Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 22

Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigríður Vilhjálmsdóttir á Geysi aðstoðar Ólaf Ragnar Grímsson við að klippa á borðann og opna Geysisstofu formlega. Upplifun í Geysisstofu í Haukadal Eitt stærsta framtak ein- staklinga í ferðaþjónustu Selfossi - Geysisstofa í Haukadal var opnuð í dag við hátiðlega at- höfn. Foseti Islands opnaði stofuna sem er nýstárlegt fræðasetur og hefur m.a. að geyma séstæða margmiðlunarsýningxi á náttúruöfl- um landsins. Með opnun Geysis- stofu hafa hjónin Már Sigurðsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir hótel- haldarar á Geysi stigið stórt skref í þá átt að aukaþjónustu við ferða- fólk og má segja að um sé að ræða eitt stærsta framtak einstaklinga í ferðaþjónustu. Á Geysi er nú undir einu þaki af- þreying og fræðsla fyrir gesti ásamt verslun og veitingasölu. Geysisstofan gefur gestum innsýn í náttúruöflin. Gestir finna kuldann frá jöklunum þegar þeir ganga inn í stofuna og síðan tekur við upplifun í máli og myndum þar sem sjá má eldgos undir jökli, hraunrennsli, finna fyrir jarðskjálfta, sjá afl foss- anna og finna úðann frá Gullfossi auk þess sem Geysir gýs og öllu þessu fylgja hljóð eins og í raun- veruleikanum. Fyrir ofan gesti blika norðurljósin og undir fótum þeirra liggja sprungurnar sem virkustu eldstöðvar landsins eru á. Margmiðlunarsýningunni í Geysis- stofu verður ekki lýst með orðum, hana verður að heimsækja og upp- lifa. Með opnun Geysisstofu hefur ver- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Ungir Tungnamenn sýndu glímu við opnunina. ið komið fýrir undir einu þaki veit- ingasölu, fræðasetri, sýningu á bú- skaparháttum og staðarsögu ásamt glæsilegri verslun fyrir ferðafólk. Hinum megin á staðarhlaðinu er síðan Hótel Geysir sem frægt er fyrir gestrisni og góðan mat. Um hlaðið á Geysi fara velflestir erlend- ir ferðamenn sem koma til landsins og stór hluti Islendinga sem ferðast um sitt eigið land. Öruggt má telja að nemendur allra skóla Iandsins muni leggja leið sína í Geysisstofu. Fjöldi gesta var við opnun Geys- isstofu og opnunarathöfnin var hin hátíðlegasta. Barna- og ungl- ingakór Biskupstungna söng, ungir glímumenn sýndu glímu og flutt voru ávörp þar sem framtaki þeirra hjóna Más og Sigríðar á Geysi var vel fagnað, enda einstakt í sögu ferðamála. Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri Ramma- samningur um endur- menntun í landbúnaði Grund - Þann 24. maí s.l. var undirritaður rammasamning- ur á milli Bændasamtaka Is- lands, Garðyrkjuskóla ríkisins, Hólaskóla og Landbúnaðar- skólans á Hvanneyri um end- urmenntun í landbúnaði fyrir árin 2000 - 2002. Aætlunin fjallar um verk- efnið Endurmenntun í land- búnaði sem styrkt er af Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og gert á grundvelli samþykktar stjórnar Framleiðnisjóðs frá sept. 1999 um að leggja allt að 16 milljónir á ári, næstu þrjú árin, til þessa verkefnis. Tekið verður mið af tillögum Fram- leiðnisjóðs um skiptingu fjár- magnsins og framkvæmd verkefnisins. