Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 40
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 41
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TILLÖGUR
HAFRÓ
HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt fram tillög-
ur sínar um fiskveiðar á næsta fiskveiðiári. Tillögur
þessar eru verulegt áfall. Miðað við þróun mála undan-
farin ár hefur þjóðin trúað því, að okkur væri að takast að
byggja fískistofnana upp á nýjan leik og þá sérstaklega
þorskstofninn enda hefur mikil áherzla verið lögð á það.
Nú leggur Hafrannsóknastofnun til 20% niðurskurð á
leyfílegum hámarksafla af þorski á næsta fiskveiðiári, sem
þýðir 50 þúsund tonna minni afla en á yfírstandandi físk-
veiðiári, sem aftur þýðir 7 milljarða minni tekjur af þorsk-
útflutningi.
Stofnunin leggur einnig til samdrátt í ýsuveiðum og fyr-
ir liggja tillögur um 40% niðurskurð á veiðum úr norsk-
íslenzka síldarstofninum auk ýmissa annarra aðgerða. I
heild er talið að tekjutap þjóðarinnar á næsta fiskveiðiári í
útflutningstekjum muni nema um 10 milljörðum króna.
Þetta er því hvoru tveggja í senn áfall fyrir trú manna á
það, að fiskistofnarnir væru á uppleið og umtalsvert efna-
hagslegt áfall svo og fjárhagslegt áfall fyrir einstök út-
gerðarfyrirtæki.
í úttekt Hafrannsóknastofnunar á síðasta ári var veiði-
stofn þorsks áætlaður 945 þúsund tonn við upphaf árs 2000
og hrygningarstofninn 553 þúsund tonn. Nú er veiðistofn-
inn talinn 756 þúsund tonn en hrygningarstofninn um 406
þúsund tonn.
Þetta þýðir að samkvæmt þeirri aflareglu, sem miðað
hefur verið við, má ekki veiða á næsta fiskveiðiári nema
203 þúsund tonn af þorski. Þó ber þess að geta, að það er
ekki Hafrannsóknastofnun, sem hefur hið endanlega úr-
skurðarvald heldur Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra. Ræða hans á sjómannadaginn gat bent til þess, að
ráðherrann væri að undirbúa jarðveginn fyrir einhver
önnur sjónarmið, en uppi hafa verið.
Þótt tillögur Hafrannsóknastofnunar séu áfall á margan
veg má hins vegar spyrja, hvort rök séu fyrir því að hverfa
frá þeirri meginreglu, að tillögum stofnunarinnar sé fylgt.
Þeim hefur verið fylgt á undanförnum árum með þeim
árangri að þorskstofninn hefur styrkzt. Nú benda upp-
lýsingar stofnunarinnar til þess, að hann hafi ekki styrkzt
eins mikið og ætlað var. Það er visst áfall fyrir Hafrann-
sóknastofnun að verða að viðurkenna, að mat hennar hefur
ekki reynzt traustara en þetta. Á hinn bóginn hefur öllum
verið ljóst, að hér er ekki um nákvæm vísindi að ræða.
í umræðum um málefni sjávarútvegsins á allmörgum
undanförnum árum hefur alltaf verið til staðar lítill en
ákveðinn hópur gagnrýnenda Hafrannsóknastofnunar,
sem hefur talið, að vísindalegar aðferðir hennar stæðust
ekki rök veruleikans í hafinu, ef svo má að orði komast. í
sumum tilvikum er hér um aðra vísindamenn að ræða en
oftast hafa gagnrýnendur verið úr hópi manna, sem
þekkja vel til fiskveiða og telja jafnframt, að hægt sé að
lesa út úr tölum Hafrannsóknastofnunar allt aðra þróun,
en vísindamenn hennar hafa haldið fram. Þessi hópur
gagnrýnenda mun nú halda því fram, að þróunin sanni
réttmæti athugasemda þeirra.
Áður en hægt er að halda slíku fram, þannig að mark
verði á tekið, þurfa hins vegar að koma fram frekari upp-
lýsingar til rökstuðnings sjónarmiðum þessa minnihluta.
