaman að
hátíðisdeginum þeirra Heimdell-
inga, skattleysisdeginum. Þá koma
þeir saman með húllumhæi og fagna
því að nú sé ég búinn að vinna fyrir
ríkið, kalla til sjónvarpið og gefa
fjármálaráðherra kost á að taka í
höndina á sér og minna hann ábúð-
arfullir á að nú megi ekki láta deig-
ann síga, heldur gera betur, þ.e.
lækka skatta og skera að sama
skapi niður „útgjöld til
samneyslunnar". Það
sem mér þykir einna
skemmtilegast við
þetta, er að fæst þess-
ara ungu manna og
kvenna hafa nokkurn
tíma unnið 150 daga
samfellt, enda flest að
mennta sig í hagræn-
um fræðum, stjórn-
visku og greiningu á
stjórnmálum liðinna
tíma. Ekki það að sú
iðja sé þjóðfélaginu til
ógagns eða komi ekki
til með að skila sér í
auknum hagvexti þjóð-
arbúinu til handa þótt
síðar verði. En á meðan svo er ekki,
þætti mér vænt um að þau slepptu
því að gjamma um það sem þau
telja að mér og mínum líkum, sem
er stærsti hluti þjóðarinnar, komi
hvað best, því að þar er verið að
fjalla um mál sem mér virðist vera
Skattur
Skepnuskapurinn
er slíkur að við bíðum
í röðum, full tilhlökk-
unar, segir Steingrímur
Ólafsson, að fá að
lesa hvað Björgvin
borgar í skatta.
töluvert fyrir ofan skilning þessa
fólks. Áður en næsta ályktun er
send út frá þessum félagsskap ætti
þetta fólk að gera sér grein fyrir að
það að greiða ekki skatta þýðir að
minna er til að moða úr þegar kem-
ur að fjárveitingum til heilbrigðis-
mála, elli- og örorkulífeyrisþega,
menntamála, samgöngumála, og all-
ra annarra hluta sem eru til þess
ætlaðir að jafna kjör þegna lands-
ins. Eða m.ö.o. færa tekjur og fjár-
magn til þeirra, sem að mati Heim-
dellinga „hafa ekki til þess unnið“.
Svo mörg eru þau orð í garð þeirra
sem eru að mennta þetta mikla and-
ans- og hugsjónafólk.
Fyrir myndarr íkið!
Af skrifum þeirra Heimdellinga
má ætla að himnaríki á jörðu sé
með þeim hætti að þeir, sem hafa
ekki atvinnu, eru líkamlega eða
andlega vanheilir, gamlir eða eiga af
öðrum ástæðum erfiðara með að
bjarga sér en „dugmiklir athafna-
menn“, eigi að safnast saman í sér-
stök hverfi, njóta lakari heilbrigðis-
þjónustu og afkomendurnir að fá
verri menntun en þeir sem efnaðri
eru. Þessi dæmi um fólk, sem „hef-
ur ekki til þess unnið“ að fá sinn
skerf af þjóðarauðnum, þekkjum við
frá ríkjum eins og Bandaríkjunum
og Bretlandi. Slíkt vill sá sem þetta
skrifar hvorki sjá eða upplifa með
neinum hætti í okkar samfélagi. Því
vil ég gjarnan fá að greiða mína hóf-
legu skatta áfram í friði og spekt án
afskipta Heimdellinga og ætlast til
að aðrir greiði sama hlutfall af sín-
um tekjum í samræmi við skattalög,
eignastöðu og tekjur. Ég ætlast
meira að segja til þess að bæði ég
og aðrir skili slíkum upplýsingum til
skattyfirvalda á læsilegu formi, svo
nágranni minn geti séð að ég berist
ekki óhóflega á miðað við uppgefnar
tekjur og láti þá athuga hvort ég sé
að gera minna úr „dugnaði“ mínum
eða „athafnasemi" en efni standa til.
Með því móti ættum við ekki að
þurfa að horfa upp á fátækt og
eymd stórra þjóðfélagshópa sem
aldrei fá tækifæri til að sjá fyrir sér,
njóta góðrar heilbrigðisþjónustu,
mennta sig og sína eða komast á
annan hátt út úr því svartnætti sem
stefnt er að í fyrirmyndarríki Heim-
dellinga.
Steingrímur
Ólafsson
Höfundur er iðnrekstrarfræðingur
frá 77.