Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 6. JIJNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
>
ÁSLA UG PERLA
KRIS TJÓNSDÓTTIR
+ Áslaug Perla
Kristjónsdótt-
ir fæddist 4. janúar
1979. Hún lést laug-
ardaginn 27. maí.
Foreldrar hennar eru
Gerður Berndsen og
Kristjón Haraldsson.
Systir hennar er
Ragnheiður Margrót
Kristjónsdóttir, f. 5.
aprfl 1972. Hún á son-
inn Andra Pétur
Magnússon, f. 24.JÚ1Í
1997. Hálfsystir As-
laugar Perlu er Agn-
es Kristjónsdóttir, f.
19. maí 1965. Sambýlismaður
hennar er Arnþór Jónsson og
eiga þau saman dótturina Krist-
ínu Amalíu og Agnes á einnig son-
inn Harald Ara Stefánsson, f. 16.
febrúar 1991. Foreldrar Gerðar
voru Áslaug Pálsdóttir og Pétur
Berndsen sem bæði
eru látin. Foreldrar
Kristjóns eru Ragn-
heiður Guðmunds-
dóttir og Haraldur
Gottfreð Kristjóns-
son, hann er látinn.
Systur Gerðar er
Þrúður Pálsdóttir
dóttir Áslaugar, An-
ika Sjöfn Berndsen
sem er látin, Margrét
Berndsen, Sólveig
Berndsen og Jóhanna
Sigríður Berndsen.
Hálfsystkin Kristjóns
eru Einar og Guðrún
samfeðra. Ragnheiður giftist síðan
Karli Jóhanni Karlssyni sem er lát-
inn og áttu þau börnin Karl Friðrik,
Lilju Brittu, Kristínu Erlu og Evu.
Utfór Áslaugar Perlu fer fram
frá Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku Áslaug Perla mín. Hjartað
mitt er í molum og aðeins tíminn
mun leiða í ljós hvort mér tekst ein-
hvern tímann að púsla því aftur
saman. Mér fínnst eins og ég hafi
framið einhvem glæp sem ég veit
ekki alveg hver er og hafí verið
dæmd án dóms og laga. Dómurinn
miskunnarlaus: Þú tekin frá mér.
Áslaug Perla mín, þú varst ekki
steypt í sama mót og flestir. Þú
varst gædd afburða gáfum, en
kannski hentar það ekki mörgum.
Þú varst að mörgu leyti barnaleg
eins og þú sagðir sjálf, en á öðrum
sviðum varstu djúpvitur eins og öld-
ungur. Þú pældir of mikið í tilgangi
lífsins.
Ég man þegar þú varst sjö eða
átta ára og samdir heilt barnablað
ysem þig langaði til að gefa út. Þú
samdir allan texta og teiknaðir
myndir. Það var „hjálpardálkur" í
blaðinu og þú samdir bæði spurning-
arnar og svörin. Þegar þú varst ell-
efu eða tólf ára sastu kófsveitt við
borðstofuborðið og barðir á ritvélina
með vísifingrunum. Þú varst að þýða
Brave New World úr ensku yfir á ís-
lensku. Svo varstu svo frábær og
þolinmóður kennari, en samt ákveð-
in þegar þú kenndir henni Elísabetu
á píanóið. Mér fannst yndislegt að
hlusta á ykkur, fyrst eintómt glamur
og síðan komu lögin smátt og smátt.
Ég les núna Ijóðin þín á hverju
kvöldi, sem er heilmikil vinna þar
sem þú skildir eftir fjórar fullar
Varanleg
minning
er meitlub
rstein.
!i S.HEIfiASOIMHF
STEINSMIÐJA
Skemmuveqi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is
möppur af þeim. Auðvitað hafði ég
lesið mörg þeirra áður, en það var
bara lítill partur af þeim. Ég skil
ekki hvemig þú hafðir vit til að
semja öll þessi fallegu ljóð. Mörg
eru svo sorgleg og önnur skondin.
Ég hef ekki ennþá lesið öll Ijóðin
þín, en valdi eitt þeirra, sem mér
finnst undursamlega fallegt:
Skórnir
Perlan sem merlar í sjónum
í hafmu þar sem ég bý
ég kemst ekki upp úr þeim skónum
sem klæddi ég mig aldrei í.
(Áslaug Perla ’95.)
Mér fínnst ekkert glæpsamlegra
en að móðir Iifi barnið sitt, Áslaug
Perla mín, eins og þú vissir jafnvel
og ég. Ég er andlega og líkamlega
þjáð af söknuði. Ég geri eins og þeir
í AA, reyni að ná einum degi í einu
eða réttar sagt í mínu tilfelli einni
klukkustund. Ég óska þess að ein-
hver þarna úti haldi fast utan um
þig, þú þurftir svo mikla hlýju, og ég
mun halda áfram að lesa ljóðin þín.