Enn sem komið er hafa ekki komið fram nein þau rök, sem
mæla með því, að horfið verði frá þeirri meginstefnu að
fylgja tillögum Hafrannsóknastofnunar. Slíka ákvörðun er
ekki hægt að taka nema menn hafi fast land undir fótum.
Samdráttur í þorskafla, sem nemur 50 þúsund tonnum,
mun koma víða við og getur haft margvísleg keðjuverk-
andi áhrif. En á meðan ekki koma fram nýjar og haldbær-
ar upplýsingar, sem byggjast á öðru en tilfinningu manna
eða huglægu mati er ekki um annað að ræða en fylgja til-
lögum og ráðleggingum vísindamanna okkar. Annað væri
hið mesta óráð.
í máli aðstoðarsjávarútvegsráðherra Nýfundnalands,
sem hér var á ferð fyrir skömmu, kom fram, að þorskstofn-
inn við Nýfundnaland er alls ekki að ná sér á strik, þrátt
fyrir að veiðibann hafi verið í gildi í allmörg ár. Þetta eru
óhugnanlegar vísbendingar fyrir þjóð, sem byggir afkomu
sína enn sem komið er a.m.k. á fiski. Þess vegna er ekki um
annað að gera en bíta á jaxlinn, fara að ráðum Hafrann-
sóknastofnunar og vísindamanna hennar og draga saman
þorskveiðar og aðrar veiðar á grundvelli þeirra tillagna,
sem nú liggja fyrir.
Ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla helztu nytjategunda
Bæði veiðistofn og hrygningar-
stofn þorsksins hefur minnkað
Tillögur Hafrannsóknastofnunar um
ráðlegan heildarafla helztu nytjastofna á
næsta fískveiðiári liggja nú fyrir. Tillögurnar
fela í sér verulegan niðurskurð margra mikil-
vægra tegunda. Ráðgjöf hvað varðar þorsk,
ýsu, ufsa, karfa, grálúðu, sfld, loðnu og
kolmunna fara hér á eftir.
LAGÐUR er til verulegur
niðurskurður á leyfilegum
hámarksafla af þorski á
næsta fiskveiðiári, eða
tæplega 20%. Það þýðir nærri
50.000 tonnum minni afla en leyfi-
legt er að veiða á þessu ári. Þá hef-
ur Alþjóða hafrannsóknaráðið lagt
til mikinn niðurskurð á afla af
norsk-íslenzku síldinni. Nú er lagt
til að aflinn á næsta ári verði
753.000 tonn, en í ár má veiða um
1,25 milljónir tonna. Hlutur okkar í
ár er 194.000. Ráðlagður niður-
skurður er um 40%. Fari svo að
þetta verði niðurstaðan verður hlut-
ur okkar um 116.000 tonn. Hér fer á
eftir ágrip af ráðleggingum Haf-
rannsóknastofnunar um veiðar úr
helztu nytjastofnunum.
Þorskur
„Þorskaflinn á Islandsmiðum var
á árinu 1999 260 þús. tonn en 243
þús. tonn árið áður. Mest veiddist af
6 ára þorski (árgangi 1993) en hlut-
deild hans reyndist þó nokkru minni
en gert var ráð fyrir. Hlutdeild fjög-
urra ára fisks var hins vegar mun
meiri en spáð var. Litlar breytingar
urðu á meðalþyngd og hlutfallsleg-
um kynþroskaeftir aldri
árið 1999 miðað við árið A . .. ...___..
1998. Afli á sóknarein- Legg|a tll mik-
ingu minnkaði í öll veið- nidlirskuró
arfæri árið 1999 miðað í kolmunna
við 1998. Samkvæmt
úr 406 þús. tonnum 2000 í 586 þús.
tonn.
Tilsvarandi útreikningar þar sem
miðað er við fiskveiðiár gefa sömu
niðurstöður.
