Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. JIJNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SELKÓPUR fæddist í Hús- dýragarðinum í Laugardal nýlega og heilsast bæði urt- unni Særúnu og hinum ný- fædda kópi vel. Tvær urtur eru í garðin- um og hefur fæðst kópur þar á hverju sumri frá því árið 1996. „Það þykir mjög sjaldgæft að urtur kæpi í dýragörðum. Við teljum því að þeim hljóti að líða mjög vel hérna,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir dýrahirðir f Húsdýragarðinum. Unnur segir að kópurinn nýfæddi sé sprækur og hann sjúgi vel. Talið er næsta öruggt að hann sé brimill, en hann hefur ekki ennþá fengið nafn. Særún Morgunblaðið/Golli þykir afar móðurleg og in- dæl við afkvæmi sitt, þekur hann kossum og má varla af honum sjá. Laugardalur Morgunblaðio/HaJIdór Kolbeins Séra Gunnþór Ingason vígði bænalund í skógræktarreit á Húshöfða. Bænalundur vígður í Hafnarfirði Hafnarfjörður í HAFNARFIRÐI var sjó- mannadagurinn haldinn há- tíðlegur eins og víða um land. Að þessu sinni voru há- tíðarhöld dagsins og kristni- hátíðar Hafnarfjarðar samtvinnuð. Að sögn Sigur- jóns Péturssonar formanns Kristnihátíðamefndarinnar tókst hátfðin einkar vel. Dag- skráin var fjölbreytt og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hófst með vígslu bænalundar í skóg- ræktarreit á Húshöfða. Fjölmargir kórar tóku lagið. Sjómannadagsráð í Hafnar- firði heiðraði aldraða sjó- menn og einnig lét yngri kynslóðin til sín taka. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Börn úr leikskólum Hafn- arfjarðar tóku lagið. títboðsgögn vegna byggingar knattspyrnuhúss við Víkurveg tilbúin til afhendingar Löggilt keppnishús með 20 m lofthæð Grafarvogur FIMM hópum fyrirtækja verða á næstunni afhent full- frágengin gögn til þátttöku í lokuðu útboði vegna bygging- ar knattspyrnuhúss við Vík- urveg. Að sögn Stefáns Her- mannssonar borgarverkfræðings verður byggt löglegt keppnishús með 10 m lofthæð við hliðarlínu en 20 m lofthæð yfir miðju vallar. Gert er ráð fyrir að sá sem hreppir samninginn fái jafn- framt byggingarrétt vegna ýmiss annars rekstrar á svæðinu, t.d. heilsuræktar eða íþróttavöruverslanar. Forsendur útboðsins liggja nú fyrir eftir umfjöllun í borg- arráði og borgarstjórn. Um einkaframkvæmd verður að ræða þar sem borgin semur um fjármögnun, byggingu og rekstur hússins og skuldbind- ur sig til að leigja úr húsinu 2.000 klukkustundir á ári, sem Iþrótta- og tómstundaráði borgarinnar verður falið að úthluta til íþróttafélaga. Tvisvar áður hafa bráða- birgðaútgáfur útboðsgagna verið lagðar fram en nú eru endanleg gögn fyrirliggjandi. Fimm fyrirtækjahópar taka þátt íútboðinu. I einum hópnum eru TSH ehf., Járn- bending ehf og Inn-sport ehf. I öðrum eru eru IAV hf, í þeim þriðja Nýsir hf og ístak hf, í hinum fjórða Eykt ehf og í þeim fimmta Sveinþjörn Sig- urðsson ehf. Stefán Hermannsson sagði að í gögnunum kæmi fram að byggja ætti löggilt keppnis- hús með 10 m lofthæð við hlið- arlínu en 20 m við miðjan völl. Borgin byði eingöngu út byggingu knattspyrnuhúss með grasvelli en bjóðendur gætu fundið aðra nýtingar- möguleika í hliðarrými í hús- inu auk þess sem fylgja muni byggingarréttur á húsnæði í tengslum við knattspyrnuhús- ið, svo sem rekstur heilsu- ræktar eða íþróttavöruversl- unar á svæðinu. í göngunum væru ekki gerðar miklar kröf- ur um áhorfendastæði heldur væri það skilið eftir opið fyrir bjóðendur að útfæra hug- myndir þar að lútandi. Ný viðbygging við KHÍ tekin í notkun árið 2002 Skólinn stækkar og aðstaðan batnar Batteríið Hlíðar RÁÐGERT er að hefja fram- kvæmdir við nýja 3.550 fer- metra viðbyggingu við Kenn- araháskóla Islands síðar á þessu ári, en með tilkomu hennar batnar aðstaða nem- enda og kennara við skólann stórlega. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ólaf Proppé, rektor KHÍ, en hann sagðist vonast til þess að geta hafið starfsemi í nýju byggingunni um mitt árið 2002. Hann sagði að áætlaður heildarkostnaður væri um hálfur milljarður króna. „Það er löngu orðið tíma- bært að stækka skólann," sagði Ólafur. „í nýju bygging- unni verður bókasafn, gagna- safn, fyrirlestrasalir og tækn- irými, sem nýtast mun t.d. fyrir fjarkennslu." Ólafur sagði að fyrir tveim- ur árum hefði Kennaraháskól- inn sameinast þremur öðrum skólum, þ.e. Fósturskólanum, Þroskaþjálfaskólanum og íþróttakennaraskólanum. Hann sagði að þegar nýja byggingin yrði tekin í notkun myndi starfsemi þessara skóla í Reykjavík verða sameinuð á Rauðarárholtinu, en hingað til hefðu þeir verði með starfsemi sína víðs vegar um borgina. Að sögn Ólafs stunda um 1.300 