Þín
mamma.
Kveðja frá föður.
Vertu sæl Áslaug Perla mín, þú
sem varst svo einlæg og hjartahlý.
Ekki vera döpur vegna sorgar
okkar, sem söknum þín svo mikið.
Vertu sæl, gimsteinninn minn,
sem mér þótti svo vænt um.
Vertu sæl, elskan mín, sem oft
varst svo vansæl.
Guð geymi þig.
Pabbi.
Mig langar að segja nokkur orð
um Áslaugu Perlu systur mína.
Hún var falleg og gáfuð en fann
sig samt ekki alveg í lífinu og fannst
hún pínulítið utanvelta. Þrátt fyrir
að hafa góða kímnigáfu og geta
kryddað samræður með skemmti-
legum og stórsniðugum orðum dró
hún sig oft í hlé og þá helst í marg-
menni. Hún lét stundum kjánalega
við fólk, sérstaklega ef það stuðaði
hana, og sumir héldu hana svolítið
vitlausa en það var hún hreint ekki.
Áslaug Perla var mikil tilfinninga-
vera og þótt hún segði ekki alltaf
það sem henni bjó í brjósti eða
hvernig henni leið skrifaði hún þeim
mun meira og hún skilur eftir sig yf-
ir 200 ljóð. Mörg þeirra eru afskap-
lega sorgleg og sum sniðug og jafn-
vel fyndin. Ég valdi eftirfarandi ljóð,
eða kannski frekar dæmisögu, sem
hún skrifaði sextán ára gömul,
vegna þess að mér þykir það
skemmtilegt og lýsa henni sjálfri
nokkuð vel:
Sauður
Svarti sauðurinn hittir
hvíta sauðinn úti á götu
Sá svarti spyr þann hvíta:
- Hvar fékkstu svona fínt útlit?
- Með málningu og pensli, auðvitað!
- Hvernig ertu þá á litinn í alvörunni?
- Ég er auðvitað svartur, hvað annað?!
- Af hverju er ég þá ekki svona?
- Af því þú ert svo heimskur,
þú kannt ekki að þykjast.
(Áslaug Perla ’95.)
Elsku Áslaug Perla mín, ég trúi
ekki að ég sé búin að missa þig, litlu
systur mína. Ekkert verður eins
héðan í frá og ég sakna þín svo mik-
ið. Það eina sem ég reyni að hugga
mig við er að Pétur frændi og öll hin
taki vel á móti þér og að þér líði svo-
lítið vel.
Þín systir,
Ragnheiður.
Elsku Áslaug Perla. Ég kveð þig
með trega í hjarta. Ég gleymi aldrei
góðu stundunum sem við áttum
saman, sér í lagi ævintýrunum sem
við lentum í við sauðburðinn og í
réttunum.
Ég veit það verður tekið vel á
móti þér.
Guð blessi þig.
Þín elskandi
amraa.
Áslaug Perla, mín elskulega syst-
urdóttir, mig Iangar til að kveðja þig
með nokkrum orðum en veit ekki
hvernig ég á að fara að því. Þegar
pabbi þinn hringdi í mig og sagði
mér þessar hræðilegu fréttir vildi ég
ekki trúa því. Það gæti ekki verið
satt, þú sem svo nýlega varst orðin
tuttugu og eins árs. Ékki aftur að
ung manneskja sé kölluð frá okkur.
En vegir Guðs eru órannsakanlegir
og hann hefur eflaust eitthvert ann-
að verkefni handa þér á öðrum stig-
um tilverunnar.
Þér var margt til lista lagt og
varst efnileg ung stúlka sem áttir
framtíðina fyrir þér. Þegar þú byrj-
aðir í Kvennaskólanum tókstu þátt í
forkeppni fyrir söngvarakeppni
framhaldsskóla og söngst listavel
eftir því sem vinkona þín sagði.
Samt varst þú svolítið leið yfir að
hafa ekki gengið betur. En að hafa
dug og þor til að taka þátt í keppn-
inni fannst mér frábært og vorum
við Lilla systir stoltar af þér þegar
við keyrðum þig niður í skóla þetta
kvöld.
Þú gast tjáð tilfinningar þínar á
blaði betur en aðrir sem ég þekki.
Ég hef lesið heilmikið af þeim text-
um sem þú hefur verið að semja síð-
an þú varst unglingur. Það er yndis-
legt að lesa allt það sem þú hefur
ort, sem er á íslensku, ensku og
nokkur á frönsku. Þar kennir ým-
issa grasa, til dæmis eru þarna
skondnar vísur eins og þessi sem þú
ortir til mömmu þinnar þegar þú
varst fimmtán ára unglingur.
Um Gerði
Gerðurvarkona
hún var sísona.