Ýsa
Ýsuaflinn á árinu 1999 var rúm 45
þús. tonn eða 10% meira en árið áð-
þessari úttekt er stærð veiðistofns
þorsks í ársbyrjun 2000 áætluð 756
þús. tonn, þar af er hrygningar:
stofninn talinn um 406 þús. tonn. I
úttektinni 1999 var veiðistofn áætl-
aður 945 þús. tonn við upphaf árs
2000 en hrygningarstofn um 553
þús. tonn. Þótt ýmsar ástæður
kunni að liggjá að baki svo miklum
mun á stofnmati nú og fyrir ári, er
breytilegur veiðanleiki þorsks frá
ári til árs líklegasta skýringin. Árin
1997 og 1998 var afli á sóknarein-
ingu og vísitala í stofnmælingu
óvenju há, sem þá var talið gefa vís-
bendingar um töluvert stærri þorsk-
stofn. Samkvæmt núverandi mati
stækkaði stofninn mun minna á ár-
unum 1995-1998 en breytingar á
aflabrögðum og vísitölum gáfu til
kynna. Vanmat á þætti veiðanleika í
þessum breytingum leiddi til ofmats
á stofninum og vanmats á veiðidán-
artölum. Allir árgangar þorsks árin
1985-1996 hafa reynst undir meðal-
lagi, að 1993-árganginum undan-
skildum, en hann er metinn sem
meðalárgangur. Árgangar 1997 og
1998 eru nú metnir nálægt stærð
meðalárgangs. Þó enn ríki talsverð
óvissa um stærð 1999-árgangsins
eru fyrstu vísbendingar í þá átt að
hann sé a.m.k. af meðalstærð.
Heildaraflamark fyrir fiskveiðiár-
ið 1999/2000 er 250 þús. tonn. Gert
er ráð fyrir að aflinn á fiskveiðiárinu
verði sá sami en ársaflinn árið 2000
verði 234 þús. tonn.
Aflahámark samkvæmt aflareglu
verður 203 þús. tonn fiskveiðiárið
2000/2001 og 234 þús. tonn fiskveiði-
árið 2001/2002. Miðað við að veitt
verði skv. aflareglu er áætlað að
veiðistofn vaxi úr 756 þús. tonnum, í
ársbyrjun 2000, í 1.140 þús. tonn, í
ársbyrjun 2003, og hrygningarstofn
ur. Aflinn á fiskveiðiárinu 1998/99
varð tæp 46 þús. tonn en heildar-
aflamark 35 þús. tonn.
Veiðidánartala 4-7 ára fisks árið
1999 er metin 0,62 og hefur verið
þetta há eða hærri um langt árabil.
Veiðistofn er talinn hafa verið um 86
þús. tonn í ársbyrjun 2000 og hefur
hann ekki verið minni í a.m.k. 20 ár.
Hrygningarstofninn í ársbyrjun
2000 er metinn 59 þús. tonn.
Meðalþyngd ýsu hefur verið lítil
undanfarin 8-9 ár miðað við árin á
undan. Árið 1999 var meðalþyngd 5
ára ýsu og yngri enn lág en eldri
ýsa hafði þyngst.
Kynþroskahlutfall var um nokk-
urra ára skeið mjög hátt hjá ungum
fiski en er farið að lækka að nýju.
Mat á stærð árganga er að mestu
leyti óbreytt frá síðustu úttekt. Ár-
gangurinn frá 1995, sem var 54% af
fjölda landaðra fiska á
síðasta ári, er talinn stór
en 1996-árgangurinn sá
næstminnsti sem mælst
hefur í stofninum sl. 20
ár. Árgangurinn frá 1997
er nú talinn nokkru minni en meðal-
árgangur. Bráðabirgðamat á ár-
göngunum frá 1998 og 1999 gefur til
kynna að þeir séu báðir stórir.
Framreikningar á stærð ýsustofns-
ins benda til þess að í ársbyrjun
2001 verði veiðistofninn um 95 þús.
tonn og hrygningarstofninn tæplega
60 þús. tonn.
Hafrannsóknastofnunin leggur til
að dregið verði úr sókn í ýsustofn-
inn þannig að veiðidánartala fari
ekki yfir 0,45 fiskveiðiárið 2000/
2001, en það samsvarar 30 þús.
tonna hámarksafla. Þessi sam-
dráttur miðar að sjálfbærum veiðum
úr stofninum.
