Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 06.06.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 45 LISTIR Maraþonsöngur TOJVLIST Salurinn SÖNGTÓNLEIKAR 60 íslenzk einsöngslög. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Ás- gerður Júníusdóttir mezzosópran, Garðar Thor Cortes tenór, Ágúst Ólafsson barýton. Jónas Ingi- mundarson, pianó. Þriðjudaginn 30. maíkl. 20:30. SEXTÍU laga prógramm er hátt í þrefaldan kvöldskammt, og ef þungaviktarar eins og Wolf, Muss- orgskíj eða R. Strauss hefðu verið í meirihluta hefðu maraþontónleik- arnir á vegum Listahátíðar og Tónskáldafélags íslands í Salnum sl. þriðjudag líklega teygzt fram undir óttu. En sem betur fór voru gullaldarlögin íslenzku fremur stutt. Tónleikagestir gátu farið heim um skikkanlega háttatíma eftir tæplega þriggja stunda út- hald með hléi, og lögin voru valin af slíkri kostgæfni að lítið sem ekkert var um daufa punkta. Og ekki stóð á áhuga tónleikagesta, því uppselt var og margir urðu frá að hverfa. Því undarlegra var að sjá á þriðja tug auðra sæta þegar leikar hófust, og bendir það til að Salurinn þyi’fti að koma sér upp e.k. biðmiðasölukerfi svo nýta megi „no show“-sætin, líkt og þekkist í leikhúsum. Söngvararnir voru af yngri kynslóð og meirihluti þeirra enn við framhaldsnám er- lendis. Hafi dagskrárefnið myndað sýnishorn af íslenzka sönglaginu á 20. öld undir yfirskriftinni Draumalandið beindist athyglin því ekki síður að frammistöðu hinna tiltölulega lítt reyndu ein- söngvara. Ásgerður Júníusdóttir náði sér fyrst á flug í Taktu sorg mína (Bjarni Þorsteinsson) og einkum í Nótt (Árni Thorsteinsson), sem opinberaði sérkennilega hljóm- mikla mezzo-rödd, þó að veikustu tónar ættu til að hverfa í stórum sal. Vöggukvæði Emils naut fal- legrar kyrrðar, og textameðferðin, sem framan af var svolítið dauf, lifnaði við í skemmtilegri túlkun á gamansöng Páls ísólfssonar, Litla kvæðið um litlu hjónin. Veiku nót- urnar voru laglega sungnar í Þú ert (Þórarinn Guðmundsson) og í Islenskt vögguljóð á Hörpu (Jón Þórarinsson), og raunar líka í Söknuður Hallgríms Helgasonar, þrátt fyrir heldur óskýrari fram- burð. Aðeins meiri kraftur á áherzlustöðum hefði sett punkt yf- ir i-ið í kankvíslegu lagi Jórunnar Viðar, Kall sat undir kletti. Ás- gerður var fullvökur á styrkbreyt- ingum í Við Vatnsmýrina (Sigfús Halldórsson), þar sem veikustu staðir heyrðust varla, og annars brilljant píanóleikur Jónasar skyggði af sömu sökum á Söngfugl að sunnan (Atli H. Sveinsson). Dýnamíska flöktið var enn full- áberandi í Krummi Tryggva Baldvinssonar, en hin stutta Vor- vísa Jakobs Hallgrímssonar heppnaðist aftur á móti vel, að maður tali ekki um síðasta lag Ás- gerðar, Yfirlýsing (Hjálmar H. Ragnarsson), þar sem söngkonan fór á kostum við óborganlegan texta Magneu Matthíasdóttur. Valgerður Guðrún Guðnadóttir mun Ijúka prófi í júlí úr Guildhall í Lundúnum. Eftir prýðilega með- ferð á Gígjunni og Sólskríkju Laxdals vakti látleysi hennar í Þú eina hjartans yndi mitt (Kalda- lóns) og í dag skein sól (Páll ís- ólfsson) fyrstu eftirtekt manns. Sjá dagar koma (Sig. Þórðarson) vantaði nokkurn epískan þunga og Una (Gunnar Sigurgeirsson) kraft á neðsta sviði. Hið launframsækna lag Bjarna Böðvarssonar, Kveld, gekk vel, en það var ekki fyrr en í „seguediilu“ Lofts Guðmundsson- ar, Biðilsdansi, að Valgerður tók til óspilltra mála með Carmenskt- tælandi tilþrifum, er náðu enn hærra í háðperlu Jórunnar Viðar, Vort líf. Sumar sönghendingar