Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGU NBLAÐIÐ
LISTIR
N orrænt tríó
flytur ný verk í
Salnum
SÆNSKU listamennirnir Susanna
Levonen mezzósópran, Bernt Wil-
helmsson píanóleikari og Magnus
Irving flaut uleikari halda tríótón-
leika í Salnum í Kópavogi í kvöld,
þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Þre-
menningamir frumflytja tvö ný
verk á þessum tónleikum.
Fyrra verkið er eftir íslenska
tónskáldið Svein Lúðvík Björnsson
við ljóðið Landet som icke ár (Land-
ið sem ekki er til) eftir Edith
Södergran. Verkið er skrifað fyrir
mezzósópran og flautu og er samið
að beiðni NOMUS.
Síðara verkið sem frumflutt
verður er För nára (Of nálægt) eftir
sænska tónskáldið Sven Ahlin fyrir
mezzósópran, flautu og píanó. Ljóð-
ið er eftir Wislawa Szymborska og
þýtt á sænsku af Per Ame Bodin og
Roger Fjellström.
Auk þessara verka verður á efn-
isskránni nýr sönglagaflokkur,
Babbeloni eftir sænsk-slóvakíska
tónskáldið Pavol Simai, auk sónötu
í F-dúr op. 8 eftir Edvard Grieg,
Fantasíu í b-moll eftir Wilhelm
Stenhammar, Songs by the sea eftir
Gösta Nyström, söngvar eftir Toivo
Kuula og nokkur þjóðlög frá Finn-
Iandi, Sviþjóð og Islandi.
Tónleikarnir em styrktir af
NOMUS.
Tónleikaferð um Norðurlönd
Tríóið er nýstofnað, en meðlimir
þess hafa unnið saman tvö og tvö í
langan tíma. Susanna og Bernt
voru á tónleikaferðalagi um
Eystrasaltslöndin í janúar á þessu
ári og hafa leikið saman inn á upp-
tökur fyrir sænska tónlistarútvarp-
ið og einnig fyrir eistneska og lettn-
eska útvarpið. Tríóið leggur
áherslu á að flytja nýja norræna
tónlist, ásamt hefðbundnari tónlist
frá Norðurlöndunum.
Tónleikarnir verða einnig haldn-
ir á ísafirði, Akureyri, í Bergen,
Tampere, Gautaborg og Stokk-
hómi.
Morgunblaðið/Kristinn
Sænsku listamennirnir Susanna Levonen, Bernt Wilhelmsson og Magn-
us Irving á æfingu í Salnum.
Myndbanda-
sýningar í LI
í TENGSLUM við sýninguna
Nýr heimur - stafrænar sýnir í
Listasafni íslands, eru mynd-
bandasýningar í sal 2, í þeim hluta
sýningarinnar sem nefnist íslensk
og erlend myndbönd og eru sýn-
ingar kl. 12 og kl. 15. í dag verður
sýnt verkið One Minute Sculptur-
es, 1997 eftir Erwin Wurm.
Erwin Wurm fæddist 1954 í
Bruck og er búsettur í Vínarborg.
Sérsýningar á verkum hans hafa
m.a. verið í Wiener Secession,
1990 og 1991; Kunstverein Ham-
burg 1993; Kölnischer Kunstver-
ein 1994; The Contemporary Arts
Center, Cincinnati og FRAC Lim-
ousin, Limoges, 2000.
Spurninga-
skrá um
jólaboð
ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja-
safns íslands hefur nýlega gefið út
og sent til heimildarmanna sinna
spurningaskrá 99 um jólaboð ásamt
aukaspurningu um minnisvísur.
Skráin um jólaboð er hluti af átaki
nokkurra þjóðfræðastofnana á
Norðurlöndum í heimildaöflun um
hátíðahald á öldinni, en stefnt er að
því að gefa út samnorrænt greina-
safn með niðurstöðum úr rannsókn-
unum á næsta ári. Mikilvægt er að
heimildarmenn úr sem flestum hér-
uðum svari skránni og er hún ætluð
fólki á öllum aldri, segir í fréttatil-
kynningu.
Ennfremur segir að ef menn vilja
leggja þessari söfnun lið eða vita um
einhverja sem kynnu að búa yfir
fróðleik um minnisvísur og jólaboð
séu þeir vinsamlegast beðnir um að
hafa samband við þjóðháttadeild
Þjóðminjasafns.