Ufsi
Ufsaaflinn árið 1999 var rúmlega
31 þús. tonn, sem er svipaður afli og
árið 1998. Þetta er minnsti ufsaafli
frá því í síðari heimsstyrjöld. Veiði-
stofn í ársbyrjun 2000 er nú metinn
um 143 þús. tonn og hrygningar-
stofn um 95 þús. tonn, sem er svipað
því sem áætlað var í síðustu úttekt.
Ufsastofninn telst hafa verið í sögu-
legu lágmarki undanfarin ár. Nýlið-
un í ufsastofninn hefur verið léleg á
undanförnum árum og litlar hald-
bærar vísbendingar eru um stærð
uppvaxandi árganga. Göngur ufsa
inn á íslenskt hafsvæði voru metnar
í fyrsta sinn í stofnmati ársins 2000.
Hafrannsóknastofnunin leggur til
að enn verði dregið úr sókn í ufsa-
stofninn og að ufsaafli á fiskveiðiár-
inu 1999/2000 fari ekki yfir 25 þús.
tonn. Þessi afli miðar að sjálfbærum
veiðum úr stofninum í framtíðinni.
Karfastofnar
Samanlagður afli gullkarfa og
djúpkarfa á íslandsmiðum árið 1999
var rúm 68 þús. tonn en síðastliðinn
áratug var samanlagður afli á bilinu
68-97 þús. tonn.
Gullkarfaafli var áætlaður tæp 40
þús. tonn árið 1999, sem er 3.000
tonnum meiri afli en árið áður. Sókn
í stofninn hefur minnkað verulega á
undanförnum árum en afli á sóknar-
einingu hefur verið fremur lítill und-
anfarin ár. Vísitölur gullkarfa úr
stofnmælingu botnfiska lækkuðu
verulega á árunum 1986-1995. Vísi-
talan hefur vaxið á undanförnum ár-
um vegna sterka árgangsins frá
1985, en er enn einungis um helm-
ingur af hámarksvísitölu. Niður-
stöður stofnmælinga botnfiska
benda til þess að árgangurinn frá
1990 sé sterkur og er hans þegar
farið að gæta sem smákarfa í veiði.
Mikilvægt er að hluti þessarar ný-
liðunar verði nýttur til frekari upp-
byggingar stofnins. Því leggur Haf-
rannsóknastofnunin til að sókn í
gullkarfastofninn á fiskveiðiárinu
2000/2001 verði ekki aukin og að
hámarksafli fari ekki yfir 35 þús.
tonn.
Áætlað er að um 29 þús. tonn af
djúpkarfa hafi veiðst á íslandsmið-
um árið 1999 en um 33 þús. tonn ár-
ið 1998. Aflinn jókst verulega á ár-
unum 1989-1994 en síðustu ár hefur
afli minnkað, sérstaklega þó á síð-
ustu fjórum árum. Þrátt fyrir
minnkandi afla síðustu árin hefur
afli á sóknareiningu í botnvörpu
minnkað nánast allan tíunda ára-
Tillögur um hámarksafla og aflamark
ákvarðað af stjórnvöldum
þúsund tonn Tillaga 2000/2001 Tillaga 1999/2000 Aflamark 1999/2000
Þorskur 203 247 250
Ýsa 30 35 35
Ufsi 25 25 30
Gullkarfi 35 35 60
Djúpkarfi 22 25 -
Úthafskarfi 85 85 45
Grálúða 20 10 10
Skarkoli 4 4 4
Sandkoli 4 7 7
Skrápflúra 5 5 5
Langlúra 1,1 1,1 1,1
Þykkvalúra 1,4 1,4 1,4
Steinbítur 13 13 13
Síld 110 100 100
Loðna 650 856 1.000
Gullax 12 12
Humar 1,2 1,2 1,2
Rækja-grunnsl. 2,2 3,25 3,25
Rækja-djúpsl. 12 20 20
Hörpudiskur 9,3 9,8 9,8
bnDGiri id heildarafli og meðalveiði-
pukdis.uk - dánarta|a (F) 5-1 o ára þorsks
600 þús. tonn ----------------------------------------
, Heildarafli
500
F
1,2
Veiðidánartala
■------- 1,0
Ýca _ heildarafli og meðalveiðidánartala (F)