Hún talaði alltof mikið
og dustaði af bókunum rykið.
Hún hélt hún væri hin fróða.
En viti menn!
Hún var bara nöldurskjóða
og er enn...
Einnig er að finna djúphugsuð
ljóð og sögur um lífíð og tiíveruna og
skemmtileg kvæði, bæði löng og
stutt. Þú samdir líka nokkra sálma
sem eru afar fallegir og læt ég einn
þeirra fylgja hér á eftir. Vonandi
verða textar þínir einhvern tímann
útsettir og sungnir af okkar góðu
listamönnum sem Island hefur að
geyma.
Það er oft sagt að þeir deyi ungir
sem guðimir elska. Að sjá á eftir
ungu fólki í blóma lífsins er erfiðara
en orð fá lýst.
Nú ert þú farin á annað tilvemst-
ig og þar er frændfólkið okkar, sem
tekur á móti þér og umvefur þig
kærleika og ást og vísar þér veginn
áfram. Ég kveð þig í hinsta sinn með
þessum fátæklegu orðum, Áslaug
Perla mín, og mun geyma minning-
una um þig í hjarta mínu um alla
framtíð.
Elsku Lilla, Jonni og Ragnheiður,
megi góður Guð vernda ykkur og
styrkja um ókomna tíð.
GóðiGuð,
kenndu mér að breyta rétt.
Syndum mínum af mér létt.
Berðu mér byr í vængi mína
og leyf mér fljúga leiðina þína.
Góði Guð,
réttmér hönd
og haf af mér öll þau villubönd.
Svo láti ég gott af mér leiða
og ætíð fari eftir veginum greiða.
(Áslaug Perla ’99.)
Þín frænka,
Margrét Berndsen (Systa).
Elsku Áslaug Perla mín. Ég
sakna þín. Ég trúi ekki að þú sért
farin. Ég hef þekkt þig síðan ég man
eftir mér. Ég var hálfu ári yngri en
þú og ég man að þú vildir alltaf gæta
mín. Þú kallaðir mig Aniku litlu.
Þegar við vorum litlar lékum við
okkur oft saman. Á unglingsárunum
tókum við oft upp allskonar stutt-
myndir. Þér fannst svo gaman að
búa til handrit og semja sögur. Það
var skemmtilegur tími.
Fjölskyldur okkar hafa verið
mjög samheldnar í gegnum árin. Við
hittumst alltaf á jólum og var þá öll
fjölskyldan samankomin. Þá dróg-
um við fram öll nýjustu spilin og
spiluðum fram á rauða nótt. Það var
ómissandi tími. Eins vorum við alltaf
saman á gamlárskvöld þar sem við
fögnuðum nýju ári saman.
Ég á margar góðar minningar um
þig sem ég geymi í hjarta mínu. Það
er mjög erfitt að finna orð til að lýsa
því hvernig mér líður. Þú varst alltaf
reiðubúin að hjálpa öðrum. Þú lán-
aðir mér margt hiklaust. Þú varst
umhyggjusöm um aðra frekar en
sjálfaþig.
Það er um það bil vika síðan ég sá
þig síðast. Ég var að gefa þér buxur
sem ég nota ekki. Þú varst ánægð en
þú vildir strax gefa mér eitthvað í
staðinn. Ég er fegin að hafa getað
glatt þig aðeins. Þú faðmaðir mig og
síðan kvöddumst við og sögðum
„sjáumst" eins og ekkert væri.
Elsku Áslaug Perla, ég veit að þú
átt marga að sem taka vel á móti
þér. Ég bið Guð að geyma þig líka.
Takk fyrir allt. Vertu sæl.
Þín frænka,
Anika.
Elsku frænka mín er dáin.
Það er svo ótrúlega óréttlátt að
hún skuli ekki hafa fengið að lifa
lengur. Hún var svo falleg og góð og
átti alla framtíðina fyrir sér. Hún
var bæði óeigingjörn og gjafmild.
Hún vildi allt fyrir alla gera og sér-
staklega þá sem voru eitthvað
minnimáttar. Ég bjóst alltaf við því
að hún yrði frægur rithöfundur eða
skáld. Hún fór mjög ung að lesa og
skrifa auk þess sem hún fór snemma
sjálf að semja sögur, skrifa ljóð og
texta. Sköpunargleðin var svo mikil
að hún hafði samið heilu leikritin og
búið til stuttmyndir sem hún lék í
ásamt vinum og frændsystkinum.
Þótt þetta hafi meira verið í gamni
en alvöru sýndi þetta hugmynda-
auðgi hennar.
Fjölskyldan hefur alltaf komið
mikið saman, einkum til að spila.
Þegar við spiluðum fimbulfamb var
ekkert varið í það nema Áslaug
Perla væri með, því hún hafði svo
frábæra skáldahæfileika og
skemmtilegan húmor... það sem við
gátum hlegið að útskýringum henn-
ar.
