Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 18.05.2000, Síða 68
i8 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG SKAK llmsjón llelgi Áss OréUirssnn im Hvítur á leik. MEÐFYLGJANDI staða kora upp á milli alþjóðlega meistarans og undrabarns- ins Lukes McShane, hvítt, (2438) og Roys Phillips (2257) í lokahelgi deilda- keppninnar bresku. 26. Df3! Hf6 Aðrir leikir hefðu litlu bjargað þar sem eftir t.d. 26... Hxdl+ 27. Hxdl De8 vinnur hvítur með 28. Hxd7 og 26... Rxf6 gengur heldur ekki upp sökum 27. Bxe5 27. Hxd7! Hxf3 28. Hxd8 Hxd8 29. gxf3 cxb4 30. axb4 Hc8 31. Bxe5 og svartur gafst upp. Frá aðalfundi Hringsins. Blómlegt starf Hringsins AÐALFUNDUR Hringsins var hald- inn 12. apríl sl. að veitingastaðnum Englar og fólk á Kjalamesi. Starf félagsins var blómlegt á liðnu starfsári. Auk hefðbundinnar fjáröflunar bámst áheit og gjafir frá ýmsum aðilum m.a.: Styrkur úr jólagjafasjóði Guðmundar And- réssonar gullsmiðs 700.000 kr., ' fetyrkur frá Borgarráði 200.000 kr., dánarbúi hjónanna Óskars Söebeck og frú 2.585.342 kr., frá Magneu Svanhildi Magnúsdóttur til minn- ingar um foreldra sína og systkini l. 000.000 kr. og Menningarsjóði Sjóvár-Almennra trygginga hf. 250.000 kr. vegna óskráðrar sögu kvenna í Reylgavík á þessari öld. Auk þess bámst ýmsar gjafír að upphæð tæpar tvær milljónir króna. Félagið veitti ýmsa styrki á árinu, m. a. til sjúkra bama auk tækjagjafa , til Barnaspítala Hringsins. Stjóm félagsins fyrir næsta starfsár er þannig skipað: Borghild- ur Fenger, formaður, Áslaug B. Viggósdóttir, varaformaður, Ragn- heiður Sigurðardóttir, ritari, Gréta Siguijónsdóttir, gjaldkeri og Lauf- ey Gunnarsdóttir, meðstjómandi. I varastjórn sitja: Anna L. Tryggva- dóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Kol- brún Jónsdóttir og Sjöfh Hjálmars- dóttir. Síðar á þessu ári verður gefin út saga Hringsins í 95 ár sem Björg Einarsdóttir hefur skráð en félagið var stofnað árið 1904. Fyrirhugað er að opna heimasíðu fyrir Hringinn í september nk. en það verður nánar auglýst þegar nær dregur. Hringurinn þakkar landsmönn- um fyrir þann velvilja sem þeir hafa sýnt starfsemi félagsins, segir í fréttatilkynningu frá stjórninni. Morgunblaðið/Þorkell Ný stjórn Islandsdeildar Amnesty Internatio Á AÐALFUNDI íslandsdeildar Amnesty International 29. apríl sl. var Huld Magnúsdóttir, kynningar- og gæðastjóri, kjörin formaður deildarinnar. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn- ina eru: Einar Símonarson, lög- fræðingur, Egill Helgason, blaða- maður, Hafdís Ingadóttir, BA í mannfræði, Kristín J. Kristjáns- i dóttir, viðskiptafræðingur, Krist- rún M. Heiðberg, blaðamaður, og Viðar Lúðvíksson, héraðsdómslög- maður. Framkvæmdastjóri deildar- innar er Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Á aðalfundinum var samþykkt áætlun fyrir deildina. Áætlun Is- landsdeildarinnar er byggð á heild- aráætlun Amnesty International, sem samþykkt var á heimsþingi samtakanna í Troia í Portúgal á síðasta ári. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þeir sýndu manndóm á Alþingi KJARTAN J. Jóhannson læknir sat á Alþingi á ár- unum 1953-1963, ef ég man rétt. Eitt af þeim mál- um sem hann kom í gegn- um þingið var bann við boxi eða hnefaleikum eins og það var stundum kallað. Sem lækni var Kjartani það vitanlega fullljóst hvað þau höfuðhögg, sem fylgja þessum ljóta leik, geta verið hættuleg. Mér er nú ekki Ijóst hvað þeim aum- ingja alþingismönnum, sem raun ber vitni, hefur komið til að lögleiða þessi slagsmál á nýjan leik. Hins vegar fmnst mér það þó ánægjulegt, að á Alþingi okkar Islendinga skuli þó vera meirihluti, þó naumur sé, fyrir því að banna þessi ólæti. Mér finnst, þrátt fyrir allt, afgreiðsla þessa máls sýna það svart á hvítu, að ekki er unnt að lauma hvaða ósóma sem er gegnum okkar háa Al- þingi. Guði sé lof fyrir það. Hér er þó ljósglæta í myrkrinu. Guttormur Björnsson. Skattgreiðsla forseta Islands ÞORLEIFUR hafði sam- band við Velvakanda og var með smá fyrirspurn varðandi skattgreiðslu for- seta íslands. Þar sem sam- þykkt hefur verið að hann skuli greiða skatt eins og aðrir landsmenn, má hann þá ekki hafa meiri afskipti af landsmálum, eins og aðrir skattborgarar? Bflar á nagla- dekkjum í borginni MÉR finnst alveg hræði- legt að sjá alla þessa bíla í borginni aka enn um á nagladekkjum. Borgaryf- irvöld virðast ekkert gera í málinu. Þetta er algjör sóðaskapur. Ég labbaði niður Laugaveginn laug- ardaginn 13. maí sl. og það var um það bil þriðji hver bíll á nagladekkjum. Er ekki ástæða til þess að borgaryfirvöld fari að gera eitthvað í málinu? Hörður. Tapað/fundid GSM týndist GSM-sími, Nokia 3210, tapaðist fyrir framan Bón- us í Faxafeni mánudaginn 15. maí sl. Síminn var í svörtu leðurhulstri. Eig- andinn, 13 ára drengur, var búinn að safna fyrir símanum í allan vetur og er hann mjög miður sín yf- ir tapinu. Upplýsingar í síma 555-3494. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND tapað- ist, sennilega fyrir utan verslunina Nóatún við Hamraborg eða í strætis- vagni númer 61, þriðju- daginn 16. maí sl. Skilvís finnandi vinsamlegast hafí samband í síma 554-6992 eftir kl. 16.30. Strákahjól tapaðist SCOTT Team 250 24 blátt strákahjól tapaðist frá Háaleitisbraut sunnudags- kvöldið 14. maí sl. Upplýs- ingar í síma 581-2552. Lyklakippa og rauð- hærð dúkka fundust LYKLAKIPPA með sex lyklum fannst í Karfavogi í síðustu viku. Einnig fannst rauðhærð, bláeygð fegurð- ardúkka með trefil, einnig í Karfavogi, laugardaginn 13. maí sl. Upplýsingar í síma 553-6781. Dýrahald Kettlinga vantar nýtt heimili FJÓRA kassavana kettl- inga vantar nýtt heimili. Upplýsingar 564-2697 eða 869-4035. GALLABUXNA TILBOÐ Víkverji skrifar... - Stseröir 31M-44M verð áður 2.826-, nú aðeins 1.995- Grandagarði 2, Rvik, simi 580-8500. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14 Fréttir á Netinu ijþ mbl.is OÐRU hverju kemur fyrir að Vík- verji hefur alvarlegar áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu. Ekki getur Víkverji státað af því að vera neinn afburða íslenskumaður sjálfur, en hann reynir þó að vanda sig. Fyrr í vetur vakti Víkverji athygli á því þegar blað birti kynningu á efni næsta blaðs og talaði um að tiltekin leikkona myndi „létta á sér“. Þarna var augljóst að blaðamaðurinn kunni ekki að nota þetta orðatiltæki og hélt að það þýddi það sama og að segja frá. Vera kann einnig að blaðamað- urinn hafi ætlað að nota orðatiltækið „að létta á hjarta sínu“. Heyra mátti enn verra dæmi í fréttatíma sjón- vai'psstöðvar fyrir skömmu, en þar sagði fréttakona frá blaðamanna- fundi sem nokkrir prestar í Reykja- vík stóðu að þar sem lögð var áhersla á að kirkjustarf væri líflegt og öflugt í landinu. Fréttakonan ákvað að for- vitnast um það hvort hver sem er gæti farið inn í kirkju og tekið þátt í því starfi sem þar færi fram. Síðan sást hún ganga að kirkju, opna hana og skoða sig um. Þessu lýsti frétta- konan með þessum orðum: „Eins og sjá má er kirkjan opin og hér getur hver sem er komið inn og gert þarfir sínar.“ Sem betur fer var enginn sýndur gera þarfir sínar í kirkjunni, enda má fullyrða að slíkt sé næsta fá- títt. XXX UM síðustu helgi gerðu Verzlun- armannafélag Reykjavíkur og Landssamband íslenzkra verzlunar- manna kjarasamning við Samtök at- vinnulífsins. Samningurinn nær til um 25.000 launþega og er síðasti stóri kjarasamningurinn sem gerður er í þessari lotu. Það verður ekki annað sagt þegar á heildina er litið en tekist hafi vel til við gerð kjara- samninga á þessu vori. Flestum samningum hefur verið siglt í höfn án verulegra átaka. Samningarnir fela í sér að stefnt er áfram að hæg- um en öruggum kaupmætti. Reynsl- an af síðustu samningum hefur fært mönnum heim sanninn um að slík leið er farsælust fyrir alla. Kaup- máttur jókst þá um á annan tug prósenta á tiltölulega skömmum tíma. Það eina sem getur komið í veg fyrir að nýgerðir samningar skili sama árangri er að verðbólga verði meiri en verið hefur síðustu ár. Því miður virðist margt benda til að ástæða sé til að óttast að svo verði. XXX RÚTUSLYSIÐ í Hvalfirði um helgina sýnir mönnum enn og aftur hversu vegurinn um Hvalfjörð er hættulegur, bæði vegna gerðar vegarins og vegna veðurs. Um helg- ina náði vindhviða að velta rútu með yfir 40 mönnum innanborðs á hliðina. Sem betur fer slasaðist enginn alvar- lega. Slys vegna hálku eða veðurs hafa verið tíð í Hvalfirði, en eftir að göngin voru opnuð gefst vegfarend- um kostur á að sleppa við að aka fyr- ir fjörðinn. Enginn vafi leikur á að öryggi vegfarenda jókst mikið þegar Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun. Talsvert hefur verið rætt um slysahættu í göngunum sjálfum og hafa eigendur ganganna lagt sig fram um að draga úr henni. T.d. er fyrirhugað að setja upp öryggis- myndavélar í göngunum. Það væri hins vegar fróðlegt ef gerð væri rannsókn á því hversu mikið dregið hefur úr slysatíðni í Hvalfirði eftir að göngin voru tekin í notkun. Víkverja kæmi ekki á óvart þó í ljós kæmi að slysatíðni hefði minnkað verulega á síðustu tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.