* " 4-7 áraýsu
55 '60 '65 70 75 '80 '85 '90
I iktqi heildarafli og meðalveiðidánartala (F)
wroi - 4.9 ára ufsa F
75 þús. tonn
Veiðidánartala
GULL KARC| _ heildarafli og vísitala afla á
uuLLiSHnri - Sóknareiningu á íslandsmiðum a/s
150 þús. tonn--------------a------rrrr----------1.000
120
D.IUPKARPI - heildarafli og vfsitala afla á
ujuriVHnri - sóknareiningu á íslandsmiðum a/s
100 þús. tonn----------- \ wr -------------—1.000
'75 '80
UTHAFSKARFI - heildarafli 1982-1999
200 þús. tonn ----------------
Afli fslendinga
r*DÁi únA heildarafli og vísitala
GRALUÐA - heiidarsóknar
60 þús. tonn
tuginn. Enda þótt vísbendingar séu
um aukna nýliðun á næstunni er
ljóst að ástand stofnsins er afar
slæmt. Séu raunveruleg tengsl milli
djúpkarfa sem veiddur hefur verið í
auknum mæli við úthafskarfaveið-
arnar og þess sem er nær landi má
að hluta til rekja ástand djúpkarfa-
stofnsins til þessara veiða.
Hafrannsóknastofnunin leggur til
að áfram verði dregið úr sókn í
djúpkarfa á íslandsmiðum og að
hámarksafli fiskveiðiárið 2000/2001
fari ekki yfir 22 þús. tonn.
Úthafskarfi veiðist í lögsögum ís-
lands og Grænlands og einnig á hin-
um alþjóðlega hluta Grænlandshafs.
Úr úthafskarfastofninum veiddust
um 110 þús. tonn á síðasta ári og er
því búið að veiða rúmlega 1,6 millj-
ónir tonna frá því veiðar hófust árið
1982. Á síðasta ári var afli íslenskra
skipa um 44 þús. tonn, að áætluðu
úrkasti meðtöldu, samanborið við 49
þús. tonn árið 1998. Af afla ársins
1999 veiddust tæp 37 þús. tonn inn-
an íslensku lögsögunnar. Afli helstu
veiðiþjóða á sóknareiningu minnkaði
um 40-50% á tíunda áratugnum en
hefur þó haldist svipaður undanfarin
tvö ár. Á síðustu árum hefur aukinn
hluti aflans verið veiddur á meira en
600 m dýpi. Þannig er áætlað að
samanlagt hafi % hlutar afla helstu
veiðþjóða verið teknir á meira en
600 m dýpi á síðustu tveimur árum,
en um 90% af afla íslendinga voru
veidd á því dýpi. Vísbendingar eru
um að karfi í úthafinu skiptist í tvo
stofna sem halda sig á mismunandi
dýpi.
I bergmálsmælingu sumarið 1999
mældust 600 þús. tonn af úthafs-
karfa ofan 500 m dýpis, samanborið
við 2,2 og 1,2 milljónir tonna árin
1994 og 1996. Mælingin árið 1999 er
talin vanmat þar sem ekki náðist að
rannsaka allt útbreiðslusvæði
stofnsins. Magn karfa neðan 500 m
dýpis var áætlað um hálf milljón
tonna, en það mat er mjög
ónákvæmt. Samkvæmt dýptardreif-
ingu afla og stofnmati eru vísbend-
ingar um að sókn í neðri hluta
stofnsins sé a.m.k. tvöfalt meiri en í
efri hluta hans. í ljósi óvissunnar
um samspil stofna eða stofnhluta
karfans er talið nauðsynlegt að
stjórna veiðum aðskilið úr hverjum
hluta fyrir sig. Alþjóðahafrann-
sóknaráðið leggur til að
afli á árinu 2001 verði að
hámarki 85 þús. tonn. Til
þess að koma í veg fyrir
ofveiði einstakra stofn-
hluta er ennfremur lagt ..........
til að afli verði að hámarki 25 þús.
tonn úr neðri hluta stofnsins og 60
þús. tonn úr þeim efri.