Spumingar um jólaboð og minnis-
vísur eru aðgengilegar á heimasíðu
Þjóðminjasafnsins fyrir þá sem vilja
svara þeim þar.
Slóðimar eru www.natmus.is/
deildir/jolabod.htm og www.nat-
mus.is/deildir/minnisvisur.htm
Listaháskóla fslands slitið í fyrsta skipti
„Byggjumskút-
una um leið o g
við erum að
sigla henniu
FYRSTA skólaári Listaháskóla ís-
lands lauk á laugardag með hátíðar-
samkomu í Salnum. Fyrstu nemend-
urnir vora þá brautskráðir frá
skólanum. Við athöfnina undirrituðu
rektor skólans, Hjálmar H.
Ragnarsson, og menntamálaráð-
herra, Björn Bjarnason, samning
um rekstur leiklistar- og mynd-
listarmenntunar á næsta skólaári.
Ráðherra sagðist binda vonir við að
Listaháskólinn ætti eftir að gegna
stærra hlutverki í listalífi landsins
en Listahátíð í Reykjavík hefði þó
gert í 30 ára sögu sinni. „Aí verkum
mínum sem menntamálaráðherra
hefur mér fundist einna ánægjuleg-
ast að íylgjast með þróun Listahá-
skóla íslands," sagði hann eftir að
hafa skrifað undir samninginn.
Skólinn var settur hinn 10. sept-
ember og tók þá myndlistardeild til
starfa. Um 180 nemendur stunduðu
nám við deildina í þremur árgöng-
um, en jafnframt starfrækti skólinn
fornámsdeild þar sem 39 nemendur
vora skráðir. Auk þessa vora við
skólann 22 erlendir skiptinemar frá
samskiptaskólunum innan Nor-
dplus- og Erasmus-áætlananna.
Skiptinemar frá Listaháskólanum
vora alls 21 og dvöldu þeir í hinum
mismunandi löndum Evrópu.
45 nemendur útskrifuðust frá
skólanum með fullgilt próf, 44 með
BA-gráðu í hönnun eða myndlist og
einn með lokapróf - diploma. Þessir
nemendur fengu sína framhalds-
menntun fyrstu tvö árin innan
Myndlista- og handíðaskóla íslands
en féllu undir væng Listaháskólans
þegar myndlistardeildin var stofnuð
í haust. Þeir flokkast þannig eftir
sérsviðum: Níu útskrifast í málun,
fjórir í fjöltækni, sjö í skúlptúr,
fimm í grafík, sjö útskrifast í graf-
ískri hönnun, átta í textíl og fjórir í
keramiki.
Hæstu einkunnir fyrir lokaverk-
efni hlutu: Ásdís Elva Pétursdóttir,
Brynja Emilsdóttir, Elísabet Jóns-
dóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Jó-
hannes Atli Hinriksson og Þórhildur
Elín Elínardóttir, öll með 9,5. Hæstu
einkunnir fyrir BA-ritgerð hlutu:
Þórhildur Elín Elínardóttir með 9,5
og Ásdís Þórarinsdóttir, Elísabet
Jónsdóttir, Guðmunda Hergeirs-
dóttir, Guðni Gunnarsson, Ingibjörg
Magnadóttir og Ólöf Helga Guð-
mundsdóttir, öll með einkunnina 9,0.
Þá er skólinn aðili að samstarfi
evrópskra listaháskóla um meist-
aranám í listgrafík og útskrifast þrír
nemendur af þeirri braut í vor, þar
af einn íslenskur, Arnar Geir
Ómarsson. Útskriftin fer fram í
Bourges í Frakklandi.
Þrjár umsóknir um hvert pláss
Umsóknarfrestur um skólavist í
myndlistardeild næsta vetur er
ranninn út og í máli rektors við at-
höfnina kom fram að inntökunefndir
eru nú um það bil að ljúka störfum.
Alls bárast 180 umsóknir um skóla-
vist, 86 á hönnunarsviði og 94 á
myndlistarsviði. Þetta er mikil aukn-
ing frá því sem verið hefur við
Myndlista- og handíðaskólann, og
lætur nærri að þrjár umsóknir séu
um hvert laust pláss. „Þetta hefur
gerst þrátt fyrir að inntökukröfurn-
ar hafi verið hertar og skólagjöld
sett á. Þessi mikli áhugi á inngöngu í
skólann sýnir að skólinn hefur sann-
að sig á þeim vettvangi sem mestu
máli skiptir, þ.e.a.s á meðal nemend-
anna,“ sagði Hjálmar.