voru svolitið andstuttar í annars vel heppnuðu Hvert örstutt spor Nordals, sem ágerðist á endanót- um í Hjá lygnri móðu (Jón Ás- geirsson) og dró smáskugga yfir annars fallega túlkun. Hin ágæta míníatúra Jónasar Tómassonar, Róa, róa rambinn, var í meðallagi, glettnistykki Johns Speight, Prins- essan á bauninni, vantaði skýrari texta og yfirvegaðri tímasetningu, en exístensíölsk ballaða Gunnars Reynis Sveinssonar, Maður hefur nú, tókst aftur á móti mun betur, einkum undir lokin, þrátt fyrir of hratt tempó og rausnarlega fort- epedalnotkun píanistans. Gullpálmaþegi kvöldsins var óef- að Ágúst Olafsson, sem mun í framhaldsnámi við Sibeliusaraka- demíuna í Helsinki. Strax í fyrsta lagi hans, Sverri konungi (Svbj. Svbj.) rann manni kalt vatn milli skinns og hörunds, því ekki var að- eins flutt af réttum myndugleika, heldur minnti hetjubarýtonröddin í ofanálag allt að því óhugnanlega á nestor íslenzkra bassabarýtona í þessu fræga glansnúmeri Kristins Hallssonar. Sá tilviljunarháði skyldleiki varð enn sérkennilegri í lygilega þroskaðri túlkun á Enn ertu fögur sem forðum (Á.T.) og í Rósin (do.), þar sem veikróma depurð vafðist ekki fyrir Ágústi frekar en þrautgæzka birkibeina- foringjans. Hvað þá tandurskýr textaskil á harðaspretti í Á Sprengisandi Kaldalóns. Vel heppnuð voru einnig hið angur- væra í rökkurró (Björgvin Guð- mundsson), frábær Kvöldvísa Markúsar Kristjánssonar og reim- leikaleg tónsetning Jóns Leifs á Máninn líður, þrátt fyrir örlítið út- haldsleysi í síðastnefndu, enda hendingar langar og líðandi. I fjar- lægð Karls O. Runólfssonar var tæpast hægt að túlka betur, en þó var enn lengra seilzt í Útlaginn eftir sama höfund, þar sem slyng útfærsla andstæðna var snilldin uppmáluð. Það er óvenjulegt að heyra álíka sannfærandi tragíska túlkun jafnsnemma á söngferli og birtist í Horfinn dagur - kómísku tilþrifin virðast nýgræðingum öllu tamari - en þar eins og stundum áður þurfti að trúa augum frekar en eyrum að ekki væri hálfu eldri maður á ferð. Fjölþætt litagallerí Ágústs blómstraði í meistarastykki Sig- fúsar Haldórssonar, I dag, er auknefna mætti „tempramentin fimm“, og einu fegurðarblettirnir birtust í Krummavísum Magnúsar Bl. Jóhannssonar og Bráðum kem- ur betri tíð (Gunnar R. Sveinsson), þar sem nokkur erfið tónbil og stökk voru ekki nógu hrein. Það hvarf þó sem dögg fyrir sólu í einhverri mögnuðustu útfærslu á Maístjömu J.Á. sem undirritaður man eftir. Tenórhljóðfæri Garðars Thors Cortes virtist hlutfallslega skemur á veg komið en boldangsbarýton Ágústs, einkum í styrk, en áferð- arþýð rödd hans og fallegur ís- lenzkuframburður, ásamt látlausri og óþvingaðri túlkun, fleytti hon- um langt. Meðal beztu augnablika hans mætti nefna hið ljómandi vel flutta Ég lít í anda liðna tíð (Kaldalóns), ljóðræna léttleikann í Lífið hún sá (Ingi T. Lár.), lauf- léttu epíkina í Kom ég upp í Kvísl- arskarð (Sig. Þórðars.) og ekki sízt unaðstregann í Fjólu Þórarins Jónssonar (glimrandi leikið af Jón- asi). Fuglinn í fjörunni (J.