Grálúða
Grálúða við Austur-Grænland, ís-
land og Færeyjar er talin vera af
sama stofni. Heildarafli grálúðu á
þessu svæði var um 20 þús. tonn ár-
in 1998 og 1999 samanborið við 30
þús. tonn árið 1997. Afli íslendinga
síðustu tvö ár var um 11 þús. tonn,
sem er um 6.000 tonnum minni afli
en árið 1997 og minnsti afli á
íslandsmiðum síðan 1976. Afli ís-
Grálúðukvót-
inn verði
aukinn
Utflutningsverðmæti 10% lægra en í fyrra
VERÐI farið að tillögum Hafrann-
sóknastofnunarinnar verða útflutn-
ingstekjur um 10 milljörðum minni en
í fyrra, að sögn Ásgeirs Daníelssonar,
hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun.
Ætla má að tekjutap vegna minni
þorskafla nemi um 7 milljörðum
króna.
Útflutningstekjur sjávarafurða á
síðasta ári voru rétt tæpir 100 millj-
arðar króna og má þannig áætla að út-
flutningstekjutapið miðað við tillögur
Hafrannsóknastofnunar nú nemi um
10%. Ásgeir bendir á að í tillögum
Hafrannsóknastofnunar sé miðað við
bráðabirgðakvóta í loðnu og rækju en
í áætlun Þjóðhagsstofnunar sé miðað
við heildarveiði. Þá fari verðmæti
loðnuafurða mjög eftir hversu mikið
fari til frystingar. Eins nefnir Ásgeir
að í áætlun Þjóðhagsstofnunar sé mið-
að við að með minni afla dragist um
leið úr sókn og þannig komi á móti
minni kostnaður við veiðarnar, svo
sem lægri olíukostnaður.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, telur að
tekjutap í útflutningsverðmætum
nemi um 10 milljörðum króna gangi
tillögur Hafrannsóknastofnunar eftir.
Þar af nemi verðmætatap útfluttra
þorskafurða um 7 milljörðum. „Tillög-
urnar eru vissulega vonbrigði, enda
áttu flestir von á að þorskveiðin myndi
aukast á næstu árum. En samkvæmt
hugmyndum Hafrannsóknastofnun-
arinnar mun aflinn aukast til lengri
tíma litið. Það er ljóst að stjórnmála-
menn og hagsmunaaðilar munu ræða
þessi mál á næstunni," segir Arnar.
Aflamark ljúst um miðjan júlf
Niðurstöður og ráðleggingar Haf-
rannsóknastofnunar komu margar
hverjar á óvart og segir Árni M. Mat-
hiesen sjávarútvegsráðherra að sér-
staklega komi slæmt ástand þorsk-
stofnsins á óvart. „Þetta er ekki sú
niðurstaða sem við bjuggumst við og
þar af leiðandi eru þetta vonbrigði. Sú
niðurstaða sem kemur mest á óvart er
matið á þorskstofninum og við þurfum
að skoða hvaða ástæður liggja þar að
baki. Við munum fara gaumgæfilega
ofan í þetta á næstu vikum. Eg stefni
að því að vera tilbúinn með ákvörðun á
heildaraflamarki næsta fiskveiðiárs
um miðjan júlí.“
Grétar Mar Jónsson, foi-maður Far-
manna- og fiskimannasambands ís-
lands, segir að tillögur Hafrannsókna-
stofnunar valdi vonbrigðum. „Ég veit
ekki alveg hvað maður á að segja um
þessar niðurstöður annað en að við í
Farmanna- og fiskimannasambandinu
munum fara vel yfir þetta í dag og á
morgun. í framhaldi af því munum við
síðan kynna sjávarútvegsráðherra
hugmyndir okkar á fundi á miðviku-
daginn.“
Kristján Ragnarsson, stjórnarfor-
maður Sambands íslenskra útvegs-
+
manna, lýsir yfir vonbrigðum með nið-
urstöðurnar og segir þær verri en
menn áttu von á. „Þetta eru tillögur
sem valda okkur vonbrigðum og það
er greinilegt að árangurinn af þessu
starfi hefur ekki verið góður. Við höf-
um í einu og öllu fylgt þeirra ráðum en
samt er ástand stofnanna með þeim
hætti sem fram kemur og þá er þorsk-
stofninn manni efstur í huga. Það er
greinilegt að þorsksstofninnn hefur
verið ofmetinn og það veikir þá for-
sendu að hægt sé að byggja ákvarðan-
ir á þessum niðurstöðum. Það er vit-
anlega áhyggjuefni fyrir okkur sem
höfum viljað styðja og trúa á þessi
vinnubrögð. Eftir stendur þó að þetta
er besta vitneskja sem við höfum og
það er erfitt að gera annað en að
fylgja henni.
