Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 24

Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Silli Nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum ásamt skólameistara. Framhaldsskólanum á Laugum slitið Sameiginleg kristnihátíð safnaða á Austurlandi I. :> i . Frá Þórarinsstöðum sumarið 1999. Sr. Cecil Haraldsson messaði. Húsavík - Framhaldsskólanum á Laugum var slitið í 12. sinn um síð- ustu helgi við fjölmenna og hátíðlega athöfn í íþróttahöll skólans. Útskrifaðir voru sex stúdentar, tveir af íþróttabraut og fjórir af fé- lagsfræðibraut. I ræðu skólameistara, Valgerðar Gunnarsdóttur, kom fram að um 90 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur. Næsta vetur verða starf- ræktar þrjár námsbrautir við skól- ann, félagsfræðibraut til stúdents- prófs, starfsnám í íþróttafræði og íþróttagreinum og almenn náms- braut sem hugsuð er fyrir þá nem- endur sem ná ekki viðunandi árangri á grunnskólaprófi. Tvær nýjar heimavistir verða teknar í notkun að hausti og er aðstaða þar hin glæsi- legasta, baðherbergi og sími í hverju herbergi. Nýr þreksalur, búinn full- komnum þrektækjum, var tekinn í notkun á skólaárinu. Fulltrúar 20 og 30 ára útskriftar- nema frá Laugum voru viðstaddir skólaslitin og færðu skólanum gjafir. Eftirtaldir nemendur fengu viður- kenningu fyrir góðan ái-angur í námi og starfi: Guðbjörg Magnúsdóttir nýstúdent í íslensku, Guðmundur Guðjónsson nýstúdent fyrir árangur í íþróttagreinum og einnig fyrir að hafa lokið flestum einingum á skóla- árinu, alls 47. Hafþór Elíasson nýstúdent fyrir góðan árangur í ís- lensku og einnig viðurkenningu fyrir að „að vera góður skólaþegn“ og Nanna Elfarsdóttir nýstúdent fyrh- félagsstörf. Aðrir nemendur sem hlutu viður- kenningu voru Asta Kristín Bene- diktsdóttir, Kristrún Kristjánsdótt- ir, Birna Óskarsdóttir og Hildur Vésteinsdóttir. Piltaverðlaun fyrir flestar einingar á skólaárinu fékk Sigurður Pétur Sólveigarson með 47 einingar og Sandra Ásgrímsdóttir fékk stúlknaverðlaunin með 48 ein- ingar. Að lokinni athöfn var öllum við- stöddum boðið til kaffisamsætis. UNDIRBÚNINGUR fyrir sameig- inlega kristnihátíð safnaða á Aust- urlandi er á lokastigi en hátíðin verður haldin hvítasunnuhelgina 9. 12. júní 2000 i íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði. Dagskráin hefst með TTT-móti (tíu til tólf ára) 9. júní. Þema móts- ins verður; Trú, von og kærleikur. Með umsjón með mótinu fara sr. Cecil Haraldsson sóknarprestur á Seyðisfirði og Vilborg Borgþórs- dóttir leikmaður í Seyðisfjarðar- kirkju. 10. júní flytur Kammerkór Aust- urlands óratoríuna Elía e. Felix Mendelsohn undir stjórn Guðmund- ar Óla Gunnarssonar. Óratorían var fyrst flutt árið 1846 og fjallar um það hvernig Elía reynir að sannfæra þjóðina um að ákalla frekar Guð Israels en heiðna guði. 11. júní verður ekið til Þórarins- staða í Seyðisfirði sem er um 10—13 km frá miðbæjarkjarnanum. A Þór- arinsstöðum fundust leifar af staf- kirkju frá upphafi kristni við upp- gröft 1998 -1999. Þykir við hæfi að syngja Prímu þ.e.a.s. morguntíð þar. Rútuferðir verða frá Iþrótta- miðstöðinni. Annars er vel greiður akvegur þangað fyrir fólksbíla og næg bílastæði rétt við Þórarins- staði. Tónleikar Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur og Önnu G. Guðmundsdóttur hefjast kl. 