Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 57

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 57 hana að eilífu. Innilegustu samúðar- kveðjur til þín, elsku afi, mamma, Gunnar, Sigga, Begga frænka og fjölskylda, frá okkur Annop og dætr- um okkar. Guð blessi ömmu og ykkur öll. Laila, Glendale, Arizona. í dag kveðjum við okkar ástkæru ömmu, Þórbjörgu E.M. Kvaran eða ömmu Góu eins og við ávallt kölluð- um hana. Það er óhætt að segja að maður kom ekki að tómum kofunum þegar amma Góa var annars vegar, full af fróðleik, ást og umhyggju var þessi kona hreint einstök. Lífs- reynsla og þekking hennar á hinum ýmsu málefnum hefur reynst okkur mikill viskubrunnur. Eftir að fjölskyldan stækkaði og amma varð langamma fundum við það enn betur hve hjartahlý og ynd- isleg hún var. Hún kunni vel við sig í langömmuhlutverkinu, þetta sáum við á einlægum áhuga hennar á bamabömunum. Elsku amma, við þökkum fyrir að hafa átt þig að. Þú munt ávallt eiga fastan stað í hjarta okkar. Guð geymi þig, elsku amma. Við sendum afa, pabba og Hrafnhildi okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig biðjum við Guð að styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda á þessari kveðjustund. Núleggégaugunaftur, 0, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Blessuð sé minning ömmu. Jón Þór, Ólafía, Gunnar Ólafur og íjölskyldur. Þórbjörg E. Magnúsdóttir (Góa) andaðist á gamla lokadaginn. Ég man vel daginn sem hún fæddist. Það var sunnudag í miðgóu, að morgni dags. Úti var nýfallinn snjór sem kristallaðist í sólskininu. Sólar- geislar fylltu bæinn og allir voru glaðir. Ég gekk inn að rúminu og sá þessa litlu veru í faðmi móður minn- ar. Hún var svo falleg og ég fylltist einhverri uppljómun sem ég get ekki lýst. Síðan hef ég elskað þessa systur mína meira en aðrar þótt mér hafi þótt afar vænt um þær allar. Hún var alla tíð yndi mitt og eftir- læti og aldrei hefur nokkur skuggi fallið á okkar samband. Ég passaði þessa yngstu systur mína og það var eins og það væri enginn aldursmun- ur á milli okkar þótt níu ár hafi að- skilið okkur. Hún var greind og vel gefin og þótt hún ælist upp við mikið eftirlæti var eins og það skemmdi hana aldrei. Hún þurfti snemma að þola veikindi. Strax á barnsaldri var hún sjúkling- ur á Ísafjarðarspítala og hún var aldrei heilsusterk. Hún hafði mjög sterkan vilja og andlegt þrek. Sem fullorðin kona umvafði hún mig gæsku og alltaf þegar ég hef átt við veikindi að stríða hefur hún stað- ið við hlið mér. Hún var lífsglöð og elskaði lífið. Hún vildi heldur auðga andann en efnast. Hún ferðaðist til allra heims- álfa að Ástralíu undanskilinni og naut hverrar ferðar út í ystu æsar. I banalegunni var lífslöngunin mikil. Um það vitna orð hennar þegar hún sagði að það væri ekki að hennar ráðum að hún væri að fara frá okkur. Samt var hún sátt við að deyja. Ég vil senda þeim sem hafa annast hana í hennar langa dauðastríði inni- legt þakklæti fyrir að láta henni líða eins vel og kostur var. Þai' vil ég fyrst og fremst þakka fjölskyldu hennar og heimahlynningu líknar- deildar Landspítalans. Lífshlaupi systur minnar er lokið. Hún er sjötta systir mín sem ég fylgi til grafar. Ég bið henni blessunar Guðs á nýjum leiðum og þakka henni fyrir allt. Blessi þig blómjörð. Blessi þig útsær. Blessi þig heiður himinn. Elski þigalheimur. Eilífð þig geymi. Signi