Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 29 ÚR VERINU Kristnihátíð í Hafnarfirði SJÓMANNADAGURINN í Hafnar- firði fór fram með óvenjulegu sniði í ár en auk hefðbundinnar dagskrár við höfnina stóðu Kjalamespróf- astsdæmi og bæjarstjóm Hafnar- fjarðar fyrir Kristnihátið í Hafnar- firði í tengslum við sjómanna- daginn. Á dagskrá hátiðarinnar voru tónlist, myndlist, leiklist, ávörp, guðsþjónusta og veitingar. Helgi Einarsson, útgerðarmaður, heiðraði íjóra aldna sjómenn. F.v. Karel Karelsson, framkvæmda- sljóri Sjómannadagsins í Haftiar- firði, Eyjólfur Kristjánsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Einar Gunnars- son, Sigríður Gunnarsdóttir, Tómas Grétar Sigfússon, Aldís Sörladóttir og Ásgeir Sölvason. Morgunblaðið/Jðn Svavarsson Sjómenn fögnuðu sjómannadeginum einnig með hefbundnum hætti við Óseyrarbryggju. „Mörg sóknar- færi til sjós“ GUÐMUNDUR Hallvarðsson, for- maður Sjómannadagsráðs í Reykja- vík, setti útihátíðarhöld sjómanna- dagsins á miðbakka Reykjavíkur- hafnar og sagði við það tækifæri að framtíðin væri þema sjómannadags- ins og fiskveiðar og siglingar væru ein af hátæknigreinum þjóðarinnar, þar sem ungt fólk ætti mikla iramtíð- armöguleika. Guðmundur sagði að meðferð afl- ans kallaði á vel menntaða sjómenn svo svara mætti kröfum framtíðar gagnvart matvælaiðnaði. En sóknar- færin tii sjós væru fleiri og í því sam- bandi nefndi hann að enginn skóli væri til skipstjómarmenntunar stærri farþegaskipa. Búið væri að panta nýsmíði 64 skemmtiferðaskipa til ársins 2004 hjá evrópskum skipa- smíðastöðvum og lagði hann til að boðið yrði upp á kennslu varðandi stjómun slíkra skipa í Sjómanna- skóla íslands. Ennfremur sagði hann brýnt að auka íslenska kaupskipaflot- ann með skattalegu umhverfi eins og gert væri annars staðar HeQa skal hvalveiðar tafarlaust Friðrik J. Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði nauð- synlegt að stjóma fiskveiðum til að varðveita fiskistofnana og hámarka arðsemina af nýtingu þeirra íyrir þjóðarheildina. Hann sagði að yfir- gnæfandi fjöldi þeirra sérfræðinga sem fjalla um fiskihagfræði telji að ríkjandi fyrirkomulag um stjóm fisk- veiða væri í meginatriðum til fyrir- myndar og hvatti alla til að kynna sér kosti kostina hleypidómalaust áður en lagst yrði á sveif með falsspá- mönnum. Friðrik sagði að allt karp um það hvort ákveða eigi að heildarfiskaflinn verði 10 þúsund tonnum meiri eða minni væri hjákátlegt þegar farið væri yfir hvalaskýrslu Jóhanns Sig- urjónssonar og Gísla A. Víkingssonar en þar kæmi m.a. fram að hvalir væm um 340 þúsund og áætlað væri að hvalir við Island éti yfir sex milljónir tonna af sjávarfangi árlega og þar af rúmlega tvær milljónir tonna af fisk- meti. Við þetta mætti ekki lengur búa og hvalveiðar yrði að hefja án tafar. Menntun mikilvæg Hafsteinn Elvar Jakobsson, út- skriftamemi í Vélskóla Islands, flutti ávarp fyrir hönd sjómanna. Hann sagði að há laun áhafna eftir einstak- ar sjóferðir gæfu oft tilefni til villandi fréttaflutnings því ekki mætti gleyma því að um einstaka túra væri að ræða, tekjur væra ekki alltaf í samræmi við mikla vinnu til sjós og sjómenn væra oft launalausir í sumarfríi.Hann sagði að áhöfnin gæti haft töluverð áhrif á launin með vönduðum vinnubrögðum og góðri umgengni og sjómenn væra því almennt hlynntir frjálsum mark- aði. I máli Hafsteins Elvars kom fram að sjómennskan væri ein hættu- legasta atvinnugrein landsins en Slysavamaskóli sjómanna hefði stað- ið sig vel í að mennta sjómenn í ör- yggis- og björgunarmálum. Allur ör- yggis- og björgunarbúnaður væri gagnslaus kynni áhöfn ekki að nota hann rétt en snyrtimennska, þekking og heilbrigð skynsemi væra nauðsyn- legir þættir hjá áhöfn til að tryggja nægilega öraggan vinnustað. Þá væra þyrlur Landhelgisgæslunnar eins lífsnauðsynlegar sjómönnum og sjúkrabifreiðar landfólki. v- ;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.