Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLABIÐ
FRETTIR
Hrylliitgsmyiid hreppaflutninga
„Það hljómaði eins og bergmál
úr fortíðinni að heyra að ríkis-
stjómin væri virkilega að raeða
að leysa á einu bretti húsnæðis-
vanda fatlaðra og byggðavanda
Hríseyinga mcð þvf að flytja
Lausn á vanda landsbyggðarinnar vefst ekki fyrir framsóknarmönnum.
Morgunblaðið/Kristinn
Pallur rakst í skiltabrú
ÖKUMAÐUR vörubifreiðar rak sig í sturtugírinn með hádegi í gær. Kalla þurfti dráttarbíl á vettvang til að hífa
þeim afleiðingum að pallur bifreiðarinnar reistist upp, pallinn aftur upp á bílinn, en skemmdir urðu á skiltunum
rakst í skiltabrú sem er yfir götuna og féll aftur af bíf- og vörubifreiðinni. Ekki þurfti að loka Kringlumýrar-
reiðinni. Óhappið varð á Kringlumýrarbraut laust fyrir brautinni á meðan pallurinn var hífður á bílinn.
úrvalið
er Vh|á okknr
Tilvalið
í tækiffærisgjafir
NllAÍSí ► _
ÍtLI JGGATJf )TTH
Skipholti I 7 a :
m
5 Reykjavík
551 2323
Ferðamál á Austurlandi
Austfírðingar
sækja í sig veðrið
IKVÖLD klukkan
20.00 verður haldinn
fundur um ferðamál á
Fljótsdalshéraði. Það eru
ferðamálafélagið Forskot
og Markaðsstofa Austiu--
lands sem standa fyrir
fundinum. Jóhanna Gísla-
dóttir er framkvæmda-
stjóri Markaðsstofu Aust-
urlands, hún var spurð
hvernig staðan væri í
ferðamálum á Austur-
landi?
„Ferðamálin eru í sókn
hj á okkur. Á mörgu þarf þó
að taka svo við þurfum að
vera með uppbrettar erm-
ar næstu árin. Möguleikar
Austurlands eru mikiir.
Fjórðungurinn státar af
fjölbreytilegri náttúru og
stutt er á milli ólíkra
svæða. Hérna á Fljótsdals-
héraði erum við með tvo af
stærstu skógum landsins, Hall-
ormsstaðaskóg og Egilsstaða-
skóg, síðan er skammt að fara nið-
ur á Firði í öðruvísi landslag og
menningu.“
- Hvernig er hótelmálum hátt-
aðhjáykkur?
„Það hefur stöðugt bætst við
gistirými hér á Austurlandi á und-
anfömum árum. Samt er það svo
að á álagstímum þá önnum við
ekki eftirspum. En vandamálið er
að á veturna stendur gistirýmið
meira og minna autt.“
- Hafa verið uppi nokkrar hug-
myndir um hvernig ætti að bæta
úr því?
„Það er alla vega ljóst að við
þurfum að gera átak í vetrarferða-
þjónustu. Við þyrftum að geta
boðið upp á meiri afþreyingu yfir
vetrartímann og vonandi tekst að
koma því á. Þess má geta að í fyrra
var gerð tilraun um áramót til að
fá fólk hingað í áramóta- og þrett-
ándaferð en það náðist ekki nægi-
lega góður árangur. Þessi mál eru
hins vegar í skoðun núna og verið
að vinna að örvun ferðamennsku á
Austurlandi að vetrinum."
- Hvað hefur fólk að sækja á
Austurland?
„Það er margt, til dæmis er
hægt að upplifa veður eins og í
Suður-Evrópu á Austurlandi þeg-
ar vel viðrar og það er furðu oft á
sumrin hér. Mikill uppgangur er
hér í alls konar menningarstarfi.