þig sjálfur Guð. (Jóhannes úr Kötlum.) Bergþóra systir. Látin er Þórbjörg Magnúsdóttir Kvaran á 78. aldursári. Hún átti fyrir eiginmann mág minn, sómamanninn Jón Kvaran símritara. Það er rúm hálf öld síðan leiðir okkar lágu sam- an í fjölskyldu. Er því margs að minnast þegar leiðir skilur. Þórbjörg var gjörvuleg kona, fríð sýnum og góðum gáfum gædd. Hún var lifandi í andanum, hafði vakandi áhuga á mönnum og málefnum. Hún vai- ekki hvers manns viðhlæjandi en vinur vina sinna. Var hún um margt fróð og heima í mörgu, hafði ákveðnar skoðanir og lá ekkert á þeim. Hún fylgdist alltaf vel með og kunni skil á mörgu í málefnum lands og þjóðar. í þjóðmálum brást ekki að jafnan tók hún málstað þeirra sem minna máttu sín. Það var alltaf gagn og gaman að hitta hana að máli. Þórbjörg átti rætur í afskekktri byggð, Aðalvík vestur, þar sem hún var fædd og bjó sín fyrstu ár í faðmi fjölskyldunnar. En skjótt skipuðust veður í lofti þegar faðir hennar, Magnús Dósoþeusson, drukknaði. Eftir stóð ekkjan, merkiskonan Guð- ný Sveinsdóttir, með dæturnar sjö. Yngst var Þórbjörg sem var áfram í Aðalvík með móður sinni og elstu systur, Þórunni. Leiðin lá síðan til ísafjarðar þar sem Guðný vann lengst af við hjúkrun á spítalanum. Ekki er aðeins móðirin látin heldur allar systumar nema Bergþóra, sem enn lifir í hárri elli. Var alla tíð mikil samstaða og ástríki með þeim systr- um. Mjög sterkur þáttur í lífi Þór- bjargar var hugurinn til bernsku- slóðanna og lífsins í Aðalvík. Henni var einkar hugstætt að rifja upp hin- ar blíðu stundir. Að ræða við hana um þessi efni gaf glögga innsýn í hugarheim þess fólks sem upplifði að heimabyggðin fór í eyði. Þar fór saman hryggð og tryggð, átthagaást í sinni fegurstu mynd. Sterkar taug- ar tengdu Þórbjörgu einnig við ísa- fjörð þar sem hún var á unglingsár- unum, móðir hennar bjó og sumar systranna ævina á enda. Þá hafði Þórbjörg frá ýmsu að segja um veruna á bökkum Hrúta- fjarðarár þar sem þau hjón störfuðu um langt skeið á Brú hjá Pósti og síma. Þar bjuggu í stóra húsinu heilu fjölskyldurnar og margt starfsfólk við síma- og póstþjónustu. Þar var opið hús gestum og gangandi á vega- mótum milli landsfjórðunga, annálað fyrir gestrisni. Þau hjón tóku líka virkan þátt í félagslífi fólksins í Bæj- arhreppi. Voru góðar minningar um lífið þar og vinátta við marga. En meginaldur sinn bjuggu þau hjón í Reykjavík þar sem Jón Kvar- an var símritari og hún vann einnig löngum hjá Pósti og síma. Þeim fæddust börnin tvö, Hrafnhildur og Gunnar. Hafa þau verið foreldrum sínum til mikillar gæfu. Hrafnhildur kom heim frá Kanada þar sem hún er búsett til að stunda móður sína síðustu vikurnar í dauðastríðinu af mikilli umhyggju og ástríki. Með þeim mæðginum, móður og syninum Gunnari, var jafnan svo kært sem á verður kosið. Þórbjörg lét sér mjög annt um börn sín, maka þeirra, barnabörn og barnabarnaböm. Allur þessi hópur var stolt hennar og yndi. Hún fylgdist með öllu, vakti yfir öllu, þótt fjölskyldan væri dreifð um lönd og heimsálfur. Andlátið bar upp á 11. maí, loka- daginn, síðasta dag vetrarvertíðar. Það var áður fyrr mikið um að vera hjá sjómönnum á þessum degi. Ver- tíðarhluturinn var gerður upp og að- komumenn bjuggust til brottfarai'. Á þessum degi kom hjá Þórbjörgu til lokauppgjörs og hún bjóst til brott- farar. Nú þegar Þórbjörg kveður ríkir mikil hryggð hjá eiginmanni og fjöl- skyldu. Að henni er og mikil eftirsjá hjá öllum sem þekktu. En minningin um góða konu yljar og græðir sárin. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Já, Góa mín, hönd þín leiddi mig út og inn og sjáfsagt hefur þú leitt mig mín fyrstu spor. Nú, þegar við höfum kvaðst um sinn, reikar hugur minn um alla okkar liðnu tíma. Þú varst sólargeislinn hennar mömmu minn- ar Tóttlu systur þinnar, sem var elsta systir þín, 19 ára er þú fæddist, og það varst þú alla tíð þótt tíu árum seinna eignaðist hún mig. Er þú varst um níu ára gömul gifti hún sig og foreldrar mínir byrjuðu síðan bú- skap á æskuheimili ykkar systranna sjö á „Bólinu" á Sæbóli í Aðalvík og þannig fór að þú varðst hjá þeim þegar mamma þín (Guðný amma) fluttist í burtu. Pabba þótti ekki síð- ur vænt um þig. Hann talaði alltaf um þig sem fósturdóttur sína. Mínar fyrstu æviminningar eru allar tengd- ar þér, þú að passa mig og kenna eins og eldri systir enda varst þú mín fyrirmynd, ég ætlaði að gera eins og Góu þetta og hitt, en ég var svo loft- hrædd að ég gat ekki lært á skíðum eins og þú t.d. og aldrei komst ég með tæmar þar sem þú hafðir hæl- ana í einu né neinu. Lengi vel hélt ég að þú værir systir mín. Mamma gerði aldrei upp á milli okkar í ást og umhyggju, þú varst jafnt númer eitt og ég einkabarnið þeirra. Þegar ég var á níunda ári komst þú norður, frá Reykjavík, til mömmu og gekkst þá með þitt fyrsta barn. Það var gaman þann tíma og margt gert, m.a. saum- uð og prjónuð barnaföt og falleg peysa á mig. Svo varst þú drifin vest- ur á ísafjörð til Siggu systur þinnar til að fæða þar og Hrafnhildur Eik fæddist 28. júlí 1942 níu dögum eftir mitt afmæli. „Ég gat ekki farið nær afmælinu þínu, elskan, hún vildi eiga sinn afmælisdag ein, sagðir þú. Þessi litla stúlka með súkkulaðibrúnu aug- un sín, varð sannkallaður gullmoli í systrafjölskyldunni, ekki síst hjá mömmu sem fannst hún verða amma. Þeim fannst jafnvel sumum að þær hefðu gengið með Hrafnhildi og Sigga vitnaði m.a. í þegar hún gekk með Hrafnhildi. Þá hlóst þú og sagðir: „A ha ha, ég hélt nú að ég hefði gengið með hana þótt þið þyk- ist allar eiga hana.“ Ég komst aldrei að Hrafnhildi ef mamma var nálægt. Þegar ég var þrettán ára fór ég í fyrsta sinn að heiman í skóla á ísa- firði og var hjá Siggu frænku á Urð- arvegi 8. Mér leiddist mjög en þá komst þú um haustið til að eignast þitt annað barn og með Hrafnhildi þá fjögurra ára. Við vorum svo í sama herbergi um veturinn. Gunnar Ólafur fæddist svo 2. nóv. 1946 og fékk ég að sinna þessum litla frænda eins og ég vildi, mér fannst það stór- kostlegt traust. Þarna kom loks lítið barn sem tók mark á mér því mamma mín var ekki nálægt. Þegar ég fór mína fyrstu ferð til Reykjavíkur fékk ég það í ferming- argjöf að fara með Guðnýju ömmu í heimsókn til þín. Við fórum með „Súðinni" og vorum tvo sólarhringa. Það þætti seinfarið í dag. Dvölin varð lengri en ætlað var því þú fékkst sumarvinnu á símanum og ég grét nú ekki að passa Gunna Óla minn og aka vagninum um allan Vesturbæinn enda þekki ég allar götur og slóða þar enn. Eftir þetta sumar fór ég á hverju sumri til Reykjavíkur með Súðinni eða Esj- unni, hringdi dyrabjöllunni hjá Onn og Góu, stóð þar með tösku og sæng- urpoka og sagði bara þegar þau opn- uðu „Ég er komin.