Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AT V I r
HRAFNISTA
^ÍÉjg&X DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓMANNA
Hvaða vinnutími
hentar þér?
Komið og skoðið vinnustað með góðri
vinnuaðstöðu í fallegu umhverfi, þar
sem ríkir heimilislegt andrúmsloft.
Sumarafleysingar
Hrafnista
Reykjavík — Hafnarfjörður
Dvalarheimili aldraðra Hrafnistu óskar
eftir starfskröftum ykkar í sumar. Um er
að ræða fjölbreytt störf í þroskandi um-
hverfi. Vaktavinna. Hér gefst ykkur kjörið
tækifæri til að öðlast reynslu og þekk-
ingu við umönnun aldraðra og auka
hæfni ykkar í mannlegum samskiptum.
Við bjóðum þér að koma á staðinn eða
hafa samband við hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra í Hafnarfirdi í síma
585 3000 og í Reykjavík í síma
585 9500.
Hrafnista Reykjavík
Skrifstofa/Verslun
Skrifstofa Hrafnistu leitar að starfsmanni
á skiptiborð í sumar og einnig til afleys-
inga í verslun Hrafnistu. 100% starfshlut-
fall. Möguleiki er á hlutastarfi í vetur.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í
síma 585 9520.
Á Hrafnistuheimilunum búa i dag 545 heimilismenn.
Stefna Hrafnistu er að bjóða starfsfólki upp á öruggt og
skapandi vinnuumhverfi, þar sem hæfileikar hvers og eins
fái notið sín og veita heimilisfólki bestu umönnun og hjúkrun
sem völ er á.
Á báðum Hrafnistuheimilunum er rekin endurhæfingardeild
með sundlaug, tækjasal og hreyfisal, sem starfsmenn hafa
aðgang að. Mötuneyti á staðnum.
Heiðarskóli, Leirársveit í Borgarfirði
Lausar stöður
.. kennara, stuðningsfulltrúa og baðvarðar
íþróttakennari
Staða íþróttakennara. Við skólann er ásamt
íþróttahúsi, ný innisundlaug. Skólalóð er rúm
með góðu leiksvæði. Hefð erfyrir virku og ár-
angursríku íþróttastarfi og samskiptum milli
nágrannaskóla og íþróttafélaga.
Almenn kennsla
Staða kennara á miðstigi eða unglingastigi
ásamt kennslu í erlendum tungumálum og
smíðum. Skólastjóri og rekstraraðilar leggja
rækt við framsækið og metnaðarfullt skólastarf,
bæði hvað varðar innra starf og aðbúnað.
Við skólann er nýtt list- og verkgreinahús.
Stuðningsfulltrúi
Staða stuðningsfulltrúa til umsóknar með
einstaklingum eða smáum hópum undir hand-
leiðslu umsjónarkennara og sérkennara.
Stöðurnar veitast frá og með 1. ágúst nk.
Baðvörður
Staða baðvarðar í íþróttahúsi og sundlaug er
laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 16.
júní nk. Nánari upplýsingar veitir skóla-
—».stjóri í síma 433 8920.
Heiðarskóli er í Leirársveit í um 45 km fjarlægð frá
Fleykjavík og um 20 km frá Akranesi og Borgarnesi.
Skólinn er einsetinn og mötuneyti er á staðnum.
Nemendur eru 110.
íboði erstarfog húsnæði ígóðu og jákvæðu umhverfi,
. för sem starfsgleði og góður andi eru í fyrirrúmi.
INGA
Fé/agsþ/ónustan
Vistheimilið Seljahlíð
3 starfsmenn vantar í eldhús í júlí og ágúst,
vaktavinna. 2 starfsmenn vantar í aðhlynningu
á vistdeildum, þurfa að geta byrjað strax og
verið fram yfir miðjan ágúst, vaktavinna,
einhverjar ræstingar eftir hádegi. 1 starfsmann
vantar í aðhlynningu á hjúkrunardeild, þarf
að geta hafið störf sem fyrst, vaktavinna.
1 starfsmann vantar í ræstingar, heil staða —
vinnutími samkomulag.