Á Fáskrúðsfirði verður í sumar
sýning sem tengist vem franskra
sjómanna við íslandsstrendur og
á Héraði er Óperustúdíóið með
dagskrá í júní sem heitir Bjartar
nætur og ætla að sýna m.a. Rak-
arann frá Sevilla. Listahátíðin Á
Seyði, Seyðisfirði, er orðinn fastur
listviðburður hér, þar koma
þekktir listamenn erlendir sem
innlendir og sýna verk sín. Við er-
um með söfn hér á nokkrum stöð-
um og það hefur verið stefnan að
söfnin okkar sérhæfi sig talsvert,
þannig að menn séu ekki að koma
á sams konar sýningar í hverjum
firði. Það er t.d. náttúrugripasafn í
Neskaupstað, stríðsminjasafn á
Reyðarfirði, sjóminjasafn á Eski-
firði, tækniminjasafn á
Seyðisfirði, byggðasafn
á Vopnafirði og Minja-
safn Austurlands er á
Egilsstöðum. Ekki má
gleyma Steinasafni
Petra á Stöðvarfirði."
- Hvað með náttúru-
skoðun?
„Náttúruskoðun er víða hægt
að stunda héma og t.d. era margir
staðir sem hægt er að fara í fugla-
skoðun, t.d. í Vopnafirði era tveir
aðilar sem bjóða upp á fuglaskoð-
un og almenna náttúruskoðun úr
bát. Þeir bjóða líka upp á sjó-
stangaveiði og eins býður annar
Jóhanna Gísladóttir
► Jóhanna Gísladóttir fæddist í
Neskaupstað 15. febrúar 1956.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri og
BA-prófi í dönsku frá Háskóla fs-
lands og uppeldis- og kennslu-
fræði frá Kennaraháskóla Is-
lands. Hún hefur einnig verið við
nám í tölvu- og upplýsingatækni
og lokið prófi sem svæðis-
leiðsögumaður. Jóhanna hefur
starfað sem kennari en er nú
framkvæmdastjóri Markaðsstofu
Austurlands. Hún er gift Rúnari
Laxdal Gunnarssyni stýrimanni
og eiga þau þijú börn.
Mikill upp-
gangurí
menningar-
starfi á Aust-
urlandi
þeirra gestum upp á þátttöku í
hákarlaveiðum. Þá er hægt að
komast í náttúraskoðun, fugla-
skoðun og sjóstangaveiði á báti frá
Neskaupstað og líka frá Breið-
dalsvík, þar sem einnig er boðið
upp á hvalaskoðun.Úti í Húsey við
Héraðsflóa er líka hægt að fara og
skoða margbreytilegt fuglalíf og
eins seli.. í Borgarfirði eystra er
einhver besta aðstaða til fugla-
skoðunar á landinu.
- Er boðið upp á fjailaferðir?
„Já, boðið er upp á fjallaferðir
t.d. frá Upplýsingamiðstöðinni á
Egilsstöðum upp á Snæfell og upp
að Vatnajökli. Mjög stutt er upp á
hálendi Islands héðan frá Egils-
stöðum þar sem hægt er að skoða
náttúruperlur eins og Eyjabakka
og Dimmugljúfur, þar er og hægt
að baða sig í heitum lindum.“
-Hvað með hreindýraveiðar,
eru þær stundaðar af ferðamönn-
um?
„Það koma menn hingað á
haustin þegar hreindýraveiðin
stendur yfir, jafnvel erlendis frá,
og veiða hreindýr, hér era starf-
andi leiðsögumenn sem eru með á
veiðunum. En það er líka utan
veiðitímans víða hægt að sjá
hreindýr við þjóðveginn, þau era
ótrúlega gæf á stundum og virðast
hreint ekkert hafa á móti ljós-
myndatökum.“
- Er Lagarfjótsorm urinn eitt-
hvað tilsýnis?
„Ef þú ert að tala um orminn í
________ fljótinu þá sýnir hann
sig alltaf annað slagið
og ef menn taka sér
ferð með nafna hans,
bátnum, þá er aldrei að
vita hvað gerist. Þess
má geta að hægt að
fara hér í flúðasiglingar
og kajakasiglingar. Þá má geta
þess að þann 18. júní nk. opnar
Skriðuklaustur, Stofnun Gunnars
Gunnarssonar skálds, og verður
þar opið fyrir ferðamenn á sér-
stökum tímum. Loks get ég sagt
að við Austurfirðingar teljum okk-
ur framkvöðla í að merkja göngu-
leiðir og kortleggja þær.“