Hvort einhverjar aðrar lausnir eru
á þessu en tillögur Hafrannsókna-
stofnunar skal ósagt látið en við mun-
um fara vel yfir þetta fyrir fund sem
við eigum með ráðherra á miðvikudag.
En á heildina litið eru þetta mikil von-
brigði.“
Gríðarlegt efnahagslegt áfall
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannafélags Islands, segir að niður-
stöðurnar veki vonbrigði í Ijósi þess að
niðurstöður fyrra árs hafi vakið vonir
um jafna eða hærri úthlutun. ,Að nið-
urskurður á þorski sé 20% er gríðar-
leg vonbrigði og efnahagslegt áfall og
jafnframt fer ýsan niður. Aðrir stofn-
ar standa í stað nema grálúðan sem
eykst og er það vel. Við sjómenn höf-
um bent á það fyrir löngu síðan að hún
mætti fara upp og það undirstrikar að
kannski mætti hafa meira samráð við
sjómenn og fulltrúa þeirra en gert
hefur verið. Það er mikill niðurskurð-
ur í norsk-íslensku síldinni en það á
ekki að koma okkur á óvart þar sem
menn eru sammála um að of mikið hafi
verið veitt úr stofninum en það eru
vonbrigði engu að síður. Það er niður-
skurður í rækjunni en það var kannski
fyrirsjánlegt vegna þess hve mikið er
af smáum þorski fyrir norðan.“
Kristinn Pétursson, framkvæmda-
stjóri Gunnólfs ehf. á Bakkafirði, segir
niðurstöðuna áfellisdóm yfir veiðiráð-
gjöfinni. „Því miður er þetta vísbend-
ing um það að þær aðvaranir sem ég
hef ótal sinnum sett fram hafi átt við
rök að styðjast,“ segir Kristinn.
Segir hann að margt bendi til þess
að rangt hafi verið að veiða ekki meiri
þorsk undanfarin ár. „Þessi stranga
veiðiráðgjöf hefur m.a. leitt til þess að
það hefur verið kastað óvenju mikið af
fiski, eins og er opinbert leyndarmál í
bransanum,“ segir hann.
Kristinn tekur fram að gagnasöfn-
un Hafrannsóknastofnunar sé reynd-
ar afar góð, „en aftur á móti þegar
kemur að því að draga ályktanir af
þeim gögnum sem þeir eru með, þá fá
þeir einfaldlega falleinkunn hjá mér.“
lendinga var um og yfir 90% af
heildarafla árin 1982-1992 en minnk-
aði ört eftir það og var aðeins rúm
50% síðastliðin þrjú ár. Heildarsókn
í stofninn náði hámarki árið 1996 en^
hefur minnkað um meira en helming
á síðustu þremur árum. Afli á sókn-
areiningu, sem var í lágmarki 1995-
1997, hefur aukist um 60% á síðustu
tveimur árum en er þó einungis rúm
50% af meðaltali áranna 1985-1989.
Viðbrögð stofnsins við samdrætti á
heildarafla síðustu árin, eins og
hann kemur fram í bættum afla-
brögðum, benda til þess að hann
þoli núverandi veiðiálag. Hafrann-
sóknastofnunin leggur til að heilda-
rafli grálúðu á hafsvæðinu Austur-
Grænland/ísland/Færeyjar fisk-
veiðiárið 2000/2001 verði tak-
markaður við 20 þús. tonn.
