Morgunblaðið - 06.06.2000, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tvö þtísund kíló-
metra skíðaganga
Reykjanesbæ boðið til viðræðna um svokallað nikkelsvæði
Byggingasvæðið gæti
rúmað 430 íbúðir
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
sent bæjaryfir\'öldum í Reykjanes-
bæ erindi þar sem þeim er boðið
svokallað nikkelsvæði til leigu til 99
ára með framleigurétti til annarra 99
ára en varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli hafði áður viðbúnað á þessum
landskika. Fjallað verður um bréfíð
á fundi bæjarstjórnar í dag, en Skúli
Þ. Skúlason, forseti bæjarstjómar, á
von á því að samþykkt verði að
ganga til viðræðna við ráðuneytið.
Á sínum tíma hafði bandaríska
vamarliðið olíubirgðastöð á svæðinu,
þarna era fimm olíutankar og tvær
gamlar spennustöðvar en svæðið er
afmarkað með ryðgaðri hermanna-
girðingu. Segir Skúli að svæðið sé
mikil lýti á umhverfinu. „Við höfum
verið að kappkosta að fá svæðið
hreinsað til þess að geta farið að nýta
það til uppbyggingar.“
Hluti af svæðinu er að vísu ónýt-
anlegur vegna nálægðar við flugvöll-
inn en Skúli segir að miðað við það
nýtingarhlutfall sem menn hafi
reiknað út megi gera ráð fyrir íbúð-
arbyggð á 22,3 hekturam lands og
ætla mætti að þar rúmuðust 430
íbúðir og húsagötur. Auk þess gætu
níu hektarar farið undir iðnaðarlóðir
og um 2 hektarar undir opinberar
byggingar. Allt í allt séu því nýtan-
legir u.þ.b. 35 hektarar eða um
48,6% af heildarstærð svæðisins,
sem er 69 hektarar.
Þó að þétting byggðar sé mikilvæg
íyrir bæjaryfirvöld segir Skúli höf-
uðatriðið að hreinsa þá sjónmengun
og þá mengun í jörðu sem fyrir er á
svæðinu. Ekki verði byrjað að
byggja fyrr en menn séu sáttir við
hreinsun svæðisins.
NORÐMENNIRNIR Rune Gjeld-
nes og Torry Larsen luku á laugar-
dag tæplega tvö þúsund kílómetra
langri skíðagöngu yfir Norðurpól-
inn. Þeir era fyrstu mennirnir, sem
ganga án aðstoðar frá Síberíu yfir
Norðurpólinn og áfram til Kanada.
Þeir komu til Kanada skömmu
fyrir hádegi á laugardag eftir að hafa
verið 109 daga á leiðinni og gekk á
ýmsu á lokasprettinum. Þeir höfðu
klárað allan mat og síðustu metrana
vora þeir einnig vatnslausir.
„Við voram að í 24 tíma og 200
metram áður en við komum í mark
varð fyrir okkur risastór vök, sem
tafði okkur í nokkra tíma,“ sagði
Larsen í samtali, sem birtist á
heimasíðu tv2 í Noregi. Gjeldnes og
Larsen vora sótth- á flugvél til Cape
Discovery í Kanada. Flogið var með
mennina til Resolute í Kanada. Áður
en stigið var upp í vélina var borðuð
kaka á ísnum og drukkið kampavín.
Ekki hleypt í áætlunarflug
án þess að fara í sturtu
„Síðan förum við í sturtu, við fáum
ekki leyfi til að fara í áætlunarflug
fyrr en við höfum farið í sturtu,“
sagði Larsen hlæjandi. „Þá getum
við flogið til Ottawa."
Gjeldnes og Larsen, sem lögðu af
Larsen og Gjeldnes voru ánægð-
ir þegar þeir komust í mark eft-
ir 109 daga á skíðum í allt að 40
stiga frosti.
stað frá Svarnaja Semlja 16. febrúar
og þurftu að brjótast áfram í allt að
40 stiga frosti, vora ekki aðeins búnir
með nestið er takmarkið nálgaðist.
Sími þeirra var að verða rafmagns-
laus þegar þeir hringdu á föstudag
til að boða komu sína til Kanada á
laugardeginum. Vélin, sem átti að
sækja þá, hafði aðeins verið leigð til
föstudags og um tíma leit út fyrir að
þeir þyrftu að bíða matarlausir eftir
að verða sóttir fram á sunnudag. A
síðustu stundu tókst að tryggja að
þeir yrðu sóttir á laugardag.