“ Áldrei þurfti að hringja eða skrifa og spyrja hvort ég mætti koma, það var svo sjálfsagt hjá ykkur báðum. Það eru líka ógleymanlegar ánægjuminningar þegar þið eða bara þú komuð til okk- ar í sveitina eða ísafjarðar með börnin á hverju sumri eða senduð Hrafnhildi til systranna í sveitinni þegar hún varð veik og þoldi ekki loftslagið í Reykjavík. Eftir að þið fluttust að Brú í Hrútafirði kom ég einu sinni til Reykjavíkur og þar var engin Góa og Onn, svo þangað fór ég ekki aftur tíu, næstu ár, átti ekkert erindi. Þegai- ég var gift og búin að eign- ast mitt fyrsta barn var mitt fyrsta ferðalag að fara með hann þriggja ára í Brú til ykkar. Þegar við fjöl- skyldan fórum svo að fara í sumarfrí á bíl var farið fyrst í Brú og ákveðið þar hvort fara skyldi norður eða suð- ur á við. Elsku Góa, hversu langt sem þú ferð frá mér verð ég alltaf Dúddý litla fóstursystir þín. Hjartans Onn, Hrafnhildur, Gunnar, Begga og aðrir aðstandend- ur. Ég þakka fyrir stundirnar sem ég átti með ykkur og Góu í Aðal- strætinu um daginn. Við Helgi og bömin okkar og fjölskylda biðjum al- góðan guð að vera með ykkur. Guðný Magna Einarsdóttir. Þorbjörg Magnúsdóttir Kvaran er látin eftir langt og erfitt veikinda- stríð. Við trúum því að nú hafi fengið bót meina sinna og líði vel. Góa var ömmusystii' sonar míns og lét sér einkar annt um velferð hans og okkar hinna. Fyrir það viljum við þakka af öllu hjarta. Við biðjum Góu Guðs bless- unar í nýjum heimkynnum. Megi almættið þerra tár syrgj- enda og sjóður dýrmætra minninga vekja vonir á ný. Elsku Onn. Við vilj- um að þú vitir að hjá okkur ertu aufúsugestur eins og þið hjónin hafið alltaf verið. Guð geymi þig og fjöl- skyldu þína alla. Rósa. Elsku langamma. Takk fyrir gleð- ina. Vonandi líður þér vel hjá Guði. Nú ertu orðin engill sem passar okk- ur. Vertu yfir og allt ura kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kær kveðja, Bjarki Þór. t Okkar kæra, PÁLÍNA SVEINSDÓTTIR frá Stóru-Mörk, Hæðargarði 33, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 14. maí, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Sigfús Sveinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Þorsteinn Ketilsson og systkinabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR VALGEIR JÓHANNESSON, Sólborg, Flateyri, sem lést þriðjudaginn 9. maí, verður jarðsung- inn frá Flateyrarkirkju laugardaginn 20. maí kl. 14.00. Gunnar Kristján Guðmundsson, Elín Jónsdóttir, Magnús Hringur Guðmundsson, Ebba Jónsdóttir, Eiríkur Guðbjartur Guðmundsson, Ragna Óladóttir, Guðjón Guðmundsson, Bjarnheiður ívarsdóttir, barnabörn og langafabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við fráfall og útför okkar ástkæra HARALDAR SIGURGEIRSSONAR, Spítalavegi 15, Akureyri. Arnfríður Róbertsdóttir, Agnes Guðný Haraldsdóttir, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Helga Haraldsdóttir, Alfreð Almarsson, Sigurgeir Haraldsson, Lára Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn og Jón Sigurgeirsson t Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eig- inmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS HELGASONAR, Brimhólabraut 38, Vestmannaeyjum. Sigríður Bjarnadóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Arnar Sigurmundsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Páll Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ■................................... Ijr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.