Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Fj ölmenni tók
þátt í dagskrá
sj ómannadagsins
FJÖLMENNI tók þátt í hátíð-
arhöldum sjómannadagsins á
Akureyri og lék veðrið við
þátttakendur. Forseti Islands
var gestur sjómannadagsins
og var hann viðstaddur sjó-
mannamessu í Glerárkirkju og
lagði að henni Iokinni blóm-
sveig að minnisvarða um
týnda og drukknaða sjómenn.
Síðdegis hélt hann hátíðar-
ræðu dagsins við Oddeyrar-
tanga þar sem hátiðarhöldin
fóru fram. Þá heiðraði hann
tvo aldna sjómenn, þá Helga
Sigfússon og Hörð Björnsson.
Boðið var upp á ýmis
skemmtiatriði, tónlistarflutn-
ing og töframenn, auk þess
sem keppt var í koddaslag og
fleira sér til gamans gert. Þá
voru margvísleg leiktæki á
svæðinu fyrir yngstu kynslóð-
ina og nýtti hún sér þau
óspart.
Utgerðarfyrirtækið Sam-
herji setti upp í samvinnu við
viðskiptavini sína í útlöndum
stórt tjald og var gestum og
gangandi boðið að bragða á
fiski og frönskum og skiptu
þeir hundruðum sem það þáðu.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Helgi Sigfússon og Hörður Björnsson á
Akureyri voru heiðraðir fyrir sjó-
mennsku sem báðir hafa stundað um
langan aldur.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fögur fley á siglingu.
Stuðn-
ingur við
kísilgúr-
vinnslu
BÆJARRÁÐ Akureyrar fjall-
aði, á fundi sínum síðastliðinn
föstudag, um bréf Kísiliðjunn-
ar til hlutahafa, þar sem þeir
eru hvattir til að kynna sér
efni skýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum kísilgúrvinnslu
í Mývatni.
Bæjarráðið samþykkti
ályktun þar sem fram kemur
að verksmiðjan hafi verið ein
helsta undirstaða mannlífs í
Mývatnssveit. Áframhaldandi
starfsemi hennar sé mikilvæg
fyrir Skútustaðahrepp og önn-
ur sveitarfélög á Norðurlandi
eystra. Ráðið hvetur því til að
verksmiðjunni verði veitt
áframhaldandi starfsleyfi til
lengri tíma.
Stöðugar rannsóknir
Varðandi umhverfisáhrif
segir bæjarráðið að hjá þeim
verði ekki komist hvort sem
náman sé á láði eða legi.
Leggja verði áherslu á stöðug-
ar rannsóknir á lífríki vatnsins
þannig að hægt verði að grípa
inn í verði lífríkinu og náttúru-
perlunni Mývatni ógnað.
• •
Glæsibæjar-, Skriðu- og Oxnadalshreppar
Mikill meirihluti
fyrir sameiningu
ÍBÚAR þriggja sveitarfélaga
norðan Akureyrar, Glæsibæjar-,
Skriðu- og Öxnadalshreppa sam-
þykktu sameiningu þeirra í sér-
stakri kosningu á laugardag. Mik-
ill meirihluti þeirra sem greiddu
atkvæði í kosningunum var fylgj-
andi sameiningu.
Alls voru 175 á kjörskrá í Glæsi-
bæjarhreppi en 81 kaus þannig að
kosningaþátttaka var 46,3% í
hreppnum. Alls voru 91,3% fylgj-
andi sameiningu, en 8,6% á móti.
Hvað Skriðuhrepp varðar voru
67 á kjörskrá, 40 kusu eða 59,7%.
Fylgjandi sameiningu voru 77,5%
en 17,5% voru á móti, þá voru 2
seðlar auðir.
í Öxnadalshreppi voru 33 á kjör-
skrá og 20 kusu eða 60%. Alls voru
90% þeirra sem kusu fylgjandi
sameiningu en 5% á móti auk þess
sem einn seðill var auður.
Oddur Gunnarsson formaður
sameiningarnefndar sagði að af-
staða íbúanna hefði verið enn
meira afgerandi en hann hefði átt
von á. „Þetta er afskaplega
ánægjuleg niðurstaða," sagði Odd-
ur.
íbúar verða
um 400 talsins
Hann sagði að kærufrestur væri
ein vika, en að henni lokinni
myndu sveitarstjómir hreppanna
þriggja hittast og ákveða næstu
skref en þau yrðu stigin í samráði
við félagsmálaráðuneytið. Áætlanir
manna gengu út á að kjósa nýja
sveitarstjórn í nóvembermánuði
næstkomandi og nýttt sveitarfé-
laga myndi svo taka formlega til
starfa í byrjun næsta árs. Ibúar
hins nýja sveitarfélags verða um
400 talsins.
Ibúar Arnarneshrepps tóku ekki
þátt í þessu sameiningarferli, en
innan sveitarfélagsins er meiri
áhugi fyrir stærri sameiningu.
Oddur sagði hins vegar að allar
dyr stæðu íbúum hreppsins opnar
ef þeir vildu vera með í hinu nýja
sveitarfélagi. Mikil samvinna hefur
verið með hreppunum fjórum
norðan Akureyrar, m.a. á sviði
skólamála.
Vega dagur í Lyfju Lágmúla - Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag
yega
Vega kemur þér beint að efninu!
í Vega fæðubótarefnum er hvorki
matarlím (gelatína) né tilbúin
aukefni, litarefni, bragðefni eða
rotvarnarefni. Ennfremur
innihalda þau ekki korn, hveiti,
glúten, sykur, sterkju, salt, ger eða
mjólkurafurðir.
CIIIUÍRIN'S
miiMxam
J‘RJE-NATAI
SI.IMMING
mmmwrn-
NON miHV
ACIDOPHItUS
CHAMPIGNON
Ótvíræður kostur þegar
draga á úr ólykt.
Lykteyðandi innan frá,
vinnur gegn andremmu,
svitalykt og ólykt vegna vindgangs
kemur lagi á meltinguna.
Barnavítamín Paratöfiur fjölvítamín með Minnkar sykurþörf Timburmenn Þegar meltingln er undir álagi vegha
tuggutöflur líkamsþyngd fölínsyru dregur úr Húö ferðalaga, mataræðis eða lyfjatöku,
3 bragðtegundir stetnefní itiinna A og D hungurtilfiinningu kemur acidophilus að göðum notum
vitamín hitaeiningar
LYFJA
á lágmarksverði
Lyfja Lágmúla •Lyfja Hamraborg «Lyfja Laugavegi
Lyfja Setbergi • Útibú Grindavík •