Kári Stefánsson ein af
„stjörnum Evrópu“
Almannavarnaæfíngin Samvörður 2000 hefst á morgun
Skemmtiferðaskipi
bjargað við Horn
Vettvangsæfíngin, sem á að gerast úti fyrir Homi, fer fram á Faxaflóa-
svæðinu. Farið verður með alla sjúklinga í Varmárskóla í Mosfellsbæ en
mikið verður að gera á svæðinu gervöllu við björgun á fólki og flutninga
á þvi í land.
BANDARÍSKA viðskiptaritið Bus-
inessweektelur Kára Stefánsson,
forstjóra Islenskrar erfðagreining-
ar, vera í hópi 50 manna er tekist
hefur að breyta ásjónu Evrópu, en
þá menn kallar blaðið „stjömur
Evrópu".
í greininni er fjallaö um hæga
þróun í átt til myndunar eins sam-
eiginlegs markaðar í Evrópu undir
forystu stjórnmálamanna sem semji
sín á milli bak við luktar dyr. Þessi
þróun hafi verið hægfara undan-
farna áratugi og útaf fyrir sig
óspennandi.
Annað hafi verið uppi á teningn-
um undanfaraa mánuði á þessu rík-
asta efnahagssvæði heimsins. Með
tilkomu evmnnar hafi bylgja sam-
runa og yfirtöku fyrirtækja, sem
engin fordæmi væra fyrir, átt sér
stað í álfunni.
Businessweek segist hafa valið
50 Evrópumenn sem nýr breyti-
kraftur í álfunni kristallist í. I þess-
um hópi er Kári Stefánsson, en
hann er einn 11 manna í flokki upp-
hafsmanna nýbreytni í álfunni. Auk
hans eru í flokknum Frakkinn
Bruno Bonnell, forsljóri Infogames
Entertainment, landi hans Anne
Asensio, hönnuður hjá General
Motors, Hollendingurinn John De
Mol, forstjóri Endemol Entertain-
ment, Þjóðverjinn Stefan Rover,
forsljóri Brokat Infosystems,
Frakkinn Marc Lassus, stjórnarfor-
maður Gemplus, spánski mats-
veinninn Ferran Adria hjá E1 Bulli,
Bretinn Tim Jackson, forstjóri Car-
lyle Internet Partners, ítalinn Tom
Ford, aðalhönnuður Gucci-
samsteypunnar, Bretinn Mike
Lynch, forstjóri Autonomy og Þjóð-
verjinn Mathias Entenmann, for-
stjóri Paybox.net.
Á hópi 50-menninganna eru sjö
menn sagðir hafa skapað stórveldi
hver á sínu sviði, en þeir eru Chris
Gent, forstjóri Vodafone AirTouch
í Bretlandi, John Bond, stjórnarfor-
maður HSBC Holdings í Bretlandi,
Daniel Bernard, stjórnarformaður
Carrefour-verslanakeðjunnar í
Frakklandi, John Browne, forstjóri
BP Amoco í Bretlandi, JUrgen
Schrempp, stjórnarformaður
DaimlerChrysler í Þýskalandi,
Weraer Seifert, forstjóri Deutsche
Börse í Þýskalandi og Juan Villa-
longa, forstjóri spænska fjarskipta-
fyrirtækisins Telefónica.
TÆPLEGA fimmtán hundrað
manns frá sautján löndum taka þátt
í almannavarnaræfingunni Sam-
verði 2000 sem hefst hér á landi á
morgun. Atburðarásin í æfingunni
er að þessu sinni um björgun í hafs-
nauð og er hún þrískipt. Fyrsti hlut-
inn felst í fyrirlestrum og málstofu
um björgun í hafsnauð, annar hlut-
inn er vettvangsæfing um helgina
sem tæplega fjórtán hundrað
manns frá sjö löndum taka þátt í og
á mánudag verður síðan haldinn
fundur þar sem fjallað verður um
þann lærdóm sem draga má af æf-
ingunni.
Æfingin er haldin undir merkjum
Samstarfs í þágu friðar (Partner-
ship for Peace: PfP) en Samvörður
var fyrst haldinn hér á landi 1997.
Kom fram í máli Halldórs Ásgríms-
sonar utanríkisráðherra á kynning-
arfundi sem haldinn var í gær að til-
urð æfinganna mætti rekja til
þeirrar stefnu stjórnvalda að auka
hlut íslands í alþjóðlegu öryggis- og
varnarmálasamstarfi. Sagði hann
það sérstakt við þessa æfingu að
hún væri eina æfingin af þessu tagi
sem fram fer undir stjórn borgara-
legrar stofnunar, þ.e. Almanna-
varna ríkisins en æfingin var skipu-
lögð í samstarfi við varnarliðið í
Keflavík og Atlantshafsbandalagið
(NATO).