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka íslands, Magnús B. Jónsson, rektor á Hvanneyri, Skúli Skúlason, skólameistari á Hólum, og Sveinn Aðalsteinsson, skólastjóri Garðyrkjuskól- ans, við undirritun og stað- festingu samningsins. Böðólfsskytja hugsanlega fund- in á Tjörnesi? Þórshöfn - Vegagerðarmenn á Tjörnesi komu niður á fomar bæjar- tóttir þegar verið var að grafa þar fyrir nýjum vegi í síðustu viku, rétt við bæinn Breiðuvík. Verkið var þeg- ar í stað stöðvað og sérfræðingar frá Þjóðminjasafninu fengnir á staðinn til að rannsaka og aldursgreina tótt- irnar. Þegar fréttaritari kom á staðinn voru þar að störfum þrír menn; jarð- fræðingurinn Magnús Sigurgeirsson, Guðmundur Ólafsson fomleifafræð- ingur og Þór Hjaltalín sagnfræðing- ur. Að þeirra sögn er þetta merkur fundur því þama em bæjarrústir frá landnámsöld. Þegar Vegagerðinni vom Ijósar niðurstöðumar var strax ákveðið að vegarstæðinu yrði breytt. Það færist um 14 metra og verður vegurinn rétt vestan við tóttirnar. Yfir tóttunum em mjög greinileg gjóskulög sem nýtast vel við aldurs- greiningu. Elsta gjóskulagið er frá árinu 1158 úr Heklu, einnig gjóskulög frá Heklugosi árið 1300 og Veiði- vatnagosi 1477. Miðað við jarðvegs- þykknun hefur húsið farið í eyði um árið 1000, svo þetta er byggð frá tíundu öld. Búið er að grafa um 40 sentímetra niður á 15 fermetra afmarkað svæði og þar er komið niður á hús, útibúr sem síðar hefur líklega verið breytt í eldhús. Þar fundust ýmsar minjar; kljásteinar á víð og dreif, grýtubrot, eldtinna, litlir naglar og fiskisleggja, einnig viðarkol og matarleifar. Lykilbrot fannst þar líka og telja sérfræðingamir að þar sé jafnvel kominn lykillinn að húsinu. í einu hominu er greinilegt far eftir sá eða stóra súrtunnu og víða em gjallmolar sem vitna um jámsmíðar. Greinilegt er að þó nokkur byggð hefur verið í kringum þennan land- námsmann og þörf á uppgreftri á stærra svæði til að finna bæjarhúsin en útibúrið er hluti af þeim. Frá úti- búrinu var grafinn tuttugu og tveggja metra langur skurður til að kanna jarðlögin og þar er kolaskán, um 15 sentímetra þykk, sem bendir til þess að fleiri hús gætu hafa verið á öllu svæðinu. Aðalskálinn er ekki fundinn og nauðsynlegt er að rista ofan af stóm svæði og hefja uppgröft en sú rann- sókn gæti tekið nokkur sumur. Rann- sóknin núna er eingöngu vegna vega- lagningarinnar og er henni nú lokið af hálfu vegagerðarinnar og vegurinn fluttur frá rústunum. Böðólfr hót maður Þegar svo merkar minjar finnast frá landnámsöld vaknar sú spuming hvaða landnámsmaður hafi þama verið á ferð. Það er ekki auðvelt að fullyrða en hægt er að mynda sér skoðun við lestur Landnámubókar, sagði sagnfræðingurinn Þór Hjalta- lín. Þar segir að Böðólfur Grímsson sigldi frá Noregi með skylduliði sínu en braut skip sitt við Tjörnes. Böðólf- ur hefur numið mikinn hluta Tjömess Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Líklegt er talið að fleiri bæjarhús séu í dokkinni í suðaustur frá útibúrinu. Nauðsynlegt er að rista ofan af öllu því svæði til þess að rannsaka það. og samkvæmt Hauksbók var hann hinn fyrsta vetur að Böðólfsskytju en enginn veit hvar sá bær hefur verið. I Landnámu segir einnig frá Mána sem bjó að Máná norðan á Tjömesi en Böðólfi þótti Máni vera fyrir sér og rak hann á burt. Máni flutti sig vestur að Skjálfandafljóti þar sem hann átti kost á miklu og góðu landi svo þetta hefur gerst snemma á landnámsöld. Ekki er hægt að fullyrða að þama sé kominn bærinn Böðólfsskytja en áhugavert verkefni fyrir fræðimenn er fram undan. Að lokinni þessari fyrstu rannsókn á svæðinu verður jarðvegsdúkur breiddur yfir það og síðan mokað yfir aftur. Óvíst er með framhald rannsóknar á svæðinu en það ræðst af því hvort einhver er til- búinn að kosta þá framkvæmd, að sögn fræðinganna þriggja sem þama vora að vinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.