Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.05.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 51 UMRÆÐAN Fagleg sjónarmið ráða ferðinni Ljósmæðrafélag ís- lands bauð nýverið til landsins bandaríska bama- og nýbura- lækninum Marsden Wagner sem til margra ára var yfir- maður mæðra- og ung- bamadeildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunar- innar. Ummæli hans um inngrip í fæðingar hérlendis hafa vakið viðbrögð íslenskra fæðingarlækna. Hildur Harðardóttir fæðing- arlæknir segir í sam- tali við Mbl. 10.5. sl. „að fagleg sjónarmið verði að ráða ferðinni og ekki megi fórna öryggi til þess eins að verðandi mæður geti haft hlutina algerlega eftir sínu höfði“, þegar hún svarar gagnrýni hans sem fram kom í Mbl. föstu- daginn 5.5. Ég get fullvissað Hildi um að Marsden Wagner og Ljós- mæðrafélagi íslands gengur ekkert annað til en að beita faglegum vinnubrögðum. Einnig er ég sann- færð um að þær mæður sem vilja hafa áhrif á sínar fæðingar vilja ekki leika sér að öryggi, né heldur ljósmæður sem aðstoða þær. Ör- yggisumræðan hefur lengi verið bæði ófagleg og ómarkviss, ekkert síður hér en víða erlendis og hefur oft orðið að hræðsluáróðri í stað upplýsinga um það sem best er vit- að á hverjum tíma. Fyrirsögnin á fréttinni gefur í sjálfu sér tilefni til að ætla að um- ræðan snúist um öryggi eða óör- yggi og á þann hátt er villandi skilaboðum komið á framfæri við al- menning. Marsden Wagner skoðaði opin- berar íslenskar tölur og lagði út frá þeim. Hann tengdi þessar niður- stöður við alþjóðlega umræðu um þróun fæðingarþjón- ustu í heiminum. Segja má áð tekist sé á um tvö líkön sem lýsa viðhorfum til fæð- inga og hafa áhrif á þau þjónustuform sem við þróum. Annað er „fæðing er eðlilegur lífeðlisfræðilegur at- burður þangað til ann- að kemur í ljós“ og hitt er „engin fæðing er eðlileg fyrr en hún er afstaðin“. Hið fyrra er oft tengt við hug- Elínborg myndafræði ljós- Jónsdóttir mæðra en hið síðara við lækna. Það er að mínu mati einföldun, mér finnst þetta hafa meira með tímabil og þróun að gera og eru báðar fag- stéttir í báðum hópunum. Undanfama áratugi hefur orðið gífurleg tækniþróun á öllu sviði mannlífsins, ekki síst í heilbrigðis- þjónustu, og hefur fæðingar- og nýburafræðin ekki farið varhluta af henni. í dag höfum við því til að dreifa mikilvægum tæknilegum úr- ræðum bregðist móðir náttúra. Tæknin er í sjálfu sér hvorki góð né vond, það er hvernig hún er notuð sem skiptir máli. Skylda hvers fagaðila er að tryggja eins og kost- ur er að íhlutanir hans séu til hags- bóta fyrir skjólstæðinginn, a.m.k. að þær séu ekki til skaða. Það er að sjálfsögðu alltaf markmiðið en til em margar leiðir og til að finna þá bestu verðum við að skoða árangur/ útkomu. Um það snýst umræðan í heiminum í dag og um það mun hún snúast um ókomin ár, því við emm í sífelldri þróun. Háværar raddir víða um heim telja að eðlileg fæðing sé í hættu vegna ríkjandi viðhorfa, þ.e.a.s. of mikillar tæknihyggju, og hafa töl- fræðilegar niðurstöður verið notað- Fæðingar Ég veit að okkur gengur öllum gott eitt til, segir Elínborg Jónsdóttir, en við sjáum misjafnar leiðir að markinu og eðlilegt er að við ræðum þær. ar í þeim rökstuðningi. T.d. er tíðni keisaraskurðar alltaf að hækka, sumir tala um faraldur, og sam- kvæmt heimildum hefur hún hækk- að hérlendis úr 12% í 17,6% frá 1989 til 1999. Margt hefur komið á óvart sem tilefni er til að ræða, s.s. að öryggi kvenna í eðlilegri fæðingu sé ekki meira á sjúkrahúsi en heima og að útkoma fyrir móður og barn sé betri ef meðgangan og fæðingin em í höndum ljósmæðra en lækna. Ég veit að okkur gengur öllum gott eitt til en við sjáum misjafnar leiðir að markinu og eðlilegt er að við ræðum þær. Umfjöllun um opin- berar tölur hlýtur að vera eðlilegur þáttur í þeirri umræðu og leit að ástæðum fyrir útkomu sjálfsagt framhald. Ymsar kenningar era á lofti, margt er rætt og ritað og það er skylda okkar að skoða viðhorf okkar og vinnubrögð í sem víðustu samhengi. Við hljótum að þola það því þrátt fyrir allt er fjári margt gott sem við geram. Hildur segir að ekki sé hægt að bera saman sjúkrahús þar sem áhættufæðingar fari fram og fæð- ingarheimili þar sem útvalinn hópur með enga áhættu fæði. Mér vitan- lega hefur það ekki verið borið saman heldur sambærilegir hópar, þ.e. konur í eðlilegri fæðingu á mis- munandi stöðum. Það era niður- stöður slíkra rannsókna sem liggja að baki umræðunni. Það er löngu ljóst að mikilvæ! sálfélagslegra þátta hefur gróflei verið vanmetið. Samt höfum við ekki bragðist við sem skyldi. Um- ræðan í dag endurspeglar að enn er áherslan á líkamlega þætti og við gröfumst bara dýpra niður í gömlu hjólförin, eram sennilega farin að spóla. Marsden Wagner bendir á háa tíðni inngripa í fæðingar á einu sjúkrahúsi hérlendis, þar kemur einnig fram að tíðni gangsetninga er há. Þarna gæti verið samband, því gangsetningum íylgir aukin tíðni inngripa. Því þarf áhættan af áframhaldandi meðgöngu að verá meiri en áhættan af gangsetning- unni til þess að hún sé réttlætanleg. Gætum við ekki fundið þarna flöt til að vinna með og reynt að bæta árangur i stað þess að fara í vöm? Látum gagnrýnina verða okkur til góðs, við höfum valið. Höfundur er Ijósmóílir. W C-Wmm . ▼ Sockcrfri 1* '\ Apclsin Sockcrfrt , J/t JO i btM*rH/*r hrutubtctittf Apótekin garde Stretch gallabuxur bómullarbu stuttbuxur kvartbuxur Opið daglega kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 tiskuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680 ““ Nýtt kortatímabil Bandariskir bílar Eigum ýmsar gerðir Chrysier, Dodge og Jeep bifreiða nýjar og notaðar. Chrysler CIRRUS 2,4L LX árg. 2000 kr. 1.890.000,- Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími: 565-6241, 863 0820, 893 7333 (Lúðvík). Fax: 588-2670 • Netfang: netsalan@itn.is Sýningarbíil á Staðnum. Opið: Mánudaga - Föstudaga10-18 • Laugardaga 10-16 Netsalan ehf STk MIKIÐ ÚRVAL AF ^ pOlóbolum og STUTTERMASKYRTUM I Á1990 KR. STK.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.