Gamla Akraborgin dubbuð upp
í hlutverk skemmtiferðaskips
Sem fyrr segir er æfingin þrí-
skipt. Gert er ráð fyrir að 80-100
manns muni sækja ráðstefnu um
björgun til sjós sem hefst á morgun
og koma þátttakendur frá sautján
löndum: Bandaríkjunum, Belgíu,
Bretlandi, Danmörku, Eistlandi,
Egyptalandi, Grikklandi, írlandi,
íslandi, Ítalíu, Króatíu, Noregi, Lit-
háen, Póllandi, Rússlandi, Svíþjóð
og Þýskalandi.
Vettvangsæfingin sem fram fer á
laugardag og sunnudag er gífurlega
viðamikil og kynntu þau Sólveig
Þorvaldsdóttir og Árni Birgisson
frá Almannavörnum ríkisins fyrir-
komulag hennar á fundinum í gær
en Sólveig, sem er framkvæmda-
stjóri AVRIK, fer með æfinga-
stjórn.
Æfðai- verða björgunaraðgerðir
vegna skemmtiferðaskips í hafs-
nauð og verður skólaskipið Sæbjörg
(gamla Akraborgin) dubbað upp í
hlutverk skemmtiferðaskipsins
Monte Carlo. Æfingin fer fram á
Faxafióasvæðinu en á að gerast úti
fyrir Horni á Vestfjörðum. Gert er
ráð fyrir því að bjarga þurfi 300
manns frá borði og hlynna að þeim í
landi. Æfð verða viðbrögð við háska
um borð í skipinu, s.s. slökkvistörf,
reykköfun, varúðarráðstafanir
vegna eiturefna, aðhlynning slas-
aðra, flutningur slasaðra og óslas-
aðra frá borði í land, móttaka og
ummönnun slasaðra í landi.
Almenningi gefst kostur á að
skoða búnaðinn sem nota á
Heildarfjöldi íslenskra þátttak-
enda er um 800 manns og þar af eru
um 300 sjálfboðaliðar sem munu
leika sjúklinga í æfingunni, þ.e. þá
sem bjarga á úr hafsnauð. Um
fjöratíu Bandaríkjamenn taka þátt í
æfingunni auk tvö hundruð fulltrúa
varnarliðsins í Keflavík og eru m.a.
fluttar til landsins sérstaklega tvær
Chinook-björgunarþyrlur til að
nota í æfingunni.
Frá Rússlandi koma 131 þátttak-
andi en þetta er í fyrsta sinn frá
átökunum í Júgóslavíu á síðasta ári
sem Rússar eiga samstarf við
NATO. Koma Rússarnir með mikið
magn ýmissa tækja og tóla, m.a.
tvær Ilyushin 76 herflutningavélar,
tvær þyrlur og færanlegan neyðar-
spítala sem varpað verður niður í
fallhlífum. Framlag Pólverja felst
einkum í þátttöku áhafnar sjúkra-
skipsins Wodnik, Danir leggja m.a.
til varðskipið Vædderen og frá
Eistlandi og Litháen kemur hópm'
lækna og hjúkrunarliðs.
Eins og áður segir hefst æfingin á
morgun með ráðstefnu sem haldin
verður í Rúgbrauðsgerðinni í Borg-
artúni. Ráðstefnan er öllum opin og
einnig gefst almenningi á morgun
tækifæri til að skoða þann búnað,
sem notaður verður í vettvangsæf-
ingunni, á milli kl. 16 og 20 við hafn-
arbakkann í Reykjavík og í skýli
Landhelgisgæslunnar við Reykja-
víkurflugvöll.
Þjónusta númer eitt!
Til sölu Audi A6 2400 nýskr.
21.01.1999, sjálfsk., leðurinnr.,
toppl., viðarkl., 17 tommu álfeígur
og ekinn 32.000 km.
Asett verð 3.690.000. Athlskipti
áódýrari.
Nánari uppl. hjá Bflaþingi
Heklu, sími 569 5500.
Opnunartfmi: Mdnud. - föstud. kl. 9-I8
laugardagar kl. I2-I6
BÍLAÞING HEKLU
fjý'n’io c' H 'urfop
Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500