Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 58

Morgunblaðið - 18.05.2000, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Innheimtustjóri Laus er til umsóknar staða innheimtustjóra EUROPAY íslands. Innheimtustjóri er deildarstjóri InnheimtudeiLdar, sem heyrir undir Áhættustjórn. Hann hefur umsjón með og ber ábyrgð á innheimtustarfsemi félagsins. Starfssvið: Stýrir skipulagi innheimtumála og fylgir þeim eftir. Hefur samskipti við viðskiptavini. Hefur samskipti við lögmannsstofu félagsins vegna innheimtumála. Annast skýrslugerð um innheimtumál og fleira. Hæfniskröfur: Innheimtustjóri þarf að vera sjálfstæður í störfum, talnaglöggur, í senn einarður og laginn samningamaður og geta tekið viðskiptalegar ákvarðanir með tilliti til hagsmuna félagsins. Innheimtustjóri þarf að vera vanur tölvum og kunna skil á flestum þeim forritum sem notuð eru í viðskiptaumhverfinu í dag og þá sérstaklega Excel og Word. Reynsla í notkun tölva í AS-400 umhverfi er kostur. Menntunarkröfur: Gerð er krafa um viðtæka starfsreynslu á sviði innheimtumála og/eða menntun á háskólastigi. Umsóknarfrestur er til 26. maí nk. og ber að skila umsóknum til Þorvaldar Þorsteinssonar forstöðumanns Áhættustjórnar, sem veitir nánarí upplýsingar, ásamt Finnbirni Agnarssyni innheimtustjóra. EUROCARD MasterCard' ÁRMÚLA 28-30 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 550 1500 • SÍMBRÉF: 550 1601 NETFANG: europay@europay.is Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Laus störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2000-2001 Kennarar Selásskóii, sími 567 2600. Sérkennari. Aimenn kennsia á yngra stigi. Leikskólakennari til að starfa með yngstu nemendunum. Leitað er að fólki sem: / Á gott með að vinna með öðrum, / Hefur skipulagshæfileika, / Hefuráhuga á þróunarstarfi. í Selásskóla eru nemendur í 1.—7. bekk. Boðið er upp á gott starfsumhverfi og metnað- arfullt starf. Upplýsingar gefur skólastjóri. Umsóknarfrestur er til 7. júní nk. Umsóknir ber að senda í skólana. Laun skv. kjarasamningum kennarafélaganna við Launanefnd sveitar- félaga. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Friðrik Skúlason ehf. Vegna aukinna umsvifa leitar Fridrik Skúlason ehf. ad nýjum starfsmönnum: 1. Tölvunarfræðingur - kerfisfræðingur Leitað er að tölvunarfræðingi í krefjandi forritun. Krafist er haldgóðrar stærðfræði- kunnáttu. Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á forritunarmálunum C og smalamáli (assembler). Þekking á stýrikerfunum DOS, Unix/Linux og Windows 95/98/NT/2000 er æskileg. Eingöngu umsækjendur með a.m.k. 2 ára starfsreynslu og útskrifaðir tölvunarfræð- ingar frá HÍ eða sambærilegu námi koma til greina. Þekking á tölvuveirum er ekki skilyrði. 2. Forritarar - kerfisfræðingar Leitað er að forriturum með þekkingu á C, C++, SDK og MFC. Einnig er óskað eftir forriturum með staðgóða þekkingu á VxD og VDD ásamt stýrikerfisviðbótum (Plug- Ins/Extentions) fyrir Windows. Kostur er að viðkomandi hafi einnig þekkingu á Java forritun en ekki skilyrði. Viðkomandi þurfa að geta starfað sjálfstætt að fjölbreyttum verkefnum innan fyrirtækisins. Þekking á stýrikerfunum DOS, Unix/Linux og Wind- ows 95/98/NT/2000 er æskileg. Þekking á tölvuveirum er ekki skilyrði. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 2 ára reynslu af hugbúnaðargerð og vera úrskrifaðir kerfisfræðing- ar eða hafa sambærilega menntun. 3. Háskólamenntaður einstaklingur Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun, t.d. í bókasafnsfræðum eða sam- bærilegri menntun, til að taka að sér verkefni er snúa að meðferð gagna, gagnasöfn og frágangur þeirra innan fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að vera skipulagður í vinnu-brögðum og geta starfað sjálfstætt. Haldgóð tölvuþekking er skilyrði. í boði er spennandi alþjóðlegt starfsumhverfi, góð vinnuaðstaða, endurmenntun og þjálfun ásamt hugsanlegum kauprétti. Laun eftir samkomulagi. Umsóknir skulu berast Friðriki Skúlasyni ehf., pósthólf 7180, 127 Reykjavík, fyrir 26. maí. Nánari upplýsingar veita Grétar Þór Grétarsson eða Eiríkur Þorbjörnsson í síma 561 7273 eða í tölvupósti: gretarg@complex.is eða eirikur@complex.is. Heimasíða: www.complex.is Friðrik Skúlason ehf. (FRISK Software International) er alþjóðlegt öryggis- og þekkingarfyrirtæki á sviði veiruvarna fyrir tölvur og tölvukerfi. Fyrirtækið framleiðir veiruvarnarforritið Lykla-Pétur (F-PROT), ritvillu- vörnina PÚKA 2000 og ættfræðiforritið ESPÓLÍN. Fyrirtækinu er skipt í þrjár deildir, skrifstofu, sölu og þjón- ustu ásamt hugbúnaðardeild. Hugbúnaðardeildin skiptist í veirurannsóknir, forritun og prófun. Einnig er starfandi ættfræðideild í samstarfi við íslenska erfðagreiningu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 30 manns. Friðrik Skúlason ehf. er í samstarfi við fyrirtæki í mörgum löndum og með viðskiptavini um allan heim. Erlendir samstarfsaðilar, sem nýta tækni FRISK Software International í sínum kerfislausnum, eru m.a. F-Secure Corporation, Command Software Systems og perComp Verlag. Yfir 90% af veltunni er vegna viðskipta á erlendum mörkuðum. Fyrirtækið er í fremstu röð í heiminum á sviði veiruvarnaforrita og hefur meira en 10 ára reynslu á því sviði. Tækjamenn Óskum eftir að ráða tækjastjóra á hjólaskóflu í malbikunarstöð í Hafnarfirði. Bílstjórar Óskum eftir að ráða meiraprófsbílstjóra á „trailer" og tankbíl. Nánari upplýsingar gefa Sigurður eða Sigþór í síma 565 2030. Maibikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf., Markhellu 1, Hafnarfirði, sími 565 2030. Blaðbera vantar í Ármúla, Síðumúla og Skeifuna ^ Upplýsingar í síma 5691122 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að rneðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Organisti Laust er til umsóknar starf organista við Odda- kirkju. Oddi erfornfrægur sögustaður á Rang- árvöllum. Oddaprestakall nær yfir Rangárvelli neðanverða, Hellu, auk nokkura bæja í Ása- og Djúpárhreppi. Sóknarbörn eru um 800 tals- ins. í kirkjunni er 10 radda týpu orgel, smíðað 1991 af Björgvini Tómassyni. Upplýsingar um starfið veita sr. Sigurður Jóns- son, sóknarprestur, í síma 487 5135 og Grétar Hrafn Harðarsson, formaður sóknanefndar, í síma 487 5241. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil, óskast sendarfyrir 1. júní nk. til formanns sóknarnefndar, Þrúðvangi 8, 850 Hellu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.