Þar sem um vaktavinnu er að ræða, er unnið
aðra hverja helgi.
Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast, hafi
samband sem fyrst við yfirmenn deilda,
í síma 540 2400 milli kl: 8 og 16, virka
daga.
Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir
borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur
mikla áherslu á freeðslu og slmenntun fyrir starfsfólk sitt, að
upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar I
málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu
sem veitt er. Aliir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og
kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf
reglulega um starfsemi stofnunarinnar.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Keldnaholti
Laus störf
Bókasafnsfræðingur
Laust er starf bókasafnsfræðings á Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins. Bókasafn stofnunar-
innar er öflugt sérfræðisafn á sviði hagnýtrar
líffræði og umhverfismála. Starfið felur í sér
alhliða safnstörf á víðu fræðasviði og er áhuga-
vert og fjölbreytt. Einnig er æskilegt að viðkom-
andi komi að útgáfu-og kynningarstörfum.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þorsteinn
Tómasson, forstjóri og Guðrún Pálsdóttir,
bókasafnsfræðingur. Upplýsingar um safnið
og starfsemi stofnunarinnar er einnig að finna
á heimasíðu RALA (http:www.rala.is/bokasafn/
almennt.htm).
Umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum sendist
forstjóra stofnunarinnar fyrir 25 júní 2000.
Heimildamynd
um Reykjavík
fyrir sjónvarpsstöðina ARTE
stjórnað af Sólveigu Anspach,
vantar ungt fólk á aldrinum 15—25
ára til að koma fram í myndinni.
Málakunnátta ekki nauðsynleg.
Áhugasamir sendi inn nafn og
síma ásamt stuttri persónulýs-
ingu fyrir kl. 13 föstudaginn 9.
júní, til auglýsingadeildar Mbl.
merkt „MS — 9732" eða hringið í
síma 698 5973.
Verkefnisstjóri
Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Austurlandi
auglýsir eftir verkefnisstjóra í hlutastarf.
Verkefnisstjóri hefur umsjón með samstarfs-
verkefnum fjögurra framhaldsskóla á Austur-
landi, þ.e. Framhaldsskólans í Austur-Skafta-
fellssýslu, Verkmenntaskóla Austurlands, Hús-
stjórnarskólans á Hallormsstað og Menntaskól-
ans á Egilsstöðum.
Um er að ræða hlutastarf með sveigjanlegan
vinnutíma og nokkrum ferðalögum milli skól-
anna. Viðkomandi þarf að vera búsettur á Aust-
urlandi.
Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem
hefur frumkvæði og samstarfshæfni.
Umsóknarfresturertil 23.6. 2000. Upplýsingar
veitir Líneik Sævarsdóttir, núverandi verkefnis-
stjóri, í síma 475 1532 eða Helga Hreinsdóttir,
formaður samstarfsnefndar, í síma 474 1235.
Laust embætti
er dóms- og kirkjumálaráðherra veitir
Laust ertil umsóknar embætti forstjóra
Persónuverndar, sem dóms- og kirkjumálaráð-
herra veitir að fenginni tillögu stjórnar
Persónuverndar.
Embættið verður veitt frá 1. júlí 2000.
Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu, Arnarhváli, eigi síðar en 23. júní 2000.
Umsóknir þar sem umsækjandi óskar nafn-
leyndar verða ekki teknar gildar.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
31. maí 2000.
KÓPAV OGSBÆR
FRÁ HJALLASKÓLA
Vegna barnsburðarleyfa og breytinga á innra
skipulagi vantar kennara í eftirtaldar stöður/-
námsgreinar:
Yngsta stig: 3 bekkjarkennara
Unglingastig: 2 umsjónarkennara,
meðal kennslugreina, íslenska, stærðfræði,
danska og náttúrufræði.
Launakjör skv. kjarasamningi KÍ og Launanefndar
sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur til og með 9. júní 2000.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri i síma 554 2033.
Fraeðslustjóri
Blaðbera
vantar á Vesturgötu og í Tjarnargötu.
Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.