Þ.) vant- aði kraft á neðra sviði, en textinn var aftur á móti til fyrinnyndar í Smalastúlku Skúla Halldórssonar. Þrátt fyrir eitt hátónsbrot í Ég leitaði blárra blóma (sami höf.) náði lýríska lipurðin þar fallegum þokka, og kyrrlátum tærleika í Vögguvísu úeifs Þórarinssonar. Snert hörpu mína (A.H.S.) var síð- asta lag Garðars, sungið á lágvær- um en eftirminnilega göfugmann- legum nótum, látlaust en músíkalskt. Ríkarður Ö. Pálsson Þrjár systur o g pabbi KVIKMYNDIR Stjörnubfó SYSTRAGENGIÐ „HANG- ING UP“★ ★ Leiksljóri: Diane Keaton. Handrit: Delia og Nora Ephron eftir skáld- sögu þeirrar fyrrnefndu. Aðal- hlutverk: Diane Keaton, Meg Ryan, Lisa Kudrow og Walter Matthau. Columbia Tristar 2000. EINS og lífið og tilveran sé ekki nógu flókin á síma- og gervi- hnattaöld þó maður þurfi ekki líka að hugsa um klikkaðan, gamlan pabba, sem ekki á langt eftir? En þetta á við hjá systrunum Eve, Maddy og Georgiu, sem eiga fullt í fangi með að hugsa um sjálfar sig og framabrautina, að ekki bætist við að vera að takast á við fjöl- skylduna. Húsmóðirin, tímaritaút- gefandinn og sápuóperustjarnan nota því símann til að útkljá vandamál sín. Þessi kvikmynd sem skrifuð er af þeim systrum Noru og Deliu Ephron, og byggist að einhverju leyti á sannsögulegri reynslu, er alls ekki nógu góð. Hún á að fjalla um systrabönd og innri fjöl- skylduátök á ljúfsáran hátt, en er svo ómarkviss að maður veit varla um hvað eða hvern hún er. Nora ætti að fara að hugsa sig tvisvar um áður en hún tekst á við næsta handrit, en eftir að hafa skrifað mjög áhugaverð handrit, eins og „Heartburn" og „When Harry met Sally“, hefur allt verið á niðurleið hjá henni, og það er ekki spurning að hún bregst aðdáendum sínum með þessari mynd. Eins og Nora virðist halda að hún geti bara gert hvað sem er og það verði að gulli, má eiginlega segja það sama um leikkonurnar þrjár. Mér finnst þær reyndar all- ar mjög skemmtilegar, og eiga fáa, en samt nokkra, góða spretti í þessari mynd, þá eru þær óskap- lega svipaðar því sem þær eru allt- af, og þar fer Meg Ryan fremst í broddi fylkingar. Ég get ekki sagt að handritið bjóði upp á dýpri túlkun á þessum persónum, og þar liggur hundurinn sjálfsagt grafinn. Eitt og eitt atriði, ein og ein setn- ing inn á milli búa yfir einhverju sem jafnóðum verður að engu, þar sem sorgleg heimildamyndin kæfir allt. Af hverju reyna þessar ágætu konur líka ekki að skrifa konuhlut- verk sem eru alvöru, í stað þessara hallærislegu klisjukvenna? Eiga karlarnir í Hollywood að gera það? Hanging Up er væmin, þreyt- andi og ófrumleg kvikmynd, þar sem reynt er að græða á einhverju sem þegar er búið að græða á. Hildur Loftsdóttir Offset fjölritun Til sölu hentug og passlega stór offset fjölritun með góðan vélakost, fasta viðskiptavini og í eigin húsnæði sem einnig gæti verið til sölu. Sér einnig um setningu og frágang. Fyrirtæki fyrir 2 eða fleiri starfs- menn. Laust strax. Þekkt fyrirtæki á borgarmarkaðinum. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REVNIR ÞORGRÍMSSON. Júnísprengja Heimsferða til Benidorm 27.júní frá kr. 29.955 Síðustu! I Heimsferðir bjóða nú einstakt til- I |tt»* I boð á síðuslu sætunum í júní til Benidorm, en í lok júní skartar sumarið sínu fegursta og þú getur notið hins besta í sumarleyfinu á hreint frábærum kjörum. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á Don Salva gististaðnum í hjarta Benidorm, íbúðir með einu svefnherbergi, allar íbúðir með eld- húsi, baði og svölum. Móttaka á hótelinu, veitingastaður, lítill garður og sundlaug. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.955 M.v. hjón rneð 2 böm, 27. júní, vikuferð. Verð kr. 36.990 M.v. 2 í stúdíó, vikuferð. Verð kr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm, 2 vikur, Don Salva. Verð kr. 47.990 M.v. 2 í stúdíó, 2 vikur, Don Salva, 27. júní. HEIMSFERÐIR D : www. hejHjS&fÍ!cÍfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.