13.00 og hátíðarmessa klukkustund síðar, biskupinn yfir Islandi sr. Karl Sigurbjörnsson predikar, fjölmargir tónlistarmenn af Austurlandi og víðar að sjá um tónlistarflutning undir stjórn Agúst- ar Armanns Þorlákssonar. Eftir messu er kaffi í boði kristnihátíðar- nefndar Austurlands. Þar á eftir hefst menningardagskrá í íþrótta- miðstöðinni þar sem fram koma tónlistarmennirnir Rut Reginalds og Magnús Kjartansson, Skólakórar Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar, barnakór frá Homafirði, Samkór Suðurfjarða, börn frá Djúpavogi, þátttakendur TTT-móts o. fl. Nokkrar sýningar verða settar upp í tengslum við og í tilefni af kristnihátíð, má þar fyrsta telja sýn- inguna Norskar stafkirkjur í boði norska sendiráðsins á íslandi sett upp í Herðubreið, Seyðisfirði, sýn- ingin „Mörk heiðni og kristni“ í Minjasafni Austurlands á Egilsstöð- um, ljósmyndasýningin „Kirkjur á Austurlandi“ í Skaftfelli, menning- armiðstöð Seyðisfirði og síðast en ekki síst verður sýning á verkum þátttakenda TTT-mótsins. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóg- inn við undirbúning hátíðarinnar, má þar nefna kirkjukóra allt frá Bakkafirði til Hornafjarðar, organ- ista, sóknarpresta og leikmenn í kirkjustarfi á Austurlandi svo og kvenfélögin í fjórðungnum og fl. Búist er við að 1000 manns verði við messu í hinni nýju og stórglæsilegu íþróttamiðstöð þeirra Seyðfirðinga. Starfsmenn Seyðisfjarðarkaupstað- ar eru að snyrta og fegra bæinn rétt eins og tíðkast á íslenskum heimil- um þegar haldið er upp á merkis- afmæli, segir í fréttatilkynningu. UtlVIS VINTERSPORTn Bíldshöfða • 110 Reykjavík • sími 510 8020 • www.intersport.is Pín fristund ■ okkar fag Salomon III Mid CD Léttir og liprir multisport skór. Vatnsheldir og með hámarksútöndun. Clima-Dry filma. Contragrip sóli. Dömu- og herrastærðir. McKinley Göngustafur Léttur og sterkur þriggja hluta göngustafur úr áli. Mjög góður í allar göngur. Minnkar álag á hné og fætur. Kr. 4.760 parið. McKinley Sitka Low Góðir og léttir alhliða gönguskór sem hentá” bæði innanbæjar og úti í náttúrunni. Ytra byrði úr leðri og netnyloni. Phylon í millisóla og gott grip í ytri sóla. Dömu-og herrastærðir. McKinley Blaxe Sportlegur sandali með Phylon millisóla og ytra byrði í PU nubuk leðri. Frábær sandali. Litir: svartur eða blár. St. 32-35 Kr. 2.990,- St. 36-46 Kr. 3.990,- 2.9 Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Utskriftarnemendur frá Verkmenntaskóla Austurlands. Skólaslit Verkmennta- skóla Austurlands Neskaupstað - Verkmenntaskóla Austurlands var slitið við athöfn í Egilsbúð laugardaginn 20. maí. 27 nemendur útskrifuðust í þetta sinn af sex námsbrautum. Tíu útskrif- uðust af félagsfræðibraut, fimm af náttúrufræðibraut, fimm af iðn- braut vélsmíði, þrír af málmtækni- braut, sex af vélstjórnarbraut og einn af iðnbraut húsasmíði. Þrír nemendanna útskrifuðust af fleiri en einni námsbraut. Helga M. Steinson skólameistari flutti ávarp við skólaslitin þar sem hún m.a. rakti starfsemi skólans. Þá flutti Díana Dögg Víglundsdótt- ir ávarp fyrir hönd nemenda. Þess má geta að hjónin Sigríður Guð- jónsdóttir og Geir Guðnason, hús- verðir skólans, voru heiðruð við at- höfnina en þau láta nú af störfum eftir langt og farsælt starf við skólann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.