Sfld
Á vertíðinni 1999/2000 varð síld-
arafli úr íslenska sumargotsstofnin-
um tæp 93 þús. tonn en leyfðar
höfðu verið veiðar á 100 þús. tonn-
um. Stofnmat byggist á bergmáls-
mælingu ásamt gögnum um aldurs-
greindan afla. Hrygningarstofninn
1999 reyndist vera um 500 þús.
tonn, en gert er ráð fyrir að hann
stækki í 580 þús. tonn árið 2000. Á
vertíðinni 2000/2001 er gert ráð fyr-
ir að mest verði veitt af sex og fjög-
urra ára sfld, þ.e. árgöngunum frá
1994 og 1996. Hafrannsóknastofnun-
in leggur til, eins og mörg undan-
farin ár, að leyfilegur hámarksafli
verði miðaður við kjörsókn eða 110
þús. tonn á vertíðinni 2000/2001.
Árið 1999 veiddu íslendingar um
203 þús. tonn úr norsk-íslenska sfld-
arstofninum. Heildarveiðin var rúm-
ar 1,2 milljónir tonna. Samkvæmt
samkomulagi Færeyinga, íslend-
inga, Norðmanna, Rússa og Evrópu-
bandalagsins um fyrirkomulag veiða
úr þessum stofni er heildaraflamark
fyrir árið 2000 1,25 milljónir tonna
og koma 194 þús. tonn í hlut íslend-
inga. Alþjóðahafrannsóknaráðið hef- *
ur lagt til að leyfilegur hámarksafli
norsk-íslenskrar sfldar verði 753
þús. tonn árið 2001.
Loðna
Heildaraflinn á loðnuvertíðinni
1999/2000 varð 932 þús. tonn en
leyft hafði verið að veiða eina millj-
ón tonna. Afli íslendinga
var 844 þús. tonn. Næsta
loðnuvertíð mun byggjast
á kynþroska hluta ár-
gangsins frá 1998, en auk
þess á þeim hluta ár-
gangsins frá 1997 sem ekki hrygndi
vorið 1999. Gert er ráð fyrir að veið-
istofninn verði um 1,6 milljón tonn í
vertíðarbyrjun, en miðað við venju- ,
legar forsendur um náttúruleg afföll
og 400 þús. tonna hrygningu í lok
vertíðar, ætti loðnuaflinn á vertíð-
inni 2000/2001 að geta orðið 975 þús.
tonn alls. Spár um stærð veiði- og
hrygningarstofns loðnunnar eru
mikilli óvissu háðar, einkum er varð-
ar elsta fiskinn.
Þess vegna er lagt til að hámarks-
afli á vertíðinni 2000/2001 verði
takmarkaður við % af útreiknuðum
hámarksafla, eða 650 þús. tonn, þar
til stærð veiðistofnsins hefur verið
mæld haustið 2000 og/eða veturinn
2001. Til að stuðla að betri nýtingu
stofnsins og koma í veg fyrir smá-
loðnudráp er einnig lagt til að sum-
arvertíðin 2000 hefjist 20. júní og
hlé verði gert á veiðunum á tímabil-
inu 15. ágúst til a.m.k. 15. septem-
ber nema aðstæður reynist aðrar en
hér er gert ráð fyrir.
Kolmunni
Heildarkolmunnaafli í Norðaust-
ur-Atlantshafi 1999 var rúm 1,3
milljónir tonna. íslendingar veiddu
þar af um 160 þús. tonn. Alls veidd-
ust um 112 þús. tonn innan íslenskr-
ar lögsögu en þar af veiddu íslend-
ingar um 99 þús. tonn.
I ársbyrjun 2000 er heildarstofn
metinn um 4,8 milljónir tonna, en
þar af er hrygningarstofn um 2,8
milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að
um 1,1 milljón tonna veiðist árið
2000. Fiskveiðiráðgjafarnefnd Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins mælir
með að kolmunnaaflinn verði innan
við 628 þús. tonn árið 2001. Veiðar
umfram það teljast ekki sjálfbærar
og því óvarlegar."