Þótt hún væri skemmtilega kæru-
laus á yfirborðinu var hlið á henni
sem var mjög alvörugefin og hún
hafði sterkar skoðanir á mörgum
hlutum og hafði þá gjarnan lesið sér
mikið til og kynnt sér málin.
Þótt fjölskylda okkar sé stór og
samrýnd höfum við gengið í gegnum
mikla erfiðleika og sorg á undan-
förnum árum sem hefur skyggt á
góðu stundimar. Það er óbærilegt til
þess að hugsa að Áslaug Perla sé dá-
in en það er viss huggun í því að trúa
að til sé veröld handan þessa heims
og þar verði hún í góðum höndum.
Elsku Lilla, Jonni og Ragga,
hjarta mitt grætur með ykkar.
Brypja.
Elsku Áslaug Perla mín.
Mig langar til að skrifa nokkur
kveðjuorð til þín þó að ég viti að
hvað sem ég segi breyti það engu
um það að þú ert farin. Það er svo
sorglegt að hugsa til þess að geta
aldrei hitt þig aftur og talað við og
lætur það mig sjá eftir því að hafa
ekki kynnst þér betur.
Ég man að þegar við vorum yngri
fórum við oft í að búa til „bíómyndir"
og hvað mér fannst gaman að mega
vera með ykkur eldri stelpunum
þér, Aniku og Rúnu. Það var svo frá-
bært hvemig þú gast alltaf tekið við
stjórninni og verið leikstjórinn.
Stundum þegar við Anika komum í
heimsókn með mömmu fómm við í
Barbiedúkkuleik. Þá fór oft mestur
tíminn í undirbúninginn að ákveða
hver okkar ætti að leika hvaða
dúkku og hvaða fötum þær klædd-
ust og ætli það hafi ekki verið það
skemmtilega við leikinn.
Ég þakka þér fyrir að hafa gefið
mér þessar minningar og fleiri og
vona að þér líði vel þar sem þú ert.
Þín er sárt saknað.
Þín litla frænka,
Gunnhildur.
Elsku Áslaug Perla. Það er sárt
að kveðja unga frænku sína í blóma
lífsins.
Við minnumst þín sem yndislegr-
ar stúlku, sem aUtaf var svo blíð og
góð, sem okkur þótti svo vænt um.
Við geymum minningu þína í
hjörtum okkar alltaf.
Vertu yfir og allt í kring
með eilífðri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Um leið og við kveðjum þig, elsku
frænka, biðjum við algóðan Guð að
styrkja alla og blessa á þessari sorg-
arstund.
Þínar frænkur,
Lilja Britta og Eva.
Hamingjan sem fylgir því er for-
eldrar taka á móti nýju lífi er ólýsan-
leg. Níu mánuðir fóru í undirbúning-
inn og framtíðin er björt en óræð.
Óhamingjan við að missa hið nýja líf
fáum árum seinna er enn ólýsan-
legri, undirbúningurinn er enginn
og framtíðin óljós og í hönd fer önn-
ur og erfiðari meðganga.
I dag verður Áslaug Perla Krist-
jónsdóttir kvödd með trega í hinsta
sinn, gullfalleg stúlka, ljós yfirlitum.
Brosið var blítt og dálítið feimið, þú
varst ekki viss hvort hún ætlaði að
hlæja, brosa eða gráta. Áslaugu
skorti ekki gáfur, hún var ekki þessi
„hér er ég“ persóna. Hæðni, hroki
og eigingirni voru ekki meðal ókosta
þessarar stúlku. Yfirleitt talaði hún
ekki mikið en sumir þurfa ekki að
segja margt til að maður kunni að
meta það. Hennar verður sárt sakn-
að af foreldrum sínum og systrum
og fjöldskyldum þeirra, lát hennar
kom eins og reiðarslag yfir alla, svo
snöggt að maður er vart búinn að
átta sig á því enn. Þessar fátæklegu
línur eru tileinkaðar Áslaugu P.
Kristjónsdóttur, og við vitum að hún
er á betri stað í dag og brosir til okk-
ar blítt en dálítið feimið. Hvíl í friði.
Elsku Gerður, Kristjón, Ragn-
heiður og Agnes, sorg ykkar og
söknuður er mikill og við sam-
hryggjumst innilega.
Kristín Erla,
Þorleifur og böm.
Yndisleg frænka mín, Áslaug
Perla, er horfin þessum heimi. Eftir
stöndum við fjölskylda og vinir sorg-
mædd og varnarlaus og án þess að
vita okkar rjúkandi ráð. Barn var
fætt í þennan heim. Barnið gaf öllum
von og um stund virtist það eiga að
fá að blómstra og styrkja frænd-