Morgunblaðið - 18.05.2000, Side 49

Morgunblaðið - 18.05.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ W- m 9 : P S FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 49 UMRÆÐAN hægt að kalla annað en beina hækk- un frá smíðaverði. Við bætist svo kostnaður við heimsiglingu sem ætla má að sé á annan tug milljóna króna. En þá kemur rúsínan, sem tekur öllu öðru fram! Peim á Hafró er algjörlega óskilj- anlegt, þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir, hvemig hægt er að komast að því að skipið sé dýrara en reiknað var með - sérstaklega þeg- ar þess er gætt að „frekar mætti með rökum sýna fram á kostnaðar- lækkun." Þá kemur til hin snilldar- lega niðurstaða, að dagsektirnar (140 milljónir króna) séu fundið fé og komi auðvitað til lækkunar á heildarkostnaði skipsins! Við þennan boðskap hljóta fleiri en ég að staldra. Er Hafró virkilega að segja að enginn ávinningur - og alls ekki fjárhagslegur - sé af því að koma umræddu rannsóknarskipi í rekstur sem allra fyrst? Hingað til hef ég haldið að dagsektir væru réttlættar með því að bæta hluta þess skaða sem kaupandi verður fyrir af því að hann getur ekki nýtt dýrt tæki á umsömdum tíma. Með því að skipið á ekki að vera óarð- bært leikfang heldur fjárfesting sem byggist á þeirri vissu að rann- sóknir skili að fullu því sem í þær er lagt, þá skipti máli að það geti sem fyrst gert gagn (svo ekki sé talað um fjármagnskostnað á smíðatíma sem sífellt lengist). Nú vaknar maður upp við að þeir á Hafró virðast ekki horfa svona á málið. Það er því eðlilegt að draga þá ályktun að best sé fyrir þjóðina að fá ekkert hafrannsóknaskip eða þá hitt, að tafir og dagsektir verði svo gríðarlegar að þær greiði að stórum hluta niður smíðakostnað. Auðvitað er engum ætlaður svona kjánaskapur. En þegar menn ganga of langt til að verja veikan málstað þá geta þeir lent í hafvillum og steyta loks á skeri raunveruleikans. Ekki reiknað með töfum hér á landi í athugasemdum Hafró er greini- lega allt gert til að sýna lága kostn- aðartölu við smíði skipsins í Chile. Síðan er gerður samanburður ef það hefði verið smíðað innanlands og fá þeirþá út 2,0 til 2,1 milljarð króna. Ekki eru tök á að fara frekar ofan í þessar staðhæfingar enda forsendur óljósar. Það er þó huggun harmi gegn að Hafró reiknar ekki með að tafir hefðu orðið á smíði skipsins ef það hefði verið byggt hér innanlands og það afhent á umsömdum tíma. Þetta er vissulega verðug viðurkenning Hafrannsóknaskip Getur verið að ekki sé ávinnur af því spyr Ingólfur Sverrisson, að koma hafrannsókna- skipinu sem fyrst í rekstur? fyrir íslenskan skipaiðnað. Gallinn er hins vegar sá að þá koma ekki til neinar óvæntar „tekjur“ vegna dagsekta sem „lækka“ kostnaðinn við smíðina. Rennur þá ógleði á ein- hverja. Óragir íslendingar Svo virðist sem Islendingar læri ekkert nema af því einu að reka sig hastarlega á; fátt er svo fjarstæðu- kennt að ekki sé rétt að hætta miklu til og þá helst margir í einu. Fróðir menn hafa sagt mér, að norskir útgerðarmenn bíði nú spenntir eftir að vita hvernig ís- lenskum starfsfélögum þeirra fjöl- mörgum sem gert hafa samninga um smíði nýrra skipa í Kína og víðar reiðir af. Þeir eru svo heimóttarlegir að vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki er vitað um neina smíðasamn- inga Norðmanna við þá kínversku. Þeir bíða eftir reynslu íslenskra sem eru hins vegar hugumstórir og taka áhættu við hæfi. Þeir norsku ræða á meðan við innlendar skipasmíða- stöðvar og kanna alla valkosti áður en alvarlegar ákvarðanir eru tekn- ar. Sú mikla glansmynd sem gefin er af skipasmíðum Kínverja er bæði al- varleg og brosleg í sama mund. AI- varleg vegna þess að miklu er hætt og aðrir valkostir ekki skoðaðir, sbr. það að ekki er leitað tilboða annars staðar, brosleg þegar íslenskur eft- irlitsmaður hjá kínverskum þarf að sýna þeim myndir úr skipum frá ís- landi til að útskýra um hvað var raunverulega samið varðandi frá- gang íbúða o.þ.h. (sjá Mbl. 10.05.). Hvernig gengur að fylgja slíku eftir er svo annað mál. Vonandi verður ekkert stórslys í þessum ævintýralegu viðskiptum, en á það minnt að þeir sem hafa samið við íslenskar skipasmíða- stöðvar hafa undantekningarlítið lýst ánægju með viðskiptin. Höfundur er deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. VINTERSPORT Mikið úrval af fallegum dömu- göllum úr góðu micro efni.vind og vatnsheldnir. Fleiri litfr til Bíldshöfða • 110 Reykjavfk • 510 8020 • www.intersport.is Eftir langan dag er fátt belra en að slaka á i heitu lóninu, bor&a góðan mat og njóta umhverfisins. Morgundagurinn verður betri ef þú lætur (oér líða vel í dag. 0 pið o I I o daga vikunnar* 420 8800 « lagoon b I u e I a g o o n . i s « www.bluelogoon.is IC' |f t A N Ö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.