Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 37 LISTIR Hefðin er spegill okkar ■oniiiBiniiiiimii 1 88. Söngflokkurinn heimskunni Ladysmith Black Mambazo heldur tónleika á Hótel 7 Islandi á vegum Listahátíðar í Reykjavík í kvöld. Árni Matthíasson hitti að máli hugsjónamanninn Joseph Shabalala sem stofnaði flokkinn og bjargaði með því merkilegri sönghefð. Morgunblaðið/Amaldur Söngflokkurinn heimskunni Ladysmith Black Mambazo sem syngur á Hótel Islandi í kvöld. SÖNGHEFÐ er sterk í Suður-Afr- íku og þá ekki síst sú hefð að karlar syngi saman og gjarnan án undir- leiks. Ekki eru þó mörg ár síðan sú gamla hefð var á undanhaldi og hefði kannski dáið út ef ekki hefði komið til atorka og þrautsegja eins manns, Josephs Shabalala, sem átti sér þann draum að endurvekja og endurnýja hefðina, miða henni til komandi kynslóða eins lifandi og hún var forðum. Joseph dreymdi söng, hann dreymdi raddir sem sungu á nýstárlegan hátt, en þó með rætur í gömlum tíma. Þrátt fyrir vantrú manna í kringum hann ákvað hann að reyna að endurskapa þá tónlist sem hann heyrði í draum- um sínum. Joseph er hæglátur, maður lávax- inn, snöggklipptur með hrokkið kolsvart hár en grásprengt skegg. Honum liggur lágt rómur, en þegar hann talar um draum sinn er eins og hann hækki um nokkra sentimetra og þrekni að sama skapi og þegar kemur að þeim málum sem liggja honum mest á hjarta, framtíð Suð- ur-Afríku, er röddin orðin sem þrumugnýr, en eins og hendi er veifað verður hann sami Ijúflingur- inn; í honum býr listamannsskap. Hefðin er spegill okkar Joseph talar af mikilli virðingu um kennara sína, sem kenndu að syngja eins og forfeðurnir og inn- rættu honum einlæga ást á söngv- um fyrri tíma. Hann segir að þeir hafi aftur á móti ekki tekið hug- myndum hans um endurnýjun hefðarinnar eins vel. „Þegar ég fór að tala um að mig langaði að semja eigin lög gripu þeir um eyrun eins og ég færi með goðgá; sögðu mér að hætta þessari vitleysu og syngja bara það sem sungið hafði verið alla tíð,“ segir Joseph og bætir við brosandi: „Aðrir aftur á móti, fé- lagar mínir og ættingjar, sögðu mér að hætta að syngja þessa gömlu tónlist, að það væri ekkert varið í þessar gömlu hefðir. Ég fann það aftur á móti að hefðin var grunnurinn að því sem við áttum að gera í framtíðinni, hefðin er spegill okkar og við verðum að viðhalda henni til að vita hverjir við erum, nota hana til að skapa eitthvað nýtt, til að skapa nýja hefð,“ segir Joseph með áherslu. Joseph hóf að syngja m£ð sveit- inni The Blacks og varð snemma leiðtogi kórsins og samdi fyrir hann sönglög og útsetti. The Blacks nutu mikillar hylli og urðu með tímanum helsti söngflokkur Zulumanna, en Joseph segir að sér hafi þótt eitt- hvað vanta í tónlistina, þar hafi ver- ið tómarúm í henni sem hann leitað- ist við að fylla með því að bræða Zulusönginn saman við aðra söng- hefð, kirkjusöng. Félagar hans voru ekki ýkja spenntir fyrir tilraunum Josephs og svo fór að hann sagði skilið við sveitina, kallaði til frænd- ur sína og vini og setti saman nýjan kór, Ladysmith Black Mambazo, Ladysmith eftir þorpinu sem þeir bjuggu í og Mambazo, sem þýðir öxi á Zulumáli, til að skjóta andstræð- ingum í kórakeppnum skelk í bringu. Gat ekki annað en fylgt draumnum „Menn voru alltaf að skensa mig fyrir það hvað ég tæki þetta allt al- varlega en það var mér nauðsynlegt að fylgja draumnum, ég gat ekki annað,“ segir Joseph Shabalala al- vörugefinn. Heldur lyftist þó á hon- um brúnin þegar honum er bent á að hann hafi greinilega gert rétt í að láta brjóstvitið ráða því ekki hafi hann bara náð alþjóðlegum frama heldur hafi hann blásið nýju lífi í gamlar hefðir og í raun skapað nýj- ar. „Það þykir mér mest um vert að í dag eru ótal sönghópar í Suður-Afr- íku sem halda sönghefðinni lifandi og eru um leið að taka þátt í að skapa nýja hefðir,“ segir Joseph og það leynir sér ekki að honum þykir það ekki leitt. Hann segist reyndar hafa einna mest gaman af því nú- orðið að kenna ungu fólki sönghefð- ir og ýmsar hugmyndir sem hann langar til að hrinda í framkvæmd. „Ég hætti ekki að syngja með Lady- smith Black Mambazo fyrr en það er kominn sterkur leiðtogi sem get- ur tekið við af mér, ég get ekki hugsað mér að láta kórinn minn lognast útaf. Ef það verður myndi ég gjarnan vilja eyða meiri tíma í að kenna börnum að syngja og þá ekki bara heima í Suður-Afríku, heldur um allan heim,“ segir Joseph og bætir við að hann hafi velt því fyrir sér í nokkur ár að setja saman blandaðan kór til að flétta saman raddir pilta og stúlkna. „Svo á ég svo mörg lög sem ég á eftir að hljóðrita," segir hann og bætir við að fyrstu árin hafi flokkurinn tekið upp tvær plötur á ári, en vegna anna taki hann ekki ugp nema eina plötu á ári nú orðið. „Ég er með hausinn fullan af lögum,“ segir hann og tekst allur á loft af tilhugsuninni um öll þau skemmtilegu verkefni sem hann á eftir að leysa af hendi. london Tl4.000 kr. stansted með flugvallarskatti báðar leiðir nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com flugfar á lægsta verði selst hratt, samt sem áður er enn hægt að fá flugfar frá aðeins 14.000 kr. báðar leiðir london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm • feneyjar miöast við eftirspurn I samkvæmt skilmálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.