stúdentar nám við Kenn- araháskólann og er það fyrir utan alla endurmenntunar-og símenntunarstarfsemi. Hann sagði að gerður hefði verið þjónustusamningur við menntamálaráðuneytið um að fjölga nemendum í 1.500 til 1.600 á næstu þremur árum. Ólafur sagðist vonast til að útboð vegna viðbyggingarinn- ar fari fram í sumar og að framkvæmdir hefjist strax í haust, en hann sagði að þetta væri þó allt háð samþykki stjórnvalda. Hann sagði að KHÍ ætti stórt hús við Leiru- læk þar sem gamli Fóstruskól- inn hefði verið og að væntan- lega yrði það selt og andvirðið sett upp í kostnaðinn vegna viðbyggingarinnar. Það er arkitektastofan Batteríið sem sér um hönnun hússins og hefur hún fengið 6 listamenn í lið með sér en þeir munu koma með tillögur um listaverk íyrir húsið, í júlí verður einn til tveir listamenn valdú til að vinna áfram að sín- um tillögum. 500 færri í Vinnu- skóla en ráðgert var Reykjavík TÆPLEGA fjórðungi færri unglingar koma til vinnu í Vinnuskóla Reykjavfkur en áætlanir gerðu ráð fyrir; 1800 koma til starfa en ekki 2300 eins og búist var við. Vinnu- skólinn mun í sumar einbeita sér að verkefnum innan borg- armarkanna og í athugun er að lengja starfstímabilið úr 6-7 vikum. Vinna í Vinnuskói- anum hefst í dag. 1.800 í ár en 2.440 í fyrra Arnfinnur Jónsson, skóla- stjóri Vinnuskóla Reykjavík- ur, sagði í samtali við Morg- unblaðið að í fyrra hefðu 2440 unglingar hafið störf í vinnu- skólanum en í ár hefði verið gert ráð fyrir að fjöldinn yrði 2300, bæði vegna góðs at- vinnuástands, og hins að þeir árgangar sem nú eru á vinnu- skólaaldri væru eilítið fá- mennari en síðasta ár. Miðað við fjölda þeirra sem hafa skráð sig og sótt vinnu- kort núna þegar sumarstarfið er að hefjast verða 1800 ungl- ingar við störf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar, að sögn Amfínns. „Þetta er umtals- verð fækkun frá því sem við höfðum verið að áætla og frá því sem var síðastliðið sum- ar,“ segir Arnfinnur. Vinnuskólinn tekur við nemendum sem ljúka að vori námi í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Arnfinnur segir fækkunina nú langmesta í elsta árganginum en úr hon- um koma allt að 300 færri til starfa nú en í fyrra. Hins veg- ar er fjöldi hinna yngstu svip- aður og í fyrra. Alls áætlar Amfinnur að um 60% yngsta árgangsins, 8. bekkjar, í Reykjavík starfi í Vinnuskól- anum í sumar, tæplega 50% miðárgangsins, 9. bekkjar, en rétt um 25% af elsta árgangn- um, 10. bekkingum. Skýring- una á fækkuninni telur hann fyrst og fremst vera gott at- vinnuástand og mikið fram- boð á atvinnu. Arnfinnur sagði að Vinnu- skólinn brygðist við fækkun vinnandi handa með því að einskorða starfsemi sína við verkefni innan borgarmar- kanna þannig að samdráttur- inn kæmi að öllu leyti fram í vinnu við verkefni í Heið- mörk og á heiðunum austan borgarinnar, svo og á Nesja- vallasvæðinu. Sú ákvörðun væri tekin samkvæmt sér- stakri beiðni borgarstjóra til að hægt væri að beina þunga starfseminnar að því að halda borginni sjálfri snyrtilegri. Viðbótarvinna í lok tímabilsins Stjórn Vinnuskólans hefur samþykkt að kanna mögu- leika á að bjóða unglingunum viðbótarvinnu í lok sumars, innan ramma þeirrar fjár- hagsáætlunar sem starfsem- inni hefur verið sett miðað við áður áætlaðan fjölda ungl- inga. Amfinnur sagði að ákvarðanir um það lægju þó ekki fyrir en rætt væri um að bjóða áframhaldandi vinnu við snyrtingu og viðhald inn- an borgarmarkanna. Að óbreyttu fá 8. bekking- ar 3I/2 tíma vinnu á dag í 6 vikur; 9. bekkingai- 7 tíma vinnu á dag í 6 vikur og 10. bekkingar 7 tíma vinnu á dag í 7 vikur. Arnfinnur sagði að starfs- tíminn yrði væntanlega lengdur hjá öllum árgöngum en mestur akkur væri í því að lengja starfstíma hinna elstu. Yngstu árgangarnir störfuðu að mestu við snyrtingu í grennd við skóla og íþrótta- svæði og ástand þeirra mála væri yfirleitt orðið gott um mánaðamótin júlí-ágúst, þeg- ar starfsemi þeirra lýkur. Eldri árgangarnir störfuðu hins vegar oft við snyrtingu og viðhald grasbletta og garða á opnum svæðum og í grennd við borgarstofnanir og ávinningur væri í að hægt yrði að halda því starfi áfram fram í ágúst. Stjórn Vinnuskólans hefur einnig samþykkt að kanna möguleika á að veita umbun eða viðurkenningar fyrir vel unnin störf, annað hvort vinnuflokkum eða einstakl- ingum sem skara fram úr. Amfinnur sagði að sú hug- mynd hefði ekki verið útfærð en til þessa hafa allir ungl- ingar, sem starfa í Vinnu- skóla Reykjavíkur, fengið umsögn um mætingu, ástundun og annað eftir sumarið, ekki ósvipaða ein- kunn í skóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.