Ráðið verður í stöður fýrstu pró-
fessoranna við skólann á næstu dög-
um. Hjálmar sagði að með því væri
stigið mikilvægt skref í uppbygg-
ingu skólans. Þá verður ráðið í stöðu
kennslustjóra í vikunni.
Nýtt og gjörbreytt námsskipulag
tekur gildi fyrir fyrsta árs nema í
myndlistardeild á næsta skólaári og
er forseti deildarinnar, Kristján
Steingrímur Jónsson, aðalhöfundur
þess. Ný braut innan hönnunar-
sviðsins, hönnun nytjahluta, tekur
til starfa undir stjórn Katrínar Pét-
ursdóttur og skorarskipting innan
, Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
45 nemendur brautskráðust frá Listaháskóla íslands uin helgina.
Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson rekt-
or undirrita samning um rekstur leiklistar- og myndlistardeildar á
næsta skólaári.
myndlistarsviðsins verður lögð nið-
ur. „Inntökukröfurnar hafa verið
skýrðar og felldar að þeim viðmiðun-
um sem framhaldsskólarnir búa við.
Má meðal annars nefna, að gerðar
verða auknar kröfur um kunnáttu
fólks í íslensku og erlendum tungu-
málum frá því sem nú er,“ sagði
Hjálmar.
Eitt stærsta viðfangsefnið í vetur
hefur verið undirbúningur að stofn-
un leiklistardeildar næsta haust.
Starfrækslu Leiklistarskóla Islands
verður þá hætt og Listaháskólinn
tekur yfir menntun þeirra nemenda
sem þar stunda nú nám. „Ragnheið-
ur Skúladóttir leikkona, sem var val-
in úr hópi mjög hæfra umsækjenda
til að gegna stöðu forseta deildarinn-
ar, hefur lagt fram tillögu að skipu-
lagi og kennsluskrá fyrir deildina og
er nú unnið að ráðningu kennara og
starfsfólks. Sú ákvörðun var tekin
að bíða með að taka inn nemendur á
fyrsta ár þangað til næsta vor. Nem-
endur verða því alls 24, á öðra,
þriðja og fjórða ári. Leiklistardeildin
verður til húsa á Sölvhólsgötu 13,
þar sem Leiklistarskóli íslands er
nú. Leikhús skólans verður til húsa
á sama stað, í aðstöðu sem nýbúið er
að innrétta og endurbyggja og kem-
ur í stað nemendaleikhússins í Lind-
arbæ,“ sagði rektor.
Ihröðum byr
I máli hans kom einnig fram að
uppbygging Listaháskólans er í
hröðum byr, „og má segja að við
séum að byggja skútuna um leið og
við erum að sigla henni. Það er ekki
alltaf auðvelt að halda sjó með slíku
vinnulagi en á móti kemur að snerp-
an verður rneiri og enginn tími fyrir
hik eða kvíða. Tillögur um uppbygg-
ingu háskólanáms í arkitektúr liggja
fyrir og er það ennþá stefna skólans
að byggja upp slíkt nám þó svo að
Háskóli Islands hafi lagt fram tillög-
ur um slíkt hið sama. Þá verður það
sífellt brýnna að þróa hönnunar-
námið eftir þeim brautum sem nú-
tíma markaðssamfélag gerir kröfur
um, og er það aðeins tímaspursmál
hvenær það verður klofið frá hinu
myndlistarnáminu og stofnuð sér-
stök hönnunardeild. Markmiðið er
að Listaháskólinn geti veitt mennt-
un í öllum þremur deildum sjónlista,
þ.e. í myndlist, hönnun og arkitekt-
úr, og nýtt sér þann mikla ávinning
sem fæst af sambýli þessara systur-
greina innan veggja sömu stofnun-
arinnar.
Undirbúningur að stofnun tónlist-
ardeildar gengur hægt og er kominn
stutt á veg, en í áætlun um upp-
byggingu Listaháskólans frá því í
mars í fyrra er stefnt að því að tón-
listardeildin taki til starfa haustið
2001. Sú áætlun er reyndar gerð
með skýrum fyrirvara um að skólan-
um verði áður fundið varanlegt hús-
næði. Ætlun mín er að taka upp
þráðinn að nýju við undirbúninginn
að stofnun tónlistardeildarinnar í
haust og vonast ég til að þá náist að
skapa málefnalegri umræðu og hug-
myndafrjórri en þá sem við hingað
til höfum fengið að heyra.“